Vísir - 16.06.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 16.06.1966, Blaðsíða 15
V í S IR . Fimmtudagur 16. júní 1966. 15 CATHERINE ARLEY: TÁLBEITAN 15. KVIKMYNDASAGA TÓNABÍÚ annaö en heilbrigðisráðstöfun, þær eru mér svipað og tannbursti, ann- að ekki. Og þér vitið að enginn notar sama tannburstan til lengd- ar“. „Þér hafið aldrei kynnzt konu sem var yöur eitthvaö meira en aðrar, sem þér höfðuð kynnzt?" „Jú. Hún var hóra. Konur af þeirri stétt verða venjulega þær beztu eiginkonur, sem um er aö ræða, og þessi hefði sízt orðið þar, undantekning. Ég hef alltaf haft mestan áhuga á þeim konum, sem maður geldur greiðann — í bein- harðum peningum á ég við — mað ur verður alltaf að gjalda þeim greiðann, sem verður þó aldrei dýr- keyptari, en ef maður kvænist. Um leið gleyma þær eða glata öllum hæfileikum, sem gera þær annars freistandi, þær verða mæður, mat- seljur og einn hluti af rekkjubún- aöinum, en ekki lengur æsilegir rekkjunautar.“ „Hef ég aldrei vakið neinn á- huga hjá yður?“ Anton Korff leit á hana og þaö brá fyrir undrun og glettni í svipn um. Það leiö nokkurt andartak áöur en hann svaraöi. „Það leynir sér ekki að þér eruð ... kona ..“ „Ég var ekki að spyrja um af- stöðu mína, heldur yðar. Hef ég aldrei vakið neina ástríðu hjá yð- ur?“ „Ég hef aldrei þorað að hugsa þá hugsun til enda,“ viöurkenndi hann, og bætti svo við eftir nokkra þögn: „Hvað um yður — hafið þér gert það.“ ,.Já.“ „Og..?“ Augu þeirra mættust brot úr andrá. En þó nógu iengi til þess að hvorugt þeirra þurfti aö spyrja frekar. „Það er mér ekki óþægileg til- finning,“ svaraöi Hilda lágt. Og Anton Korff virti hana fyrir sér. Hún fann augu hans hvlla á sér, klæða sig úr hverri spjör, fann hvemig hann naut hennar í huganum ... en svo leit hann á haf út og svaraði rólega, án þess aö líta á hana aftur. „Ég er ekki í neinum vafa um að við munum eiga fyrir höndum marga unaðsstund. En framtíðin er mér allt, og við megum ekki hætta á neitt það, sem getur leitt til þess að við töpum taflinu.. 6. KAFLI Snekkjan lét í haf frá Porto- fino og Carl Richmond þóknaðist að vera í afleitu skapi næstu dag- ana, svo að Hilda forðaðist að vera í návistum við hann meir en nauðsyn krafði. Síðan gerðist hann aftur hinn kátasti, en þegar kom til Sikileyjar, hljóp alvarleg snurða á þráðinn ööru sinni. Tilefnið var ekki mikilvægt. Kjúklingasteik... Að sjálfsögðu lenti þaö á Hildu að sjá svo um að haldnar væru reglur þær, sem læknirinn hafði sett gamla manninum varðandi mataræði hans. Hún reyndi á all- an hátt að koma því þannig fyrir að honum yrði það sem þægilegast og var ekki annað að sjá en að hann kynni einkar vel að meta þá viðleitni hennar og væri henni þakklátur fyrir. Þennan dag gerðist það, að hún lét matreiða steikta kjúklinga handa sér og yfirmönnunum, en bera gamla manninum, sem ekki mátti leggja sér kjöt til munns, þann fiskrétt, sem hún vissi að honum fannst Ijúffengastur. Máltíðin gekk að óskum — allt þangað til brytinn bar inn kjúkl- ingasteikina. Öllum til undrunar fékk gamli maöurinn þá allt í einu eitt af þessum ófyrirsjáanlegu reiðiköstum, sem hann hafði aldrei getað haft hemil á .kannski aldrei hirt um að reyna það, og leiddu venjulega til þeirra aögeröa af hans hálfu, sem samsvöruðu á engan hátt tilefninu — enda var tilefn- ið yfirleitt nauöaómerkilegt, eins og í þetta skiptið. Kannski voru kjúklingamir ekki hin raunverulega ástæða. Það var að minnsta kosti ekki óhugsanlegt að gamla manninum finndist oröið meir en nóg um þau tök, sem Hilda hafði smám saman náð á honum, og finndist frelsi sínu ógnað af hennar hálfu, þess vegna hefði hann beðið eftir tækifæri til að gera uppreisn svo að kvæði. Þegar þau hin tóku til við kjúkl ingasteikina, hringdi hann á þjón- inn. Náhvítur í andliti og án þess að hafa augun af Hildu beið hann þess að þjónninn kæmi inn, en Hilda, sem fann að óveðrið var í aösigi tók á öllu viljaþreki sínu til þess að hendur hennar titruðu ekki. Jannaiku-þjónninn komjnn. „Taktu matinn af borðinu hjá þeim,“ skipaði Carl Richmond. Yfirmennimir og Anton Korff sem sýndust ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið, létu þjóninn taka diska þeirra af borðinu mótmæla- laust.. Hilda leit ekki upp og lét sem hún sæi ekki þegar negrinn rétti út hendina eftir diski hennar. Ekk ert rauf þögnina, nema lág rödd hennar þegar hún baö þjóninn að rétta sér ídýfukönnuna. Aftur varð djúp og þung þögn. Blökkumað- urinn, sem vissi ekki hvað hann átti til bragðs að taka, blimskakk- aði augunum á húsbónda sinn. „Ég hef andúð á kjúklingasteik, ungfrú Meisner," mælti Carl Rich mond og rödd hans titraði af inni- byrgöri reiöi. „Þér vitið það full- vel, að ég get ekki á það horft, að hún sé étin i návist minni.“ Hilda leit fast á hann. „Hafið þér nokkurn tíma lagt þá spumingu fyrir sjálfan yður, hvort ekki gæti verið að viö hin hefðum andúð að sjá og heyra athöfn yðar við matborðið, eða duttlungum yðar I sambandi við þær máltíðir, sem fram eru reidd ar. Ég lét matreiða handa yður þá rétti, sem ég vissi að þér höfðuð mestar mætur á. Njótið þeirra og leyfið okkur að njóta matar okkar, en stofnið ekki til neinna vand- ræða út af því, sem ekkert er...“ Yfirmennimir störðu á þau til skiptis. Hildu varð ljóst að hún hafði teflt of djarft. Að hún heföi stefnt öllu í hættu og taflið gat eins vel verið henni tapað. Nokkurt andartak sátu þau öll hreyfingarlaus. Þá varð Carl Rich mond eldrauður í framan, eins skyndilega og hann haföi áður orð- ið náfölur. Hann bókstaflega hvæsti af reiði. „Einmitt það ... ég vek andúð hjá þér. Þér býður við að sjá mig og heyra ganga að mat mínum, er það ekki rétt skilið? Jæja, stúlka mín. Þá skaltu fá að sjá þær að- farir, sem ættu aö nægja til þess að þú gleymdir ekki Carl Rich- mond það sem eftir er ævinnar... Taktu nú vel eftir og reyndu að draga einhvem lærdóm af.“ GJAFABRÉF frA sundlaugarsjóði SKÁLATÚNSHEIMILISIN8 t>ETTA BRÉF ER KVITTUN, EN ÞÓ MIKLU FREMUR VIÐURKENNING FYRIR STUÐN- ING VIÐ GOTT MÁIEFNI. HtrOAYlK.Þ. 1t. r,J f.h. Svadlauganjóðt UilatónthrlmlIUIm Auglýsið í Vísi VEL ÞVEGINN BlLL ÞVOTTASTÖÐIN SUÐURLANDSBRAUT 2 SÍMI 38123 OPIÐ 8-22,30 SUNNUD.:9-22,30 1T ALL STAKTE7 WHEKl MY PATHEK., JOHKi CLAYTON, LOK7 SREYSTOK.E, AN ENSLISH N05LEMAN, WAS COMM1SSIONE7 SVTHE QUEEN TO INVESTIGATE THE < MISTREATMEWT OFAFRICAN NATIVES IN A 5KITISH C0L0NV SY AN0TH5R EUR07EAN 70WER.! JíH CjlAiwO Ég hélt aö þið munduð hafa gaman af að Mikið af því, sem ég segi ykkur, las ég Þetta byrjaöi allt, þegar faðir minn, John heyra eitthvað um, hvemig vera mín í rrumskóginum byrjaði. í dagbók, sem faöir minn skrifaöi. Það væri gott fyrir ykkur börn að hafa tilfinningu fyr ir liönum tíma, að safna nótum um það mark verðasta, sem gerist á ævi ykkar. Clayton Greystoke lávarður, enskur aðals- maður, var kvaddur til þess af drottning- unni að rannsaka harðrétti, sem hinir inn- fæddu í brezkri Afríkunýlendu voru beittir af öðru stórveldi í Evrópu. Hann seildist eftir kristalflösku hálffullri af rauðvíni og grýtti henni af alefli í vegginn svo að hún brotn aði i þúsund mola, en vínið rann í rauöum lækjum ofan á gólfið. Og áður en nokkur gat komið í veg fyrir það, greip hann diskana af borðunum og grýtti þeim I vegg inn, síðan glösunum og fötunum, en Jamaiku-negrarnir skriöu í skjól bak við hjólastól hans, miður sín af skelfingu. Hörður Ólufsson hæstaréttarlögmaður löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi. (enska). Austurstræti 14 Símar 10332 35673 METZELER hjóIbarSarnir eru þekktir fyrir gæði og endingu, Aðeins það bezla er nógu gotf. SöIusfaSirí HJÖLBARÐA" &BENZINSALAN v/Vitatorg. SlMl 23900 ALMENNA METZEIER umboðiS VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 SÍMI 10199 SÍÐUMÚLI 19 SÍMI 35553 la in betur meö m vUcil Bianz- iirlesiig oukM? glans hárlagningar- vökva hiildsSldiircdu ISLENZK ERLENDAVERZLUNARFÉLAGIÐiiF fRAMLEIDSLURtTTINDI AMANTI Hf

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.