Vísir - 16.06.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 16.06.1966, Blaðsíða 16
:!:• illÉiin: i. : Frá skólauppsögn Menntaskólans í Reykjavík í gær. Nýstúdentar á sviöinu í Háskólabíó. VISIK nmmtunagur it>. juni 192 útskríiuoust frá M.R. í oær Menntaskólanum í Reykjavik var slitið við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær. Húsið var þéttsetlð fólki. Samtals útskrlf uðust i vor 192 nemendur með stúdcntspróf, 79 í máladeild og 113 í stærðfræöideiid. 3 nem- endur hlutu 1. ágætiseinkunn, 82 1. einkunn, 95 hlutu 2. eink unn og 12 hlutu 3. einkunn. Úsköp feginn að þessu er lokið" — sagbi dux scholae M.R. i viðtali við Visi Hæstu einkunnir hlutu þessir nemendur: Ásmundur Jakobs- son, 6-Z 1. ágætiseinkunn 9.54, Jón Snorri Halldórsson .6-B, 9.29, Guðmundur Þorgeirssor, 6-Z meö 9.24, María Guðmunds dóttir 6-A 8.91 og Hans Kr. Guð mundsson 6-Z með 8.86. Einar Magnússon, rektor, minntist í upphafi fyrrverandi rektors, Kristins Ármannsson- ar, sem lézt £ síöustu viku á sjúkrahúsi í London, nokkrum oróum og baö viðstadda að minnast Kristins heitins meö því aö rísa úr sætum. Að þessu loknu ræddi rektor um úrslit prófa og starfið í skólanum í vetur. Nemendur í byrjun skólaárs voru 1061 og kennarar 77. Árspróf þreyttu í þetta sinn 789 nemendur og stóðust það 705. Hæstu eink- unnir við árspróf hlutu: Kol- brún Haraldsdóttir, 5-A, 9.26, Frh. á bls. 6. Dux scholae í ár var eins og fyrr er sagt Ásmundur Jakobs- son úr stærðfræðideiid. Fékk hann einkunnina 9,54, sem er 1. ágætiseinkunn. Hann er sonur hjónanna Jakobs Gislasonar raf- orkumálastjóra og konu hans Sigríðar Ásmundsdóttur. Að lokinni skólauppsögn hitti blaða maður Vísis hann á heimili hans að Barmahlíð 22. Það er óþarfi að taka það fram að hann var mjög önnum kafinn, en gaf sér þó örlítlnn tíma til að rabba við blaðamann. — Ég er ósköp feginn að þetta er búið. Annars var þetta ekki eins strembið og ég hafði búizt viö. — Og hvert á svo að halda til náms í haust? — Meiningin er að fara til Skotlands og stunda nám í efna- verkfræði í St. Andrews. Nám- ið tekur fjögur ár. — Þú hefur náttúrlega lesið mikið í upplestrarfriinu? — Ekkert tiltakanlega. Ég las þetta 8—10 tíma á dag, jafnt sunnudaga sem aðra daga. Ég les að sjálfsögðu eftir fyrir- framgerðri áætlun, annað er varla hægt. — Skemmtilegasta námsgrein- in? — Eðlis- og efnafræði er að sjálfsögðu skemmtilegust. Ég mun sakna félaganna mikið og ekki síður kennaranna. Þá má ekki gleyma félagslífinu, það var með miklum blóma nú í vet- ur. og ég sakna þess mikið. Ásmundur Jakobsson. FRÁ PRÓFBORÐI í HJONABAND Verzlunarskóladúxinn flytur til Þýzkalands Frá skólaslitum f lærdómsdeild V.I. í gær. Það var stór dagur í lífi Elínar Jónsdóttur í gær er hún braut- skráðist stúdent frá Verzlunar- skóla íslands með I. ágsétíis- einkunn 7.52 — dúx skólans. Er við hittum hana snöggvast að máli til að óska henni til ham- ingju og forvitnast um framtíð- aráætlanir hennar kom í ljós að í næstu viku rennur upp dagur, sem marka mun öllu meirl tíma- mót í hennar lífi en gærdag- urinn. — Ég ætla að gifta mig í næstu viku, sagði Elín og brosti og eins og vænta má var unn- ustinn ekki langt undan. — Hver er sá hamingjusami? — Hann heitir Reinhold Richter og er Þjóðverji. Við kynntumst er ég dvaldist í Þýzkalandi sumarið 1964 — hann kom hingað í frí í fyrra og svo auðvitað núna. — Flyturðu þá af landi brott? — Já, það er meiningin. Við setjumst aö í Iserlohn, sem er um 20 km frá Dortmund. — Hyggurðu á frahihalds- nám? — Ég veit ekki ennþá hvem- ig það verður — fyrst verð ég nú að venjast nýju heimkynn- unum. En annars langar mig til að læra frönsku og meira í þýzku. — Voru það uppáhaldsfögin? — Já, ég var hrifnust af þeim fögum, — ég er eindregið fyrir tungumál. Elín var margverðlaunuð fyrir góða frammistööu í uppáhaldsfögum sínum og reynd ar í flestum fögum, sem kennd voru til stúdentsprófs. Þar til Elín heldur utan með eiginmanni býr hún sem fyrr hjá foreldrum sínum Elínu J. Þórðardóttur og Jóni Þ. Árna- syni í Kópavogi. 28 stúdentar brautskráðir frá V.í. Lærdómsdeild Verzlunar- skóla Islands var slitiö í gær og brautskráöir 28 stúdentar. Hófst skólaslitaathöfnin meö því að stúdentsefni sungu stúd entasöng en síðan tók skóla- stjórinn dr. Jón Gíslason til máls. Bauð hann fyrst gesti velkomna en minntist síöan ný iátins rektors menntaskólans, Kristins Ármannssonar. Risu viðstaddir úr sætum til að votta honum virðingu sína. Vék skólastjóri siöan að skólastarfi lærdómsdeildar, en það var meö svipuðum hætti og fyrr. 5. bekk var þó í fyrsta skipti tvískipt, en nemendur hans voru 34. Nemendur 6. bekkjar voru 26 og stóðust allir stúdentspróf svo og 2 utanskóla nemendur, sem gengu undir próf. Einn nemandi 6. bekkjar, r Alyktun Verkamaniuasambcindsms: Oskar eftir viðræðum án tafar Stjórn Verkamannasambandsins Uom saman til fundar í Reykjavík í gær og var þar gerð grein fyrir gangi samningaviöræönanna við atvinnurekendur. Á fundinum var eftirfarandi tillaga samþykkt ein- róma: „Fundur sambandsstjórnar Verkamannasambands íslands, haldinn i Reykjavik 15. júní 1966 lýsir fyllsta samþykki sínu við tilraunir framkvæmdastjórnar sambandsins að undanförnu til að ná fram heildarsamningum, sem mótað gætu í aðalatriðum kjara- samninga almennu verkalýðsfélag- anna. Fundurinn telur eðlilegt, að framkvæmdastjórnin hefur beint samningaumleitunum að því, að ná fram bráðabirgðasamningum til hausts vegna hins mjög ótrygga ástands sem nú ríkir á ýmsum svið- um efnahagsmála, er miklu varða Framh. á bls. 6. Elín Jónsdóttir hlaut I. ágætis einkun 7.52 (notaöur er eink- unnastigi Örsteds). Aöra hæstu einkunn hlaut Garöar Valdi- marsson, I. einkunn 7.32. Er stúdentsefni höfðu veitt prófskírteinum viðtöku sungu þau „ísland ögrum skorið“ en settu aö því búnu upp stúdents húfurnar. Voru stúdentum síð- an afhent verölaun og hlaut Elín Jónsdóttir silfurbikar fyrir beztan árangur á stúdentsprófi 1966. Bókaverðlaun, gefin af skólanum og ýmsum aðilum, voru veitt fyrir beztan árang ur í hinum ýmsu kennslugrein um skólans. Skólastjóri hélt síðan ræðu og sagöi í lok hennar aö hann vonaöist til þess að veganesti þaö sem stúdentarnir heföu hlot ið f V.l. ætti eftir að endast vel og lengi. Framh. á bls. 6. Elín Jónsdóttlr, dúx á stúdents- prófi í Verzlunarskólanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.