Vísir - 18.07.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 18.07.1966, Blaðsíða 6
6 £ V í , Slys við sömu stuðino Það eru nokkrir staðir hér á landi, þar sem slys verða ár eftir ár og stundum oft á hverju ári. Hættulegustu staðimir virðast vera, þar sem eru brekka, beygja og brú eða beygja og brú. — Á laugardaginn fór bifreið út af við einn slíkan stað í Holtunum, nánar tiltekið milli Brekku og Rauða- lækjar. Þar fara margar bifreiðir út af veginum á ári hverju og þar hafa orðið tvö dauðaslys undan- farin ár. Ekki hlauzt alvarlegt slys að þessu sinni, en bifreiðin stór- skemmdist. Síld — Framhald af bls. 16 Jón Finnsson GK 130 tonn, Gísli Ámi RE 250, Keflvíkingur KE 60, Héðinn ÞH 70, Loftur Baídvinsson EA 110, Reykjanes GK 65, Gull- berg NS 50, Guðmundur Péturs IS 100, Helgi Flóventssoh ÞH 60 Sæ- þór ÓF 75, Lómur KE 40, Þórður Jónasson EA 150, Hafrún IS 170, Hamravík KE 120, Sæhrímnir KE 100, Fákur GK 50, Helga RE 120, Jón Kjartansson SU 140, Sigurfari AK 30, Ólafur Magnússon EA 120, Ámi Geir KE 40, Seley SU 50, Faxi GK 70, Bára SU 100, Gullver NS 120, Hannes Hafstein EA 120, Skálaberg NS 40 tonn. Söltun hufin Seyðisfirði, í morgun. Söltun hófst á miðnætti sl. nótt hjá söltunarstöðunni Ströndin. Salt að var úr m.s. Reykjaborg RE 25, kom hún með 800 tunnur/af fsaðri sfld, einnig hófst söltun hjá Fisk- iðjunni h.f. úr m.s. Anari RE 21 og kom hann með 1000 tunnur. Hér er logn og blíða og 15 stiga hiti. — Fréttaritari. Brunnyerðir — Framhald af bls. 16 inni lauk, var hlýtt á erindi Einars Eyfells, verkfræðings um brunavamir í Reykjavík. Eftir hádegið í dag munu gestimir hlýða á erindi dr. Sig- urðar Þórarinssonar um Surts- ey og einnig verður stutt kvik- myndasýning. Síðar í dag verð- ur farið f kynnisferð um borg- ina og hún og nágrenni henn- ar skoðað, en klukkan 19.00 f kvöld veröur vinakvöld. Mótinu verður slitið á föstu- daginn, en m. a. fara þátttak- endur í flugferð til Akureyrar einn daginn og þaöan til Mý- vatns, Áburðarverksmiðjan í Reykjavfk verður skoðuð og þá flytur nýskipaður slökkviliðs- stjóri í Reykjavík, Rúnar Bjamason erindi um sprengi- og eitrunarhættu við slökkvistarf í ammóníumnítrati. Kappreiðar — Framh. af bls. 1. 1. Hrollur, 13 vetra, eign Sig- urðar Ólafssonar í Reykjavík, sem var sjálfur knapL Faðir Hrolls er Randver úr Reykja- ,'ík og Gletta frá Laugamesi. Tími Hrolls var 26,4 sek. og fékk hesturinn önnur verðlaun. 2. Neisti, 12 vetra, eign Einars Magnússonar frá Gamla-Hraimi f Ámessýslu, sem var sjálfur knapi. Tími Neista var 26,8 sek. íslandsmet í skeiði á Gletta Sig- urðar Ólafssonar, 22,6 sek. Úrslit f 300 metra stökki: 1. Ölvaldur, 7 vetra, eign Sigurð- ar Tómassonar í Sólheimatungu í Mýrasýslu, og stökk hann á 24.1 sek og fékk ömnur verð- laun. 2. Áki, 8 vetra, eign Guð- bjarts Pálssonar í Reykjavík, á 24.2 sek. 3. Glóð, 7 vetra, eign Guðbjargar Siguröardóttur í Hvítarholti í Ámessýslu, á 24,4 sek. Blossi, 10 vetra, eign Ingi- mars Sveinssonar á Egilsstöð- um í Suður-Múlasýslu, á 24,5 sek. 5. Fjalla-Skjóni, 7 vetra, eign Magnúsar Jóhannessonar í Kúskerpi í Skagafirði, á 24,7 sek. Islandsmet í 300 metra stökki, 21,4 sek, á Þytur Sveins K. Sveinssonar. Orslit í 800 metra stökki: 1. Þytur, 9 vetra, eign Sveins K. Sveinssonar í Reykjavík, ættaö- ur úr Austur-Skaftafellssýslu, og stökk hann á 66,1 sek og fékk fyrstu verðlaun, 2. Funi, 11 vetra, eign Sævars Sigbjöms- sonar frá Rauðholti f Norður- Múlasýslu, 67,3 sek. 3. Glanni, 15 vetra, eign Böðvars og Jónas- ar Jónssona í Norður-Hjáleigu í Vestur-Skaftafellssýslu, 67,4 sek, 4. Gustur, 10 vetra, eign Baldurs Bérgsteinssonar í Rvík, 69,5 sek. 5. Funi, 12 vetra, eign Aðalgeirs Kristjánssonar á Ak- ureyri, 72,5 sek. Beztan tíma í 800 metra spretti á Glanni frá Norðqr-Hjáleigu, 64,5 sek. Eins og sést af tímunum var árangurinn í lélegra lagi, ef mið að er við fyrri landsmót, og olli þar mestu um bleytan eftir úr- hellisrigninguna. Talsamband — Framhald af bls. 1. arskál rétt fyrir ofan Siglufjörg, en þar er einnig stöð, sem er í sambandi við stöð, sem staðsett er á Vaðlaheiði. Fyrst í stað er áætl- að að einungis ein rásanna fjögurra í hinu nýja ultrabylgjuradíósam- bandi verði í notkun, þvf að ekki er taliö að þörf sé fyrir fleiri rásir, fyrr en sjálfvirku sambandi er kom ið á milli Grímseyjar og lands. Þetta ultrabylgjuradfósamband viö Grímsey og milli Selfoss og Búr- fells er aukning á því kerfi ultra- bylgjusambanda, sem komiö hefur veriö á fót vítt og breitt um land- ið. Menntaskóli — Framh. af bls. 1. fyrst í stað. Geymslur væru litl- ar enn sem komið væri, kenn- arastofa væri í hálfri kennslu- stofu og skrifstofa úti á gangi, en þetta væru allt smámunir. Lítið myndi vera hægt að hafa verklega kennslu f skólanum í vetur, en svo hittist á að í þriðja bekk væri hún ekki eins mikil og þegar lengra er kom- iö í skólanum, enda yrði þá aí’istaöa öll orðin betri. Hólar — Framhald af bls. 3. um, sem einn hest geta prýt,t. Sprett var úr spori á bökk- um Hjaltadalsár og er komið var fram yfir miðnætti var Uk- ast því að litið væri yfir ævin-1 týraborg er þorft var yfir tjald-1 © Sdelmann MFMGS KQPARRðR m ] rna-\gMl\mm Hpy bS' UVERGIMEIRA URVAL Laugavegi 178, sími 3800 HyiKvesiatol^onica nu sigurlor um landið? ttmaUlC s: Vegnaþessað Konica býður alla kosti vandaðra myndavéla fyrir ótrúlega gott verð SKODID STR# X Konica EE mtíic S IR . Mánudagur 18. júli 196$ borgina á bökkum Víðinesár4 — tjöldin marglitu, sem móðao sveipaði undarlegum ævintýra- blæ. jQagurinn í gær, sunnudagur- inn, hófst með helgistund í kirkjunni á Hólum, þar sem pró- fasturinn á staðnum messaði. Var kirkjan troðfull og staðið í göngunum og út úr dyrum. Þótti þessi helgistund hafa verið með afbrigðum hátíðleg og vel heppnuð. Úrhellisdemba Um morguninn var veður sæmilega gott, en um hádegið kom úrhellisrianing, sem hélzt fram eftir degiJ Rokið magnað- ist einnig, svo að tjöld tóku að fjúka. Áður hafði orðið að taka mörg tjöld upp vegna vatnselgs. Varð um tíma hálfgert upplausn arástand í tjaldbúðunum, er menn reyndu að hemja tjöld sín og að halda þeim þurrum að innan í úrhellinu. Þeir sem við gátu komið, alklæddu sig í gúm- klæðnað ,en hinir blotnuðu f gegn. Klukkan þrjú um daginn var tekið til við mótsstörf aftur og flutti þá Ingólfur Jónsson, land > búnaðarráðherra, ræðu. Ræddi hann fyrst um Hólastað og það fræðasetur og kirkjuhöfðingja- setur, sem þar var fyrr á öldum, og um bændaskólann, sem nú er rekinn þar. Minntist hann á hugmyndir um að reisa fleiri skóla á Hólum og koma þar upp skólahverfi. Vaxandi aðsókn hef ur verið að bændaskólanum, og í sambandi við hann er tamn- ingastöð og hrossarækt. Síðan sagði ráðherrann: Úr ræðu ráðherra „Hesturinn gegnir nú öðru hlutverki f þjóðlífinu en áður fyrr. Nú er hann notaður til skemmtunar, þegar menn gefa sér tíma til að taka sér frí. En minningin um hlutverk þarfasta þjónsins geymist í hugum ís- lendinga. Hreysti og vilji hests- ins til þess að ljúka þvf verki, sem nauðsyn bar til að vinna, mun aldrei gleymast...“ „Það er vel til fallið, að Lands samband hestamanna var stofn- að. Landssambandið er nú 15 ára og hefur á þeim tíma kennt mörgum af yngri kynslóðinni að meta hestinn réttilega. Með starfsemi hestamannafélaganna víða um land er lögð aukin á- herzla á góða og rétta meðferð á hestum, Fróðlegt væri að vita, hversu margir hestar eru saman komn- ir hér á landsmótinu úr flestum sýslum landsins. Víst er, að hér eru mörg hundruð hestar, jafn- vel nærri 2000. Það sem mest er um vert, er, að mjög margir gæðingar eru í þeim hópi. Margir hafa tekizt á hendur ferð yfir öræfin og langar leið- ir milli landsfjórðunga á hest- um að þessu sinni. Minnir þetta á ferðir manna fyrr á öldum, þegar riðið var í hópum milli héraða og til Alþingis. Ekki fara sögur af því, að konur hafi áð- ur fariö einar síns liðs yfir Kjal- veg“. I lok ræðu sinnar sagði ráð- herrann: „Skáldið Einar Bene- diktsson ferðaðist á hestum um landið. Hann kunni að meta góða hesta. Hann naut nátt- úrufegurðar og víðsýnis á ferð- um sínum um landið og þar fékk hann yrkisefni. Þá fædd- ust hugsjónir og framtíðar- draumsýnir birtust um framfar- ir og batnandi þjóðarhag. Vissu- lega munu menn ekki síður nú njóta þess að sitja á góðum hest um og ferðast um fögur héruð með stórbrotnu landslagi".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.