Vísir


Vísir - 18.07.1966, Qupperneq 8

Vísir - 18.07.1966, Qupperneq 8
8 V1S i R . Mánudagur it>. jun moo. VISIR « Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjórl: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjórl: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Uour) Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 7,00 eintaldS Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. Framkvæmdirnar kosta té J>að kom á daginn sem spáð var í forystugrein Vísis fyrir skömmu að stjómarandstöðublöðin Þjóðvilj- inn óg Tíminn myndu hef ja rammefldan áróður vegna beirra hækkana sem gerðar hafa verið á gjöldum Hitaveitunnar og Strætisvagnanna. Hafa blöðin ekki verið öðrum málum sinnandi síðan þessi hvalreki kom á fjörur þeirra, að eigin dómi. Þess vegna skulu örfáar athugasemdir enn skráðar á blað um orsakir þessara hækkana. Allir flokkar borgarstjórnar Reykjavíkur samþykktu áætlunina um áframhaldandi hitaveitu- framkvæmdir í borginni, framsóknarmenn og komm únistar ekki síður en aðrir. En þegar kemur að því að afla þarf f jár til framkvæmdanna gerast fulltrúar þess ara flokka lúpulegir liðhlaupar, sem láta skriffinna sína halda uppi orrahríð út af öflun fjár til þeirra verka, sem þeir sjálfir telja þó hin nauðsynlegustu! Slíkt framferði verður ekki nefnt aqnað en lítilmann- legt. Þjóðviljinn ætti líka að gera sér glögga grein fyrir því að á sama tíma sem kaup Dagsbrúnarmanns ins hefur hækkað um 103% hafa taxtar Hitaveitunn- ar ekki hækkað nema um fjórðung þeirrar tölu. En yfir þessari staðreynd er vandlega þagað og reynt að láta líta svo út sem hér sé um að kenna einskærri mannvonzku borgarstjórnarmeirihlutans. Fólkið í borginni lætur ekki bjóða sér slíkar blekkingar. Það veit að til áframhaldandi hitaveituframkvæmda þarf að afla aukins f jár. Það veit að til áframhaldandi skóla og sjúkrahúsbygginga þarf að afla aukins fjár, ekki sízt þegar öll laun og annar kostnaður hækkar mán- uð eftir mánuð. Þess vegna skilja borgarar Reykjavík- ur rök þess að greiðslur fyrir þá þjónustu sem borg- in innir af hendi verða að taka sömu breytingum og almenn verðlagsþróun þjóðfélagsins. Hefjum nýja landgræðslu Dag eftir dag og ár eftir ár blæs landið upp. Þar sem áður voru grænir hagar og börð er nú víða örfoka sandur. — Þessa óheillaþróun verður að stöðva. Skilningur á því hefur skapazt æ meiri á síð- ustu árum. Það var því heillaverk er skipulags- breyting var gerð í þessum efnum fyrir skömmu og sérstakur landgræðslustjóri skipaður, sem hef- ur í sveit sinni góða sérfræðinga og aukið afl tækninnar við uppgræðslu landsins. En meira þarf ef duga skal. í landgræðslusveitina verð- um við allir íslendingar að ganga. Það ætti að verða okkar sumaríþrótt og markmið hópferðalaga að halda inn í óbyggðir til landgræðslustarfa. Þannig gjöldum við skuldina við landið, sem enn er stór. Á- hugamannafélag í Reykjavík, Lionsklúbburinn Baldur dvaldist síðustu daga uppi við Hvítárvatn þessara erinda. Félagar hans gefa öðrum gott fordæmi. Það ættu fleiri að fylgja í fótsporið græna. S Mér lagðist það til ® hafa lag á mörgu... Rætt við Jón Oddsson níræðnn JÚ, ég mun verða níræöur á mánudag, ef ég lifi það, segir Jón Oddsson, þegar é ghltti hann að máli hjá fósturdóttur hans og manni hennar að Háaleitisbraut 49. Og satt bezt að segja, þá þykir mér það hart, ef ég fá ekki að lifa þessa þrjá da&a, sem vantar enn upp á niunda tuginn, eftir að hafa hjaraö öll þessi ár- Jón leggur frá sér þjóðsögur Jóns Ámasonar, sem hann hefur verið að lesa, og hagræölr heyrnartækinu. — Tala viö blaöamann, þvi ekki það. Ætíli það sé lakara að tala við ykkur en aðra. Og Jón brosir glettnislega. Sjón og heym er eitthvað farlö aö sljóvgast, en minnið er óbilugt og hugsunin glöö og létt, rétt elns og þegar hann lék í Skugga-Sveini á Króknum á sæluvlku Skagfirðinga. — t’g er fæddur á Klöpp á Miðnesi 18. júlí 1876. Ólst upp að Landakoti í Sand- gerði, hjá foreldrum mínum, Oddi Jónssyni og Steinunni Sigurðardóttir. Var þar til nítján ára aldurs. Þá hafði ég farið eitt sumar í kaupavinnu norður í Skagafjörð. Þar kynnt- ist ég stúlku, sem ég varð skot- inn í — og hún lét sísvona lík- lega, en úr þvi varð það, að ég fór til Austfjarða, 1897, og varð þar til 1901. Stúlkunni náði ég þangað tii ' mín og kvæntist henni aldamótaárið, á Skorrastað í Norðfirði. Jórunn hét hún, Guðmundsdóttir, frá Hömrum í Tungusveit í Skaga- firði. Var mannmörg ætt henn- ar þar, m. a. var Pálmi Hann- esson rektor náskyldur henni. í 1 lÉt . iíÉ Itfc Dl jgjtfip •jaí — Hvert var svo haldið af Austfjörðum? — Ég fluttist norður á Sauð- árkrók árið 1902. Konan vildi hvergi vera nema í Skagafirð- inum. Ég vildi halda suður til míns heima — fannst ég aldrei eiga heima í Skagafirðinum og langaði alltaf þaðan. Á Sauðár- króknum var iíka lítið um at- vinnu, helzt skipavinna — kaupið setxán aurar um tím- ann bæði f skipavinnu og land- vinnu. — Manstu verðlag á einhverj um nauðsynjum þá til saman- burðar? — Fyrsta árið mitt þama vann ég i keti um haustið; við ketsöltun, og þá var pund- ið af ketinu á 13 aura. Þá var smérpundið á 60 aura, var bú- ið að vera það í mörg ár. Tólg- arpundið 25 aura, gat þó farið í 30. Mjólk var ekki seld — kom þó fyrir að sjómenn keyptu mjólk, og þá á 5 aura pottinn. Brennivínið kostaði 55 aura flaskan, og það verð hélzt þangað til fyrri heims- styrjöldin skall á. Þá hækkaði allt f verði. Ég var þá orðinn verzlunarmaður á Sauðárkróki, var það í tólf ár. Fyrst hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, sið- ar hjá Pálma Péturssyni, eftir að Kaupfélagið hætti og hann stofnaði sína eigin verzlun, en hann hafði áður veitt söludeild þess forstöðu. — Hvemig voru lífskjör al- mennings á Sauðárkróki í þann tíð? i — Fólkið var fátækt. En þar var mikil verzlun við sveit- imar í Skagafirðinum, og marg- ar verzlanir. Gránuverzlunin, en fyrir henni var Stefán Jóns- son, sonur séra Jóns Hallsson- ar prófasts f Glaumbæ. Hann var faðir Jóns Stefánssonar listmálara. Stefán var ríkur maður, svo sem verið hafði Jón prófastur faðir hans. Þá verzl- aði þar og danskur maður, - Kristján no;)p Claessen verzl- aði þar einnig. — Það var lítil verzlun hjá honum. — Og verzlunin hefur verið með gamla laginu; bændur lagt inn skepnur og búvörur ... — Já, kaupfélagið tók t, d. hross á hverju ári — skips- farm, eða um 1000 hross, öll ótamin. Þá hafði ég þann starfa, þó að ég aetti að heita verzlunarmaður, að mýla þau í minn“ — ég er alltaf að vona að þeir taki það til flutnings héma í Reykjavík; bráðskemmtilegt leikrit, sem mig langar til að heyra flutt í elli minni; þetta — og smáleikrit, sem nefnist „Trína í stofufangelsi", bráð- fjörugt og skemmtilegt. Jú, það var mikið leikið á Króknum. Sá siður, að efna til sæluviku Skagfirðinga, hófust upp úr aldamótunum. Þá voru leiksýn ingar öll kvöld, og mun svo enn. En það var verst með tjöldin. Einhver hafði þó kom- ið á Sauðárkrók og málað leik- tjöldin við Skugga-Svein. Þau voru svo notúð eftir það í hvert skipti, sem hann var sýndur — og eitthvað af þeim, eftir því sem helzt gat átt við, þegar önnur leikrit vom flutt. — Var mikið drukkið á sæluvikunni í þann tíð? — Já óg nei. Menn voru Jón Oddsson. réttinni. Þau voru ljónstygg og það var því erfitt verk. — Margt fallegt hestefnið hefurðu eflaust séð þar; rann þér ekki til rifja að horfa á eftir þeim um borð? — Óekki; það var nóg um hrossin í Skagafirði . .. \7"ar ekki líf og fjör öðru ” hverju á Sauðárkróki; Skagfirðingar hafa alltaf verið taldir gleðimenn ... — Jú-jú, það held ég. Þar var t.d. starfandi leikfélag. Ég var í því félagi, lék mikið og hafði mikið gaman af. Kann sum hlutverkin enn. Ég lék hvað eftir annað í Skugga- Sveini. Fyrst lék ég Grasa- Guddu. Seinna lék ég Ketil skræk, og einhvem tíma lék ég Jón sterka. Það var líka leikið þýtt leikrit, „Drengurinn glaðir undir áhrifum. Og slags- mál sá ég ekki fyrr en einhvern tíma á Siglufirði. Eins og ég minntist á var lítið um atvinnu, þegar ég flutt- ist á Sauðárkrók; ég þóttist sjá fram á, að ég mundi varla hafa í okkur og á, mig og konuna. Ég tók það því til bragðs að fara að læra að smíða; samdi um það við Ólaf.Briem timbur- meistara, að ég mætti læra hjá honum á vetuma og hafa sum- arið frítt fyrir mig. Hann gekk að því, og var ég svo hjá hon- um í þrjá vetur. Ég smíðaöi hjá honum grindur I hús, glugga og annað. Þessi kunnátta kom sér oft vel fyrir mig. Annars lagði ég stund á margt. Ég vann sem bakari í ein tvö ár, og eftir að ég réðist sem verzlunar- maður hjá Pálma, varð ég að Framh á bls. 7.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.