Vísir - 18.07.1966, Síða 15
tflSIR . manudagur 18. júlí 1966.
15
CATHERINE ARLEY
TÁLBEITAN
KVIKMYNDASAGA
ÍÖNABIO
„Gott. En gættu þess aö hafa
taumhald á tungu þinni. Við skul-
um bæöi halda okkur fast við það,
sem við höfum komiö okkur sam-
an um. Þessi Sterling Káne er
maður metnaðargjam, og þess
vegna máttu alls ekki koma hon-
um á sporið. Þá kynnum við aö
komast í sjálfheldu, og þér yrði
kennt um dauöa gamla mannsins,
vegna þess að hann vill þá spara
sér það ómak að leita hins seka“.
„Hvenær verð ég látin laus?“
„Eins og er, þá siturðu í gæzlu-
varðhaldi, ákærð um morð, sem
þú hefur ekki fengizt til að játa
á þig. Skýrðu frá því, sem ég hef
þegar sagt þér, og þá fellur sú
ástæöa niður. Þá er stundin komin
fyrir mig, að ég krefjist þess að
þú veröir látin laus gegn trygg-
ingu“.
7. kafli.
Hildu leið mun betur eftir heim-
sókn Antons Korffs. Hún var ekki
skelfd lengur. Hún gerði sér það
ljóst, að hneykslið sjálft varð ekki
umflúið, þar eð Carl Richmond
hafði verið myrtur. Anton Korff
hafði lög aö mæla. Sá glæpur kom
henni ekki viö. Það var morðing-
inn, sem sú sök snerti, og þar sem
hún var ekki að neinu leyti við
riðin morðið, hafði hún ekkert að
óttast. Sú skyssa, sem hún komst
ekki hjá að játa á sig, breytti ekki
í neinu gildi erfðaskrárinnar —
það mund. eflaust kosta talsvert
þref, en áður en lyki yröi allur
auðurinn hennar. Það var því fyrst
og fremst í þágu hennar sjálfrar,
að hún segði sannleikann. Almenn-
ingsálitið lét stjómast af skrifum
hneykslishungraðra blaðamanna,
sem höföuðu til lúalegustu og lág-
kúrulegustu kennda, með þvi aö
lýsa henni sem blóðsugu, eins og
sú kvengerö tíökaðist í þýzkum
kvikmyndum fyrir síðari heims-
styrjöld. CarJ Richmond var ekki
annað en aulalegt gamalmenni, sem
lent haföi í klóm hennar. Sú stað-
reynd ,að hún hafði gerzt til að
smygla líkinu 1 land, gaf þeim byr
undir báöa vængi, að þeir tileink-
uðu henni allan þann kvalalosta,
sem þjóö hennar var löngum vænd
um. Allt þetta gerði Hilda sér Ijóst,
aftur á móti skildi hún ekki hið
minnsta í þessu með morðið. Ef
hún einungis hefði mátt trúa því
og treysta, að eiginmaður hennar
hefði látizt úr hjartabilun eins og
svo margur maðurinn á hans aldri,
þá heföi hún ekki þurft að skýra
frá neinu um líksmyglið, þá varð
hún ekki sökuð um neitt glæp-
samlegt. En fyrst um morð var að
ræöa, hlaut hún að gera þaö, sem
henni var unnt til þess að haft væri
upp á morðingjanum, og hún gæti
tekið við arfinum, eins og hver
önnur heiðvirö — og öfunduð
ekkja.
Og enn varð hún aö viðurkenna,
aö Anton Korff hafði að öllu leyti
hagað sér samkvæmt þvi, sem
þeim var báðum fyrir beztu, og
allt hefði gengið samkvæmt áætl-
un, ef hún hefði ekki gert sig seka
um þá fljótfæmi að hleypa leyni-
lögreglumanninum inn til sín. Sem
betur fór hafði hún þó ekki viður-
kennt neitt, sem orðið gat henni
að fótakefli sfðar.
Hún var því staðráðin I að fara
að ráðum Korffs og segja sann-
leikann, en þar sem Sterling Kane
kallaði hana ekki til yfirheyrslu,
varð það ekki þennan daginn. Hún
sat alein í klefa sínum og las dag-
blöðin, og varð gripin heitri þakk-
lætiskennd, þegar hún las það, sem
haft var eftir Anton Korff, sem
tók skilyrðislaust málstað hennar.
Þannig leið sá dagur k>ks að
kvöldi. Yfirheyrslan hófst snemma
næsta morguns. Hilda hafði nú náð
sér fyllilega aftur, eftir að hún
vissi hvaða stefnu hún átti að taka.
Þar sem þeir inntu hana stððugt
eftir staðreyndum, ætlaði hún aö
skýra frá þeim og hún mátti láta
sig einu gilda hvaða álit þeir heföu
á henni á eftir.
Hún gekk hnarreist og öruggum
skrefum inn í skrifstofuna. — Nú
kannaðist hún bæöi við umhverfið
og andlitin. Andrúmsloftið sem þar
ríkti var henni hvorki framandlegt
né fjandsamlegt lengur. — Henni
fannst sem hún gengi á hólminn
ekki síður vopnum búin en and-
stæðingurinn. Tók Sterling Kane
eftir þeirri breytingu, sem orðin
var á henni? Hafi svo veriö, lét
hann ekki á því bera. Hann dró
upp illa útleikinn sígarettupakka
03 baúð henni.
Þetta smávægilega atriöi varð til
þess að hún gat ekki að sér gert
að brosa. Sjálfstraust hennar var
endurheimt. Þegar allt var skoð-
að, var hann ekki annað en mann-
eskja, öldungis eins og hún sjálf.
Meö sínum kátbroslegu sérkenn-
um, og átti sín persónulegu vanda-
mál við að stríða.
„Hvemig líður yður í dag, frú
Richmond?"
„Mun betur, þakka yður fyrir“.
„Ég kom því þannig fyrir, að þér
gætuð notiö nokkurrar hvíldar og
áttaö yður á hlutunum. Áttað yður
á því, að það verður alltaf affara-
sælast að segja sannleikann“.
„Það var vingjamlega gert, enda
hef ég notfært mér það“, svaraði
Hilda.
„Hins vegar er þaö ekki nema
eðlilegt, að jafn mikilvæg máls- j
rannsókn taki tímann. Ég verð að
minna yður á það, að allt er það
undir afstöðu yðar komið hvernig
gengur. Ég reyni að sýna yður vin-
gjamlega afstöðu mína, með því að
líta ekki á yður sem seka. Það var
samkvæmt þeirri afstöðu, að ég
leyfði Anton Korff aö heimsækja
yður og ræða við yður, án þess
nokkur vitni væru viðstödd".
„Ég þakka fyrir það“.
„Þessi stutti formáli á sér þann
tilgang að minna yður á, að samt
sem áður standa allar staðreynd-
ir gegn yður“.
„Ég ætla að skýra það“.
Sem snöggvast brá hann hinni
vanabundnu ró sinni og svipur
hans lýsti falslausri undmn.
„Ef þér viljið, ætla ég að skýra
vður nákvæmlega satt og rétt frá
því sem gerðist".
„Til þess eins erum við hér
stödd ...“
„Jæja ... guð minn góður, það
verður ekki neinn hægðarleikur",
varð Hildu að orði.
„Ekkert liggur á. Það væri ef-
laust bezt að þér segðuð okkur
alla söguna eins og hún gekk frá
upphafi; þá myndu ýms óljós at-
riði eflaust skýrast af sjálfu sér“.
Hilda ræksti sig, og rifjaði upp
í huganum þær lífsreglur, sem
Anton Korff hafði lagt henni, áður
en hún hóf frásögn sína.
„Ég réðist um borð í „Gæfuna",
vegna þess að Carl Richmond
þurfti á hjúkrunarkonu þar að
halda“.
„Vomð þér hjúkrunarkona að
mennt?“
„Alls ekki. Ég vann sem þýð-
andi á vegum útgáfufyrirtækis í
Hamborg ...“
„Þér verðið að afsaka að ég
skuli grípa fram í fyrir yður, en því
Sefjum upp
Mælum upp
, RENNIBRAUTIN-
• EYRIR AMERÍSKA
i|fPPSETNÍN&U.
Loftfestinp
Veggfesting
tStíWIAJ
Lindurgötu 25
sími 13743
miður þurfum við fremur á blá-
köldum staðreyndum að halda en
skemmtilegri frásögn. Hvaö voruð
þér að gera þarna á Bláströnd-
inni?“
„Ég hafði dvalizt þar um skeið“.
„Höfðuð þér sagt upp starfi
yðar?“
„Nei, ég var í orlofi ...“
„Gerið svo vel að halda áfram“.
„Það er dálítið örðugt að skýra
satt og rétt frá öllu, án þess að
eiga á hættu að setja ofan við
það“.
Blómabúbin
T
A
R
Z
A
Þannig orsakaðist það, að sonur enskra
hefðarhjóna fékk sitt frumuppeldi hjá öpum.
Lifðir þú í samfélagi við þessa apa? Þar sem
nafn þitt er John Clayton, hvemig orsakað-
ist þá, að þú ert nú kallaður Tarzan?
"...KALA WA5SUEE THAT I WAS A BABY
APE...SHE NURSEP ANPTROTECTEP’ME
AS THOUðH I WEKE HER CHIL7...
"TUBLATv KALA'S MATE, WAS
QUITE UNHAPPY ABOUT ALL
THE ATTENTIOkl SHE GAVE MEH
Það er mjög auðvelt að útskýra þaö, krakk-
ar mínir: Um þetta leyti byrjuðu þau ævin-
týri mín, sem ég man eftir.
Kala var alveg handviss um, að ég væri
apaunginn hennar, hún hugsaöi um mig og
verndaöi mig, eins og ég væri hennar ungi.
Félagi Kala, Tublat, var mjög illur yfir
þeirri umhyggju, sem Kala veitti mér.
Hrisateig 1
simar 38420 & 34174
la
■ ■
gningin
nelzt
betur
meö
wksif
BÍanz-
iirteslli
vt>sl Badthol
j«<l* Friíw
glans
hárlagningar-
vökva
H U LÞSÖ LOMMMft
ÍSLEN2K ERLENDAVERZLUNARFélA3H>HF
f AAMLIIDSLUimtMDI AMAHTf Hf