Vísir - 03.08.1966, Qupperneq 8
6
V í SIR . Miðvikudagur 3. ágúst 1966.
Otgefandi: Blaöaútgátan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schraxn
Aðstoðarrltstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Auglýsingar Þingholtsstræti 1
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands.
I Iausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f
ssnmmtmemummmBBmBmmBnBBBmiœMBmBmmBammBmBmmmmamm
Lækkandi heimsmarkaðsverð
X fregn, sem birtist hér í Vísi á laugardaginn, var
greint ítarlega frá þeirri verðlækkun, sem átt hefur
sér stað á heimsmarkaðinum á helztu útflutningsvör-
um okkar íslendinga. Á Bandaríkjamarkaðinum hef-
ur verð freðfisksins lækkað um allt að 10% vegna
mikils fisksframboðs Kanadamanna og Dana. Þá hef-
ur meira verðfall átt sér stað á lýsi en nokkru sinni
um margra ára skeið. Verðið á því hefur lækkað úr
80 sterlingspundum í marz s.l. í 60 sterlingspund nú.
Jafnframt hefur verð síldarmjölsins lækkað töluvert
í vor og sumar, vegna mikils framboðs.
f>essar verðlækkanir á helztu útflutningsvörum okk-
ar valda að vonum bæði útvegsmönnum og öðrum
áhyggjum. Er hér um að ræða afurðir, sem mynda
helming útflutningsmarkaðs okkar íslendinga. Þessi
verðlækkun hefur það óhjákvæmilega í för með sér
að afkoma frystihúsanna, verksmiðjanna og sjávar-
útvegsins í heild hlýtur að versna. Nógu erfiðlega
hefur vissulega gengið með rekstur og afkomu frysti-
húsanna á undanförnum árum, en hinn síhækkandi
markaður heíur valdið því, að 'þéír1 érfiðíéíkár háfá‘
ekki kallað á róttækár hjálparráðstafanir. Nú virðast
hinar miklu markaðshækkanir vera úr sögunni, a.m.k.
í bili og getum við því varla lengur gert ráð fyrir því
að óhætt sé að hækka allan tilkostnað í sjávarútveg-
inum um 10% á hverju ári, í skjóli stöðugra verð-
hækkana erlendis. Lækkandi verð á markaðinum
hlýtur að opna augu manna fyrir því, að hér heima
verðum við að stöðva hækkanir á launum og tilkostn
aði í útveginum, ef ekki á illa að fara. Allar þjóðir
verða að miða framleiðslukostnað sinn við heims-
markaðsverðið og í því efni erum við engin undan-
tekning, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það
er kjarni málsins og hann ættu fulltrúar verklýðs-
félagánna og aðrir vinnuseljendur að hafa í huga á
næstu mánuðum.
Gildi skátahreyfingarinnar
X fyrradag lauk fjölmennasta skátamótinu, sem
nokkru sinni hefur verið haldið hérlendis. Það er
ástæða til þess að óska íslenzkum skátum til ham-
ingju með það, en mótið tókst í alla staði hið bezta.
Starf skátahreyfingarinnar er merkur og mikilvægur
þáttur í uppeldi íslenzkrar æsku. Það er byggt á heil-
brigðri manngildishugsjón og mannrækt. Innan vé-
banda hreyfingarinnar er ungu fólki kennt að meta
land sitt og sögu, vinna í óeigingirni að verðugum
verkefnum og treysta á sjálft sig í lífi og starfi. Skáta-
hreyfingin er bæði þjóðleg og alþjóðleg. Á vettvangi
hennar hafa íslenzkir æskumenn fengið ófal tækifæri
til þess að kynnast erlendum skátabræðrum og kom-
ast að því hve fátt skilur þjóðirnar, þegar vinátta og
samhugur er annars vegar. Drykkjugildi íslenzkrar
æsku á fegurstu stöðum landsins er áhyggjuefni.
Skátastarfið er hér eitt heilbrigðasta mótvægið. Þar
fsér æskan verkefni við sitt hæfi í borg og byggð.
llr J i' ■B—CT——I
)
Viðræður í Wushington
Vestrænt sam-
starí og efna-
hagur Bretlands
Hin stutta helmsókn Wilsons
forsætisráöherra Bretlands til
Washlngton var boðuð í Lund-
únum 17. júní, þ. e. á ð u r en
Wilson lýsti yfir, að hann væri
andvígur auknum sprengjuárás-
um Bandaríkjamanna á Noröur-
Vietnam (Hanoi og Haiphong)
og áöur en kunnugt var um
Moskvuhein.sókn áður en hann
færi til Washington, og áður
en hann lagöi fram tillögur sin-
ar um auknar efnahagslegar ráö-
stafanir, en það var daginn eft-
Ir að hann kom heim frá
Moskvu.
Það er því ekki ástæðulaust.
að spyrja, segir í yfirlitsgrein í
erlendu blaði, er Wilson var á
leið til Washington, að spyrja
hvort óbreytt viðræðuskilyrði
séu fyrir hendi í Washington,
enda þótt fyrirfram hafi verið
litið á þennan viðræðufund sem
einn hinna venjulegu viðræðu-
funda, sem haldnir eru við og
við til þess að ræða heimsmálin
almennt, og yfirleitt mál, sem
rfkisstjórnii beggja landanna
hafa sameiginlegan áhuga á. En
það er í rauninni jafneölilegt aö
spyrja nú, hvort þessi, fundur
sé ekki miklu mikilvægari en
venjulegir fundir, vegna alls
þess, sem gerzt hefur síðan sein
asti fundur var haldinn. Þegar
viðræðufundurinn var ákveðinn
leit forsetinn á Wilson sem stoð
Vietnamstefnu stjómarinnar,
stoð, sem hann gat treyst á. Á
hinn bóginn mun hann hafa ver-
ið vantrúaður á efnahagsaðgerð-
ir stjómar Wilsons, sem voru
fálmkenndar og engu líkara en
hann væri þar á undanhaldi,
þrátt fyrir mikinn kosningasig-
ur f marz. Forsetinn mun hafa
verið f vafa um getu og vilja
Wilsons og stjórnar hans til
þess að grípa til þeirra róttæku
ráðstafana, sem þurfti, þótt þær
fyrirsjáanlega hlytu að verða ó-
vinsælar, ráðstafanir til þess að
koma brezkum framleiösluhátt-
um í nútíma horf og hindra
„flóttann frá pundinu“. En við-
bröigðum Wilsons var lfkt við
það í New York Times, að
hann hefði reynt að vekja and-
ann frá Dunkerque án þeirra
fórna, sem þurfti að inna af
höndum á Dunkerque-tímanum.
Sannleikurinn var sá, segir enn
fremur f greininni, að álit
Bandaríkjanna á Wilson sem
stjómmálaleiðtoga var í hættu.
Álit Wilsons
í greininni er komizt svo að
orði, að eftir allt sem gerzt hafi
FYRRI GREIN
á skömmum tíma sé ekki auð-
velt aö gera sér grein fyrir hvort
álit manna á Wilson sé jafnmik-
ið og áður eða hafi minnkað, en
að því er Johnson forseta varði
sé það kunnugt, að hann hafi
orðið „sár“ yfir efni og orðalagi
yfirlýsingar Wilsons frá 30. júní,
enda þótt hann sem reyndur
stjórnmálamaður hafi gert sér
fulla grein fyrir í hvaða klípu
Wilson var, vegna andspymunn-
ar f hinum róttækari fylkingar-
armi flokks sfns.Hins vegarmun
Johnson forseti vart hafa haft
neitt á móti því, að Wilson sem
forsætisráðherra ræddi við leið-
toga Sovétríkjanna „vissan frum
kvæðisrétt" tengdan Genfarsátt-
málanum um Indókína — kynnti
sér skoðanir þeirra o. s. frv.,
þrátt fyrir að hann vissi fyrir-
Dómarinn í hnefaleikskeppninni (Wilson) við hnefaleikskappana
(Johnson og Mao); „Og þegar ég segi „hættlð“ — þá gerið svo
vel og hættið!"
Wilson.
fram, að árangurinn yrði nei-
kvæður.
Vietnam, herlið Breta
austan Suez o. fl.
Það er því augljóst, segir enn-
fremur f þessari grein, að Viet-
nam verðu. eitt mesta mál á
viðræðufundinum, og gera má
ráð fyrir, aö Johnson láti í ljós
áhyggjur út af því, ef Wilson
láti bilbug á sér finna vegna
þrýstings frá hinum róttækari
mönnum í flokki hans, og að
hann verði ekki við kröfunum
um að fækka í liðinu austan
Súez, þótt mikið megi spara
með því að fækka í þvf. Enn
hafa þó engar ráðstafanir verið
gerðar t þá átt (enda ekki enn
tekizt fullar sættir milli Indó-
nesíu og Malajsíu, þótt betur
horfi). Bretar hafa 55.000 manna
lið í Asíu og kostnaöurinn við
betta liö nemur 250 milljónum
punda (þar af 95 i erlendum
gjaldeyri). Segja má, að hem-
aðarlega skoöað geti Bandarík-
in verið án þess stuðnings, sem
þeim er í þessu liði, en Mc-‘
Namara og ýmsir aðrir helztu
menn stjórnar Johnsons líta svo
á, að frá öðrum sjónarhólum
skoðað sé það Bandaríkjamönn-
um mikilvægt, að þetta lið er
þar eystra, til þess að öllum lýö
um megi \era Ijóst, að það séu
ekki Bandaríkjamenn einir, sem
hafi tekið að sér „lögregluhlut-
verk“ í Asíu (sbr. brezka blaðið
Observer).
Það sem mestu
máli skiptir
Varðandi álit manna vestra á
Wilson og stjórn hans er það
mikilvægast, að menn sannfær-
ist um, að efnahagsráðstafanir
hans komi að þvf gagni, sem
ætlazt er tij, en seinustu ráð-
stafanir stjómar Wilsons hafa
án efa haft þau áhrif að hressa
upp á álit hans vestra, en
sámtímis spyrja menn hvort
markinu muni veröa náð, þar
sem milljónir verkamanna eru
andvígir frystingu kaupgjalds
og verðlags. Og vitanlega er
•ekki fullreynt eða veröur um
sinn hver þróunin verður, þrátt
fyrir . „ð að svo viröist horfa,
að í bili að minnsta kosti stofni
verkamenn ekki til aðgerða, sem
auka vandann og erfiöleikana.
En að sjálfsögðu em þeir ein-
huga um það, Johnson og Wil-
son, hve mikilvægt það er sam-
starfi Bretlands og Bandarfkj-
anna og öllu vestrænu sam-
starfi, að Bretum takist að rétta
við efnahag sinn. En það er ekki
tilgangurinn, heldur árangurinn,
sem ræður úrslitum vestra um
álit Wilsons.