Vísir - 03.08.1966, Qupperneq 9
VISIR . Mlðvíkudagur 3. ágúst 1966.
9
55
í einu orði sagt, stórkostlegt“
V'isir ræðir við Islendinga, sem voru áhorf-
endur að leikjum á HM i knattspyrnu
Það hefur varla farið fram hjá nokkrum læsum
manni á íslandi að undanfarið hefur faríð fram
í Englandi heimsmeistarakeppnin í knattspymu
svo mikið hefur um hana verið ritað hér á landi.
Lauk keppninni á laugardaginn með hápunkti
hennar, úrslitaleiknum. Margt íslendinga sótti
leiki keppninnar og er gizkað á, að alls hafi um
300 landar verið á úrslitaleiknum á Wembley á
Iaugardaginn. Mjög mikill áhugi hefur verið á
keppninni bæði hér heima og erlendis, en þó
er svo, að það að fylgjast með keppninni eftir
blaða og útvarpsfréttum kemst ekki í námunda
við að fylgjast með henni sjálfri með því að vera
í Englandi og sjá leikina með eigin augum. Vísir
hefur snúið sér til nokkurra íslendinga, sem urðu
vitni að atburðunum í Englandi og hefur beðið
þá að segja eitthvað frá því minnisverðasta í sam
bandi við keppnina.
Réttlát úrslit.
Helgi Þorvaldsson, skósmiður
á Barónsstígnum er kunnur
knattspymuáhugamaður og fór
til Englands, en ekki I fyrsta
Helgi Þorvaldsson.
skipti, því að hann hefur farið
þangaö áður til að horfa á
knattspyrnu.
— Hvaða leik fannst þér
skemmtilegast að horfa á,
Helgi?
— Það var náttúrlega
skemmtilegast að sjá úrslita-
leikinn, en bezti leikurinn, sem
ég sá var samt leikurinn milli
Englands og Portúgals, sem réði
úrslitum um, hvaða lið komst
í úrslitaleikinn móti Þjóðverj-
uin.
— Hvað um úrslit keppninn-
ar?
— Mér fundust þau vera rétt-
lát. Samt fannst mér Portúgal
sýna beztu knattspyrnuna, en
ekkert lið í keppninni hafði
snefil af þeim sigurvilja, sem
Englendingarnir höfðu og það
réttlætir á vissan hátt sigur
þeirra.
— Hvaða leikmenn fund-
ust þér vera eftirtektarverö-
astir á keppninni?
— Allan Ball f enska Iiðinu
var mjög góður. Það er eins og
maðurinn sé alveg þindarlaus,
og hann þaut um völlinn þveran
og endilangan. Þá var Bobby
Moore mjög góður, og einnig
var ég hrifinn af Eusibio, en
sá ekki mikið til hans fyrst í
keppninni, er hann var upp á
sitt bezta. Eftir að hann hafði
átt góða leiki fyrst i keppninni
lögðu andstæðingamir svo mik-
iö upp úr því að dekka hann
vel, að hann naut sín ekki mik-
ið í sjiðari hluta keppninnar.
—rr Hvernig var stemmningin?
— Hún var alveg gífurleg,
en hana vantar, því miður, al-
gjörlega hér á landi, er stórleik-
ir fara fram. í stuttu máli var
ferðin í einu orði sagt alveg
stórkostleg, við höfðum góð
sæti á vellinum og allt var í
stakasta lagi.
íslenzkir dómarar
standa þeim erlendu
fyllilega jafnfætis.
Magnús Pétursson, kunnur
knattspyrnudómari i borginni,
var í Englandi með höp ferða-
langa frá ísl. ferðaskrifstofu.
— Ferðin var í einu orði sagt
slxkt hefur maður aldrei upp-
lifað, og á varla eftir að gera.
Annars hélt maður að knatt-
spyman væri að komast á villi-
götur á tímabili,- en með leik
Portúgals og Englands, sem var
stórkostlega vel leikinn, bæði
knattspymulega og iþrótta-
mannslega séð, bötnuðu horf-
umar svo að um munaði.
— Hvað fannst þér um úr-
slitaleikinn?
— Sigur Englendinga var
réttlátur, annars voru Þjóðverj-
amir betri en maður átti von
á, eftir að hafa séð þá f sjón-
varpinu.
— Hverjir fundust þér vera
beztu menn keppninnar?
— Á því leikur enginn vafi,
persónulega séð, að bezti maður
keppninnar og það langbezti,
var fyrirliði Portúgalanna,
Coluna, en Bobby Moore, fyrir-
Hði Englendinga var prúðasti
leikmaður hennar. Þá var Allan
Ball mjög góður, og einnig bak-
vörður Englendinganna, Cohen
mjög góður.
— Þar sem þú ert nú dómari
væri ekki úr vegi að spyrja þig
um dómarana á keppninni, yfir-
leitt.
— Mér finnst að íslenzku
dómararnir standi þeim erlendu
fyllilega á sporði. T. d. fannst
mér Svisslendingurinn, sem
dæmdi úrslitaleikinn mjög slak-
ur, og gerði hann mörg mistök.
Magnús Pétursson.
stórkostleg. Það eitt að vera
viðstaddur úrslitaleikinn er at-
burður, sem menn búa að allt
sitt lif. Stemmningin í sam-
bandi við leikina og keppnina
í heild er alveg stórkostleg og
Sveinn Bjömsson.
3. mark Englendinga, sem Hurst
skoraði, var að mínum dómi
ekki mark, a.m.k. var dómar-
inn alls ekki í aðstöðu til að
sjá það, og ekki heldur línu-
vörðurinn, sem dæmdi markið.
Þá var einnig oft, að línuverðir
veifuðu á brot innan vitateigs,
sem dómari ekki sá, og dæmdi
dómarinn svo brot, og auka-
spymu. Þetta er atriði, sem
ekki á að koma íyrir í leik, sem
dæmdur er af mönnum með
mikla reynslu.
— Hvað fannst þér um skipu-1
lag keppninnar.
— Það var mjög gott og Bret
um til lofs. — Eg skoða
ekki hug minn um að fara til
Mexíkö til að sjá heimsmeistara
keppnina, sem þar verður 1970,
að óbreyttum aðstæðum.
Dómarinn eyðilagði
suma leikina.
Svein Bjömsson þarf varla
að kynna íþróttaáhugamönnum.
Hann er fyrir löngu orðinn
kunnur af starfi sinu að íþrótta-
málum höfuðstaðarins.
— Mér fannst nú úrslitaleik-
urinn skemmtilegasti leikurinn,
er á heildina er litið. Leikurinn
var sérstaklega spennandi eftir
að Þjóðverjarnir höfðu kvitt-
að, 2—2. Englendingamir virt-
ust sterkari og léku af meira
öryggi. En bezti leikurinn,
knattspyrnulega séð, var leik-
urinn milli Englands og Portú-
gals.
— Hverjir fundust þér vera
skemmtilegustu leikmennirnir?
— Vafalaust var það Bobby
Moore, sem var bæði duglegur
og öruggur leikmaður. Tækni-
lega séð fannst mér Eusibio
vera beztur.
— Hvaða aðrir leikir fundust
þér eftirtektarverðir?
— Ég sá leikinn milli Þjóð-
verja og Rússa, og fannst mér
hann skemmtilegur þrátt fyrir,
að gert hefði verið út um leik-
inn eftir 20 mín., er einum leik-
manni Rússa var vísað af leik-
velli. Mér fundust Rússamir
leika skemmtilega knattspymu.
— Hvað um lokaröðina á
keppninni?
— Ég held nú, að hún hafi
verið réttlát, þegar á allt er
litið.
Englendingar útfæra
vörnina mjög skemmti
lega.
Ellert Schram, hinn kunni
knattspymumaður og margfald-
ur fyrirliði landsliðsins fylgdist
með keppninni af miklum á-
huga.
— Það var náttúrlega lang-
skemmtilegast að vera viðstadd
ur úrslitaleikinn, ekki aðeins að
sjá*leikinn sjálfan, heldur einn-
ig alla umgjörð leiksins, svo
sem áhorfendur. Annars fannst
mér leikurinn milli Englendinga
og Portúgala vera betur leikinn,
knattspymulega séð.
— Hvað fannst þér um úr-
slit keppninnar?
— Ég held nú, að þau hafi
verið réttlát. Englendingar verð
skulduðu að mínu áliti sigurinn
fyllilega. Varnarleikur ein-
kenndi keppnina að miklu Ieyti,
en Englendingar útfærðu hann
mjög skemmtilega.
— Hverjir vom eftirminnileg-
ustu leikmennimir að þínum
dómi?
— Allan Ball, á hægri kantin-
um var mjög góður og sama er
að segja um Bobby Moore, ef
til vill er hann beztur í liðinu
og lífakkeri þess. Eusibio var
mjög vel gætt, án þess þó að
þeir, sem það hlutverk höfðu,
væm nokkuð ólöglegir í vam-
araðgerðum sínum.
— Hvaö fannst þér um dóm-
ara keppninnar?
— Þeir voru eins og gengur
og gerist mjög misjafnir. 3.
mark Englendinga er mjög um-
deilt, en ég var ekki í aðstöðu
til að sjá það, en einhvern veg-
inn hafði ég það á tilfinning-
unni, að boltinn væri inni.- Það
virtist einnig eins og leikmönn-
um enska liðsins fyndist vera
svo, a.m.k. þeim, sem næst
þýzka markinu stóðu. Einn leik
maður þess hefði getað skorað
mark, ef þetta hefði ekki verið
dæmt, en hann var svo viss,
um að mark yrði dæmt, að
hann hirti ekki um þaö. Jöfn-
unarmark Þjóðverjanna, sem
kom á 11. stundu var einnig
eitthvað einkennilegt. Auka-
spyma, sem dæmd var á Eng-
land, var ekki réttlál að mín-
um dómi, og sama er að segja
um, að einn Þjóðverjinn hafði
greinilega snert knöttinn með
hendinni, án þess að dómarinn
dæmdi á það.
Ellert Schram.
Jón Ásgeirsson.
— Hvað fannst þér um knatt
spymuna, sem var leikin
þama?
— Það er mikill munur á leik
aðferðum Englendinga og t.d.
S.-Amerikuliðanna. S.-Ame-
ríkuliðin leika svokallaðan
göngufótbolta, Ieggja mest upp
úr vamarleiknum og skyndi-
upphlaupum, og kemur það mér
mjög einkennilega fyrir sjónir,
þar sem leikmenn liðsins em
mjög leiknir með knöttinn og
geta gert flest með hann. Manni
finnst að liðin frá S.-Amerfku
gætu sigrað öll lið, ef þau
legðu sig eitthvað fram viö sókn
arleikinn, en það gera þau ekki.
Góð lið komast ekki
áfram.
Jón Ásgeirsson, íþróttafrétta-
ritari útvarpsins var í London
og fylgdist með leikjum keppn-
innar.
— Þetta er allt að sjálfsögðu
mjög minnisstætt þeim, sem á
horfðu. Úrslitaleikurinn var að
sjálfsögðu mest spennandi og
Englendingarnir áttu sannarlega
skilið að sigra, eins og rauni llka
varð. A-nnars voru mörg góð
Framh á bls 6