Vísir


Vísir - 03.08.1966, Qupperneq 11

Vísir - 03.08.1966, Qupperneq 11
Fyrir skömmu kom Anna Mar ía Grikkjadrottning til Kaup- mannahafnar með einkaflugvél. Drottningin hafði með sér dótt urina Alexiu eins árs og fylgd armaður hennar var mágur hennar Don Juan Carlos, prins erfingi spönsku krúnunnar. Á flugvellinum tóku á móti þeim Friðrik konungur, Ingrid drottning og Benedikta prins- essa og uröu miklir fagnaðar- fundir með'Vjölskyldunni. Daginn eftir var von á Kon- stantin kóngi til Kaupmanna- hafnar, en hann ætlaði að taka þátt í nokkrum kappsiglingum ásamt Don Juan, en kóngurinn er sem kunnugt er mikill kapp siglingamaður og hefur unnið verðlaun á Olympíuleikunum fyrir afrek sín á því sviði. Til kappsiglinganna í Dan- mörku er efnt í tilefni 100 ára afmælis hins konunglega sigl- ingaklúbbs. Á fhigvellinum. Ingrld drottning með dótturdóttur ina Alexíu, Anna María drottning til hægrí. Ódýrar gólfteppamottur Seljum næstu daga mikið úrval af teppabútum og mottum. ÁLAFOSS, Þingholtsstræti. — þegar Anna María kom með dótturina tii BCaupmanna- hafnar Er Konstantin kom daginn eftir faðmaði Anna Maria hann innilega. Fagnaðarsamkoma Samkoma verður í húsi K.F.U.M. og K. við Amt- mannsstfg f kvöld kl. 8,30 til að fagna kristniboðunum frú Katrínu Guðlaugsdóttur og Gísla Arnkelssyni, sem komin eru heim í hvíldarleyfi frá kristniboðsstarfinu í Konsó. Allir eru velkomnir á samkomuna. Gjöfum til kristniboðs veitt viðtaka í samkomulok. Samband ísl. kristniboðsfélagá. Unglingspiltur óskast til ýmissa starfa í verzlun. Uppl. í síma 13982. Einbýlishús i Hveragerði til sölu, 4 herb. stór góð lóð, á bezta stað, laus nú þegar. Uppl. Blómaskála Michelsen Hveragerði. Kári skrifar Þér voruð að ræða umferðar mál í dálkum yðar nýlega. Mjög er orðið hvimleitt, á hve mörg um stöðum hefur verið komiö fyrir skiltum, sem kveða eiga á um (eöa að gefa í skyn), aö þetta (eða hitt) bílastæðið sé að eins fyrir ákveðna (tiltekna) bif reið. Með hverra leyfi er þetta gert, — já, og með hvers heim ild, t.d. þegar um opinberar lóö ir er aö ræða? Um slíkt „skipu lag“ á einkalóðum er sjálfsagt ekkert hægt að segja, en svo rammt kveöur að þessu, að víða við opinberar byggingar og á fleiri stöðum er ekki hægt að komast að fyrir þeim, er þama eiga „frátekin pláss", sem þó (oft á tíðum) standa ónotuð (auð). Svo er annað, t.d. við Lands- símahúsið og víðar, að þar rað ar starfsfólk upp bifreiöum sín um að morgni, t.d. kl. 9, — og einnig fyrir kl. 13 en þeir, sem viðskiptaerindi eiga við þessar stofnanir, komast hvérgi að. Það er hollt að ganga, vissu- lega, en ýmsar þjónustustofn- anir ríkisins, t.d. embætti toll stjóra, gjaldheimtan, Landssími Islands o.fl., þurfa oft að hafa tal af móðum borgurum, sem bruna á vettvang til að ganga frá svo áriöandi málum (t.d. aö borga gjöld í ríkiskassann o.s. frv.). Væri það nú ekki sjálf- sögð kurteisi, að stofnanir rýmdu einhver bilastæði fyrir „viðskiptavinunum.“ Það mundi sparast mjög stundin við þaö aö vera ekki alltaf að stjana viö að ná sér í bílastæöi. I mörgum öðmm tilvikum mælir bréfritari svo meö göngu túrum. SAMBORGARI Þama er komiö inn á eitt mesta vandamál í skipulagi mið borgarinnar, bliastæði. Það hef ur oröiö útundan einhverra hluta vegna að reikna með nægum bílastæðum við stóm byggingamar í miðborginni og jafnvel viðar, t.d. sum nýju há- hýsin svo sem í Ljósheimum, þar sem bílastæði hafa annað hvort gleymzt eða mjög illa fyr- ir þeim séð. Þetta kemur sér að sjálfsöðu einna verst við opinberar bygg ingar eins og bréfritari bendir á, og eins allar þjónustubygg- ingar aðrar í miðbænum, þar sem fjöldi manns gengur út og inn dag hvern. Fastir starfsmenn í þessum byggingum sumum hafa bók- staflega helgað sér hvern blett í kringum þau fyrir bíla sína eins og til dæmis við Fiskifé- lagshúsið, þar sem útvarpið er til húsa. Þetta leiðir til þess að aðvifandi gestir hola bifreiö um sínum einhvers staðar niöur og þá oft ólöglega og til mesta trafala í umferðinni. Að sjálfsögðu þarf leyfi lög reglustjóra til þess að merkja bíl sínum stæði og því sjálfsagt aö kæra, ef slíkt er gert án leyf is. En leyfi þessi væri nauðsyn legt aö takmarka þannig aö eitthvert pláss sé eftir fyrir viö skiptavini eða gesti viðkomandi stofnana. Að vísu hefur bilastæðum fjölgað mjög í miðborginni og einhvers staöar, en menn eru alltaf hægt að leggja bil þar nú einu sinni alltaf að flýta sér.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.