Vísir - 03.08.1966, Side 16

Vísir - 03.08.1966, Side 16
Kanadískir skátar færðu borgar stjóra Nokkrir kanadísku skátanna, sem hér hata dvalizt undanfarið í sambandi við Landsmót skáta gengu í gær á fund borgarstjór ans í Reykjavík, Geirs Hall- grímssonar og fluttu honum kveðjur og gjafir borgarstjóra tveggja borga í Kanada, Ottawa og Port Coquitlam. Gekk Captain Peter Robert- son frá Ottawa — hann er farar stjóri kanadíska hópsins — fram og flutti kveöjur borgar- stjóra heimaborgar sinnar og af henti borgarstjóranum í Reykja vík silfurbúinn pappírshníf með merki borgarinnar. Jim Hodg- son frá Port Coquitlam afhenti borgarstjóra tréskurðarmj^id sem er táknræn fyrir sögirSb.qrg arinnar og útskýrði hann tákn- in er hann las bréf frá bargar stjóra Port Coquitlam. Borgarstjóri Geir Hallgríms- son ávarpaði skátana, þakkáði gjafirnar og bað þá flytja beztu kveðjur til heimaborga sinna og sendi borgarstjóra Ottawa ein tak af aðalskipulagi Reykjavík- ur og borgarstjóra Port Coquitil am fána Reykjavíkur á stöng á grágrýtisfæti. Kanadísku skátarnir á lands- mótinu .voru samtals 32, 20 pilt ar og 12 stúlkur frá öllum fylkj um Kanada og voru í hópnum skátar af íslenzku bergi brotnir. ■4 Jim Hodgson frá Port Coqultlam í Kanada afhendir Geir Hall- grímssyni tréskuröarmynd frá heimaborg sinni. Einar B. Krist- jánsson látinn Einar B. Kristjánsson húsa- smíðameistari varð bráðkvaddur í gær á 75. aldursári; fædduraðGörð um í Kolbeinsstaðahreppi 22. febr. 1892. Hann var yfirsmiður eða framkvæmdastjóri við fjölmargar opinberar byggingar, Háskóla ís- lands, Iðnskólann í Rvík, Laxár- virkjunina fyrir norðan, svo fá- einar séu nefndar, en auk þess Frh. á bls. 6. SEYÐISFJÖRÐUR ER ENN HÆSTA SÍLDARLÖNDUNARHÖFN EYSTRA Rúmlega 40 þúsund flestir Scomnar þar ú land í byrjun s.I. viku var stormur á miðunum og engin veiði. Á þriðju dag var veður orðið sæmilega gott, Kirkja vígð í Grundarfirði Sl. sunnudag vígði biskup ís- lands herra' Sigurbjörn Einarsson nýja kirkju í Grundarflrði á Snæ fellsnesi. Mikið fjölmenni var við athöfnina enda veður hið fegursta. Vígsluvottar voru allir prófastar úr Snæfellsnesprófastsdæmi. Séra Magnús Guðmundsson fyrrverandi^ prófastur í Ólafsvík, séra Sigurð- ur Ó. Lárusson fyrrum prófastur í Stykkishólmi, séra Þorgrímur Sig- urðsson prófastur Staöarstaö. Sókn arpresturinn í Grundarfirði séra Magnús Guðmundsson lýsti smíði kirkjunnar, sem staöið hefur nær sex ár og þakkaði margar vegleg ar gjafir til hennar. Frá vígslunni gengu gestir að boði Kvenfélags Grundarfjarðar,! sem stóð fyrir veizlu í Félagsheim i'ínu. Að kvöldi sunnudags héldu svo tveir nágrannaprestanna, séra Hreinn Hjartarson, Óiafsvík og séra Hjalti Guðmundsson Stykkis- hólmi, bamaguðsþjónustu í nýju kirkjunni. Nýja kirkjan rúmar um 200 manns í sæti, en auk þess er 100 manna safnaðarsalur í kjallara. Eft ir er að byggja forkirkjuna og turrí inn. Kirkja hefur ekki áður veriö í Grundarfirði og hefur sóknar- presturinn setið að Setbergi drjúg an spöl frá kauptúninu, en messað í bamaskólanum og Félagsheimil- inu. en veiði fremur treg, Fimmtudag og aðfaranótt föstudags fékkst mesta sólarhringsveiði vikunnar og tilkynntu 34 skip 3.615 lesta afla og var mikið af því söltunar- síld. Aðalveiðisvæðið var um 100 sjýmílur frá Jan Mayen og einnig fékkst nokkur síld 70—90 sjómíiur austur af Langanesi. Á laugardag var norðaustan kaldi og veiði sama og engin. Aflinn sem barst á land í vik- unni nam 12.368 lestum. Saltað Erlendir sjómenn réðust á íslending var í 11.106 tunnur, í frystingu fóru 58 lestir og 10.689 lestir í bræðslu. Heildarmagn komið á land á miðnætti laugardagskvölds var 183.092 1. og skiptist þannig eftir verkunaraðferðum: I salt 3.342 lestir (22.890 t.). í frystingu 82 lestir, í bræðslu 179.668 lestir. — Auk þess hafa síldarverksmiðjurnar tekið á móti 1.449 lestum í bræðslu frá erlend- um veiðiskipum, Á sama tíma í fyrra var heildar- aflinn sem hér segir: í salt 76.366 upps. tn. (11.149 1.). í frystingu 5.290 uppm. tn. (571 1.). í bræðslu 1.016.260 mál (137.195 1.). Sam- tals nemur þetta 48.915 lestum, Helztu löndunarstaðir eru þessir: Reykjavík 20.435 1., Bolungar- vík 4.094. Siglufj. 1.994, Óiafs- fjörður 3.397. Hjalteyri 2.165. Krossanes 8.037. Húsavík 2.619. Raufarhöfn 31.168. Þórshöfn 507. Djúpivogur 2.102. Vopnafjörður 10.508. Borgarfj. eystri 591. Seyð- isfjörður 40.758. Neskaupstaður 27.375. Eskifjörður 13.522. Reyð- arfjörður 7.270. Fáskrúðsfjörður 7.010. Stöðvarfjörður 62. Breið- dalsvík 919 lestir. STROKUHERMAÐURINN VILL GERAST ÍSLENZKUR B0RGARI | Leit að honum hefur engan árangur boriö Ráðizt var á íslenzkan mann um borð i erlendum togara 1 Reykja- víkurhöfn í nótt og lamdar úr hon um framtennur. Islendingurinn hafði hitt þýzka sjómenn á förnum vegi og buðu þeir honum með sér um borð. Þeg ar hann var að fara frá borði nokkru seinna réðust þrír þeirra skyndilega að honum með barsmið um. Aö sögn íslendingsins hafði hann ekki staðið í útistöðum við þá. Það kemur æði oft fyrir, að mönnum, sem fara um borð í erl. skip, sé misþyrmt á ýmsan hátt. Nægir að minna á manninn, sem misþyrmt var um borö 1 brezka togaranum St. Andronicus á Akur- eyri fyrir skömmu. Móðir strokuhermannsins frá Keflavíkurflugvelii, Margrét J. Burt, hefur komið á framfærí við blöðin ýmsum skýringum á atferli sonar síns, er hann mætti ekki til herþjónustu á Keflavíkurflugvelli og hefur hans verið leitað síðan, en sú leit ekki borið árangur. Margrét sagði, að þau hjónin, ásamt syni þeirra, heföu dvalizt í Bandaríkjunum cg Þýzkalandi allt 'éraðsmót um helgina á Isafirði, Bolungarvík og Flateyri <Jm næstu helgi verða haldin prj . héraðsmót Sjálfstæðis- flokksins, sem hér segir: ísafirði, föstudaginn 5. ágúst kl. 21. Ræðumenn verða Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, Þorvaldur Garðar Kristjánsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisr flokksins og Úlfar Ágústsson verzluriarmaður. Bolungarvík, laugardaginn 6. ágúst kl. 21. Ræðumenn verða Jóhann Hafstein, dómsmálaráð- herra, Sigurður Bjamason, rit- stjóri, og Ólafur Kristjánsson, skólastjóri. Fiateyri, sunnudaginn 7. ág- úst kl. 21. Ræðumenn verða Jóhann Hafstein, dómsmálaráð- herra, Matthías Bjarnason, fram kvæmdastjóri, og Einar Oddur Kristjánsson, póstafgreiðslu- maður. Hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar skemmtir á héraðs- mótunum með því að leika vin- sæl lög. Hljómsveitina skipa Magnús Ingimarsson, Alfreð Alfreðsson, Birgir Karlsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Söngv arar með hljómsveitinni eru Anna Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Þá munu leikar- arnir Bessi Bjarnason og Gunn- ar Eyjólfsson, flytja gaman- þætti. Ennfremur verða spum- ingaþættir, sem fram fara með þátttöku gesta á héraðsmótun- um. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar leikur fyrir dansi og söngvarar hljómsveitarinnar koma fram. fram til ársins 1959, en þá hefði maður hennar', sem væri atvinnu- hermaöur, verið sendur til Kefla víkurflugvallar og hér hefðu þau verið sfðan. Sonur hennar væri þv' bandarískur ríkisborgari, en hefð aftur á móti sótt um íslenzkan rík isborgararétt, en ekki fengið um- sókn sinni sinnt, þar serrt Alþingi Ffamh. f. blii. 6.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.