Vísir - 25.08.1966, Page 16

Vísir - 25.08.1966, Page 16
Fimmtudagur 25. ágúst' 1966. Kona gabbar slökkvilidid Slökkviliðið var kvatt að Báru- götu 2 1 nótt, pn þegar það kom á staðinn kom í ljós, að um gabb var að ræða. — Töluvert ber enn á því að fóik gabbi slökkviliðið. í nótt höfðu slökkviliðsmenn grun um gabb og héldu símanum og náðist þannig í þann, sem hafði gabbað. Þag var kona, tæplega þritug og undir áhrifum áfengis. 2-3 staðir koma til greina fyrir rannsóknarstöð viðMývatn Talað við Birgi Kjaran formann Nóttúruverndarráðs Fyrir skömmu fór hópur manna úr Náttúruverndarráði norður að Mývatni til þess að kanna þar hvar hentugast muni vera að byggja rannsóknarstöð ina fyrir náttúrulíf Mývatns, sem skýrt hefur verið frá í Vísi áður. Var álit þeirra aö tveir eða þrír staðir kæmu einkum til greina, austanmegin vatnsins á svæðinu milli Káifastrandar og Geiteyjarstrandar. Eftir er þó að semja við landeigendur á þess- um slóðum. Talaði blaðið í gær við Birgi Kjaran formann Náttúru- verndarráðs, sem sagði að þrennt kæmi einkum til greina við val staöarins. f fyrsta lagi að aðdjúpt væri við land þann ig að bátar kæmust að, landrými væri fyrir byggingu stöðvarinn- ar, en þyrfti þó ekki að vera mjög mikið og í þriðja lagi að staöurinn væri við fuglabyggð- ir. Hlutverk stöðvarinnar byggð ist þó alls ekki eingöngu á rannsóknum á fuglalífi heldur yrði um að ræða alhliða rann sóknir á náttúrulífi Mývatns, undirstöðu silungsv. í vatninu o.fl. Mikill áhugi ríkti á því að koma rannsóknarstöðinni upp við Mývatn, sem náttúrufræð- ingar álitu vera einstakt fyrir- brigði í heiminum. Væri en.n ekki vitað hvernig stæði á htnu gróskumikla lífi við vatnið og í því og yrði hlutverk rannsókn- arstöðvarinnar að leysa úr þeirri spurningu. Þetta væri einnig mikið hags munamál bænda þar um slóðir og vonaðist Náttúruverndarráð að þeir sýndu fullan skilning á málinu og stuöning. Þeir sem fóru til Mývatns voru Finnur Guðmundsson, fuglafræðingur, Siguröur Thor- oddsen, verkfræðingur, Sigurð- ur Þórarinsson, jarðfræðingur, gr’asafræðingamir Eyþór Einars son og Helgi Hallgrímsson og Birgir Kjaran. Landbúnaðarráðherra V - Þýzkalands í opin- bera heimsókn hingað Formannafundur tvo daga. Kvenfélagasambands íslands var settur í morgun. 24—25 formenn sitja fundinn næstu sambands Isl. hófst í morgun Formannafundur Kvenfélaga- sambands íslands var settur kl. 10 í morgun í fundarsal Mjólkur- samsölunnar, Laugavegi 162. Stendur fundurinn yfir í tvo daga og hefst með því að flutt Gekk fyrir bíl Skömmu fyrir miðnætti í nótt var ekið á mann við Álfheima 46. Hann var þar á gangi við þriðja mann og gekk skyndilega fyrir bifreið til að stöðva hana, en hann var undir áhrifum áfengis. Hinn slasaði var fluttur á slysavarðstof- una. ' / verður skýrsla stjórnar Kvenfé- lagasambandsins, Leiðbeiningar- ] stöðvar húsmæðra og tímaritsins Húsfreyjan. Vigdís Jónsdóttir j skólastjóri flytur erindi um hús-! mæðrafræðslu Kvenfélagasam- bandsins og héraðssambandanna. Rætt verður um ýmsar lagabreyt- ingar og Hallveigarstaði. Helga Magnúsdóttir formaður Kvenfélaga sambandsins flytur erindi um hús- mæðrasamtökin á Norðurlöndum. I kvöld sitja formennimir boð landbúnaðarráðherra. Á morgun fara fram áframhaId'L andi umræður um málin og mið- degiskaffi verður drukkið í Átt- hagasal Hótel Sögu og um leið sýndar myndir úr fræðslumynda- safni Kvenfélagasambandsins. Landbúnaðarráðherra Vestur- Þýzkalands, Hermann Höcherl, er væntanlegur í opinbera heim sókn til íslands 30. ágúst og mun hann dveljast hér til 3. september. Kemur ráðherrann til Keflavíkurflugvallar kl. 23.15 á þriðjudagskvöld og tekur Ing- ólfur Jónsson landbúnaðarráð- lierra á móti honum. Meðan þýzki landbúnaðarráðherr ann dvelst hér mun hann ganga á fund landbúnaöarráðherra, forseta íslands, forsætisráðherra, við- skiptamálaráðherra og borgarstjór ans f Reykjavík. Landbúnaðarráðherrann mun skoöa borgarstofnanir í Reykjavík, fara til Vestmannaeyja og skoöa fisk- iönaöinn, koma til Þingvalla og halda þaðan að Sogsvirkjun og til Hveragerðis. Verði ekki hægt að fara til Vestmannaeyja vegna ó- hagstæðra veðurskilyrða er áform- að að fljúga til Akureyrar og aka að Mývatni og Goöafossi. Þá mun ráðherrann sitja hádegisverðarboð forseta íslands, ' kvöldverðarboð landbúnaðarráðherra og viðskipta- málaráðherra og kvöldið áður en hann fer býður hann sjálfur til kvöldverðar aö Hótel Borg. Héðan fer ráðherrann á hádegi 3. september og flýgur utan til Lux emborgar. Staða forstjóra Innkaupastofnunar R. borgar laus Auglýst hefur verið laus til umsóknar staða forstjóra Innkaupa stofnuriar Reykjavíkurborgar. Um- sóknarfrestur er til 25. september n. k. Fráfarandi forstjóri Inn- kaupastofnunar borgarinnar er Valgarð Briem, lögfræðigur. I Norræn sýning á verkum ungra myndlistarmanna íslandi boðin þátttaka, skilafrestur verkanna stuttur, urgur í ungum myndlistarmönnum vegna sleifarlags Félags íslenzkra myndlistarmanna. Næturvarzla apóteka flutt í Stórholt 1 Kv'óldvarzla / tveim apótekum eina viku i senn Apótekin í Reykjavík, Kópa- vogi og Hafnarfirði hafa samein azt um að reka næturvörzlu í húsnæði aö Stórholti 1 sam- kvæmt nýrri reglugerð um sölu lyfja. Verða þar aðeins afgreidd nauðsynleg lyf samkvæmt lista, sem saminn hefur verið í sam- ráði við heimilislækna. Hefst næturvarzlan að Stórholti 1 í kvöld kl. 21 og verða lyf þá ekki lengur afgreidd að nætur- lagi í hinum ýmsu apótekum Reykjavíkur. Hins vegar taka tólf apótek í Reykjavík upp kvöldvörzlu í staðinn, tvö apó tek í einu, eina viku 1 senn. Birgir Einarsson apótekari formaður Apótekarafélags ís- lands sagði á fundi með frétta- mönnum í gær, aö takmarkið með hinni breyttu tilhögun á afgr. lyfja ætti að vera að úti- loka óþarfa lyfjaafgreiðslu að kvöld- og næturlagi og benti á það að sama þróun ætti sér staö á hinum Noröurlöndunum. Með hinni nýju reglugerð værí stefnt að því að hagræða af- greiðslutíma apótekanna þann- ig, að sem mest vinna við af- greiðslu lyfseðla komi á dag- vinnutfma. Samkvæmt reglur gerðinni yrði næturvarzlan allt af á sama stað. Væri mikil bót að því fyrir þá, sem þyrftu aö leita til næturvörzlunnar, að hún skuli ætíð vera á sama stað. Að undanförnu hefur auka- gjald 15 kr. söluskattur verið lagður á þá lyfseðla, sem af- greiddír hafa verið að nætur- lagi og verður áframhaldandi sama aukagjald. Næturvarzlan veröur opin, sem hér segir: mánudaga til föstudaga kl. 21—9 næsta morg un, laugárdaga kl. 16—10 1 næsta morgun, helgidaga og al menna frídaga kl. 16—10 næsta morgun og aðfangadag og gamlársdag kl. 16—10 næsta morgun. Þegar rúmhelgur dag- ur fer á eftir helgidegi er nætur varzlan opin til kl. 9 um morg uninn. Kvöldvarzla verður sem hér segir: mánudaga og til fimmtudags kl. 18—21, föstu- daga kl. 19—21, laugardaga kl. 12—16, helgidaga og almenna frídaga kl. 10—16 og aðfanga- dag og gamlársdag kl. 12—16. Kópavogs Apótek og Hafnar- fjaröarapótek taka ekki þátt í kvöldvörzlunni í Reykjavík, en hafa opið sem hér segir: mánu daga—föstudaga kl. 18—19, laugardaga kl. 12—14, helgi- daga og almenna fridaga 2 klst., aðfangadag og gamlársdag kl. 12—14. Hinir ýmsu og mismunandi afgreiðslutímar apöteka utan Reykjavíkur eru mjög í sam- ræmi við það sem veriö hefur undanfarið og eru ekkj miklar brevtingar á þeim. Norræn sýning á verkum ungra myndlistarmanna verður haldin í Louisianasafninu í Danmörku um miðjan nóvember n.k. Hefur nor ræna menningarmálanefndin falió Félagi ísl. myndlistarmanna, að sjá um þátttöku af íslands hálfu. Hef ur sýningarnefnd verið skipuð og skal verkum skilað til dómnefndar þann 19. sept. Verða valin verk eft ir 5 unga fslenzka listamenn á sýn- inguna allt að 5 verk eftir hvem. Sætir furðu hversu skilafrestur verkanna er stuttur, en vitað er, að strax í apríl var farið að undir- búa sýninguna og velja verk á hana úti. Er ungum ísi. myndlistar mönnum mikill ávinningur í þvf að fá verk sín kynnt á sýningu sem þessari og er mikill urgur í þeim vegna þess sleifarlags, sem þeim finnast stjórnarmenn í Félagi fsl. myndlistarmanna hafa sýnt í þessu máli. Boðuöu þeir til fundar fyrir skömmu með ýmsum stjórn- armönnum f Félagi ísl. myndlistar manna og ítrekuöu á þeim fundi óskir sínar um að eitthvað væri aðhafst f málinu, en þá hafði ekki einu sinni verið boðuð þátttaka Is- lendinga í þessari norrænu sýn- ingu þeim aðilum sem standa að sýningunni erlendis. Talaði blaðið í morgun við Jó- hannes Jóhannesson listmálara, sem er í sýningarnefnd hér ásamt Steinþóri Sigurðssyni og Jóhanni Eyfells. Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.