Vísir - 26.08.1966, Side 5
VISÍ R. Föstudagur 26. águst 1966.
morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun útlönd £ morgun útlön
t
HVAÐ ER Á SEYÐI
1 THAILANDI
BANDARIKIN KOMA SÉR ÞAR UPP
MIKLUM HERSTÖÐVUM
Að undanfömu hefur vart liö
ið svo dagur, að ekki væri að
því vikið í ýmsum erlendum
blöðum í Bandaríkjunum, Bret-
landi, Norðurlöndum og víöar,
að stórkostlegur hemaðarlegur
viðbúnaður ætti sér stað í Thai
landi, nágrannalandi Vietnam.
Þar er m.a. rætt uin nýja flug-
velli — nýjar herbækistöðvar,
um „leynilegan hemað“ frá
stöðvum í Thailandi o.s.frv. en
stjóm hins hlutlausa Thaiiands
hefur í engu breytt þeirri „opin-
beru afstöðu" að láta sem ekk-
ert hafi gerzt eða sé að gerast.
í einni frétt segir, að menn
vilji ekki viðurkenna, að hið —
„gamla land musteranna, fyrr
SÍAM nú Thailand" — sé að
verða eitt mesta hernaðarvirki
Bandarikjanna í Asíu — en það
eru hvorki fleiri né færri en 6
stórir flugvellir. sem Bandarík-
in eru að koma þar á fót. —
Einn þeirra, SATTHIP, á strönd
inni fyrir sunnan Bangkok hef-
ur lendingarbraut, sem er 3 y2
km á lengd. Kostnaðurinn við að
koma upp þessum flugvelli var
hálfur milljarður dollara.
Lengr=> inni I landi er hraöað
að ljúka gerð fimm flugvalla allt
til landamæra Laos og frá þeim
er farið í helming ferðanna til
sprengjuárása á Vietnam. — Þaö
er líka frá þessum stöðvum sem
flestar árásir eru geröar á hina
svokölluðu HO-CHI-Minh-leið
gegnum Laos, en hvort tveggja
er sá hemaöur, sem aldrei er
minnzt á í bandarískum her-
stjórnartilkynningum.
Á þessum viöbúnaði er ekk-
ert lát og þar sem tvö merk-
ustu blöðin ræða þetta nú opin-
skátt — WASHINGTON POST
og NEW YORK TIMES —
skyldu menn ætla, að Banda-
ríkjastjóm sé þess jafnvel hvetj
andi, að um þennan viðbúnaö all
an verði kunnugt með þessu
móti og hefur slíkum aðferðum
oft verið beitt.
SKIPTAR SKOÐANIR
Ólíkar skoðanir eru látnar í
ljós um þennan viðbúnað. Sum
ir segja, að tilgangurinn með
honum kunni að vera sá, að
sýna heiminum fram á, aö
Bandaríkin séu jafn staðráðin í
því og fyrr að vemda Suðaustur
Asíu (SEATO), sem hún hefur
skuldbundið sig til sem aöildar-
ríki SEATO (aukaaðild), og vera
við því búin að verja Suðaustur
Asíu áfram jafnvel þótt sam-
komulag næðist um aö leiða
Vietnamstyrjöldina til lykta
með því að gera landið hlut-
iaust, en það samkomulag mun
ekki nást nema að Bandaríkin
verði á brott með lið sitt þaðan.
ANNAÐ MARK
En um annað mark gæti verið
að ræða — róttækari aðgeröir
innan langs tíma. Aörir benda
sem sé á. að herforingjastjórnin
í Thailandi hafi sínar ástæður
fyrir að játa ekki hvaö sé að
gerast. Forsætisráðherra hennar
er Thanmom Kittakachom og
hann og ráðherrar hans, sem
allir eru hershöfðingjar, munu
gera sér ljóst, að landsmenn,
sem eru 30 milljónir, muni ekki
skilja hvers vegna þörf sé á
þessum viðbúnaði og öruggast
að segja sem minnst um þetta
innanlands.
Bílokaup
15812
Willys ’66 ekinn 5 þús. km.
Willys ’65. Verð kr. 155 þús.
Willys ’64. Verð kr. 120 þús.
Volvo 544 ’64. Verð kr. 120 þús.
Renault L. 4. station ’64. Verð kr.
60 þús.
Opel Rekord ’64. Verð kr. 130 þús.
Hillman Imp. ’65.
Opel Kadett ’66 de luxe ekinn
4 þús. km.
Toyota Corona ’66.
Opel Rekord ’65.
Moskvitch ’66 ekinn 6 þús. km.
Taunus 20 M. ’65.
Taunus 17 M. ’65.
Consul Cortina ’64 ekin 24 þús.
km.
Renault R 8. ’65.
Volkswagen 1500 ’63. Skipti koma
til greina.
Mercedes Benz 220. ’61
Mercedes Benz 1413 ’65 og 66.
Bílar við allra hæfi.
Kjör við allra hæfi.
Hefi opið til kl. 9 á hverju kvöldi.
Komið — skoðið — hringið.
Bílokaup
15812
Skúlagötu 55, við Rauðará.
Bílasala til sölu
Bílasala í fullum gangi er til sölu.
Bílasalan er vel staðsett og með mikla framtíðarmögu-
leika.
Þeir sem áhuga hefðu á slíkum atvinnurekstri leggi
nöfn og heimilisföng ásamt símanúmeri svo og uppl.
um hugsanlegar greiðslur í lokuðu umslagi inn á af
greiðslu blaðsins fyrir n.k. mánudagskvöld merkt:
„BHasala“
Tollskráraukar II
1. júlí 1965 - 1. júní 1966
fást í skrifstofu ríkisféhirðis í Nýja-Arnar
hvoli við Lindargötu og er skrifstofa ríkisfé
hirðis opin kl. 10—12 f.h. og 1—3 e.h., nema
laugardaga kl. 10—12 f.h.
í Tollskrárauka II eru viðaukar, nýmæli og
aðrar breytingar gerðar á tímabilinu 1. júlí
1965 til 1. júní 1966 á tollskrárlögum, tollaf
greiðslugjöldum, leyfisvörum og öðrum atrið
um, er varða innflutning vara og getið er í
Tollskrárútgáfunni 1963 og Tollskráraukum
I, sem einnig fást hjá ríkisféhirði og er þannig
gengið frá tollskráraukunum, að textinn er
aðeins prentaður öðrum megin á hvert blað
og má þannig, með því að líma breytingarn
ar á tollskráraukunum báðum inn í Tollskrár
útgáfuna 1963 láta þá útgáfu bera með sér
gjöldin og önnur innflutningsatriði eins og
þau eru í dag.
í Tollskrárauka II eru hinar nýjir reglur frá
því í vor um tollfrjálsan farangur ferðamanna
og farmanna frá útlöndum, með síðari breyt
ingum.
Þá fæst einnig í skrifstofu ríkisféhirðis þýð
ing á Tollskránni 1963 á ensku og 3 viðaukar
og er þýðingin frá 1963 með viðaukunum
þremur í samræmi við gildandi tollskrá.
í borg, þar sem 2500
manns létu lífið
Myndin er frá aðalgötunni í Warto, á jarðskjálftasvæðinu í
Tyrklandi. — Eftirlifandi íbúar Wartos verða allir fluttir til ann-
ars landshluta, samkvæmt ákvörðun rikisstjómarinnar.
FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN
Hötum til sölu:
2ja nerb. íbúðir í Vesturbæ. Ibúðimar eru nýstandsettar
með sérinngangi. Verð 550 til 650 þús.
1 herb. og eldhús í Vesturbæ. Nýstandsett. Mjög góð íbúð.
2 herb. íbúð í Hvassaleiti. íbúðin er innréttuð með harðvið-
arveggjum og skápum, ný teppi og parkett á gólfum.
Verö 650 þús.
3 herb. íbúðir í gamla bænum. íbúðirnar eru nýstandsettar,
sérinngangur. Mjög góðar íbúðir.
2ja og 3ja herb. íbúðir tilbúnar undir tréverk og málningu
i Vesturbænum.
FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN
Austurstræti 12 II. — Sími 20424 og 14120
Kvöldsími 10974.