Vísir - 26.08.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 26.08.1966, Blaðsíða 6
V í S IR . Föstudagur 26. ágúst 1966. 6 mmmmmKmmmmmm ‘IERVLEI1G’ Kirkjustræti 10 Afgreiðslustúlka óskast Einnig aöstoðarmaður óskast í apótek um næstu mánaöamót. Uppl. um aldur, mennt un og fyrri störf sendist augl.d. Vísis merkt: „Ap?ítek“ fyrir 30. þ.m. Tilkynning frá Loftskeytaskólanum Loftskeytanámskeið hefst í Reykjavík um mánaðamótin september-október 1966. Umsóknir ásamt prófskírteini miðskólaprófs eða annars hliðstæðs prófs og sundskírteini sendist póst- og símamálastjórninni fyrir 12. sept. n.k. Inntökupróf verða væntanlega haldin dagana 20.-22. sept. n.k. Prófað verður í ensku og reikningi, þar á með al bókstafareikningi Nánari upplýsingar í síma 11000 í Reykjavík Hús í Smáíbúðahverfi Til sölu er sérlega skemmtilegt og vandað hús ásamt 40 ferm. bflskúr á hornlóð í Smáíbúðahverfi Á 1. hæð eru 2 stofur, eldhús, búr, W.C. og forstofa. 1 risræð eru 3 svefnherbergi, bað og geymsla. 2 herb- íbúð er I kjallara sem einnig er hægt að fá keypta. Sér hitaveita með forhitara er fyrir hæðina. Fallegur garður, teppi, tvöfalt gler. Hagstætt verð og útborgun Fasteignasala Sig. Pálssonar byggingameistara og Gunnars Jónssonar lögmanns Kambsvegi 32. Símar 34472 og 38414 ANinning — Framh. f bls. 8 systur hans og vandamönnum öllum innilegar samúðarkveöjur. Bjarni Jónsson er genginn, en hann er ekki allur. Verka hans sér lengi stað. Minningin lifir um mætan mann, vandaöan og vel gerðan. Ármann Snævarr t 1 dag er gerö útför Bjarna Jónssonar forstjóra Nýja Blós, er lézt 20. þ.m. rúmlega hálf- níræöur að aldri, en hann var fæddur 3. okt. 1880 á Galtafelli í Hrunamannahreppi. Foreldrar Bjama voru hjónin Jón bóndi Bjamason á Galta- felli og kona hans Gróa Einars- dóttir í Bryðjuholti I sömu sveit og stóöu aö honum traustar og góöar ættir. Vandist Bjarni þeg ar í bernsku ýmsum sveitar- störfum, var bráðger og kapp samur og bar snemma á því, að hann væri vei hagur. Um skeiö stóö Bjarni fyrir búi foreldra sinna. Árið 1897 fór Bjami til Reykjavíkur til trésmíðanáms hjá Kristni Jónssyni vagnasmiö en jafnframt náminu naut hann tilsagnar f tréskurði hjá Stef- áni hinum oddhaga Eirfkssyni. Átti áhugi hans á tréskurðar- listinni rætur aö rekja til ríkrar listhneigðar í ætt hans. Utan fór Bjami 1903 og dvaldist þar í 3 ár og stundaði smíði list- rænna húsgagna hjá Chr. Kjær kunnum framleiðanda fagurra húsgagna. Bera margir gripir smekk og hagleik Bjama fag- urt vitni. Þegar hann kom heim 1906 fullnuma í þessum greinum stofnaði hann húsgagnavinnu- stofu í félagi viö þá Jón Hall- dórsson, Jón Ólafsson og Kol- bein Þorsteinsson, en þeir voru báðir miklir hagleiksmenn. Hlaut fyrirtækiö nafnið Jón Hall dórsson & Co. og varö fljótt landskunnugt. Eftir nokkurra ára starf kenndi Bjami nokkurs lasleika og breytti um starf aö læknisráði og gerðist sýningar- stjóri í h.f. Nýja Bíói árið 1914 og hafði þá fariö utan til þess aö kynna sér rekstur kvikmynda húsa. Kvikmyndahúsiö keypti hann svo af hlutafélaginu 1916 og rak þaö einn til ársins 1920. Seldi hann þá vini sínum og frænda Guðmundi Jenssyni helming hlutabréfanna og ráku þeir þaö sfðan saman í félagi. Forstjóri kvikmyndahússins var Bjami til dauðadags. Nýja Bíó var upphaflega rek- ið í leiguhúsnæði f Hótel ís- landi, sem stóð við Aðalstræti og Austurstræti. Var kvikmynda húsið eins konar viðbvgging viö gistihúsið austan megin og al- gerlega ófullnægjandi, er frá leið. Reistu þeir félagar þá af miklum stórhug sitt eigið hús við Lækjargötu 2, þótt efni væru eigi mikil. Hús þetta kostaði stórfé á þeirra tíma vísu, en á öllum erfiðleikum var sigr- azt, en báðir nutu þeir hins mesta trausts, og tókst því að afla sér þess lánsfjár er þeir þurftu. Sfðar var þetta hús stækkað og endurbætt eins og það er í dag, og jafnframt reist skrifstofubygging sem er áföst því. Kvikmyndahúsið var lengi stærsta og fullkomnasta kvik- myndahúsið í bænum. Á tíma þöglu kvikmyndanna var þess frá upphafi gætt að sjá fyrir góðri hljómlist og að hafa hin- ar fullkomnustu sýningarvélar og einnig vom útvegaðar beztu kvikmyndir, sem unnt var að fá. Margar helztu myndir frá þessum tíma voru sýndar f Nýja Bíói. Og þar heyrðu Reykvíking ar og sáu fvrstu talmyndimar. Framsýni og dugnaður ein- kenndi Bjarna allt hans líf, en það einkenndist eigi síður af stórhug, sem kom fram í ýmsu, og miklum hlýleik og velvild og hjálpsemi í garð annarra. Bjarn' var til dauðadags eig- andi . jarðarinnar Galtafells í Hrunamannahreppi, þar sem hann fæddist, sleit bamsskón- um og lifði sín fyrstu mann- dómsár. Lagöi hann mikið fé í að hýsa jörðina og rækta og bar það mikilli og lofsverðri ræktarsemi vitni. Gifta fylgdi öllu hans starfi og hann var mikill gæfumaður, en hann varð sorgir og mótlæti að bera sem margir aðrir, en bar þær byrð- ar sem hetja. Bjami var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Stefanía Stefáns- dóttir, bónda á Ásólfsstöðum, Eiríkssonar. Gekk hann að eiga hana 1907, en missti hana undir áramótin 1908. Sonur þeirra var Stefán, látinn fyrir mörgum ár- um, mikið ljúfmenni og dreng- skaparmaður. Árið 1910 gekk Bjarni að eiga Sesselju Guðmundsdóttur, frá Deild, Akranesi, mikla ágætis- konu. Bar heimili þeirra að Galta felli við Laufásveg, vitni smekk vísi þeirra og á§t á því sem fag urt er, og samhent voru þau jafnan og samhuga í frábærri, ástúðlegri gestrisni. Af börnum þeirra 5 em á lífi Hörður, húsameistari, kvæntur Kötlu Pálsdóttur, Steingríms- sonar ritstjóra, Laufey, gift Árna Snævarr, yfirverkfræðingi og Stefania gift Thor Ó. Thors framkvæmdastjóra. Persónulega á ég margs að minnast frá löngum kynnum við Bjarna heitinn, en leiðir okk- ar til nokkurs samstarfs lágu saman eftir heimkomu mína ‘23, og hélzt það um mörg áf, og minnist ég margra góðra sam- veru-.unda með honum, konu hans og ungum börnum frá þeim tíma. Síðar hitti ég aldrei Bjama heitinn svo, að ég fyndi ekki glöggt, að trvggð hans var jafnbjargföst og fyrr, og vin- arhugurinn jafnhlýr. Axel Thorsteinson. Vufnsstríð — Framhald af bls. 16 engu,- Þegar hann hafði lokað fyrir vatniö í nótt, var hann kallaður fyrir sakadóm Seyðis- fjarðar og yfirheýröur. Sam- kvæmt því sem Benedikt Sveins son tjáði blaöinu, er athæfi hans ólöglegt, og sama eðlis og aö óhlýðnast lögregluyfir- völdum, sem 1 þessu tilvikj er bæjarfógeti. í dag veröur væntanlega opn aö fyrir vatnið að nýju til síldar verksmiðjanna, en þaö mun líða nokkur tími áður en hægt veröur að setja á fullan þrýsting Flugráð — Framhald af bls. 16. afmælinu. Dönsku og sænsku full- trúarnir færöu því æðstu heiöurs- merki félaga sinna aö gjöf, gull- skildi, greypta táknmyndum flugs ins. Viðræður — Framhaid af bls. 16 flökum þangað. Þá væri einnig búiö að selja þangaö 5000 lestir af frvstri síld og 2200 lestir af heil- frystum fiski upp í 5000 lesta kvóta, en auk þess hefði togarinn Narfi gert sérsölu á 2500 lestum af heilfrystum fiski. Að lokum sagði Guömundur, að framundan væru viðræður milli íslendinga og Sovét manna á viöbótarsölum á fiski til Sovétríkjanna. Gísli H. — Framhald af blr. 16 fræðingur í Reykjavík 1933—35. Forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins 1935—37. Framkvæmdastjóri Es- bjerg Hermetikfabrik A.S. í Es- bjerg 1937—39. Rak verkfræði- skrifstofu í Reykjavík 1939—1951. Stofnaði og rak jafnframt verzlun- arfyrirtækiðð Gísli Halldórsson h.f. 1941—52. Stofnaði Vélsmiðjuna Jötun h.f. 1942, aðaleigandi og framkvæmastjóri hennar til árs- ins 1947. Yfirverkfræðingur og rannsóknarstjóri hjá vélsmíðafyr- irtækinu Edw. Renneburg & Sons Co., Baltimore, Bandaríkjunum 1952—1956. Sjálfstæður verkfræð- ingur í Reykjavík frá 1956 og rak jafnframt innflutningsverzlun. Beitti Gísli sér fyrir ýmsum framkvæmdum hér á landi, sem töldust til nýjunga, þegar þær voru gerðar. Beitti hann sér m. a. fyrst- ur manna hér fyrir að borað yrði eftir jarðgufu og hún virkjuð til raforku og upphitunar: Innleiddi . hann hér á landi ýmis tæki til at- vinnubóta og fann önnur upp, Var Gísli fjórkvæntur og var síðasta kona hans Kolbrún Jóns- dóttir listmálara Þorleifssonar. Syndið 2C0 metrana Leiguíbúð Trésmiður óskar eftir 3—4 herb. íbúð. Stand setning kemur til greina. Uppl. í síma 18164. jr r SKOUTSALA Kvenskér Ifeirlsiiffliiraskér mikill afsláttur. Bnrnaskór Skóverzlun Péturs Andréssonar, Laugavegi 17. Skóverzlunin Framnesvegi 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.