Vísir


Vísir - 26.08.1966, Qupperneq 9

Vísir - 26.08.1966, Qupperneq 9
V í S I R . Föstudagur 26. ágúst 1966. Bóndinn 1 Áml Johnsen, ungur Vestmannaeyingur og kennari kom snemma í sumar aö utan sem fararstjóri með hóp feröamanna frá ítaliu og Þýzkalandi, þegar honum datt skyndilega í hug að gaman væri aö athuga hvort Surtseyjarfélagiö heföi ekki not fyrir mann, því eins og aðrir Vestmannaeyingar haföi hann mikinn áhuga á að fylgj ast meö gangi mála við Surt. Hann gekk því á fund Steingríms Her mannssonar, formanns Surtseyjarfélagsins, í atvinnuleit. — Er- indiö var auðsótt. Ráöa þurfti í skyndi ungan mann tii gæzlustarfa í Surtsey í sumar, sem léti sér ekki a'llt fyrir brjósti brenna. Ámi hætti því við öll frekari áform um fararstjórn í sumar og var hálf- tíma seinna kominn af staö út í eyjuna frægu, þar sem hann hefur dvalizt í allt sumar. — Ég hef verið hér í ailt sumar, sagði Árni við frétta- mann Vísis, sem var í Surtsey í vikunni. — Nema auðvitaö á þjóöhátíöinni. Það er ekki hægt að ætlast til þess, aö nokkur Vestmannaeyingur, sem tekur sig alvarlega, vinni þá dagana. — Þaö er eins og aö vinna á jólunum. Það er sama, hversu merkilegt starf Vestmannaey- ingar hafa meö höndum, þegar þjóðhátiðin skellur á, alit er iátið niður falla. Starfiö hérna er mjög ánægju legt og hefur mér ekki leiözt eitt augnablik síðan ég kom. Hér er mjög gestkvæmt. Vís- indamenn, jafnt innlendir sem erlendir koma hér í sífellu til aö fylgjast með mælitækjum og gera athuganir og hef ég verið þeim innanhandar eftir því sem með hefur þurft. Hef- ur verið mjög athyglisvert að fylgjast meö störfum þeirra og hef ég oröiö um margt fróðari í sumar. Hefur áhugi vaknaö hjá mér að leggja stund á nátt- úrufræði. Eftir að gosið hætti í Jóln- um, fannst mér þó orðið held- ur rólegt héma í eyjunni, held- ur Árni áfram, en þaö rættist úr þegar Surtur sjálfur byrjaði að ræskja sig. — Þaö hefur ekki hvarflað að þér að flýja eyjuna? — Nei, það hvarflaði aldrei að mér að yfirgefa eyjuna, þvert á móti. Gosið í sjálfri eyjunni, hefur gert lífið hér ánægjulegra. Þá fáu daga, sem enginn er héma í eyjunni, nema ég, hef ég alltaf nóg aö gera. Ég fylg- ist með gosinu, jarðskjálftamæl um, sem eru á sex stöðum í eyjunni og tækjum, sem veiða bakteríur og skordýr. Einnig fylgist ég með fuglum og því, sem hér rekur á fjömr og sem skýrslur ura það. Verkefni í skála Surtseyjarfélagsins eru ó- þrjótandi. Þegar ég kom hingað var eiginlega ekkert búið að gera af skálanum nema útvegg- ina. (Ámi hefur unnið afrek í sambandi við innréttingu skál- ans, sem er orðinn hinn vist- legasti). Það er rétt að taka það fram að skálinn í eyjunni er ekki einungis eign Surtseyjar félagsins, heldur hefur Björg- unarfélag Vestmannaeyja lagt mikinn skerf að honum. — Hvemig er með vatn og vistir í eyjunni? — Hér er ekkert vatn til nema brimsalt. Tjörnin hérna á norö- urhlutanum er ekki til annars nýt fyrir mig, en se-- -^undlaug. Hún er grunn og ..knar því fljótt í hitum og fæ ég mér oft sundsprett í lauginni á morgn- ana. Þeir, sem koma hingaö út í eyjuna, koma með vatn og vist- ir meö sér, en einnig hef ég nokkrum sinnum sótt mér vist- ir til Heimaeyjar. Þegar gott er veður er ég ekki nema rúman hálftíma þangaö á gúmmíbátn- um, sem gengur um 25—30 míl- ur. — Nei, ég sé ekki eftir því aö hafa komið hingað, segir Árni um leiö og við kveöjum hann. Þetta hefur verið eitt skemmtilegasta sumar, sem ég hef lifaö. Föik fiutt frá Surtsey út í Maríu Júlíu. Árni er enn hálfur út úr bátnum. I bátnum situr Þorbjörn Sigurgeirsson og IJölskylda.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.