Vísir - 26.08.1966, Side 11
Danski mersölubókahöfundurinn
Ib Cavling og fjórða frúin
eru eins og klippt út úr Cuvling-sögu
Danski skáldsagnahöfundur-
inn Ib Henrik Cavling mun
mörgum íslendingum kunnur,
því að þær eru ekki svo fáar
skáldsögurnar, sem hann hefur
skrifað í „dönsku blöðin“, sem
seljast hér eins og heitar bollur
í hvert skipti, sem Gullfoss kem
ur frá Kaupmannahöfn. Auk
þess hafa nokkrar af sögum
hans komið út í íslenzkri þýð-
ingu. Þessar skáldsögur fjalla
yfirleitt um ástir fyrirfólks í
Danmörku, en einstaka lækna-
sögur og „öskubuskusögur“ eru
þó á meðal'þelrra.
Tilkynning
um kæru- og áfrýjunarfresti til ríkisskatta
nefndar.
Kærur til ríkisskattanefndar út af álögðum
tekjuskatti, eignarskatti og öðrum þinggjöld
um í Reykjavík árið 1966, þurfa að hafa borizt
til ríkisskattanefndar eigi síðar en 15. sept.
n.k.
Áfrýjun til ríkisskattanefndar út af álögðu
aðstöðugjaldi í Reykjavík árið 1966 þarf að
hafa borizt til ríkisskattanefndar eigi síðar
en 15. sept. n.k.
Áfrýjun til ríkisskattanefndar út af álögðu út
svari í Reykjavík árið 1966, þarf að hafa bor
izt ríkisskattanefnd eigi síðar en 15. sept. n.k.
Reykjavík 25. ágúst 1966
Ríkisskattanefnd
Stýrimann
vantar á 100 tonna togbát, sem siglir með afl
ann. Uppl. í síma 36793 og 52316.
’ •• ' . • ; 1 • V , '
ÖKUNEMAR ÞEIR
sem þurfa að hafa samband við Geir P. Þormar öku-
kennara snúi sér til eftirtalinna manna:
Harðar Raanarssonar, sími 35481
Geirs Þórðarsonar, sími 17152
Hallgnms lónssonar, sími 35737
Reynis Karlssonar, sími 20016
Baldurs Gíslasonar, sími 21139
LEDURJAKKAR
RÚSKINNSJAKKAR
fyrir herra
fyrir drengi
SENDUM í PÓSTKRÖFU
£3
VIDGERDIR
LEÐURVERKSTÆÐi
ÚLFARS ATLASONAR
Bröttugötu 3 B
Sími 24678,
Cavling býr ekki í Danmörku,
þótt hann skrifi sögur sínar á
dönsku, en nýlega var hann á
ferðalagi í heimalandi sínu til
að kynna fjölskyldunni fjórðu
konuna, Cardl von Bluth. Hún
er aðeins tvítug, af prússneskri
aðalsætt og hún segir aö sig
hafi dreymt um að giftast Cavl
ing, allt frá því að hún sá hann
fyrst fyrir þremur árum í sund
laug í Bordighera.
— Þetta er maðurinn, sem ég
vil eyða ævinni með, sagði hún
við móður sína. Og þar sem
Cardi fær yfirleitt þaö, sem hún
vill, fékk hún Cavling. En hún
fékk meira á brúðkaupsdaginn
því aö móðir hennar gaf henni
RoIIs Royce.
— Svo að nú höfum við tvo
slíka, segir Cavling.
Það er engu líkara en brúð
hjónin hafi stokkið út úr einni
af metsölusögum Cavlings, en
sögur hans eru nú orðnar 34 og
von á mörgum til viðbótar.
— Við erum bæöi tvítug, seg-
ir Ib Henrik Cavling. Cardi í
fyrsta skipti, en ég í annað
skipti. Cardi er svo „inspirer-
andi“, aö ég gleymi alveg aldr
inum.
Brúðkaupið fór fram fyrir
tveimur vikum í Monte Carlo
og þaö var strax ákveöiö aö
brúðkaupsferöin skyldi farin til
Danmerkur og þar búa þau á
Royal Hotel í Kaupmannahöfn.
Þótt þau séu enn að halda
upp á giftinguna fer Cavling
fínt í öl og vín fyrri hluta dags.
— Ég hef einu sinni verið dá
lítið illa kominn vegna áfengis
neyzlu segir hann og um tíma
varð ég að taka antabus. En nú
hef ég sett mér ákveönar reglur
um áfengisneyzlu. Ég smakka
aldrei áfengi fyrir klukkan 19.
Næsta bók Cavlings heitir
„Vinsæli læknirinn" („Karriere
lægen“). — Það verður síðasta
læknasagan sem ég skrifa, segir
Cavling, sem hefur skrifað einar
6 slíkar. Ég var alveg að gefast
upp á henni og hélt að ég ætlaði
ekki að geta lokiö við hana, seg
ir hann.
Cavling skrifar yfirleitt fjór
ar skáldsögur á tveimur árum
en á næstu tveimur árum ætl
ar hann aö skrifar eina skáld
sögu — 1000 blaðsíður.
Aö sögn hans á það að vera
skáldsaga, sem ekki er aðeins
skrifuð fyrir Dani (og íslend-
inga) heldur fyrir heimsmarkað
inn. Hún gerist í Englandi eða
Frakklandi á 16 öld og auðvitað
eru aöalpersónurnar úr hópi
heldra fólks.
— Þegar ég eyöi tveimur ár
um í eina bók, ætlast ég til að
hún veröi metsölubók. Ég álít
ekki að bók „slái í gegn“ nema
hún sé rúetsölubók, segir hann.
Síðasta bók Cavlings hét
„Sonur gullsmiðsins" og er
hann var spuröur hvort hann
sjálfur væri ekki bókmennta-
legur gullsmiður svaraöi hann:
— Ég hef þénað vel á skrifum
mínum, en ég byrjaöi seint á
að skrifa. Eiginlega græddi ég
miklu meira á börum mínum
í London en ég hef gert á skáld
sögunum. En það var svo mikil
vinna í sambandi við þá að ég
varö að gera upp við mig hvort
ég vildi heldur: Skrifa eða reka
bari. Og ég valdi þaö fyrra. Mér
finnst nefnilega gaman að því.
Aðspuröur um það hvort
hann læsi handrit sín yfir þeg
ar hann héföi lokið við sögurn-
ar svaraði hann:
— Þaö dytti mér aldrei í hug.
Ég Jít ekki á sögurnar fyrr en í
próförk. En þá finnst mér líka
svo gaman að sjá hvaö ég hef
skrifaö.
m mm % ,
„Við erum bæði tvítug — ég í annað skipti," segir Ib Henrik Cavl-
ing, sem um þessar mundir er að sýna fjórðu frúna í Kaupmanna-
höfn.
Kári skrifar:
Eftirfarandi hefur dálkinum
borizt:
Balkanlandavegir —
nútímavegir
„Ég, sem þessar línur rita,
hefi á allangri ævi haft tals-
verð kynni — starfs míns vegna
— af erlendu fólki, sem hingað
hefur komið og feröazt hefur
um landið. Og oft bar þjóðveg
ina íslenzku á góma. Og nær
ávallt kom fram sú skoðun, að
menn heföu hvergi kynnzt verri
vegum, nema þá helzt suður á
Balkan. Nú gæti ég trúað, að
jafnvel Balkanlöndin hafi upp á
nútímavegi að bjóöa, og veit að
þau hafa það sum. Það er nú
að vísu gleðiefni að heyra, að
í undirbúningi séu stórfelld á-
tök til þess að bæta úr ófremd-
arástandi þjóðveganna, sem
menn eiga við að búa, lands-
ins börn fyrst og fremst og einn
ig erlendir ferðamenn, en viö
megum ekki 'einblína á það, að
geta hýst þá við nútímaskilyrði,
við verðum einnig að miða að
því, að þeir geti ferðazt um
landið á nútíma vegum.
En fyrst og fremst þurfum
viö að fá góöa vegi vegna okkar
sjálfra, landsins bama. Og við
skulum vona, að það veröi efnt,
að hafizt verði handa um stórt
átak. Það hefur dregizt of lengi.
Það, sem ekki má
gleymast
Við krefjumst mikils átaks,
og ráðamenn skilja það vonandi
aö landsfólkið bíöur óþolinmótt
eftir að hafizt verði handa og
éfram haldið, en við megum
heldur ekki gleyma því, hve
mikið átak það hefur verið fyrir
og er fyrir fátæka og fámenna
þjóð, að leggja vegi hringinn í
kringum landið, upp til dala,
fram á annes, — en þar sem
þjóðin efldist til nýrra átaka á
öllutn sviðum meöan þetta gerð
ist og hún var fátækari og fá-
mennari en nú, ætti þaö að vera
ieikur fyrir hana aö gera þaö
mikla átak, sem beðið er eftir
nú.
Gömlu vegimir, með öllum
sínum göllum, urðu lyftistong
framfara um land allt. Nútlma
vegir munu, eins og Einar Bene
diktsson kvaö:
Hrinda vorum hag á leið,
með heillar aldar taki.
A. S.