Vísir - 26.08.1966, Blaðsíða 16
Föstudagur 26. ðgúst 1966.
Gísli Halldórsson.
Gísli Halldórsson
verkfr. lótinn
Gísli Halldórsson, verkfræðingur,'
iézt s.I. miðvikudag er hann var á
ferðalagi á Spáni, ásamt konu
^sinni, Kolbrúnu Jónsdóttur.
Var Gísli fæddur í Reykjavík 14.
* febrúar 1907, sonur Halldórs Guð-
j mundssonar rafmagnsverkfræðings
’ og konu hans Guðfinnu Gísladótt-
, ur. Gísli varð stúdent frá M.R.
i 1925 lauk prófi í vélaverkfræði í
Danmörku árið 1933. Var verk-
Framh. á bls. 6.
LAHDICSA FYRIRAUSTAN
Bræla er nú komin á miöum
norðan lands og austan. Land-
lega er hjá allflestum bátanna,
þó að nokkrir þeirra séu á norð-
urslóðum ennþá og leiti, en
þar var heldur skárra veður
í nótt en á því syðra. Fundu
bátamir þar enga síld og í
morgun var aftur tekið að
hvessa. — Þar með er um garð
gengin i bili ein mesta síldar-
hrota sem géngið hefur yfir.
Bátarnir hafa verið að tínast
inn á firðina í gær og í nótt.
Verður trúlega annars konar
líf þar í tuskunum næsta sól-
arhring, en verið hefur að und-
anförnu, ef landlegan stendur
svo lengi.
Inni á Norðfirði liggja milli 50
og 60 skip. Þar var dansað í fé-
lagsheimilinu í gærkvöldi og sá-
ust þess merki á götum bæjar-
ins í morgun, glerbrot og annar
miður skemmtilegur fylginaut-
ur síldargleðinnar. Allmikil
ölvun var og á dansleiknum og
tókst Iögreglumönnum þó að
ná um þrem kössum af áfengi
af gestum félagsheimilisins í
gær. Svipaða sögu er að segja
af Seyðisfirði, en á báðum þess-
um stöðum verða dansleikir
aftur í kvöld og sennilega víð-
ar. Ekki hefur frétzt af nein-
um slysum á þessum mann-
fögnuðum, en róstusamt mun
hafa orðið víða.
Verksmiðjan á Neskaupstað
var orðin full seinustu dagana
fyrirbraelun^o^ga^ekk^eldð
á móti meiru, lagðist söltun af
þeim sökum niður á síltíarplön-
unum, þar eð þau gátu ekki
losnað við úrganginn. — Verk-
smiðjan á Neskaupstað hefur nú
tekið á móti um 33 þúsund
tonnum af síld og hæstu síldar-
plöunin eru búin að salta í um
6 þúsund tunnur.
Sumir bátanna urðu aö ryöja dekkið á landleiðinni í brælunni í gær og í fyrradag, en Faxi slapp viö
bræluna og landar fullfermi í salt á Seyðisfirði.
Óhagstæður vöru-
skiptajöfnuður í júlí
Hagstofa íslands hefur sent frá hagstæður í mánuðinum um sam-
sér yfirlit yfir vöruskiptajöfnuð-
inn í júlímánuði. Kemur í ljós að
meira var flutt inn en út í þeim
mánuði. Út var flutt fyrir 376
millj. kr. en inn fyrir 483 millj. kr.
Er vöruskiptajöfnuðurinn því 6-
Samningsviðræður við Sovét
um frekari söiu freðfisks
tals 107 millj. kr. Á tímanum frá
áramótum til júlíloka er vöru-
skiptajöfnuðurinn óhagstæður um
samtals 724 millj. kr. Á sama
tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuð-
urinn óhagstæður- um alls 481
millj. kr.
- Islendingar hafa selt 17.500 lestir af
frystum fiski til Sovétrikjanna á árinu
•e-
Markaðsmál íslendinga
verið mikið á dagskrá í sumar.
Þing norrænna flugmálafélaga
ó 30 óra afmæli Flugmólaifélags íslands
! Fulltrúar flugmálafélaga allra |
Norðurlanda þinguðu hér í Reykja-1
vík í gær á afmælisdegi Plugmála-|
félags íslands, sem er 30 ára um!
þessar mundir. Það er í fyrsta j
' sklpti, að Flugmálasamband Norð-1
1 urlanda heldur fund sinn hér ij
j Reykjavík, en þetta er 4. fundur
v þess. Baldvin Jónsson hrl. formaö-
i ur islenzka Flugmálafélagslns hef-
t ur verið forseti sambandsins undan
farið ár, en formaður danska fé-
lagsins var á bessu þingi kjörinn
forseti og jafnframt ákveðið, að
næsta þing skyldi haldið í Dan-
mörku.
Allmörg mál voru til umræðu á
binginu, svo sem reglur um keppni
í svifflugi, vélflugi og fallhlífar-
stöikki. Einnig var é þinginu ákveð
iö að hefja nemendaskipti milli
Norðurlandanna í hinum ýmsu
greinum flugsins og skiptast lönd
in þá á svifflugsnemum.
Á þinginu var Flugmálasam-
bandi Norðurlanda gefið enskt
nafn til notkunar á alþjóða-
vettvangi, Association of Nordic
Airoclubs.
Á þinginu var mikið rætt um
nauðsyn norrænnar samvinnu á
sviði flugmála eins og að líkum
lætur, en norrænu félagaformenn-
irnir tóku allir til máls og ámuöu
því íslenzka allra heilla á 30 ára
Framh. á bls. 6
hafa Veldur því m. a. að markaðsverð
á allmörgum útflutningsafurðum
Íslendinga hefur farið lækkandi
undanfarið, en aðrar háfa staðið í
stað. Vísir átti í rborgun tal af
Guömundi H. Garðarssyni, viö-
skiptafræðingi, fulltrúa hjá Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna og
spuröi hann um, hvernig viðskipti
okkar við Sovétríkin stæðu nú og
horfur í þeim málum.
Eins og kunnugt er, eru Sovétrík
in eitt af aðalviðskiptalöndum okk
ar varðandi sölu á freðfiski.
Guömundur sagði, að skv. við-
skiptasamningi milli íslands og
Sovétríkjanna, sem nú væri í gildi,
væri áætluð sala á 12—15 þús. lest
um árlega af fiskiflökum frá ís-
landi til Sovétríkjanna. Þegar væri
búið að selja 8. þús. lestir af fisk
Framh á bls. 6
VATNSSTRfÐ A SEYÐISFIRÐI
Bæjarstjórinn brýtur lögbann og lokar fyrir
vatn til síldarbræðslnanna ó staðnum
í gær gerðist það á Seyðis-
firði, að bæjarstjórinn, Hrólfur
Ingólfsson, lét loka fyrir vatniö
til beggja síldarverksmiðja stað
arins, en hafði í hótunum aö
láta loka fyrir vatn til allra sölt
unarplana á staðnum. Lokaði
bæjarstjórinn með eigin hendi
fyrir vatnið til Síldarverksmiöju
ríkisins, en hann komst ekki til
að loka fyrir vatnsinntakiö hjá
síldarverksmiöjunni Hafsíld.
Haföj bæjarfógetinn látið leggja
vörubifreið yfir kranann og
varð því bæjarstjórinn að loka
fyrir aðalæð til að koma sinu
máli fram.
Bæjarstjórinn gerði þetta
vegna þess að síldarverkunar-
stöðvar á Seyöisfirði hafa neit-
að að greiða tengigjald vegna
nýrrar vatnsveitu á staðnum, en
bæjarstjórinn hefur krafizt að
þær greiddu gjaldið auk venju-
legs vatnsskatts.' Samkvæmt
þvf, sem lögfræöingur sildar-
verkunarstöðvanna, Benedikt
Sveinr >n, tjáði blaðinu í morg
un, hefur vatnsveitan nýja farið
10 milljón krónur fram úr
fyrstu kostnaðaráætlun, en það
réttlætti ekki að leggja þetta
tengigjald á stöðvarnar, sem
greiddu þegar hærri vatnsskatt,
en tlökaöist annars staðar á
landinu. — Krafðist bæjarstjór
inn að Síldarverksmiðjur ríkis-
ins greiddu 6 millj. kr. í tengi
gjald, Hafsíld 2 millj. og hvert
söltunarplan hálfa milljón.
Lögfræðingur verkunarstöðv-
anna kæröi þetta tengigjald, en
þegar bæjarstjórinn hótaði að
láta loka fyrir vatn til stööv-
anna, lagði lögfræðingurinn
fram ósk um lögbann gegn lok
un. Hafði bæjarstjórinn það að
Framh. á bls. 6.
Lúðvig Guðmundsson
Lúðvík Guðmunds-
son fyrrv. skóla-
stjóri lótinn
Lúðvig Guðmundsson, fyrrver-
andi skólastjóri Handíða- og mynd-
listarskólans lézt í gærmorgun í
Landspítalanum, 69 ára að aldri.
Ilann var fæddur í Reykjavík 23.
júní árið 1897. Hann varö stúd-
ent árið 1917 og stundaði að stúd-
entsprófi loknu nám bæði heima
og erlendis. Lúðvig var skólastjóri
á Hvítárbakka frá 1927—1931 og
skólastjóri Gagnfræðaskólans á
Isafirði 1931—1938. Fluttist hann
til Reykjavíkur árið 1938 og stofn-
aði Handíða- og myndlistarskólann
árið 1939. Var hann skólastjóri þar
til hann lét af skólastjórn fyrir
nokkrum áhum vegna heilsubrests.
Eftirlifandi kona Lúðvigs Guð-
mundssonar er Sigríður Hallgríms-
dóttir.