Vísir


Vísir - 29.08.1966, Qupperneq 2

Vísir - 29.08.1966, Qupperneq 2
V í S IR . Mánudagur 29. ágúst 1966. VIÐ GETUM SIGRAÐ! ygK ■' ">y. — en betur má ef duga skal Um þessa helgi eru aðeins 19 dagar eftir þar til NOR- RÆNU SUNDKEPPNINNI lýk- ur. Ekki er rétt að vanþakka þá þátttöku, sem til þessa er orð- in í keppninni. Eigi er unnt að veita upp- lýsingar um fjölda þátttakenda f öllum sundlaugum en eftir- farandi tölur sýna fjöida þeirra, sem synt hafa f sundstöðum kaupstaðanna og hver þátttak- an varð f lok keppninnar 1963 (talan f sviga). Sundhöll Kefiavfkur 1000 (1144) Sundhöll Hafnarfj. 1200 (1556) Sundstaðir f Rvík. 10009 (12551) Bjamarlaug, Akranesi 765 (801) Sundhöll Isafjarðar 674 (970) Sundlaug Sauðárkróks 360 (471) Sundhöll Siglufjarðar 355 (791) Sundlaug Ólafsfjarðar 330 (203) Sundlaug Akureyrar 1755 (2517) Sundlaug Húsavíkur 470 (543) Sundhöll Seyðisfj. (er i viðgerð) Sundlaug Neskaupst- 450 (578) Sundlaug Vestm. 460 (946) í sundlaugum kaupstaða hafa þegar synt 17828. Nokkrir sundstaðir utan kaupstaða hafa þegar náð hærri tölu en 1963. Eru líkur til þess að á sundstöðum utan kaup- staða verði þátttakan 10—12 þúsund f stað tæplcga 9 þús. 1963. Vonandi tekst þá daga, sem nú eru eftir af keppnistfma- bilinu að fá þá aðsókn til keppn- innar, að þátttakendafjöldi á sundstöðum kaupstaða verði 38 þúsund f stað 22625 1963. Ef sú tala fæst mun ísland sigra í þessari 5 þjóða „lands- keppni“ og þar með bæta íþróttalegan veg þjóðarinnar varöandi sigra í landskeppni i sumar. Það margir íslendingar eru syndir að engin fásinna er að ætla að ná megi þessu tak- marki. Meðfylgjandi mynd er af þeim sigurverðlaunum sem Ól- Frh. á bls. 6. FRAM FER í ÚRSUTIN Unnu Vestmannaeyjar með 2:1 hörkuspennandi leik i Fram fer í úrslitin í 2. deild að þessu sinni. Þeir unnu Vestmanna- eyinga i gærkvöldi með 2—1 mjög naumlega og allt til leiksloka voru Eyjamenn að ógna Frammarkinu og mátti oft ekki miklu muna. Jafntefli hefði nægt þeim til að komast í úrslitin, en svo fór þó ekki í þetta sinn. Framarar sýndu stórgóðan fyrri hálfleik og skoruðu bæði mörk sfn þá. 1 seinni hálfleik sóttu Vest- mannaeyingar sig mjög og voru raunar óþekkjanlegt lið frá þvl áð- ur. Þeir áttu öllu meira í seinni hluta leiksins og Framarar máttu sem sé þakka fyrir að sigra, enda þótt segja megi að Framliðið sé greinilega sterkara lið og skipað skemmtilegri leikmönnum. Fram skoraði fyrsta mark leiks- ins á 10. mínútu. Það var Hreinn Elliðason miðherji, sem skallaði glæsilega f netið og kastaði sér fram á við til að geta náð í háa fvrirsendingu. Á 37. mínútu er enn skallað í net Vestmannaeyjamarksins. Það var hinn efnilegi v. útherji Fram, Elmar Geirsson, sem skoraði, fékk hann laglegan bolta fyrir markið! og skallaði í jörð og inn. í seinni hálfleik skorar h. inn- herji Vestmannaeyinga eina mark liðs síns og kom það upp úr þvögu við markið á 15. mfnútu. Bæði liðin áttu eftir þetta góð tækifæri, en spennan í leiknum var geysimikil og tóku áhorfendur, sem voru 2300 talsins, óspart þátt í leiknum með hvatningum sínum til liðanna. En Fram vann og er nú í úr- slitum á móti Breiðabliki í Kópa- vogi og fer sá leikur fram á Laug- ardalsvellinum. Þetta er bikarinn, sem Noregskonungur gefur til keppninnar Vinna Islendingar þennan fagra grip? HEPPNíR AÐ STIGIÐ TIL AKUREYRAR Það voru heppnir Valsmenn, sem heimsóttu Akureyri í gærdag og gengu af hólmi með annað stigið í síðari viðureign liðanna í íslandsmóti I. deildar í knattspyrnu. LÁNIÐ var óumdeilanlega sterkasta aflið í liði þeirra ásamt markverðinum Sigurði Dagssyni. Akureyringar voru hvað eftir annað mínútum saman fyrir framan Valsmarkið, — en aðeins í eitt skipti tókst að koma boltanum inn fyrir marklínuna, en það var þegar Kári Árnason skoraði framhjá úthlaupandi markverði Vals, mjög laglegt mark hjá Kára, hans 5. mark í þessu móti. Ekki svo að skilja að Valsmenn hafi ekki átt sfn tækifæri f leikn- um, en þau sköpuðust í snöggum upphlaupum og mest fyrir ein- staklings framtak. Mark 'Vals skor aöi Reynir Jónsson þegar á 2. mín. leiksins eftir harkalegan árekstur sóknar Vals og varnar Akureyr- inga. Lauk þeim viðskiptum aö tveir Akureyringar lágu óvígir, annar þeirra Samúel markvöröur, en Reynir Jónsson komst áfram með boltann og skoraöi markið fyrir lið sitt. Eins og fyrr segir, var leikurinn KEFLA VÍK VANN AKRANES 4:1 Karl Hermannsson með 3 mörk var maðurinn bak við sigur Keflvikinganna Keflvíkingar settust í efsta sæti 1. deildar með því að sigra Akurnesinga í 1. deild í knattspymu á Njarðvík- urvellinum í gærdag með 4:1. Með sigri þessum kveðja Keflvíkingar líklega þennan ágæta grasvöll, en næsta sumar munu þeir leika á hinum nýja grasvelli sínum í Keflavík, sem verður þá tilbúinn. Það er greinilegt, að baráttan mun standa-milli Vals og Keflavíkur, sem eru jöfn að stigum með 12 stig eftir 9 leiki. Keflavík á eftir leik á Laugardalsvelli við KR. Valur á eftir Þrótt í Laugardal. Heldur var lítið um tilkomu í knattspyrnu liðanna í gærdag, en það mega Keflvíkingar eiga að þaö voru þeir, sem sýndu það sem gott var í leiknum og þeir voru greini- lega sterkari aðilinn og unnu rétt- Iátan sigur. Akurnesingar hafa held ur farið versnandi í sumar og eins og er eru þeir lakasta liðið f deild- inni og raunar enn í fallhættu. Keflvíkingar skoruðu strax eftir 5 mínútur. Karl Hermannsson komst inn að vítateigshomi og skaut þaðan, „negldi“ upp í mark- homið algjörlega óverjandi fyrir Einar Guðleifsson í markinu. Eftir þetta áttu Keflvíkingar gin 3 góð færi, en Akumesingar áttu líka sín ar sóknir, en hættunni var alltaf bægt frá, stundum á sfðustu stundu. Á 42. mín. skoraði Jón Ólafur v. útherji laglegt mark með skalla eftir lélegt úthlaup Einars mark- varðar, en úthlaupin og gripin eru greinilega sú hlið, sem hann þarf að þjálfa fyrir næsta sumar. Á 5. mínútu í seinni hálfleik skorar Matthías Hallgrímsson 2:1 og hleypir það miklu fjöri f leik- inn. Skoraði hann eftir mjög góða samvinnu við Björn Lárusson og var skot hans af vítateig laglegt. Karl Hermannsson skoraði 8 mín. sfðar 3:1 þegar hann komst einn innfyrir og loks skoraði hann á 38. mfn. og þá hljóp Eiriar aftur glannalega út og skoraði Karl f tómt markið. Keflvíkingar virðast mjög frísk- ir þessa dagana, liðið hefur sjaldan vcrið svo gott og það er ekki hægt annað en spá þvf velgengni gegn KR í Laugardal 11. septem- ber n. k. Islandsmeistaratitillinn er ekki langt undan og liðið virð- ist reiðubúið að berjast til þraut- ar. Karl Hermannsson var lang- bezti maðurinn í liði Keflavíkur f gær og hefur aldrei verið betri. Af Skagamönnum bar mest á Matthíasi og Ríkharði fyrst í leikn um, en þegar á ieikinn leið virtist Ríkharður ekki vera eins virkur, sennilega úthaldslítill. Dómari í gær var Grétar Norð- fjörð og dæmdi hann vel. -jbp. ekki orðinn nema 2 mín. gamall, þegar Reynir skorar markið, en á eftir fylgja harðar atlögur Akur- eyringa. Valsteinn skaut í þverslá og rétt á eftir skýtur Kári 1 stöng og virtist sem varnarmaður Vals notaði hendina innan vítateigs upp úr því, en ekki virtist dómarinn þó á þvf. Á 38. mín. jafna Akureyringar loks og fannst heimafólki í stúkunni tfmi til kominn eftir góð tækifæri og óheppni í skotum. Það var Kári sem fékk góða sendingu inn fyrir og sendi boltann af öryggi framhjá Sigurði Dagssyni f markinu, sem hljóp á móti og reyndi að loka markinu. Fyrri hálfleikurinn hafði að mestu verið eign Akureyringa. Fyrstu 30 mín. í seinni hálfleik voru aftur á móti jafnar og sóttu liðin á víxl og áttu bæði sín góðu tækifæri, sem ekki nýttust. Síð- ustu 15 mínúturnar aftur á móti lá mjög á Val en ekki tókst Akur eyringum að skora markið, sem hefði getað fært þá nær því að verða Islandsmeistarar í fyrsta skipti. Akureyringar voru sem sé sá aðilinn, sem var nær sigrj f þess- um leik, sem var að mörgu leyti vel leikinn. Var það álit flestra að 3 : 1 fyrir heimaliðið hefði verið sanngjamt. Kári Árnason var sem fyrr langbezti maður Akureyrar og jafnframt berti maður vallarins og mætti landsliðsnefnfc sannar- lega athuga hvort ekki er þar wn góðan kraft að ræða. Af Valsmönn um var Sigurður Dagsson aftur á móti langbeztur og bjargaði liðinu oft vel. Virðist þar einnig vera um mann í landsliðsstööu að ræða. Framh. á bls. 6

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.