Vísir


Vísir - 29.08.1966, Qupperneq 11

Vísir - 29.08.1966, Qupperneq 11
 Daninn séður með augum utanaðkomandi. „íslendingar ein stór fjölskylda, sem alltaf rífst um smáatriðin en heldur saman um stórmálin — Bandaríski blaðamaðurinn Donald Connery leggur sinn dóm á Norðurlandaþjóðirnar i nýútkominni bók sinni jfjaö væri óréttlátt gagnvart A bandaríska blaðamanninum Donald Connery, að segja, aö eftir nýjustu bók hans að dæma sé hann eins og magaveikur gagnrýnandi. Bókin nefnist „The Scandinavians‘‘ eöa Norð- urlandabúamir" og kom út fyrir skömmu hjá brezka útgáfufyr- irtækinu Eyre & Spottiswoodes. Connery hrósar Noröurlandabú- um samfara því að honum eru gallar þeirra mætavel ljósir. Eða eins og Connery segir sjálf ur í nýju bókinni sinni: „ ... Þetta er ekki gagnrýnis laus mynd, sem dregin er upp af Norðurlöndunum. Ég þekki ágallana allt of vel til þess og ég myndi meira að segja hika við að ráðleggja þau sem fast- an samastað þvi fólki, sem hef- ur stillt taugakerfið á hinri óró- legri og skaphitameiri heim ut an þeirra. Ég virði hinar nor- rænu þjóðir, en ég held að mað- ur þjóni sannleikanum bezt með því að líta á þjóðfélög þeirra með heilbrigðri efasemd. Þau em ekki paradís, og verða það Noröurlandabúamir af öllum mætti eins og Danir segja þaö „að ná sem mestri hamingju fyr ir sem flesta“. Takmarkið er vérðugt. Mikið hefur verið reynt að ná því og því er haldiö áfram. Hvaða gagnrýni hefur svo Connery fram að færa gagn- vart Norðurlandaþjóðunum. Donald Connery: — Þaö er almennt vitað að Norömaöur- inn hefur hvorki til að bera fágaða framgöngu Svía eða al- þjóðleg viðhorf Danans. Hann felur feimnina með gorti eða þvi að fara á fyllirí... Svíar eru e. t. v. flóknasta þjóð í Evrópu. Þeir hafa náð gífurlega langt, en það virðist ekki vera að þeir geti notið til fullnustu þeirra miklu lífsgæða, ' sem þeir hafa riáð ... Sérhverjum Svía finnst hann vera eins og skordýr á títu- prjónshaus undir 'smásjá heims- ins. Fólk er upptekið af Svíun- um, ef ekki fyrir annað en það að þeir viröast sanna regluna um, að peningar færi ekki með Vasasjónvarp — fyrsta sinnar tegundar i heiminum Fyrsta sjónvarpið, sem hægt er að hafa í vasanum er núna á stórri sýningu á útvörpum og sjónvörpum, sem nýlega var opnuð í London. Skermurinn er um tvær tommur í þvermál og tækið er með 30 transistora, eftir því sem hinn 26 ára gamli uppfinningamaður sjónvarpsins segir. AugSýsing í Vísi eykur viðskiptin sér gæfu. Að tvö tungumál eru í Finn- landi, finnska og sænska, er aðeins eitt dæmi þess, að land- ið er meira sundrað og ekki eins samræmt þjóðfélag og hin Norðurlöndin. Furðulegustu hag tölumar um Norðurlöndin leiða í ljós að Finnar ekki aðeins fremja fleiri morð og mann- dráp en aðrir Noröurlandabú- ar heldur einnig fleiri morö á hvem Ibúa en nokkur önnur evrópsk þjóð... Allir sérfræð- ingar, sem ég hef spurt, segja að það sé samhengi, sem ekki sé hægt að neita á milli hinnar geysilegu vínneyzlu sumra Finna og tölu moröanna. íslendingar hafa búið svo lengi þétt saman við erfið lífs- skilyrði, að þeir em eins og ein stór fjölskylda, sem álltaf rifst um smáatriðin, en heldur sam- an um störmálin. Hinir persónu legu árekstrar em eins svip- aðir eldgosum eins og maður getur búizt við á eyju, þar sem em meira en 100 eldfjöll... Danir hafa tilhneigingu til leyti virkilega sjálfsánægöir.. Evelyn Waugh (brezkur rith.) sagði einu sinni um Dani að þeir væm sú þjóð Evrópu, sem verkuðu mest örvandi, en út- lendingur, sem er í Kaupmanna- höfn segir að „ef það sé örv- un, sem maður leiti aö, verði maður að fara eitthvað annað." Danir hafa tilhneigingu til þess að draga sængina upp fyr- ir höfuð. Daninn elskar það aö leika fíflið. Hann er hiröfífl Norðursins. Og það var skemmtilegt, þegar ég horfði á norræna spumingagetraun í sjónvarpinu, staddur í Kaup- mannahöfn að ég tók eftir þvi að Finninn var í broddi fylking- ar, Svíinn og Norðmaðurinn gerðu eins og þeir gátu og að Daninn sagði brandara. ÚTSALAN Rauðarárstíg 20 heldur áfram. - Fatnaður á börn og fullorðna. M. a. á börn: Skyrtur, gallabuxur, terylenebuxur, mjaðmabuxur, peysur, úlpur. Á fullorðna: Peysur, skyrtur, nærföt, sokkar, kven- mokkasíur og strigaskór karlmanna. Utsalan Rauðarárstíg 20 (horni Njálsgötu og Rauðarárstígs). Þvottahúsið LÍN auglýsir Viljum taka að okkur þvott á alls konar stærri þvotti, svo sem dúkum, handklæðum, þurrkum, sloppum o.fl. Erum í nýju húsnæði með mjög góðum vélum í Ár- múla 20. Sækjum og sendum þriðjudaga og föstudaga. Reynið viðskiptin og hringið í síma 34442. ÞVOTTAHÚSIÐ LÍN H.F. _______ Ármúla 20. ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplasti: Format innréttingar bjóða upp ó annað hundrað tegundir skópa og litoúr- val. Allir skópar með baki og borSplata sór- smiðuS. Eldhúsið fæst með hljóðeinangruð- um stólvaski og raftækjum af vönduðustu gerð. - Sendið eða komið með mól af eldhús- inu og við skipuleggjum cldhúsið samstundis og gerum yður fast vcrðtilboð. Ótrúlega hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra greiðsluskilmóla og __ _ lækkið byggingakostnaðinn. HÚS & SKIP.hf,- LAUGAVIGl II •IIMISIS1S Kári skrifar: Ffú Carol Sinclair sýnir á myndinni Iitla sjónvarpið, „Sinclair Microvision", sem maður hennar fann upp. Kurteisi — gleymd dyggö? „Maður gæti næstum haldiö, að kurteisi sé að verða gleymd dyggð þorra fólks, einkum unga fólksins, sem að því er virðist hefir skort leiöbeiningar í upp- eldi sínu um almenna kurteisi. Á ég hér ekki við unglingaskríl, sem gengur æpandi um götur og hegðar sér yfirieitt illa, það væri kapituli fyrir sig, að taka slíkt til meöferðar, heidur ungt fólk við afgreiðslu í búðum t.d., skrif- stofum og jafnvel bönkum. Er það í rauninni engin furða, að í öllum þessum stofnunum finn- ist innan um ókurteist fólk, þar sem það kemur víst flest lítt þjálfað í umgengni í stofnanirn- ar. Þó veit ég, að margar stofn- anir leggja áherzlu á, að brýna kurteisi fyrir starfsfðlkinu, en það eitt dugar ekki, þess er á- reiöanlega mikil þörf, að því sé sinnt meira og betur, að þjálfa allt afgreiðslufóik til starfa. — Taka vil ég fram, að margt af- greiðslufólk er vel kurteist — en það veröur að gera þær kröfur að alit afgreiðslufólk fullnægi sömu kröfum og erlendis eru gerð ar til fólks sömu stétta. Önrnir hlið á málinu. Þaö eru tvær hliðar á hverju máli. Hinni má ekki heldur gleyma. Og hún er sú, að sá, sem ekki er kurteis sjáifur, hefir engan rétt til að krefjast kurteisi af öðrum. Og tekið hefi ég eftir að kurteist fólk mætir jafnan kurteisara viðmóti en ókurteisL og mættu þeir hafa það í hugc, sem vekja andúð með merkileg- heitum og rembingi. „R. K.“

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.