Vísir - 29.08.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 29.08.1966, Blaðsíða 3
V í S I R . Mánudagur 29. ágúst 1966. SVÍk . ynai: mynclir STJÖRNUBIO: ,8V2" — snilldarverk Fellinis í Stjörnubíó STJÖRNUBÍÓ hefuur margar góðar kvikmyndir á sýninga- skrá á næstunni og eru sumar af þeim líklegar til að vekja mikla athygli, t.d. hin kunna og taisvert umdeilda kvikmynd ítalska meistarans Federicos Fellinis, „8y2“. Þar leika þau aðalhiutverkin Marcello Mastro ianni og Claudia Cardinale, en Mastroianni er óumdeilanlega mikilhæfastur þeirra ítölsku kvikmyndaleikara, sem nú eru í blóma lífsins. Fagurkerar á kvikmyndir ásaka kvikmynda- húsin oft fyrir það, að þau sýni of sjaldan „úrvalsmyndir"- þeirra leikstjóra, sem snjallast- ir eru taldir, og nefna myndir Fellinis sem dæmi því til sönn- unar. Ég, sem þessar línur rita, er að vissu leyti viðriðinn þessa starfsgrein nógu mikið til þess að minnsta kosti, að ég veit að þessar ásakanir eru ekki með öllu sanngjamar. Þær er- lendar myndir, sem gagnrýnend ur telja bera af að listrænu gildi, hvað efnivið og meðferð hans snertir, koma hingað vel- flestar. Annað mál er svo það, að þær era hér oft seinna á ferðinni en í stórborgum megin- landanna, hvað stafar einungis af því, að kvikmyndahús hér geta ekki boðið leigusölunum það gjald, sem þeir krefjast á meðan þessar myndir eru eftir- sóttastar, bæði sökum fámenn- is hér og eins vegna hámarks- veröákvæða á aðgöngumiðum — eilendis er alltítt að aðgöngu miðaverðið er jafnhátt og á dýrustu leiksýningar, þegar um nýjar stórmyndir, eða við- urkenndar úrvalsmyndir er að ræða. Kvikmyndahúsaeigendur hér eru því nauðbeygðir til að bíða unz leigan lækkar. Þetta er að vísu leitt, og í rauninni dreg ur það úr áhuga þeirra er sækja hér kvikmyndahús, þv£ að enda þótt viðko: andi kvikmynd haldi öllu sínu verður smám saman hljóðara um hana, og áróðurinn hefur alltaf sitt að segja. Og enn er að geta þess, að kvikmyndahús hér hafa ekki aðstöðu til að rækja „menn- ingarhlutverk" sitt á sama hátt og t.d. leikhúsin. Sum kvik- myndahúsin eruu rekin með það fyrir augum og standa undir rekstri annarra stofnana, menn- ingarstofnana eða h'knarstofn- ana, og rækja því óbeinlínis merkilegri menningarhlutverk, en almenningur gerir sér ljóst, auk þess sem þau greiða hátt framlag tii leikstarfsemi — jafn vel þau, sem standa undir rekstri áðumefndra stofnana, svo og vitanlega alla skatta, sem önnur fyrirtæki. Það gefur þvl auga leið, að þau geta ekki miðað myndaval sitt nema að litlu leyti við smekk fárra vandlátra, þótt forráðamenn þeirra fegnir vildu — og það sýna þeir raunar oftar að þeir vilja, en margur mundi ætla. ^vM’Mv.v.v.v.ixí<.>:.^sw/.,A\v.v.vv.w.v.v..:.,>;.:.x<sw..A*AS%\v.,.v.1.vN1.vá’.v.4IVO' Mastroianni og Claudia Cardinale í mynd Fellinis „8y2“. Kardinálinn" og fleiri stórmyndir — Cantinflas sem íþróttagarpur! Það er staðreynd, hvað sem hver segir, að margar listrænar kvikmyndir fara fvrir ofan garð og neðan hjá öllum almenningi, og séu þær samt sem áður sýnd ar við góða aðsókn, er það yfirleitt fyrir það fyrst og fremst, að þær eru þá að ein- hverju leyti bendlaðar við dirfsku eða afbrigðileika I kyn- ferðismálum en ekki vegna snilldarinnar. Því er ekki til að dreifa um snilldarmyndir Fellinis, að m. k. ekki í sama skilningi og myndir Bergmans. En hvað um það — nú fá menn tækifæri til að skoða þessa við- urkenndu snilldarmynd hans í Stjömubíói, og vafalaust mun mörgum þykja hún forvitnileg. „Kardínálinn“. stórmynd Ottos Preminger, sem gerð er eftir samnefndri metsölubók Henry Moortons Robinson, er út kom árið 1950, verður sýnd í Stjömu bíói áður en langt um líður. Preminger hefur gert margar SUBE Y Bfl/4 , „Exódus“ og Tristesse". Þessi Cantiflas er líka f stangveiðifélag inu. frægar stórmyndir, svo sem „Carmen Jones „Bonjour kvikmynd er tekin í Bandaríkj- unum og Evrópu, með snjöll- ustu leikurum, Tom Tyron, Romy Sihneider, Carol Linley, Jill Harworth og John Huston, svo nokkrir séu nefndir. Kvik- mynd þessi, sem fjallar meðal annars lim átök kaþólsku kirkj- unnar við nazismanum, hefur fengið frábæra dóma erlendis, báðum megin hafsins. „Dr Strangelove" með hinn fræga gamanleikara Peter Sell- ers í aðalhlutverki, er að vlsu af allt öðrum flokki — en frá- bær kvikmvnd I sinni röð engu að síður, sem hlotið hefur mikla viðurkenningu gagnrýnenda. Enda þótt þetta sé fyrst og fremst sprenghlægileg gaman- mynd, er alvara á bak við; bit- urt háö á áberandi svipdrætti á ásjónu samtíðarinnar, sem hæfir beint I mark. Leikstjóri er Stanley Kubrick, og auk Sellers hefur George C. Scott þama stórt hlutverk, sem hann leikur af mikilli snilli. „Ást um víða veröld" heitir ítölsk stórmynd, sem Stjörnu- bíó sýnir á næstunni. Myndin er gerð undir leiðsögn þriggja kunnra ítalskra kvikmyndaleik- stjóra en Isa Bartalini veitir þeim og aðstoð. Hún er tekin I helztu stórborgum heims, og leikendumir það fólk, sem þeir beina að auga myndavélarinnar. Hún fjallar um ástir fólks af öllu þjóðerni — er að vissu leyti I stíl við „Konur um víða veröld“ og þær myndir. „Konan eltir karlmanninn þangað til hann nær henni“, hefði þessi kvikmynd líka getað heitið — og verið samnefni. „Sigurvegaramir" heitir mik- il mynd, sem Carl Foreman stjórnar, en hann hafði og leik- stjóm myndarinnar „Byssurnar I Navarone“ Vincent Edwards, Albert Finney og George Ham- ilton leika aðalhlutverkin, en kvenhlutverkin eru skipuð „sex fegurstu kvikmyndaleikkonum Evrópu“ — Melina Mercouri, Jeanne Moreau, Rosannia Schaffino, Romy Schneider, Elka Sommer og Senta Berger. Þrátt fyrir þessa fegurðardísa- sýningu er þarna á ferðinni raunsæ styrjaldarmynd, sem sýnir heimsku og grimmd stríðs ins á eftirminnilegan hátt og hefur hlotið mikla viðurkenn- ingu gagnrýnenda. „Majór Dundee" heitir mikil kvikmynd, sem gerist I suð- vesturfylkjum Bandaríkjanna á árum Þrælastríðsins. Charlton Heston og Richard Harris leika aðalhlutverkin, og að sjálfsögðu eru þarna háðar orrustur harð- ar. Þá er önnur mynd, íburðar- mikil og litrík, „Jason“, byggð á grísku hetjusögninni af þeim fræga garpi, sem leikinn er af Tedd Armstrong, en Nancy Kovock leikur Medu. Skip Jasonar, „Argo“ sem róið er I kvikmyndinni fimmtíu árum á borð, er sögð nákvæm eftirltk- ing griskra fornskipa, gerð I Anzio á ítaliu, og kvað hafa kostað 25.000 dollara — og verður heldur lítið úr fleyi Fáfnisbana austur á Dvrhólaósi I samanburði við það. Yfirleitt fer fólk I kvik- myndahús til að slaka á eftir erfiði dagsins og vill þá gjama sjá léttar gamanmyndir — og Stjömubló getur boðið slíkar hvíldarstundir I rikum mæli. „Góði nágranninn" með Jack Lemmon og Romy Schneider; hinn óviðjafnanlegi Cantinflas sem íþróttagarpur í spreng-, hlægilegri gamanmynd; „Undir youm-youmtrénu“, þar sem ílack Lemmon er enn á ferðinni; „Næturklúbburinn“ þar sem Danny Kay er heldur betur i essinu sínu — — og loks er hörkuspennandi mynd, „Fail Safe“, bvggð á samnefndri metsölubök sem segir frá því er styrjöld hefst með Banda- ríkjum og Rússum — fyrir tæknilegan misskilning. Þá eru taldar nokkrar af þeim kvikmyndum, sem Stjörnu bíó býður gestum sínum á næst- unni og þó margra ógetið, sök- um rúmleysis. L

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.