Vísir - 03.09.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 03.09.1966, Blaðsíða 8
8 yisiR Utgetandi: BlaðaQtgatan VISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorstemson Auglýsingar- Þingholtsstræti 1 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Siml 11660 (S Ifnar) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. ( lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vlsls — Edda h-f. Samstarf sveitarstjórna Lokið er ráðstefnu þeirri um sveitarstjórnarmál sem staðið hefur yfir í Reykjavík undanfarna daga. Er þetta þriðja ráðstefnan, sem Samband íslenzkra sveitarfélaga stendur fyrir. í fyrra voru haldnar ráð- stefnur um skipulagsmál og um fjármál sveitarfé- laga, en nú var haldin ráðstefna um gatnagerð og skólabyggingar. Fjöldi sveitarstjórnarmanna, odd- vita, sveitarstjóra, bæjarstjóra og bæjarverkfræðinga hefur sótt þessar ráðstefnur og haft mikið gagn af. Samband íslenzkra sveitarfélaga hefur unnið mjög þarft verk með undirbúningi þessara ráðstefna. Fengnir hafa verið sérfróðir fyrirlesarar á þeim svið- um, sem fjallað hefur verið um. Þá hafa verið skipu- lagðar sýningarferðir um Reykjavík. Þær hafa orðið utanbæjarmönnum mikill fróðleikur, því margvísleg tækni og hagræðing í ýmsum verkefnum sveitar- stjórna er tiltölulega langt komin í Reykjavík. Vegna fámennis og lítilla fjárráða eiga lítil sveitarfélög ekki kost á sérfræðingum eða tækjum í sama mæli og stóru sveitarfélögin. Litlu sveitarfélögin geta haft mikið gagn af reynslu hinna stóru, sem hafa þegar ráðizt á vandamálin og leyst þau. Sem dæmi má nefna, að Reykjavíkurborg hefur lýst sig reiðubúna til að hjálpa til við malbik- unarframkvæmdir í sveitarfélögum í nágrenninu. Borgin hefur komið sér upp mjög fullkomnum véla- kosti til malbikunar, og er þar um að ræða vélar, sem vinna verk sitt fljótt, ódýrt og vel. Litlu sveitarfélög- in hafa ekki efni á slíkri tækni og geta því hugsað gott til samstarfs við Reykjavík í malbikunarframkvæmd um. Selfosshreppur hefur þegar notfært sér þessa þjónustu Reykjavíkur. Malbikunartæki borgarinnar voru send þangað um tíma í sumar og sáu starfsmenn borgarinnar um framkvæmdimar á Selfossi. Má bú* ast við að fleiri sveitarfélög leiti til borgarinnar um malbikun á næstu sumrum til þess að draga úr kostn aði við óhjákvæmilegar malbikunarframkvæmdir. Samstarf sveitarfélaga hefur ýmsar fleiri hliðar. Þegar hafa margir hreppar sameinazt um byggingu heimavistarskóla og hafa þannig dreift hinum mikla byggingarkostnaði við þá á fleiri herðar en væri, ef hver hreppur væri að berjast við slíkar framkvæmd- ir út af fyrir sig. Slíkt samstarf er nú á 24 stöðum á landinu, og í sumum tilvikum standa heilar sýslur að einum heimavistarskóla. Þá er einnig rætt um að koma á stöðlun í skólabyggingum eða að sveitarstjórn ir sameinist um notkun sérlega hagkvæmra teikn- inga af skólahúsum. Kostnaður við skólabyggingar hvílir þungt á mörgum sveitarfélögum, ekki síður en gatnagerð. Yrði þeim til mikils léttis, ef lækka mætti byggingarkostnað skóla með aukinni hagræðingu. Með ráðstefnum sínum hefur Samband íslenzkra sveitarstjórna farið inn á markverða braut, sem þegar hefur sýnt gildi sitt. V1SIR. Laugardagur 3. september 1966 Betri horfur á, að brezkur verkalýður scetti sig við kaup bindinguna Það horfir öllu betur en áöur að það verði samþykkt — af mikilli tregðu þó — á landsfundi brezku vefkalýðsfélaganna, sem stendur fyrir dyrum, að sætta sig við kaupbindinguna, en á öðrum vettvangi horfir verr fyr ir Wilson og það er á Samveld- isráðstefnunni, sem einnig er framundan — og aðalmálið er þar Rhodesiumálið Þótt enn ríki vafi um nokkur verkalýðsfélög varöandi kaup- bindinguna má segja, að Wils- on hafi verið að vinna þar á, þar sem mörg verkalýðsfélög hafa fallizt á að sætta sig viö hana í bili — vegna áskorana Wilsons og leiðtoga þeirra í sam bandsstjóminni (TUC). Það er vitað að ýmis Afríku- riki munu krefjast þess af Wils on að hann knýi Smithstjómina í Rhodesiu til að fara frá, og þama er hann ef til vill I enn meiri vanda. Allar hans spár um efnahagsaðgerðimar hafa brugö izt og Edward Heath leiðtogi stjómarandstöðunnar segir hann hafa staðfest, að hann muni ekki leggja málið í hendur Sameinuðu þjóðanna, en Afríku þjóöir munu einmitt krefjast þess, að Sþ skuldbindi meðlimi sfna til virkra efnahagsaðgerða Wilson lofaði einnig að kveöja þingið til aukafundar ef til stefnu breytingar kæmi. — Aldrei hef ur verið meiri kvíði ríkjandi í London um framtíð Samveldis- ins. Ganga nú sum Afríkuríkj- anna úr þvf vegna Rhodesiu- málsins? Verður Wilson að horf ast í augu við það. Og yrðu þau þá sum auðveldari bráð komm- únista? Edward Heath — leiðtogi stjómarandstööunnar. Wllson fullvissaði Heath um, afi samkomulagsumleitununum um Rhodesiu hefði ekki verið slitið að fullu, en brezku samninga- mennimir, sem voru f Rhodesiu Duncan Watson og Oliver Wright voru fyrir skömmu kvaddir heim frá Salisbury, og ekkert sagt um hvort framhald yrði á viðræöum. Skopteiknari Daily Express í London birti þessa mynd um baráttu Wilsons til þess að fá verkamenn til að sætta sig við kaupbindinguna, — Wilson (Mao tse Wilson) heldur á „Peoples Express" (sbr. „Dagblað kínverskrar alþýðu“) þar sem stendur: Ungir kínverskir rauðir varðliöar uppræta endurskoð unarstefnuna, — en Bláa varðliðið hans Wilsons eða verkalýðsforsprakkar, sem styðja hann fylkja Ilði fyrir framan hann, og Mao tse Wilson ávarpar þá: „Bláu verðir, það er skylda ykkar að uppræta socialismann f hinni helgu verkalýðshreyfingu okkar." Á kröfuspjöld bláu varöanna er ritað: „Þið hafið gott af atvinnuleysinu. Daglegur atvlhnuleys isstyrkur og þið þurfið aldrei á lækni að halda. Brennum bækur verkalýðsfélaganna og krúnurökum trega verkalýðsforsprakka.“ — Ekki þarf að lýsa „vinfengi" Daily Express í garð Wilsons fyrr og síöar. ÍOOO sterlingspund fyrir upplýsingar um „þriðja manninn“ Scotland Yard hét i gær 1000 stpd. þóknun hverjum þeim, sem lætur £ té upplýsingar, sem leiða til handtöku Harry Roberts, þriðja mannsins, sem grunaður er um lögreglumanna- morðin í London, og enn leikur lausum hala, þrátt fyrir mestu leit sem gerð hefir verið að glæpamanni i London á síðari timum. Baráttunni gegn brezkum bóf um er annars haldið áfram af fullum krafti. Nýlega tókst að hafa hendur 1 hári eins hinna stóru bófa- flokka í London og voru 17 menn leidcnr fyr.V rétt, sakaðir um þjófnað, margs ^onar „svindlbrask“, fjárkúganir og líkamsárásir og pvndingar. Höfuðpaurinn Charles W. Richardson kallaði sig „for- stjóra“ og kona hans Jane, 29 ára, er meðal ákærðra. Sjálfur er Charles 32ja ára. Bróðir hans, þrítugur að aldri, er með- al ákærðra. Sérstakur flokkur Scotland Yard vann í ellefu ár að því að rannsaka málið með leynd og afla gagna sem dygðu til að fá sakbominga dæmda. Náinn samstarfsmaður Rich- ardson var maður að nafni Comell, sem í marz síðastliðn- um var skotinn til bana á bjór- stofu í Suður-London. — Enn einn úr bófaflokknum, Brad- bury, sem kominn var til Jo- hannesarborgar í Suður-Afríku og var dæmdur þar til lífláts fyrir morð, lét fyrir nokkru í té mikilvægar upþlýsingar, sem komið var áleiðis til Scotland Yard £ London og leiddu þær til handtöku „Richardson & Co“. Flokksblaðið Pravda 1 í.íoskvu skýrir frá því í gær að Sovétstjórnin heföi hafnað þeirri skoðun, sem Johnson forseti lét í Ijós í ræðu í Idaho að Vietnai í styrjöldin þyrfti ekki að hindra að Sovétríkin og Bandaríkin leituðu nýrra leiöa til samstacfs Pravda sagöi, að þessi ummæl: gætu hafa orðið framlag til auk ins samstarfs ef þau hefðu ekki verið gegnsýrð venjulegui i fjandskap til Vietnam, Sovétríkj anna og kommúnismans. Orð forsetans í Idaho og staðreynd- imar stönguðust líka á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.