Vísir - 03.09.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 03.09.1966, Blaðsíða 2
V í S I R . Laugardagur 3. september 1966 SNÆFELUNGAR i úrsfít Þar munu taka þátt öU liðin úr Reykjavík (1. fl. félaganna), ásamt Snæfelli, liði úr Norðurlandsriðiin- um, og einu liði úr riðli, þar sem f:iögin ar Suðurlandi og frá ÍKF á Keflavíkurflugvelli leika til úr- slita. Má þar búast við harðri keþpni. / bikarkeppni K. K. í. Um síðustu helgi var mik- ið um að vera hjá körfu- knattleiksmönnum í Stykk ishólmi. Þar voru saman komin körfuknattleikslið frá ísafirði og Rvík, auk heimaliðsins. Á laugardag- inn var leikinn einn leikur í bikarkeppni Körfuknatt- leikssambandsins, sem nú stendur sem hæst. Var leik urinn milli liðsins frá Stykkishólmi, Snæfells og Körfuknattleiksfélags ísa- fjarðar, en þessi lið leika saman í riðli í keppninni. Lauk leiknum með örugg- um sigri Hólmara, sem skoruðu 75 stig gegn 41 st. ísfirðinga. Langbezti leikmaður vallarins var Sigurður Hjörleifsson, úr Snæ- felli, sem skoraði 26 stig og. tók fjölda frákasta. Þá var og Eggert góður í liði Snæfells og skoraði hann 22 stig. J liði Isfirðinga var Guðmundur Pálmason góður með 10 stig. Það verður því Snæfell úr Stykk- ishólmi, sem fer í úrslitariðilinn í keppninni, en keppni £ þeim riðli hefst f Reýkjavík um miðjan sept- ember. Á laugardaginn léku einnig 1 kvennaflokki |ið frá KR í Reykja- vík og lið frá Stykkishólmi og lauk þeim leik með sigri KR 40—37. Á sunnudaginn léku í kvenna- flokki lið frá KR og ísafirði og lauk þeim leik með sigri ísfirðinga, 29:23. Þá fór einrtig fram hrað- keppni, þar sem tóku þátt liðin frá St'ykkishólmi, ísafirði og KR í Reykjavík. Leikimir fóru þannig: Snæfell—Isafjörður b-lið 60—32. KR—ísafjörður a-lið 37—26. KR—Snæfell 35—40. Það voru því heimamenn sem báru sigur úr býtum í þessum leik og þar að aukiíhraðkeppninni. Var þessi helgi því mikil sigurhelgi hjá sn-efellskum körfuknattleiks- mönnum. Aðsókn að þessum leikj- um var mjög góð, troðfullt hús út úr dyrum, enda er körfuknattleikur mjög vinsæll á Snæfellsnesi. Leikir í bikarkeppni KKÍ, úr- slitariðlinum munu hefjast í Revkjavík um miðjan september. Knattspyrna og golf eru efst á baugi um helgina. Þannig verður leikinn 1. deildarleikur, sem kann að hafa mikil áhrif og gert verður út um 2. deild á morgun. Þá er rétt að minnast á afrekskeppni Flugfé- lags Islands á golfvelli Golfklúbbs Ness. Vinnur Akureyri á Skipaskaga? Þau tíðindi gerðust í leik Akur- evrar og Akraness nyrðra fyrir nokkru að Akureyringar unnu Skagamenn í fyrsta sinn. Undan- farin á: hefur Akranes unnið á heimavelli sínum í leikjum gegn Akureyri. I fyrra 2:0 og 1963 3:1. Á Akureyri varð hins vegar jafn- tefli í fyrra 2:2. Akurnesingar hafa verið heldur slakir að undanfömu og nú er spurningin: Tekst Akureyringum að sækja bæði stigin til Akraness á morgun? Takist það eiga norðan- menn enn möguleika á að verða íslandsmeistarar. Hvað gerir Breiðablik gegn Fram á morgun? Breiðablik Iendir nú öðru sinni í úrslitum £ 2. deild. Árið 1963 lentu þeif i úrslitum gegn Þrótti á Njarðvíkurvelli og vann Þróttur þá með 9:0. Fram komst £ gegn til úrslitaleiksins við illan leik og á morgun kl. 16 mun baráttan hefjast milli þessara aðila. Breiða- bliksmenn eru harðskeyttir knatt- spyrnumenn og til alls vfsir, en Framarar hafa leikna leikmenn, góða vörn og hættulega einstakl- inga í framlfnu. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. Golfkeppni á Seltjarnarnesi. Allir beztu golfmenn landsins munu keppa i afrekskeppni F.l. sem haldin verður á golfvelli Golf- klúbbs Ness í dag. Flugfélagið hefur til þessa náð í keppendur Framh á bls 6 Norðurlönd eiga sterkara unglingalið í skák — of mikil hræðsla við Rússana, segir Guðmundur Sigurjónss eftir unglingakeppnina i Stokkhólmi Þaö var fremur lélegt lið, sem Norðurlöndin sendu til keppni gegn Rússum í Stokkhólmi. Ég held að þetta hafi ekki verið sterkustu skákmennimir i unglingaflokki á Noröurlöndum. Danir tóku til dæmis ekki þátt i keppninni, en þeir eiga kannski sterkustu skák- mennina í þessum aldursflokki á Norðurlöndum. Tjað er væntanlegur ólympiu- fari íslands £ skák, Guð- mundur Sigurjónsson, sem við- hafði þessi orð, þegar Vfsir heimsótti hann nýkominn heim frá Stokkhólmi, en þar keppti hann ásamt þremur öðrum fs- lenzkum skákmönnum af.yngri kynslóðinni £ unglingaskák- keppni milli Norðurlandanna og Sovétríkjanna. Norðurlöndin töpuðu þessari keppni, sem kunnugt er og lutu mjðg í lægra haldi fyrir Rúss- unum. sem hlutu 23 vinninga gegn 7 vinningum Norðurlanda. íslendingamir þóttu standa sig öllu betur frændum sfnum frá hinum Norðurlöndunum. Einkum vakti frammistaða Guðmundar sérstaka athygli, en hann tefldi £ eldlfnunni, ef svo má segja, á fyrsta borði, og vann aðra skák sína, en gerði jafntefli f hinni. — Mótið stóð aðeins tvo daga, segir Guðmundur, 27. og 28. ágúst. Það ríkti allt of mikil fcræðsla meðal okkar manna fyrri dag keppninnar, en þá fengu Rússar 13 vinninga og Norðurlöndin aðeins tvo. Þetta varð örlítið jafnara síðari dag- inn, þá höfðu Norðurlöndin 5 vinninga gegn 10. íslendingamir fóru einna bezt út úr sfnum skákum, af Norður- landakeppendunum, við fengum 3 vinninga af 8 mögulegum, Norðmenn fengu 2 af 6 en Finn- ar og Svíar fengu aðeins 1 vinn- ing hvort land af samtals 16 mögulegum. — Varstu tilfinnanlega var við skákáhuga f Svíþjóð, komu margir til þess að fylgjast með mótinu? — Nei, ekki varð ég nú var við mikinn skákáhuga. Það komu sárafáir áhorfendur, enda held ég að þetta hafi ekki verið auglýst neitt. Mótið var líka haldið í þannig húsakynnum, að skilyrði fyrir áhorfendur voru ekki verulega góð. Við tefldum f stóru húsi, sem Svenska Dagbladet hefur til sinna nota. — Heldurðu að það hafi verið einhverjar þekktar eða upp- rennandi stjörnur í rússneska liðinu? — Ég þekkti nú engan þeirra, og varð ekki var við neinn á- áberandi góðan. — Það var þarna einn ungur Rússi, sem vakti mikla athygli. Einkum af því að hann leit ekki út fyrir að vera nema svona 10—12 ára, en hann var nú vfst 15 ára, tefldi mjög skemmtilega, Karpov, minnir mig hann heiti. Boris Gulko heitir sá, sem ég tefldi við mínar skákir. Ég vann seinni skákina en sú fyrri varð jafntefli. — Ja, segir Guðmundur, þegar við biðjum hann. að lýsa örlítið skákunum, það er kann- ski ekki svo auðvelt. Ég náði betri stöðu f fyrri skákinni, átti vinningsleið, en fór svo út f vitleysu og endirinn varð jafn- tefli. — Ég byrjaði með spönskum leik í seinni skákinni og eftir eitthvað 20 leiki var Gulko kominn með erfiða stöðu, þrönga — og hpnn gaf í 41. leik. — Er þetta 'fyrsta keppnis- ferðin til útlanda? — Já, ég hef aldrei keppt úti áður. — Hvert heldurðu að hafi verið sterkasta skákmótið, sem þú hefur tekið þátt 1? . — Ætli það hafi ekki verið alþjóðaskákmótið héma f vetur. Þar kepptu þeir Vasjukov frá Rússlandi, O’Kelly, Belgíu, Wade, Englandi og fleiri erlend- ir kappar, auk þeirra fslenzku, ég fór mjög illa út úr þvf móti, segir Guðmundur og brosir brosi, sem segir: en það var nú kannski eðlilegt. — Og svo ertu að fara til Kúbu á Ólympíuskákmótið. Já, ég er 6. maður í sveit- inni, eða 2. varamaður. Það stendur yfir seinni hlutann af október og fram í nóvember. — Nú ert þú f Menntaskól- arium, Guðmundur, heldurðu aö þú fáir frí? — Ég vona það, þeir eru vanir að gefa frí f svona tilfell- um. Ég ætla ekkert að stunda vinnu fram að skóla, heldur lesa undir skólann til þess að hafa smá forskot til þess að hlaupa upp á, það er slæmt að missa úr, einkum svona síðasta veturinn undir stúdentsprófið. — Það þarf auðvitað ekki að spyrja að þvf hvort þú hafir æft af kappi. — Ég hef æft með ólympíu- sveitinni nú upp á síðkastið, en svo stundaði ég einnig æfingar með stúdentasveitinni í sumar, þeirri sem keppti á stúdenta- mótinu í Svíþjóð fyrir stuttu. Ég vona að þetta verði ánægju- leg för. Við óskum Guðmundi góðrar ferðar á hans fyrsta olympíu- mót. — Og hér kemur svo f lokin skákin, sem hann vann gegn Rússanum Boris Gulko. — (Guðmundur hafði hvítt): 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 h6 10. d4 He8 11. Rb-d2 Bf8 12. Bc2 Bb7 13. a3 Rb8 14. b4 Rb-d7 15. Bb2 Rb6 16. He3 Dd7 17. De2 Ha-d8 18. Ha-el Dc8 19. c4 bxc4 20. dxe5 Rf-d7 21. R X c4 R x c4 22. Dxc4 Rxe5 23. Rxe5 dxe5 24. Bb3 Hd7 25. Hf3 Hc-c7 26. Hf5 De8 27. Ba4 c6 28. He3 Hc7 29. Dc3 Hc-c8 30. He-f3 g6 31. H X e5 H X e5 32. Bb3 Bg7 33. Bxf7f Dxf7 34. Hxf7 Kxf7 3. Í7 Hc-e8 36. fxe5 He6 37. Dc5 Bf8 38. Db6 He7 39. Dd8 Bg7 40. e6f Kxe6 41. Dg8f og svartur gafst upp. Guðmundur Sigurjónsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.