Vísir - 03.09.1966, Blaðsíða 6
VÍSIR. Laugardagur 3. september 1966
íþróttir —
Frh. af 2. bls.:
um allt lartd, en rétt til þátttöku
hafa þeir menn einir, sem hafa
leikið tiltekna velli á landinu
„undir par“. Keppnin hefst kl. 14
í dag og má búast við afar
skemmtilegri keppni.
3. deild að ljúka.
Á Sauðárkróki fer fram mikill
leikur á morgun. Þar leika Skag-
firðingar gegn Selfvssíngum, en
þeir síðamefndu verða að sigra
íil að færast f 2. deild. Þá fer fram
leikur í bikarkeppni KSÍ í dag kl.
15.30 milli ísfirðinga og KR-b. —
Þá fara fram í dag úrslit í 5. flokki
íslandsmótsins milli Fram og FH
(endurtekinn leikur) og hefst hann
kl. 14.30 á Melavelli.
Kennísreir —-
Framh. af 16. síðu.
Námskeið fyrir íslenzkukenn-
ara sem verður í Kennaraskóla
fslands. Þar verður einkum
fjallað um lestur bókmennta í
skólum, textaskýringar, bók-
menntasögu og skólaritgerðir.
Þá hefst sama dag líka í
Kennaraskóla íslands, námskeið
í starfsfræðslu og félagsfræði.
Þar verður sænsk kona aðal-
kennari frú Margareta Vestin,
skrifstofust'jóri. Auk hennar
flytja erindi og leiðbeina 16 fyr-
irlesarar og leiöbeinendur. Tal-
aöi blaðið í gær við Stefán Ól.
Jónsson námsstjóri, sem sagði:
„Þetta er þriðja námskeiðið í
starfsfræðslu, sem haldið er
hér, en sem kunnugt er, er eng
in menntastofnun hér á landi
sem sér um kennslu í starfs-
fræðslu. Mynda námskeiðin sam
hangandi heild og hafa þeir sem
tekið hafa þátt i námskeiðunum
öllum að loknu þessu námskeiði
sö 1 i &
i s
■
Hafsteinn Austmann hjá myndum sínum í Unuhúsi.
Myndlist Austmanns í Unuhúsi
Hafsteinn Austmann, listmálari,
opnar í dag málverkasýningu í
Unuhúsi hinu nýja, við Veghúsa-
stíg og er það fjórða sýningin,
sem þar er haldin, en 6. einkasýn-
ing Hafsteins. Þar birtir Hafsteinn
það yngsta af list sinni, 26 mynd-
ir frá síðustu tveimur árum, þar
á meðal eru nokkrar myndir í
cryla-litum.
Myndir Hafsteins hafa víða ver-
ið á sýningum undanfarin ár.
Hann sýndi á Biénale de Paris f
fyrrahaust og um þessar mundir
eru nokkrar mynda hans á far-
andsýningu norrænna myndlistar-
manna, sem hófst f Hannover fyr-
ir skömmu og fer vföa um Þýzka-
land.
Hafsteinn dvaldist um tíma við
myndlistamám f Þarís, að afloknu
námi hér, en hefur auk þess farið
víða um Evrópu og kynnt sér
myndlist, nú síðast 1965 og dvald
ist þá lengst í Rómaborg, en þar
munu nokkrar myndimar á sýn-
ingunni eiga rætur.
Hafsteinn hefur getið sér gott
orð fyrir myndlist sfna. Á þessari
sýningu hans er að sjá einkar fág-
aða og sannfærandi samstillingu
litanna og vönduð vinnubrögð.
Sýningin er jafnframt sölusýn-
ing og hefur Listasafn ríkisins
þegar fest kaup á einu málverk-
anna. Hún veröur opin á verzlunar
tíma, alla virka daga næstu þrjár
vikur, en til klukkan 22 á laugar-
dögum og sunnudögum. — Að-
gangur er ókeypis, utan hvað
gestum um helgar veröur selt mynd
skreytt rit, hvar Þorsteinn skáld
frá Hamri rekur feril listamanns-
120 kennslustundir í starfs-
fræðslu og hefðu þá nokkra und
irstöðumenntun til starfsfræðslu
kennslu í skólum gagnfræða-
stigsins."
Á starfsfræöslunámskeiöinu
verður fjallað um atvinnuvegi
landsmanna, atvinnusögu og þró
un verkmenningar og menntun-
arleiðir. /Á námskeiðinu veröur
kynnt ný kennslubók STARFS-
FRÆÐI eftir Kristin Björnsson
sálfræðing og Stefán ÓI. Jóns-
son námsstjóra. Kom bókin út
hjá Ríkisútgáfu námsbóka'f gær
og verður kennd á gagnfræðastig
inu í vetur. í bókinni eru m.a.
Nicole og Clément
Yfirleitt vinsælar myndir
í kvikmyndahúsunum
Það eru yfirleitt vinsælar mynd
ir í kvikmyndahúsunum um þessar
mundir eftir aðsókninni að dæma
og þvf hve lengi sumar myndir eru
sýndar. Það er aðeins nýhætt að
sýna Iietjurnar frá Þelamörk í Há-
skólabíói og hefur nú verið tekin
til sýningar kvikmyndin „Synir
Kötu EIder,“ en hana hef ég ekki
séð. Myndin er sögð spennandi og
er með fsl. texta. Gamla Bíó sýnir
enn Hayey MUls-myndina og Hafn
arbíó gamanmyndina sem Maurice
Chevalier leikur f. Ég spáði þeim
báðum vinsældum er hefur rætzt
Laugarásbíó hefur sýnt Spartacus
um hríð, mikilfenglega mynd, og
Stjömubíó sýnir Ástir um víða ver-
öld. — Þótt f þessari kvikmynd séu
næturlífsatriði sem eru fremur til
lýta en hitt eru önnur atriöi sér-
lega skemmtileg og vel tekin, enda
er myndin gerð af Dino de Laurent
is. Austurbæjarbíó sýnir Fantomas
kvikmynd, sem er f ætt við James
Bond myndimar, ef svo mætti
segja. Það er verið að amast viö
myndum af þessu tagi, en þær eru
vinsælar og góð dægrastytting og
tilbreyting að þeim og eru þær á
engan hátt hættulegar, en það er
öðrú máli að gegna um klámmynd
ir, vegna áhrifa þeirra á unglinga
sérstaklega, en annars fá menn yfir
leitt leiöa á slíkum myndum Kvik
myndin „Mjúk er meyjarhús“, sem
sýnd er í Nýja Bíó flokkast alls
ekki þar undir. Þetta er í rauninni
efnismikil mynd og sérlega vel leik
in, nokkuð langdregin en um margt
athyglisverð. Myndin er frönsk en
Frökkum er ólíkt sýnna en öðrum
að gera ástalífsmyndir af smekkvísi
Aðalleikarar eru 'Nicole, Clément
og Francoise Dorleac.
upplýsingar um menntabrautir
atvinnulífið og fjallað er um val
lífsstarfs.
Þriðja námskeiðið, sem hefst
á mánudag er fyrir stæröfræði-
og eðlisfræðikennara. Verður
það haldið í Menntaskólanum
við Lækjargötu. Nýja stæröfræð
in veröur kynnt þar og leiðbeint
með eðlisfræöikennslu sér í lagi
notkun kennslutækja í eðlis-
fræöi.
BóBdudolur —
Framhald af bls. 16
fleiri framkvæmdum. í haust
mun hefjast kennsla í hinum
nýja barnaskóla kauptúnsins og
verður það mikil bót, því kennt
hefur verið í allsendis ófullnægj
andi húsnæði til þessa. Þá er
verið að leggja nýjan akveg yfir
fjallið Hálfdán, sem er milli
Tálknafjarðar og' Arnarfjaröar
og væntanlega lýkur því verki
innan tíðar. Er að þessum nýja
vegi mikil samgöngubót. Smokk
fiskveiði frá Bíldudal hefur ver-
ið með afbrigöum góð. Aðfara-
nótt föstudags var veiðin með
bezta móti og fengust um 600
kg. á hvert færi yfir nóttina.
Hraöfrystihúsið á staðnum kaup
ir kg. á 3-5 krónur, þannig að»
2-3000 kr. hafa komið I hlut|
hvers manns eftir nóttina.
Fisksölumálin — í
Framh. af bls. 1.
ummæli mín með það I huga.
— Ég er kominn hingað í um
boöi sambandsstjómar Þýzka-
lands, hélt ráðherrann áfram,
— og heimsókn mfn er ekki að-
eins kurteisisheimsókn, heldur
hefur alvarlegri málefni borið á
góma í viöræðum mínum við
íslenzka ráðamenn. Hafa við-
ræður mínar við þá aöallega
fjallað um tvennt: Fiskimál og
flugmál. 1 sambandi við fiski-
• málin vil ég segja, að þýzka
stjómin mun ekki gera sig á-
nægða með þær uppástungur,
sem hafa komið á daginn í sam
bandi við fiskveiðipólitík innan
Efnahagsbandalagsins. Viljum
viö ekki, að stefnumið Efna-
hagsbandalagsins hafi nein á-
hrif á samskipti Þýzkalands og
íslands. Okkur finnst aldrei
vera flutt inn nóg af sjávarafurð
um til Þýzkalands frá íslandi.
Eins og stendur hefur kvótinn
ekki einu sinni verið fylltur.
í samræðum mínum við Ing-
ólf Jónsson landbúnaðar- og
samgöngumálaráðherra. komum
við mikiö inn á mögulejka á lend
ingarleyfi Flugfélags Islands í
Frankfurt am Main. Er ég sann
færður um, að það mál geti
leystst innan skamms. Eftir aö
ég varö þýzkur ráðherra og fór
að kynna mér sögu þjóðanna
tveggja og samvinnu undanfarin
20 ár, komst ég að raun um
þvílíkan drengskap Island sýndi
Þýzkalandi í erfiðleikum lands-
ins eftir stríð og hvernig Is-
land studdi Þýzkal. með ráðum
og dáð. Ekkert land studdi
Þýzkaland eins mikið miöað
við fólksfjölda og ísland.
Þess vegna finnst mér, aö í sam-
skiptum þjóðanna tveggja eigi
ekki ávallt að ríkja hreint við
skiptasjónarmið heldur dreng-
lyndi. Mun ég m.a. þéss vegna
leggja fast að flugmálayfirvöld
um, að lendingarleyfi fáist í
Frankfurt.
Einnig tel ég, að i sambandi
við fisksölumál í Efnahagsbanda
lagi Evrópu muni Þjóðverjar
halda á málunum, eins og ís-
lendingar vildu gera það. —
Við Þjóöverjar teljum þó, að
tollar geti aldrei verið nógu lágir
og tel ég, að íslendingar gætu
mikið þar af lært, þó ég ætli
mér ekki þá dul, að kenna ís-
lendingum viðskipti. I þeim eru
þeir ekki eftirbátar neinna. —
Það væri frekar að ég vildi
senda 500 þýzka námsmenn til
íslands til að læra viðskipta-
fræði. Þeir gætu komið í stað-
inn fyrir íslenzku námsmennina
f Þýzkalandi.
1 sambandi við landbúnaðar-
málin sagöi ráðherrann, að hann
hefði rætt þau nokkuð við Ing
ólf Jónsson en það hefði frekar
verið einstefnuakstur í þeim
viðræöum. — íslenzki ráðherr-
ann gat kennt mér meira, en ég
honum og myn ég styðja ráð-
herrann í næstu kosningum.
Þegar ég hafði rætt við landbún
aðarmálaráðherrann um stund
kom upp úr kafinu, að hann
var einnig samgöngumálaráð-
herra, en á samgöngumálum hef
ég ekkert vit. Má nærri geta
hvemig þær viðræður fóru fyrir
Sambandslýðveldiö Þýzkaland
I viðræöum mínum við við-
skiptamálaráöherra, dr. Gylfa
Þ. Gíslason fór ég einnig mjög
halloka. Hann hefur verað við-
skiptamálaráðherra í 10 ár, en
ég aöeins í 9 mánuöi. — Þetta
verður dýr ferð fyrir Þýzkaland
og er ég hræddur um, að ég
fari ekki fleiri í bráö!
Ráöherrann gat þess, að hann
hefði borðáð íslenzkt lamba-
kjöt, sem væri það bezta, er
hann hefði fengiö. Lýsti hann yf
ir undrun sinni, að lambakjötið
skyldi ekki vera oröin mikil-
væg útflutningsvara hér á landi
Myndi hann sjálfur beita sér
fyrir því að kynna lambakjötið
á næstu „Allsherjarviku þýzks
landbúnaðar," sem haldin er í
Berlín ár hvert.
200 metrar —
Framh. af bls. 1.
vantar töluvert á, að aukningin
sé nægileg.
Samtals höfðu 9667 synt 200
metrana í Reykjavík kl. 5 e.h. í
gær. Vonazt er eftir að þátttak
an aukist síðustu daga keppninn
ar, sérstaklega vegna þess, að
síðustu daga hafa börnin verið
að koma úr sveitinni, en mörg
þeirra eiga eftir að synda
200 metrana. Hinir 9667 þátt-
takendur skiptust þannig niður
á sundstaði borgarinnar: Sund-
höllin í Reykjavík: 3467, Sund-
laug Vesturbæjar: 3360 og
Sundlaugarnar við Sundlauga-
veg: 2840. Ekki er með öllu von
laust að með samstilltu á-
taki takist íslendingum að
vinna hinn veglega bikar Nor-
egskonungs sem sigurvegarinn
í keppninni hlýtur og er fólk
því eindregið hvatt til að taka
þátt í keppninni.
Lisfflugvél —
Framhald af bls. 16
tii listflugsæfinga, en slík
ar æfingar væru flugmönnum mjög
gagnlegar.
Flugmálastjóri sagði að nú væri
bygging flugmála á'lslandi orðin
nokkuð heilleg, en listflugæfingar
hefði vantað til þessa I keðjuna
Taldi hann enga goðgá að ætla að
íslenzkir flugmenn yrðu keppnis-
færir á alþjóðamælikvarða í list-
flugi þegar fram liðu stundir.
x ’ Fyrsta listflugkeppni Islendinga
verður svo á Sandskeiði 10. sept.
n.k. og þar mun Hulka einnig sýna
en Svifflugfélagið heldur þá jafn-
framt flugsýningu og flíkar þar
nýrri tékkneskri svifflugu af Blan
ik gerð.
Sílslin —
Framhald af bls. 1.
smá, skal láta ferskfiskeftirlitið
vita og það rannsakar málið og
kærir, ef þörf krefur.
Sagði Sigurður, að til þess
hefði aldrei komið, en reglur um
þetta hefðu ekki komið fyrr en
í vor. — Það hefur sýnt sig, að
s.'Idin má vera æði smá til þess
að hún brjóti í bága við þessa
reglugerð, enda sagði Sigurður:
— Ég reikna með að endurskoða
þurfi reglurnar, en það er ekki i
verkahring Ferskfiskmatsins.
KS.fi
mmtmrn