Vísir - 07.09.1966, Síða 4

Vísir - 07.09.1966, Síða 4
4 VÍSIR. Miövikudagur 7. september 1966. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun íítlönd í morgun Ú1 :lönd í morgun útlöncl '•>' . 3 DR. VERWOERD FORSÆTISRÁÐ- HERRA SUDUR-A FRÍKU MYRTUR Ben Schoeman samgöngumálaráðherra líklegastur eftirmaður hans Sendill á Suður-Afríkuþingi, talinn vera af grískum ættum, réöst í gær á dr. Verwoerd á þingfundi, vopnaður rýtingi, og stakk hann mörgum rýtings- stungum í hnakka og brjóst, áöur en þingmenn og aörir í sainum fengu áttað sig á þeim harmleik, sem var að gerast. Dr. Verwoerd lézt í heim svif- um, er komið var með hann í sjúkrahús. NTB-fréttastofan birti um þetta ýtarlegar fréttir sámkvæmt tilkynn ingum Suður-Afríku-fréttastofunn- ar. Árásin á forsætisráðherrann var gerð, þegar bjöllu var hringt til merkis um, að menn ættu að ganga til sæta sinna, þar sem setja átti árdegisfund. Þegar forsætisráðherr ann hafði tekiö sér sæti gekk til hans maöur klæddur einkennisbún- ingi starfsmanna þingsins. Forsætisráðherrann horfði á manninn eins og hann byggist við að hann ætlaði að segja eitthvað við sig, en maðurinn rak þegar hnífinn í hnakka hans svo hart, ar blóðið lagaði úr sárinu og stakk hann svo hverri hnífsstungunni tf annarri. Þegar maðurinn hafði verið yfirbugaöur brugðu læknar, sem viðstaddir voru, við og reyndu í0gunartilraunir á dr. Verwoerd, ■>g var hann með lífi sem að ofan ’.reinir, er komið var með hann f vúkrahúsiö. Það var Ben Schoeman, sam- göngumálaráðherra, sem er einnig málsvari stjórnarinnar í neðri mál- stofunni, sem sagði þingheimi lát forsætisráðherra. Búizt er við, að Schoeman verði eftirmaður dr. Verwoerds Hendrik Frensch Verwoerd var kunnastur fyrir aö byggja upp ,,apartheid-kerfið“ eða „aðskilnað- ar-kerfið“ og í öðru lagi fyrir að koma því í höfn, að stjórnarskrá landsins var breytt þannig, að Suður-Afríka, sem hafði verið sjálf- stjómarland (dominion) innan vé- banda Brezka samveldisins. varð nú lýðveldi og gekk úr samveldinu. Hann var mjög umdeildur stjórn- málamaður í Suöur-Afríku sem í öðrum löndum. Hann fyrirleit gagn rýni annarra flokka og þoldi illa gagnrýni innan eigin flokks. Hann var víkingur til vinnu og naut þess I álits að vera gæddur miklu hug- rekki. Mjög lagði hann stund á að vitna í bibh'una til þess aö rétt- læta gerðir sínar í kynþáttamál- um. Hann var fæddur í Hollandi 1901, en foreldrar hans fluttu til | Suður-Afríku, er hann var árs gam- J all. Hann var settur til mennta og var orðinn háskólakennari 28 ára. Hann vakti á sér áthygfi 1936, er hann geröist leiötogi háskólakenn- 1 ara, sem mótmæltu þvf, að flótta- ; menn frá Þýzkalandi af Gyðinga- ættum fengju að setjast að í Suð-1 ur-Afríku. Svo hætti hann kennslu | og gerðist ritstjóri aðalmálgagns j þjóðernismanna, Die Transvaaler,' og gegndi því starfi í 11 ár. I Þátttöku í stjórnmálum hóf hann Örlagarík atkvæða- greiðsla í Blackpool eftir styrjöldina. Þegar Strijdom forsætisráðherra lézt 1958 varð hann forsætisráðherra. Misseri eft- ir að hann varð forsætisráðherra lagði hann fram hin svo kölluðu Bantustan-lög, sem áttu að tryggja blökkufólki takmarkaða sjálfstjórn á þess eigin kynflokkasvæðum. Á valdatíma Verwoerds einangr aðist Suður-Afríka æ meira alþjóð- lega og efnahagsaögerðir gegn Suö- ur-Afríku hafa verið stöðugt mikið ræddar. Samtímis treysti Suður- Afríka efnahagslegt samstarf við Portúgal, og eins og kunnugt er, þegar Rhodesia lýsti yfir sjálfstæði fyrir tæpu ári, fékk dr. Verwoerd og land hans „lykil-hlutverk í hend ur í mesta deilumáli Afríku á vor- um tíma“. Á yfirborðinu lét dr. Verwoerd Suður-Afríku vera hlut- lausa í þessu máli, en hann gerði enga tilraun til aö leyna að hann studdi þvíta þjóðarminnihlutann í Rhodesiu, Iain Smith og þá, sem honum fylgja, en viðurkenndi ekki stjórn hans opinberlega. Þannig reyndi hann að afstýra efnahags- legum refsiaögeröum gegn sínu eig in landi. (Úr æviágripi NTB). í framhaldsfréttum var sagt, að Ebeom Donges fjármálaráðherra hefði tekið við störfum hins látna forsætisráðherra um stundarsakir. Lögreglurannsókn. f Víðtæk lögreglurannsókn hófst þegar í gær út af morðinu. Ekkert hefir verið látið uppi hvað hvatti morðingjann til verknaðarins, en vitað er að hann hafði oft látið orð falla um það, að stjórnin gerði of mikið fyrir blökkufólkiö, en of lítið fyrir fátæka, hvíta menn, Maðurinn er af grísku og portú- gölsku foreldri og fæddur í Moz- ambique, sem er portúgalskt land í Austur-Afríku. Þjóðaleiðtogar hafa minnzt Verwoerds. Þjóðaleiðtogar ýmsir hafa minnzt dr. Verwoerds, þeirra á meðal Johnson Bandaríkjaforseti, U Thant frkvstj. Sameinuðu þjóð- anna, Harold Wilson forsætisráð- herra Bretlands og margir fleiri. Hjá öllum kemur fram, að þeir viðurkenna hæfileika og dugnað hins myrta, og allir fordæma morð- ið — taka fram, að það sé ekki f þjónustu réttíætisins, að myrða þjóðaleiðtoga, og geti haft hættu- legar afleiðingar. Hjá sumum kem- ur fram, að sú hætta sé fyrir hendi, þar sem stjómað sé með sama hætti og í Suður-Afríku að svona atburðir gerist, en þannig tók Lee forsætisráðherra Singa- pore til orða. Á hitt er svo minnzt, að frjálslyndir þjóðaleiðtogar hafa einnig oft fallið fyrir morð- ingja hendi. Dr. Verwoerd. Harold Wilson sendi samúðar- skeyti til Suður-Afríku, er fréttin hafði borizt til London, einmitt í það mund, er hann var að setja samveldisráðstefnuna. Atkvæðagreiðsla, sem kann að reynast örlagarík fer fram i dag á verkalýðsráðstefnunni í Black- nool. Frank Cousins fyrrverandi ráð- herra, sem gekk úr stjórn Wilsons vegna ágreiningsins um efnahags- stefnu hans, verður aðalræðu- naðurinn á Blackpool-ráðstefnunni dag, og aðalhvatamaður þess, að neitað verði um stuðning við hana, en brezka útvarpið í morgun virðist ætla, að Wilson sigri við atkvæða- greiðsluna í dag, en þó með naum- ari meirihluta en búizt var við um seinustu helgi. Mikið er undir því komið hver verður úrskurður yfirréttar um það, að fulltrúum sé lagalega skvlt að greiða atkvæði á þingum í sam- ræmi viö samþykktir félagsfunda, en það eru tvö félagasambönd sem hafa að baki sér milljón verka- manna, sem hafa beðið um úr- skurðinn. Tízkusýning í kvöld kl. 8,30 Moskwifch bifreiða- eigendur athugið Geri við Moskvitch-bifreiðir. — Fljót og góð afgreiðsla. — Uppl. í sím'a 14113. _ Ráðskona óskast til að annasi lítið heimili í Holtunum, virka daga kl. 8—14 cg annan hvern sunnudag. — Aðeins þrennt í heimili. Allar heimilisvélar. Áhugasamar sendi bréf í pósthólf 491, Reykjavík, fyrir fimmtudagskvöld merkt „Ráðskona" FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Höfum til sölu: 2ja nerb. íbúöir í Vesturbæ. Ibúðirnar eru nýstandsettar með sérinngangi. Verð 550 til 650 þús. 1 herb. og eklhús í Vesturbæ. Nýstandsett. Mjög góð íbúð. 2 herb. ibúð í Hvassaleiti. Ibúðin er innréttuð með harðvið- arveggjum og skápum, ný teppi og parkett á gólfum. Verð 650 þús. 3 herb. íbúðir f gamla bænum. íbúöirnar eru nýstandsettar, sérinngangur. Mjög góðar íbúðir. 2ja og 3ja herb. íbúöir tilbúnar undir tréverk og málningu í Vesturbænum. . Fasteígnamiðstöðin, Austurstræti 12 2. hæð Símar 20424, 14120. Kvöldsími 10974. 1866 Laugardalsvöllurina í kvöld kl. 7 1966 K.R. NÁNTES I Evrópukeppni meisturaiíða VERÐ aðgöngumiða: STÚKA 125.00 — STÆÐI 90.00 — FORSALA AÐGÖNGUMIÐA VIÐ ÚTVEGSBANKANN. BÖRN 25.00.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.