Vísir - 07.09.1966, Qupperneq 11
Brigitte við komuna til London.
Brigitte styttir sig
Brigitte Bardot brosti blítfc,
þegar hún kom á flugvöllinn í
London fyrir skömmu. Til Eng-
lands var hún komin til þess
að leika í nýrri kvikmynd.
Það sem vakti athygli jafnvel
umfram Brigittu sjálfa var, að
hún'var ein á ferð. Eiginmann-
inn hafði hún skilið eftir en
hvers vegna neitaði hún algjör-
lega að segja frá.
Hins vegar var hún viðmóts-
þýðari, þegar að ljósmyndatök
unum kom. Hún var í stuttpilsi
fimmtán cm. fyrir ofan hné, en
fannst það ekki nógu stutt, og
stytti það enn meir, þegar hún
steig fæti á enska grund.
Sendifulltrúar hennar hátignar
— ung stúlka og
ungur herramaður
Þegar Englendingar sáu fyrstu
myndimar frá ferðalagi Philip-
usar prins.'Karls erfðaprins og
önnu prinsessu til Jamaica ný-
lega uppgötvuðu þeir allt í einu
að litla prinsessan — sem varð
16 ára í ferðalaginu — var orð-
in ung stúlka. Og Karl prins, —
sem hafði hlotið auknefnið
„Plum Pudding" eða Plómubúð
ingur“ — var orðinn ungur
herramaöur eftir dvöiina í
Ástralíu. Philip prins lagði
mesta stund á póló I ferðalag-
inu og var ánægður með bömin
sín, sem stóðust með ágætum
prófraun sína í ferðalaginu, sem
verðugir sendifulltrúar hennar
hátignar.
Ennþá kýs hún gömlu síöbuxumar, en þegar hún er í kjól, er hún
falleg, sögðu Englendingar, þegar myndin birtist af Önnu þar sem
hún er á leiöinni inn f hóteliö sitt f Kingston.
Leki...
Haust er gengið í garö, eftir
heidur kalt en þó allsólríkt sum
ar hér sunnanlands, en öndveg-
is sumar nyrðra ... eitt af þess
um sumrum, sem Norölending-
ar telja sig eiga heimtin'gu á,
vegna þess að þeir séu Norö-
lendingar, en eins og vitað er,
byggja þeir hinar ýmsu sérrétt
indakröfur annað hvort á því,
eða þá hinu — að þeir séu ekki
Sunnlendingar... í sveitum
eru réttir skammt undan, í höf
uðstaðnum eru þær þegar hafn
ar, og fyrr en venjulega...
skólahjörðin dregin í dilka og
rekin að námsjötunni, og þar
eru nú ekki hrekjurnar gefnar
á garða! Annars kom dálítið
undarlegt á daginn hérna um
daginn í sambandi við hinar
miklu og nýtízkulegu — og ekki
sérlega ódýru skólabyggingar,
sem hér hafa risiö að undan-
fömu, og fullyrt er að vart
eigi sínar hliðstæöur í öðrum
hámenningarlöndum ... Þær
leka allar meira eða minna. Með
öðrum orðum, okkar hálærðu
margsigldu og marglofuðu arki
tektar eru ekki enn komnir þaö
langt f kunnáttu sinni að þeir
geti byggt regnheld hús, þó að
þeir hafi ótakmarkað fé handa
á milli til þeirra hluta...
kannski er það einmitt aö þessu
leyti, sem íslenzkar skólabygg-
ingar eiga sér óvíða hliðstæður
f öðrum menningarlöndum,
kannski stendur vatnið þar ekki
í pollum á gólfum og göngum
hvenær sem dropi kemur úr
lofti. Og enda þótt þessi leki
hafi einungis komizt í hámæli
í sambandi við nýjustu og „full
komnustu" skólabyggingar okk
ar, virðist nokkur ástæöa til að
ætla að víöar leki, þar sem arki
tektar vorir hafa verið að verki,
því að varla er erfiðara að gera
regnheld þök á skólahús en aðr
ar stórbyggingar ... það væri
annars ekki ófróðlegt, að hafizt
yrði handa um hlutlausa gagna
söfnun varðandj lekaþök á nýj-'
ustu milljónahöllunum héma í
höfuðstaönum meö tilliti til
þess að nefnd lekasérfróðra
manna yrði sett á laggimar, og
meðlimir hénnar síðan sendir á
kostnað hins opinbera um víöa
veröld til þess að kynna sér
hvar lekur og hvar lekur ekki..
og þá einkum hvers vegna aö
lekur ekki þar, sem ekki lekur.
En kannski eru það einungis
skólahús okkar sem leka, og
kannski er sá leki táknrænnar
merkingar fyrst og fremst, og
arkitekta okkar þar ekki um að
saka? Hvað um það, nú er kom
ið haust, og það má gera ráö
fyrir miklum rigningum og þar
af leiöandi miklum leka, einkum
í þeim milljónahöllum höfuö-
. staðarins sem hvergi eiga sér
neinar hliðstæður í hámenning
arlöndum...
Meðan pabbinn var í polo sá
Karl prins um allan aödáenda-
hópinn.
Kári skrifar:
Hógværð í vegamálum
J. J. sendir eftirfarandi pistii:
Viö látum gjama skammir
og vammir dynja á Vegamála
„sjeffum" þessa lands, þegar
við hristumst eftir malbomu
ruðningunum, sem viö köllum
akvegi. Þeir háu herrar eru
raunar ekki öfundsverðir af
þeirri hlið embættanna, sem að
almenningi snýr, og hljóta þeir
raunar aö hafa sæmileg laun
fyrir.
Til þess nú aö öðlast lýðhylli
að minnsta kosti svona stund og
stund, mætti ætla aö þeir sæju
svo um að þar til gerð tól vega
geröarinnar skæfu mestu malar
hryggina ofan í stærstu holum
ar á leiöum sem liggja á fjöl-
sótt mannamót, svo sem helgar
gaman í héruðum og landsmót
meiriháttar félaga, sem víða eru
haldin um land á sumrum. —
En svo virðast þeir gjörsamlega
lausir við alla löngun tll lýð-
hylli, að þeir láta þennan mögu
leika algjörlega lönd og leið,
vitandi þó, aö menn reiðast
miklu verr á tyllidögum (hátíð-
leg reiði) en svona hvundags
(hversdagsleg reiöi).
Stórhátiöir kirkjunnar raska
ekki heldur þessari hógværö.
Það sannaöist síðastliðinn
sunnulag, þegar biskupsvígslan
fór fram í Skálholti og hefði
þar þó gefizt gott tækifæri til
þess að öðlast þakklæti fjöld-
ans, því aö i Skálholt komu
læröir og leikir víða af landinu.
Léleg tfmaskynjun
Forstööumönnum íslenzkra
póstmála hefur oft verið núiö
því um nasir, að þeir heföu
ekki stórmerki sögunnar á tak-
teinum. Það er að segja: þeir
trössuðu aö gera merkum at-
burðum sögunnar frímerki á viö
eigandi tímum. Vegagerðini er
að því leyti ööru vísi varið að
aðgeröir hennar í virðingar-
skyni við meika atburði eru
bundnir nútlðin*ii og þvi sem
er að gerast í dag, en vesalings
Póst-“sjeffamir" verða að burð
ast með söguna f kollinum.
Það má vel vera að vegagerð
og umhirðu vega séu settar þær
skorður, að þetta skuli gerast í
dag, og hitt á morgun og Vega-
mála-„sjeffamir“ verði þess
vegna að vita fram f tfmann tfl
þess að samræma aðgerðir siu
ar atburðum timanna og það
er að vísu þrautin þvngri, enda
hefur lítt tekizt að ieysa hana.
J. J.