Vísir - 20.09.1966, Blaðsíða 5

Vísir - 20.09.1966, Blaðsíða 5
V1SIR. ÞriSjudagur 20. september 1086. 5 morgun útlönd í morgun útlönd f morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd !••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••«•••• • | guð væri svarfur ..............>r ■ Nýr stjómarleiötogi er tekinn við f Suöur-Afríku, Balthazae Vorster. Hann var dómsmálaráð herra og hefur því verið hans hlutverk að framfylgja kynþátta löggjöflnni sem í gildi er, og sjálfur er hann höfundur löggjaf arinnar sem heimilar kyrrsetn ingu manna, án þess að leiða þá - fyrir rétt. Hér er mynd af öðr- um Suður-Afríkuleiðtoga er heit ir Albert Luthuli og hefur feng- ið friöarverölaun Nobels. Á myndinni ræðast þeir við Robert Kennedy og Albert Luthuli. Sagt er að Kennedy hafi sagt við aðskilnaðarleiðtogana: Hugsið ykkur, — ef guð væri svartur .. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••< Lýsir lan Smith yfir lýðveldi í Rhodesiu? í gær nokkru fyrir komu brezku ráöherranna til Salisbury lýsti lan Smith forsætisráöherra yfir á þingi að hann myndi ekki lýsa yfir að Svo stöddu, að Rhodesia yröi lýð- veldi hann væri ekki meö nein áform í því efni, en ef Rhodesia yrði knúin tii þess að fara úr brezka samveldinu, yrði hann aö hugleiða málið aö nýju. Þegar brezku ráðherramir tveir komu til Salisbury í gærkvöldi hafði verið gripiö til hinna ströng ustu öryggisráðstafana og öflugur lögregluvörður fylgdi þeim til húss landstjórans Sir Humphrey Gibbs. Sir Humphrey bauð þá velkomna og bar fram þá ósk, að koma þeirra leiddi til samkomulags um lausn deilunnar. Ekki er enn vitað hvort beinar viðræður fara fram milli ráðherr- anna og Ians Smiths. Það sem að ofan segir um Ian Smith og Rhodesiu er samkvæmt fréttum brezka útvarpsins, en Ron- ald Legge fréttamaður SUNDAY TIMES símar frá Salisbury, að það sé nú „aðeins tímaspursmál hve- nær stjóm Ians Smiths lýsi yfir lýð veldi í landinu og yfirgefi samveld Rannsóknarkona og aðstoðarstúlka óskast í Rannsóknarstofu Borgarspítalans. — Umsóknir sendist í skrifstofu Sjúkrahús- nefndar Reykjavíkur, Heilsuverndarstöðinni, Barónsstíg 47, fyrir 25. september 1966. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Prentnám Verklegt forskólanám í prentiðnum hefst í Iðnskólanum í Reykjavík, að öllu forfalla- lausu hinn 26. september. Forskóli þessi er ætlaður fyrir nemendur, er hafa hugsað sér að hefja prentnám á næst- unni, og einnig þeim nemendum, sem eru komnir að í prentsmiðjum, en hafa ekki haf- ið skólanám. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu skólans eigi síðar en 23. september 1966. Umsóknar- eyðublöð og aðrar upplýsingar verða látnar í té á sama stað. Iðnskólinn í Reykjavík Félag íslenzkra prentsmiðjueigenda. Allsherjarpingið sett í dag - U Thant frkvstj. til áramóta Allsherjarþingið kemur saman til fundar í dag í 21. sinn. Fyrir þing- inu liggja umsóknir um aðild frá nokkrum nýjum rikjum og frá Ind- onesiu, sem nú óskar aö gerast að- ili á ný, en Sukamo forseti sagði hana úr samtökunum til að mót- mæla því, að Malajsia fékk sæti i Öryggisráði. Eins og yfirleitt hafði verið bú- izt við, lýsti U Thant nú yfir, að hann gæfi samtökunum kost á því að hann gegndi framkvæmdastjóra starfinu áfram til áramóta, að því tilskildu að tekið yrði fyrir þegar að reyna að finna eftirmann hans. En eins og fyrri daginn líta menn svo á, að U Thant hafi skilið eftir smugu til samkomulags um, að hann gegni stárfinu áfram, en það mundi þó því aðeins vera, að hann fengi aukna heimild til að láta til sín taka í þágu friðarins. ■S- ★ Óhagstæður greiðslujöfnuður Bretlands minnkaði um 36 millj. punda í ágúst samkvæmt bráða- birgðatölum, sem birtar voru i gær. Útflutningur og endurútflutningur nam í ágúst 457 milljónum punda eða 35 milljónum meira en í júní. Innflutningurinn minnkaðl um eina milljón punda í 527 millj. Óhag- stæður mismunur er alls 15 millj. punda úr 49 millj. í júlí. Framleiðslukostnaður Concorde- flugvélanna yfir 60 milljarðar kr. Fyrir skömmu var tilkynnt í London, að kostnaðurinn við undir búning að framleiöslu Concorde- flugvélanna — sem er sameiginlegt brezkt-franskt áform — mundi komast upp í 500 millj. stpd. eða yfir 60 milljaröa ísl. króna. Eins og kunnugt er áforma Bandaríkin einnig að smíða far- begaflugvélar sem færu með marg- földum hraða hljóðsins í ferðum yf- ir Norður-Atlantshaf og á öðrum leiðum, en Bretar og Frakkar eru á undan meö undirbúninginn og hugga sig líka við það, að áform Bandaríkjamanna um smíöi slíkr ar flugvélar muni verða enn kostn aðarsamara en að koma framleiðslu Concorde-flugvélanna á staö. Concorde-flugvélarnar eiga að geta flogið yfir Norður-Atlantshaf með 140 farþega á 3 klst. og fram kvæmd áformsins á að ljúka í tæka ! tíö tii þess að taka þær í notkun •071. Fyrsta reynsluferðin er ákveðin 28. febrúar 1968, kl. 9 að niorgni Þegar ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands náðu samkomulagi um framkvæmd áformsins 1962 var gert ráð fyrir. að kostnaðurinn mundi verða 140 millj. stpd. Síðan hefur margsinnis oröið aö endur- skoða allar kostnaðaráætlanir — og vitað, að hann var síhækkandi. En það hefur ekki verið viður- kennt fyrr af opinberri hálfu að hann muridi verða 500 millj. stpd. en tilkynning um þetta var birt að loknum fundi sem nýlega var haldinp í London, en hann sátu brezki flugmálaráöherrann Fred Murray og franski flugmálaráðherr ann Edgard Pisani. Frá kostnaðar- áætlunum var sagt allýtarlega í sam eiginlegri tilkynningu þeirra. Fyrirtækin, sem smíða flugvélina eru British Aircraft Corporation, Englandi og Sud Aviation Frakk- landi, og er samstarf mjög gott — að sögn — milli fyrirtækjanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.