Vísir - 29.09.1966, Síða 2

Vísir - 29.09.1966, Síða 2
2 VISIR . Fimmtudagur 29. september 1966. STRELTSOV AFTUR MEÐ Edouard Streltsov, sem fyrir nokkrum árum var mesta stjarna Sov- étmanna í knattspyrnu, er aftur kominn fram i dagsljósið á knattspymu- vellinum og átti í gærkvöldi að taka þátt í sínum fyrsta leik utan Sovét- ríkjanna síðan 1958, en það var i leik Inder og Torpedo frá Moskvu i Evrópubikarkeppninni. $s> Streltsov var eins og kunnugt er dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir nauðgun fyrir 8 árum, en síðar var dómurinn mildaður í 7 ára fangelsis- vist, en 1963 var honum loks sleppt eftir tæp 5 ár i fangelsinu. / Itmdslið eftir 4. flokkur B. — Fremri röð frá vinstri: Ragnar Ragnarsson, Helgi Björgvinsson, Ólafur Guðjónsson, Helgi Benediktsson. Aftari röð frá vinstri: Róbert Jónsson þjálfari, Gústaf Nielsson fyririiði, Þórður Hilmarss., Róbert Eyjólfss., Reynir Vignir, Sævar G uðjónss., Hörður Áraas., Stefán Sandholt þjálfari. VALUR VANN 5 MÓT í 4. FLOKKI í SUMAR Hinir ungu knattspymumenn Vals hafa sannarlega ekki legið á liði vsínu í sumar við að færa félagi sínu sigra. Þannig hafa strák- amfr 1 4. flokki A unnið alls sfna leiki f sumar og öll þrjú .mótin og skorað samtals 76 mörk gegn að- eins 11. í haustmótinu fékk flokk- urinn ekkert mark á sig, sem þykir mjög vel gert. B-liðið hefur líka náð góðum árangri. Það byrjaði með því að verða númer 2 á Reykjavíkurmót- inu, en vann miðsumarmótið pg haustmótið. Hér fylgja með myndir af sigur- vegurunúm úr Val, A og B-liðum, ásamt hinum fengsælu þjálfurum, sem færa nú félagi sínu 5 móts- sigra úr 4. flokki. 3 ára þjálfun! / Nýlega er lokiö firmakeppni Golfklúbbs Suðumesja. Alls tóku 72 firmu þátt í keppninni, sem var útsláttarkeppni með forgjöf. — Mörg óvænt úrslit uröu f þessari keppni, og lá margur kapp- inn flatur fyrir þeim, sem skemmra voru komnir í íþróttinni. Svo fór þó um sfðir, að Suðurnesjameistarinn, Þorbjöm Kjærbo, stóðst allar árásir þrátt fyrir mikinn mismun í forgjöf, og sigraði hann fyrir hönd Skóbúðarinnar Keflavík h.f. Þóri Sæmundsson, sem keppti fyrir Bmnabótafélag íslands, Keflavíkurumboö. Kepptu þeir 18 holur til úrslita og hafði Þorbjörn 6 holur yfir þeg- ar 5 voru eftir. Suðurnésjameistarinn Þorbjörn Kjærbo, hefir aðeins leikið golf i 3 sumur, en á þessum skamma tfma hefir hann náð undraverðum árangri. Hann sigraði á Suðumesja- mótinu með yfirburðum og svo nú í Firmakeppninni. Fyrr í sumar sigraði hann f Coca Colakeppn- inni í Reykjavík, varð annar í Meist arakeppni Flugfélags íslands á Nes- velli og í þriðja sæti á landsmótinu á Akureyri. Nú hefir Golfsamband íslands valið Þorbjörn í landslið sem kepp- ir á Eisenhowerkeppninni í Mexico dagana 27. til 30. okt. n. k. Dönsk blöb við sama heygarðshornib: 4. fiokkur A. — Talið frá vinstri: Vilhjálmur Kjartansson fyrirliöi, Þorsteinn Helgason, Árni Geirsson, Jón Geirsson, Tryggvi Tryggva- son, Ingi B. Albertsson, Hörður Hilmarsson, Þórir Jónsson, Jón Gfslason, Sigurður Jónsson, Bergur Benediktsson, Stefán Franklín. Minnast ekki á tapið fyr ir íslandi og Svíþjóð! Dönsk blöð hafa lengst af þótt heldur hlutdræg í lýs- ingum á íþróttaviðburðum og hafa íslendingar oft orð ið fyrir bárðinu á blaða- mönnum þessum. — Eftir landskeppni Dana, Svía og íslendinga um síðustu helgi kemur sama fyrir. 1 dönskum blöðum er alls staðar slegið upp heilsíöu greinum um nýja tugþrautarmethafann Jens Schmidt Jensen og afrek hans. Er ekkert út á það að setja. En hins vegar lítur einna helzt út fyrir að Dani þessi hafi veriö eini maður- inn í Olofström. Það er hægt að leita með logandi ljósi í dönsku pressunni að úrslitum landskeppn- innar, — sem var þó aðalatriöið, en ekki er neins staðar getið um aöra keppendur. Valbirni skýtur þó upp í 1500 metra hlaupinu, en þá aðeins sem gjörsamlega útkeyrðs íþróttamanns, sem Daninn sigrar auðveidlega. Það rétta var hins vegar að Danir höfnuöu í síðasta sæti eftir mjög snennandi keppni allra þriggja landanna. Var það mál manna í Svíþjóð að betri tugþrautarkeppni hefði ekki farið fram þar. Þrír Svíanna bættu árangur sinn og sá fjórði náöi sfnum næst- bezta árangri. Sama var um Is- lendingana að segja. Kjartan náði sínum næstbezta árangri, en Ólafur sínum langbezta. Er ekki vafi á að næsta sumar verðuf barátta um meistaratitilinn í tugþraut milli þessara þriggja manna. Ekki er úti lokað að á verðlaunapallinum verði þrír menn með yfir 7000 stig, — sem ekki allar þjóðir geta státað af. Keppni þessara þriggja ætti að laða aö sér hundruð ef ekki þús- undir manna til að horfa á frjálsar íþróttir á íslandi. Staða aðstoðar- borgarlæknis er laus til umsóknar. Launakjör samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur við Reyk j avíkurborg. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 1. nóvember n.k. til undirritaðs, sem veitir nánari upplýsingar. Reykjavík, 28. sept. 1966 BORGARLÆKNIR

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.