Vísir - 29.09.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 29.09.1966, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Fimmtudagur 29. september 1C36. VISIR Utgefandi: BlaöaOtgáfan VISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AðstoOarritstjórt: AxeJ Thorsteinson Auglýsingar Þingholtsstræti 1 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugaveg: 178. Slmi 11660 (S Unur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. 1 ( ( lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hi. Skólamál í sviösljósi Töluverð hreyfing og þróun hefur undanfarið verið í skólamálum landsins. Sett hafa verið lög, sem miða að nýskipan í iðnfræðslu og fræðslu vélstjóra og stýrimanna, og Tækniskóli íslands hefur verið stofn- aður. Þá hefur einnig verið skipuð nefnd til að vinna að heildarendurskoðun íslenzka skólakerfisins og starfa sérfræðingar að rannsóknum á vegum þessar ar nefndar. Nú síðast var skipuð sérstök nefnd til að gera áætlun um uppbyggingu Háskóla íslands á næstu ( árum. Engin vanþörf er á að hreyfa myndarlega við þess- um málum, sem legið hafa í láginni áratugum sam- an. Skólamenn hafa rækilega bent á ýmsa vankanta fræðslukerfisins, einkum á sviði almennrar fræðslu, (( í barna- unglinga- og menntaskólum. Ekki vantar áhuga kennara og skólastjóra á nýjungum. Sem dæmi um áhugann má nefna kennaranámskeið, sem fræðslumálastjórnin efndi til í Reykjavík í haust. * N^lnskeiðin voru fimm og voru hin yfirgripsmestu, ( seifc haldin hafa verið til þessa hér á landi. Þátttak- ( enður í námskeiðunum voru nærri 200. Vakti þessi / mikla þátttaka bæði undrun og ánægju skólayfir , valda. Þess má geta, að námskeiðin veittu engin rétt- indi. Áhuginn einn seiddi kennarana til þeirra. ' Fræðsluyfirvöld- þurfa að notfæra sér betur hinn ( mikla áhuga skólamanna og koma á virku samstarfi ( við þá um nýbreytni í skólahaldi. Auka þarf notkun / kennslutækja, reyna nýjar leiðir í kennsluaðferðum, , efla starfsfræðslu og gera námsskrána sveigjanlegri. Það er sárgrætilegt að lesa viku eftir viku fréttir í er- > lendum blöðum og tímaritum, þar sem fjallað er um ( nýjungar í skólamálum og ágætan árangur, sem leitt ( hefur af þeim, — og vita um leið, að þessar nýjungar ■ er flestar ókunnar hér. Margt þessara nýjunga á upp- tök sín í Bandaríkjunum, þar sem skólamálin eru í stöðugri deiglu og umsköpun. íslenzk skólayfirvöld líta hins vegar fyrst og fremst til Norðurlandanna um fyrirmyndir, en þar er minni hreyfing á þessum mál- um. Hér þarf að víkka sjóndeildarhringinp. Menntaskóli í nýjum stíl {Jpphafsstarf Menntaskólans við Hamrahlíð spáir góðu um framtíð skólans. Þar hafa verið fram- kvæmdar ýmsar nýjungar. Sem dæmi má nefna, að niður fellur hin gamla venja, að bekkir hafi fastar kennslustofur, en í þess stað fær hver kennslugrein eða flokkur kennslugreina sína kennslustofu. Auð- veldar þetta mjög notkun tækja, áhalda og hand- bóka við kennsluna. Undanfarin ár hafa framfara- fi sinnaðir menntaskólakennarar við alla menntaskól- ana verið að þreifa fyrir sér um nýja kennsluhætti, einkum í stærðfræði, eðli§- og efnafræði og í nátt- v úrufræðigreinum. Það liggur í loftinu, að margvís- legar breytingar verði á menntaskólunum á næstu árum.* Diefenbaker gagnrýndur * / skýrslu hæstaréttardómara „Miinsinger-hneykslið" í Kan- ada — nú talið hafa verið miklu hættulegra mál en „Prof- umo-málið“ á Bretlandi, er nú mikið rætt, vegna þess, að harð- ar deilur hafa risið út af því, hvort John Diefenbaker fyrrver- andi forsætisráðherra og leið- togi íhaldsflokksins, geti veriö formaður flokksins áfram, þar sem hneykslið geröist í stjómar- tíð hans, og hann er nú harð- lega gagnrýndur af dómara þeim sem fékk málið til rannsóknar, en Diefenbaker er bardagamað- ur og segir að hér sé um of- sóknir að ræöa til þess að svipta sig formennsku flokksins, og er hinn vígreifasti. Gerda Munsinger. Munsingerhneykslið veldur á ný stjórnmála-roki í Kanada „Gerda Munsinger, fyrrver- andi húsmóðir I Miinchen, fyrr- verandi „call-girl“ (málvina m. m., sem ekki þarf nema að síma til og þá kemur hún), fyrrver- andi sovézkur njósnari — kom hinu kanadiska hneyksli af stað“, þannig er upphaf yfirlits- greinar um þetta mál, sem hér er stuðzt við. Þetta var fyrir misseri, en nú „hriktir aftur í stoðum" í Ott- awa vegna skýrslu dómarans, sem falin var rannsókn málsins og deilnanna um John Diefen- baker. Gerda var i Kanada 1955— 1961 — og það átti eftir að bitna illa og óþægilega á ýmsum stjómmálamönnum, að hafa ver- ið kunningjar hennar, einkum Sevigny fyrrverandl landvarpa- ráðherra. Sjálf er Gerda nú.kom in aftur til Miinchen og hugsar um framtíðina — hún ætlar sem sé að gifta sig innan tíðar — kaupsýslumanni nokkrum. Og hún svaraði nokkrum fyrirspum um um sig greiðlega fyrir nokkm (hafði áður verið fyrir rétti í Kanada og verið opinská): „Það er rétt, að nokkrir kana diskir stjómmálamenn voru mjög góðir vinir mfnir, en það er ekki satt, að ég hafi nokkum tíma verið sovézkur njósnari“ Og Musinger-hneykslið í Kan- ada er aftur á Jagskrá og er á ný mikill „fréttamatur". Sevigny. ÖRYGGI KANADA Málið komst upphaflega á dag skrá, er Lucien Cardin dóms- málaráðherra stjómar Lesters Pearsons, sem tók við af Dief- enbakerstjóminni, svaraði fyrir spumum og ásökunum um, aö stjómin sinnti ekki sem skyldi öryggismálum landsins. Á fundi með frétt’' 'iönnum sagði Card- in, að Diefenbaker og ráöherr- ar hans ættu síðastir allra að gefa öðmm hollráð varðandi ör- yggismál, eftir að hafa komið fram af ábyrgðarleysi i máli, sem hafi verið miklu hættu- legra en Profumo-málið brezka, sem varð til þess að hinn brezki landvamaráðherra varð að segja af sér. NAFN GERDU Á ALLRA VÖRUM Og eftir þennan fréttafund var ekki um meira rætt um gervallt Kanada en Gerdu Munsinger, sem fæstir höföu heyrf nefnda á nafn fyrr. Og það olli „pólitísk um livirfilvindi", er fréttist um hin nánu tengsl Gerdu og Sev- igny landvamaráðherra, helgar- ferðir þeirra til Miami suður á Flóridaskaga, ferðir til Boston til að vera viðstödd veðreiðar o.s.frv. Og þáverandi verzlun- arráðherra, George Hess, sem var sagöur hafa átt að verða flokksformaður á eftir Diefen- baker, var' nefndur sem einn af vildarvinum Gerdu, og sá þriðji var maður þá nýlátinn, George Nowlan, sem veið hafði fjármálaráðherra í ráðu- neyti Diefenbakers. GAGNÁRÁS íhaldsflokkurinn greip til þess ráðs aö hefja hörkusókn á hend ur Pearson-stjóminni, svo að hún var í nokkurri hættu, en til þess að bægja hættunni frá, skipaði forsætisráðherrann rann sóknarnefnd og formann henn- ar Spencer hæstaréttardómara, og það er skýrsla hans, sem nú hefir verið lögð fram. Skýrslan er hörð gagnrýni á Diefenbaker og virðist staö- festa, að ásakanir þær, sem fyrr verandi stjórn varð fyrir hafi haft við rök að styöjast. í skýrslunni segir, aö Diefen- baker hafi persónulega — þrátt fyrir þær upplýsingar, sem h-nn hafi fengið frá sfnum eigin dómsmálaráöherra, — ákveðið að láta varalandvamaráðherrann Sevigny vera áfram í stjórninni, — og forsætisráðherrann stöðv aði jafnvel lögreglurannsóknir, sem hafnar voru. Ennfremur segir, að þaö gegni furðu, aö forsætisráðherrann skyldi ekki hafa gert yfirmanni Sevignys, — Harkness land- vamaráðherra — grein fyrir mál inu — og ennfremur, að vart væri hægt að hugsa sér embætti girnilegra í augum njósnara og fjárkúgara, en varalandvama- ráðherrans, og erfitt að skilja að í þessu embætti skyldi vera hafður áfram sá maður, sem grunur haföi falliö á vegna ör- yggisáhættunnar. í skýrslunni ef Gerdu Muns- inger lýst sem fyrrverandi sovét njósnara sem oftar en einu sinni hafi verið gmnuö um þjófnaö, verið dæmd fyrir þjófnað og hún hafi verið alræmd gleðimær (call-girl) í Montreal og þvl er „slegiö föstu" í skýrslunni, þótt Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.