Vísir - 12.10.1966, Side 3
V í SIR . Miðvikudagur 12. október 1966.
Leikurinn byrjar og endar á
Knarrareyri, gömlum verzlun-
arstaö — með nýja höfn, sem er
ekki fullger, — einhvers staðar
á suöurströnd íslands. Fyrsti
þáttur gerist í byrjun júlímán-
aðar 1945, annar og þriðji hér
um bil mánuöi síðar. Þriöja
sýning fjórða þáttar gerist á
uppstigningardag 1946.
Tjöldin eru dregin frá i Þjóð-
leikhúsinu og búningaæfing
hefst á Uppstigningu fyrsta
leikritinu sem frumsýnt er þar
á þessu hausti.
Fremst í salnum situr „Hæst-
virtur Höfundur’’ Siguröur Nor-
dal og fylgist með æfingunni en
aftar er leikstjórinn Baldvin
Halldórsson og gefur frá sér
ánægjuhljóð, þegar honum
finnst leikurunum takast vel
upp.
Uppstigning eftir Sigurð Nordal eða „H. H.“ eins og höfundur kaliaði sig þá, var fyrst frumsýnt í Iðnó þann 8 nóv. 1945. Hér er mynd
af einu sviðsatriöinu. Frá vinstri frú Skagalín, leikin af Önnu Guð mundsdóttur sem nú, Dúlla, Helga Möller, frú Baldvinsson, Amdís
Bjömsdóttir, frk. Johnson, Regína Þórðardóttir, frú Davíösen, Emelía Jónasdóttir og séra Helgi, Láms Pálsson, sem jafnframt var leikstj.
Uppstigning
Þaö er verið að æfa þriðja og
fjórða þátt leikritsins, leiksvið-
ið er rúmgóð stofa í gömlu
timburhúsi. aÞr sitja frú Skaga-
lín og Daviðsen konsúll og
ræða saman i trúnaði. Brátt
koma inn aðrar aðalpersónur
leiksins og aðdragandi leiksloka
hefst. Það er ástæöulaust að
rekja gang leiksins, sem leik-
húsgestir munu sjá og kynnast,
og sumir þeirra endurvekja
upp gömul kynni viö, heidur
skal leitaö i eftirmála við Jeik-
ritiö þegar það kom út á prenti
1946, þar sem Sigurður Nordal
gerir grein fyrir aðdraganda
þess að leikritiö var samið, en
það var 1945 á sama tíma og
leikurinn gerist.
um tíma fyrir annarra sjónir.
Áður en varði, voru persónurnar
famar að spila upp á eigin spýt-
ur, tala eins og þeim þókn-
aðist og jafnvel verða óþægar.
Það mun vera satt, að fyrir mér
hafi vakað leikrit í fimm þátt-
um, þótt mér væri endirinn ó-
ljósari en upphafið og nú skipti
engu eða sé að mestu gleymt,
hvernig botninn hefði þá orðið.
En uppreisn sú, sem varð efnið
í fyrstu sýningu fjórða þáttar,
var ekki fyrirhuguð og kom
flatt upp á mig. Úr því fór ég
samt að hafa meiri skemmtun
af efninu ...”
Helgi, Erlingur Gíslason og Hæstvirtur Höfundur, Jón Sigurbjörnsson, á kolli Amarfellsins i byrjun
fjórða þáttar.
„Þegar vopnahlé var samið í
Norðurálfu á síðast liðnu vori,
með skjótari og vægari atvik-
um en við mátti búast, fannst
mér slakna ókennilega á öllum
taugum eftir spennu styrjaldarár
anna og niðurbældan kvíða fyrir
miklu voveiflegri leikslokum.
Víst er, að ég lenti alveg í
bobba með allt það, sem ég
vildi helzt gera, og gekk hvorki
né rak. Ég átti ekki heiman-
gengt og varð því að leita til-
breytingar og viðra mig með
öðru móti. 1 þessum öngum
datt mér í hug að fitja upp á
einhverju, sem ég hefði aldrei
borið við áður. Fyrir mér varö
hugmynd, sem hafði hvarflað
lauslega að fyrir löngu, jafnvel
sem efni í leikrit, þótt ekkert
væri þá unnið úr henni, en
rifjaðist nú upp við eftirvænt-
ingu fólks og skraf um komu
E<;ju frá Kaupmannahöfn.
Ég byrjaði að hripa upp fyrsta
þáttinn tveim dögum fyrir
júnílok og var þá alveg granda-
laus, að þau drög kæmu nokk-
■
Á refingu í Þjóöleikhúsinu. Byrjun þriðja þáttar. Frá vinstri: séra H elgi, Erlingur Gíslason, Davíðsen konsúll, Róbert Arnfinnsson, Dúlla,
Margrét Guðmundsdóttir, frú Skagalín, Anna Guðmundsdóttir, frú Baldvinsson, Kristbjörg Kjeld, frk. Johnson, Helga Valtýsdóttir, frú
Davíðsen, Guðbjörg Þorbjarnardóttir.