Vísir - 12.10.1966, Page 7

Vísir - 12.10.1966, Page 7
VlSIR . Miðvikudagur 12. október 1966. 7 |—Listir-Bækur-Menningarmál' Tveir ógæfusamir lisfamenn Suðurhafseyjasæla Gauguin var ekki til Draumurinn um paradísina á Suðurhafseyjum, sem franski mátarinn Paul Gauguin ,1848—1903, sagði vinum sínum og tilbiðjendum frá í bókum sínum, og jafnvel hefur töfrað þá, sem skrifað hafa ævi- sögu hans, er nú loksins úr sögunni. Nýjasti ævrsöguhöfundurmn Bent Danielson segir: .JVTaSur getur sagt, að Gauguin hafi árið 1891 verið því miður að rninnsta kosti hundrað árum of seinn á flótta sínum frá mennmgnnni. Þegar hann kom til Thaiti". Landið, sem hann leitaði að og lofaöi, var ekki til, eftir því sem segir í hinni nýju bók sænska höfundarins. Gauguin kom 1891 í fyrsta skiptP'fil Thaiti og var þar í tvö ár. Á’ður en hann settist þar að 1895, í annað og síðasta skipti, hafði hann myndað heima í Frakklandi hina rómantísku þjóðsögu sína um dýrð eyjar- innar. Harm ságði virrum sín- um í Patís, að í frumskógum eyjarinnar hefði hann fundið þjöð göfugra viilimanna, sem lifðu saklausir og áhyggjulausir við söng, dans og frjálsar ástir. Sérstaklega þótti Kstamannin- um gott, að þaö var hægt að lifa þar peningalaus. Sögur Gauguins fengu mikinn hljómgrunn í Parfs. 1893 skrif- aðf Ecco de Paris: „Gauguin býr ekki í bæjunum, harm lifir ein- göngu meðal hinna innfæddu og eftir siöum þeirra. Hann borð- ar mat þeirra, klæðist eins og þeir og fylgir öKum siðum þeirra“. I blaðinu sagði ennfrem ur, að málverk Gauguins sýndu ekki aðeins það, sem sæist í lífi þessara villimanna, heldur líka innra eðli þeirra. Hið sanna um villimennina á Thaiti fréttist ekki eins vel út. En sögumar hans Gauguin höfðu meiri áhrif en margar sýn ingar höfðu haft. Upp úr 1896 fór verð málverka Gauguin að hækka. Skýringum á þvf, aö hin vinsæla og rómantíska mynd Gauguin af Thaiti gat verið svo lengi einráö segir Danielson ein- faldlega vera, aö enginn hafi gert sér það ómak að rannsaka síðustu æviár málarans á staðnum. Suðurhafseyjar eru svo afsíðis. Þær voru hins vegar á leið Danielson. Hann er þjóðfræðing ur og tók þátt í leiðangri Thor Heyerdal á Kontiki áriö 1947, og er sérfræðingur í Suöurhafs- éyjum. Hann rakst árið 1951 á eyjunni Hivaóa á mikiö safn af ■ bökurn um Gauguin. Eigandi þeirra var franskur kennari, sem setztur var í nelgan stein, Lug- onnek Hið sérkennilega við þess ar bækur var, að kennarinn Teha’amana-málverk eftir Gauguln. hafði merkt á spássíurnar, þar sem hann taldi vera villur land- fræðilegar eða þjóðfræðilegar, í næstum öllum bókunum um Gauguin. Þessi fundur hvatti Danielson til aö rannsaka sögu Gauguin á Thaiti. Hann rakti slóð lista- mannsins, fór í gegnum stjóm- ar- og réttarskjöl í höfuðborg Thaiti, Papete, uppgötvaði bréf frá Gauguin og til hans, las gömul fjölskyldubréf og gömul blöð og talaöi við gamla eyja- skeggja, sem höfðu þekkt Gaug- uin. — Danielson rannsakaöi þetta í tólf ár, og síðan skrif- aöi hann niður nýja mynd af Gauguin, þar sem aö hann skýr- ir í smáatriðum hið ömurlega líf, sem Gauguin átti á Thaiti. Margt kom í ljós. Gauguin bjó á Thaiti og síðar á Hivaoa ein- göngu meðal Evrópumanna og í bæjunum. Gauguin var yfirleitt í peningaþröng og veikur og var fyrirlitinn af umhverfinu. Gaug- uin lærði aidrei mái hinna inn- fæddu. Gauguin vissi aldrei um siði og trúarvenjur hinna inn- fæddu. Þegar Gauguin kom til Thaiti, var hann fuliur hugsýna um. að mögulegt væri að lifa hamingjusömu og einföldu iífi á mat þeim, sem yxi á trjám frum skógarins á Thaiti. Evrópubúum á Thaiti féll hinn síðhærði lista- maöur á rauöum skóm heldur illa, en voru þó kurteisir við hann, því þeir héldu, aö hann væri rijósnari frá París. En þeg- ar þeir sáu, að hann var hætt.u- iaus, skiptu þeir sér ekki af hon- um. Hinir innfæddu héldu, að hann væri biiaður. Gauguin þjáðist stööugt af sárasótt. Hann var svo veikur, að hann gat ekki veitt með hin- um innfæddu, eöa tínt banana í fjöllunum, og auk þess þoidi hann ekki mataræði hinna inn- fæddu. Hann varð að kaupa dýr ar, innfluttar niðursuðuvörur hjá kínverskum kaupmanni. Annar hlutur varö honum líka erfiður. Það var erfitt fyrir hann að fá innfæddar stúlkur til að vera fyrirsætur hjá sér. Hann varð að láta sér nægja að fá gleðikonur. Evrópumennirnir á Thaiti keyptu mjög fáar myndir af honum. Og Gauguin varð gjör samlega fjárþrota. Um það seg- ir Danielson: „Lífið í Paneti var dýrara en í París“. Ekki batn- aði ástandið, þegar Gauguin flutti til Mataie með gleðikon- unni Titi, og síöan með stúlk- unni Tehe Amana. Gauguin seg- ir, að þær hafi kennt sér trúar- brögð og leyndardóma Thaiti- manna en þjóðfræðingurinn Danielson segir þetta vera til- raun, því íbúar Thaiti hafi ekki einu sinni sagt konum sínum frá eðli trúarbragða sinna. Því hafði Suðurhafseyja-málarinn Gauguin árið 1891. málarinn ekki getað fengið aö vita það hjá þessum konum. Gauguin hafði komið til Thaiti af barnaskap og ofmetnaði. Nokkru fyrir lát sitt lét Gauguin í ljós þá ósk að koma aftur til Evrópu, en vinur hans í París, málarinn Daniel de Monhrate, skrifaði honum: „Ef þú kemur til baka, eyðileggur þú þaö álit, sem er á þér hér. Eins og er, ert þú talinn vera sérkennilegur listamaður í frumskóginum og því seljast myndir þínar“. Gaug- uin skildi hvað við var átt, var kyrr á Thaiti og dó árið 1903 í Hivaoa, í fátækt og volæði. Poe reyndi árangurs- laust að verða ríkur „Ég þjáist, ég þjáist ótrúlega og engin hjálp er til“, kvartaði hann 24 ára gamall. 32 ára og giftur maður andvarpaði hann: „Það er erfitt að vera fátækur“. Og enn við lok æviskeiðs síns, 40 ára gamall ekkju- maður, hafði hann sömu áhyggjur: „Ég verð að gerast ríkur, þá verður allt gott, þangað til verð ég að þola niðurlæginguna“. ur, en spiiaði alia möguleika úr höndum sér, aöallega vegna drykkjuskapar. 1836 giftist Poe þrettán ára stúlku. Hún dó tíu árum síðar úr berklaveiki. Ljóðskáldið fékk taugaáfall og leitaði æ oftar huggunar í áfengi. 1849 varð hann góðtemplari og sór að Málverk Gauguins af fylgikonu sinni, Teha’amana Edgar Alian Poe .bandaríski frásagnarsnillingurinn, skáldið og gagnrýnandinn, fæddist 1809 í Boston og dó 1849 í Baltimore og varð aldrei ríkur. Hann gat aldrei grætt á bókmenntum sín- um £ Bandaríkjunum á þeim tím um, enda líkaði fóiki ekki hin- ar drungalega rómantísku hryll- ingssögur hans og kuldalegu ljóð. Þeir héldu verk hans sjúk- legt ímyndunaræði taumlauss drykkjumanns. Það voru raunar Evrópumenn, sem gerðu Poe frægan. Einkum var það Frakkinn Charles Bau- delaire, sem þýddi ljóð hans og kynnti þau í Frakklandi. Posto- jewski segir um ímyndunarafl Poe, að það sé meira en menn rekist á annars staðar, sérstak- lega í valdi hans á smáatriðum. Bernhard Shaw segir um Poe, aö í hinum furöulegu og ótrú- legu sögum hans hafi hann sett heimsmet í notkun enskrar tungu og ef til vill alira tungu- mála. Við erum allir eftirbátar hans á því sviði, sagði Shaw. Skáldið Poe kom í frásögum sínum alltaf aftur og aftur að sömu yrkisefnunum, að sorg, glæpum, hryggð, æði, pest, hnign un og hruni, að skipbroti, mann- áti og furðulegum ferðalögum. I sögunum um meistaralögreglu manninn sinn, Auguste Dupin, sem er fyrsti leynilögreglumað- ur heimsbókmenntanna, lýsir hann m. a. sökkvandi borgum, hriktandi höllum, ópíumæði og draumum áfengissjúklinga, tal- andi múmíum, og allt var þetta jafn hryllilegt og óhugnanlegt. Líf hans sjálfs var hálf óhugn anlegt. Hann var sonur leikara- hjóna og var aðeins ársgamall, þegar faðir hans yfirgaf fjöl- skylduna. Og hann var tveggja ára, þegar móðir hans dó. Edgar Poe var þá tekinn í fóstur af heiidsala í Suöurríkjunum. Fimm ár bernsku hans bjó hann í Englandi. Sautján ára gamail gekk hann í háskólann £ Virginfu og byrjaði að drekka. Ári síðar fór hann £ bandariska herinn og birti fyrstu ljóð sín. Herþjónusta hans var ekki löng, þvl hann var fljótlega rekinn fyrir grófa van- rækslu og slæma hegðun. Síðan fór Poe að skrifa fyrir nokkur bandarisk bókmennta- tímarit og átti þátt í að auka upplög þeirra. Hann var samt alltaf mjög fátækur. Hann von- aði aö hann yFÖi ríkvsstarfsmað- Edgar Allan Poe drekka ekki framar vín. Sama ár fannst hann í áfengisæði á götu í Baltimore. Hann dó nokkr um dögum siðar eins fátækur og áður. Þegar hann dó, var haon áiit- inn auðnulaus fvllibytta, en síð- ari tímar hafa aukið veg hans.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.