Vísir - 22.10.1966, Side 1
VISIR
56. árg. — Laugardagur 22. október 1966. - 242. tbl.
Tekjur verkamanna jukust og
vinnutími styttist '64—'65
— samkvæmt athugunum Kjararannsóknarnefndar
Meðalársvinnutími verkamanna
í Reyklavík var 2861 klukkustund
árið 1965, eða 2.2% styttri en
árið áður. Meðalárslaun þessara
manna voru 171 þúsund krónur eða
16% hærri en drið áður. Kemur
þetta fram í nýútkomnu fréttabréfi
Kjararannsóknanefndar, sem hefur
reiknaö þetta út samkvæmt úrtaki.
Laun stjómenda véla og tækja
hækkuðu mest, um 18% í 191 þús.
kr., laun aðstoðarmanna við fag-
vinnu hækkuðu um 16% í 168 þús.
kr. og laun almennra verkamanna
ttm 14% f 163 þús. kr. Vinnutími
aðstoðarmanna styttist mest, um
4%, hjá almennum verkamönnum
um 2% og hjá stjórnendum tækja
um 1%.
Samkvæmt úrtaki lengdist
vinnutími iðnaöarmanna í tíma-
vinnu úr 2743 stundunt á ári 1964
i 2856 stundir árið 1965, eða í svip
aða tölu og hjá verkamönnum. Með
altímakaup iðnaðarmanna í dag-
vinnu hækkaði um 24% í 64.90 kr.
Meðalárslaun hækkuðu um 28% í
234 þúsund krónur.
Framh. á bls. 6.
Hús Kristmanns í Hvera
að veitingasal
gerði
Þessi mynd er af hluta alikalkúnanna hjá Jóni G uðmundssyni. Væntanlega verða þeir á einhverjum
jólaborðunum.
Garðshorn, hús það, sem Krist-
mann Guðmundsson, rithöfundur,
átti í Hveragerði verður aðalkjam
inn í Hvíldarheimilinu Ásbyrgi,
sem Eilihcimilið Grund er að láta
byggja i Hveragerði. Verður Garös
hom veitingasalur hússins. Er
hvfldarheimiiiö ætlað fyrir lasburða
eldra fólk, sem þarfnast hvíldar
og næðis, eftir því sem Gísli Sig-
ttrbjömsson forstjóri Grundar tjáði
fslenzkur kalkúnn á markaðinn fyrir jól
— Jón á Reykjum hefur hafið kalkúnarækt
Jón Guömundsson, bóndi að
Reykjum í Mosfellssveit, sem
fyrir löngu er kunnur sem at-
hafnamaður á sviði alifuglarækt-
ar, hefur nýiega hafið ræktun ali
kalkúna. Til þessa hefur alifugla
starfsemi Jóns aöallega takmark
azt við kjúklingarækt og hafa
verið aldir kjúklingar af svo-
kölluðu „Plymouth Rock“ kyni
Hefur sú starfsemi gefið aligóða
raun. Nú hefur Jón sem sé tek
ið þá ákvörðun að færa út
kvíarnar og hefja starfrækslu
kalkúnræktarstöðvar.
Að því er Jón sagði frétta-
manni Vísis á dögunum, er hann
Bæklingur um íslenzka hrað-
ritun kominn út
Nýlega er kominn út handritað-
ur bæklingur, sem nefnist „Drög
SAS-flug tíl
íslunds innan
fveggja ára
Norræna flugfélagasamsteyp-
an SAS hefur tilkynnt Fiugfé-
lagi íslands, að innan tveggja
ára muni félagið hefja sam-
keppni við Flugfélag íslands á
flugleiðum milli íslands og
Norðurlanda. Kom þetta fram í
sjónvarpsþættinum „I brenni-
punkti,“ sem Haraldur Hamar
blaðamaður stýrir.
Staðfesti Örn O. Johnson, for
stjóri Flugfélagsins, að bréf
hefði komið þess efnis frá SAS,
en Flugfélagið og SAS hafa löng
um átt góða samvinnu sarnan.
Kvað Öm þetta mjög eðlilega
þróun stóraukinna flutninga á
flugleiðum þessum.
SAS hefur yfir að ráða þotum
á öllum flugleiðum, en senni-
legt er að SAS mundi nota i
þessu skyni DC-8 þotur, sem
m.a. eru í förum frá Norður-
löndum til Bretlands.
að íslenzkri hraðritun-hraðritunar-
tákn algengustu orða“. Þaö er Jón
Ögmundur Þormóðsson, stud. jur.,
sem hefur tekið bækling þennan
saman. Með bæklingi þessum er
ekki ætlað að kenna hraöritun til
hlítar, þar eð slík hraðritun getur
aldrei orðið almenningseign, að þvi
er höfundur segir. í stað þess býr
bæklingur þessi hraðritunina þeim
búningi, sem á að geta hentað öll-
um.
Bækiingurinn gefur lesendunum
kost á að læra algengustu orð ísl.
tungu og gerir mönnum fært að rita
hraðritunartákn algengustu orða ís
lenzkra á mettíma. Em því notuö
einföld og Ijós hraðritunartákn yf-
ir þessi orð, í raun og vem skamm
stafanir á sviði hraðritunar. Segir
höfundur, að æfðir hraöritarar geti
náð geysilegum skriftarhraða, allt
að 250 orðum á mínútu. Bækling
urinn er fyrst og fremst ætlaöur
til sjálfsnáms og er hann því mjög
aðgengilegur, m.a. eru mikilsverð
atriði, sem koma fyrir i bæklingn-
um, undirstrikuð. Þá segir höfund
ur og að hreinritun hraðritunartákn
anna sé algerlega ónauösynleg, ef
skrifað er til eigin notá, því að auð
velt og fljótlegt sé fyrir þann, sem
kunnáttu hafi til, að lesa táknin. Má
þvf halda að margir, svo sem ræðu
menn, fyrirlesarar, blaðamenn, lær
dómsmenn (einkum háskólastúdent
ar) og enn fleiri geti haft mikið
gagn af bækiingi þessum.
Höfundurinn, Jón Ögmundur
Þormóðsson, er ungur Reykvíking
ur, stúdent frá máladeild Mennta-
skólans f Reykjavfk, en stundar nú
iögfræðinám við Háskóla íslands.
Verð bækiings þessa er kr. 135
með söluskatti.
bjartsýnn á kalkúnræktina.
Hann býst við að geta sent á
markaðinn fyrir jólin um 75 kalk
úna, en hver þeirra vegur um
5 kg. Ekki kvaðst Jón kvíða því
að geta ekki selt kalkúninn,
enda er hann talinn herramanns
matur.
Jón kvað byrjunina að
þessari ræktun vera þá, að hann
keypti egg frá Noregi, og hefur
hann síðan alið ungana í sum-
ar. Kalkúnamir eru af svoköll
uðu „Beltsville White“ kyni, en
það er nefnt eftir borginni Belts
ville í rfkinu Maryland á vest-
urströnd Bandaríkjanna. 1 þeirri
borg var fyrrgreint kyn ræktað
upp, eftir allvíðtækar kynbætur
Er það samdóma álit sérfræð-
inga, að kynbætur þessar hafi
tekizt afburðavel, enda eru
Bandarfkjamenn framarlega á
bessum sviðum.
blaöinu i gær. Eru l'ramkvæmdir
viö húsbygginguna hafnar.
Sem kunnugt er hefur Eiliheim
ilið rekið um 14 ára skeið nokkur
dvalarhús í Hveragerði fyrir eldra
fótk, hjón, sem vilja vera út af
fyrir sig og sjá um sig sjálf, en
geta notið aðstoöar frá aðalbygg-
ingu Eliiheimilisins á staðnum þar
sem þjónustufólkið er til húsa. Tvö
ný hús verða væntanlega telrin í
notkun fyrir áramót til viðbótar irin
um 16 sem Elliheimilið á þar fyr-
ir. í hverju húsi eru tvær íbúðír, 50
fermetrar hvor.
Heimsókn
Clevelands
Um þessa helgi er fastafulltrúi
Bandaríkjanna hjá NATO, Harlan
Cleveland og kona hans væntan-
leg hingað til lands í kynnisferð
í boði íslenzku ríkisstjómarinnar.
Á sunnudagskvöldið munu am-
bassadorshjónin sitja kvðidverðar-
boð utanríkisráöherra, en á mánu
dag flytur ambassadorinn erindi á
hádegisverðarfundi Varðbergs og
samtaka um vestræna samvinnu.
Sama dag ræðir ambassadorinn við
íslenzka ráðamenn. Þá mun hann
og á mánudag aka til Þingvalla,
en um kvöidið sitja kvöldverðarboö
James K. Penfield, ambassadors
Bandaríkjanna á íslandi. Á þriðju-
dag kynnir ambassadorinn sér stöð
vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli
en sfðan halda hjónin heimleiðis.
Ánægðir með landið sem
þeim var úthlutað
— Rifin girðing við Breiðholt hafði i fór
með sér meiri ágang sauðfjár i borginni i
sumar — Talað við Ágúst Kristjánsson,
formann Fjáreigendafélags Reykjavikur
Fjáreigendur í Reykiavík eru
inótfallnir fjárbanni í borginni
og hafa að undanförnu staðið
i samningaviðræðum við Reykja
víkurborg um að fá land við
Ilólmstungu. Verður gengið frá
samningunum bráðiega en fjár-
cigendur fá iandið til 18 ára.
Sem kunnugt er af fréttum í
Vísi eiga sauðfjáreigendur að
vera búnir að rýma Fjárborg,
aðsetursstað sinn við Breiöholt,
þann 1. júlí 1967.
Talaði blaðið við Ágúst
Kristjánsson formann Fjáreig-
endafélags Reykjavíkur, sem
sagði eftirfarandi: „Við höfum
staðið í samningum við Reykja-
vikurborg um að fá iand uppi
hjá Geithálsi, Hólmseyri, en
borgaryfirvöldin hafa farið fram
á það að við flvttum þangað
næsta sumar.Ekki er endanlega
gengið frá þeim samningum
ennþá en mun verða gert núna
bráðlega. Nokkrir fjáreigendur
fengu bréf frá lögreglustjóra
um að hverfa úr bæjarlandinu
fyrir 1. nóvember ella yrði féð
tekið af þeim. Stjórn Fjáreig-
endafélagsins hefur farið fram á
að þessir menn fái að vera á
sínum stöðum, sem eru utan
Fjárborgar, þangað til allir fara
upp í Hólmstungu og var það
samþykkt á fundi borgarráðs.
Erfitt hefði verið fyrir þá að
standa í flutningum þar sem
þeir voru búnir að afla sér heyja
og annars sem þarf fyrir vetur-
inn.
Það hefur verið talað um
fjárbann í borginni, sem er mis-
skilningur þar sem þessi biett-
ur, sem við fáum til umráða er
Framh. á bls. 6.