Vísir - 22.10.1966, Qupperneq 5
VÍSIR . Laugardagur 22, október 1966.
s
Veturliði —
Framh. al bls 9
skreytimunir, afríkönsk og
índíánagoð og teppi frá Samóa-
eyjum úr mórberjaberki og
stimpluð meö jurtalitum —
kostgæfilegt allt saman. Það
væsir ekki um gesti í „stofu-
fangelsi" málarans að vestan.
„Eru mýs í þessu húsi?“
„Þaö kemur fyrir. Ég gef þeim
alltaf, en ekki genever eins
og Jochum Eggertsson í Skóg-
um gerði. Hann kallaði: Mýs!
mýs! Þær komu og hann gaf
þeim eðaldrykkinn úr rósóttri
undirskál og svo berjasaft til
vara, ef þær komu aftur.
„Heyrðu, Veturliði, er ekki
hávaðasamt hér um nætur vegna
Klúbbsins?"
„Það er alveg mátulegur
hávaði. Það er svo valið fólk,
sem kemur í Klúbbinn, kúltí-
verað fólk“. »
i~|g aftur var setzt að kaffi-
drykkju.
„Leggur þú alla stund á gald-
ur eins og sagt var um Loft —
svo hef ég heyrt?“
„Maður má ekki segja að-
ferðina við galdrana. Þá er
maður ekki lengur galdramaður.
Það er ekki hægt að kenna ailt,
þó að maður vilji það. Það
verða að vera takmörk fyrir
þvi. Maöur fer upp í tunglið
eins og Rússinn og segir ekk-
ert frá því. Annars springur allt
í höndunum á manni. Þú trúir
því kannski ekki. Ég hef stúd-
erað alla galdrastafi sem ég hef
komizt yfir og alla galdra-
skræðu Jochums Eggertssonar
kann ég út í hörgul. Já, galdrar
hér áður fyrr komu í staðinn
fyrir sjúkrasamlagið og alla
lækna og tryggingarfyrirkomu-
lag. Galdrar voru notaðir til að
lokka til sín konur, tryggja sér
góðan afla og senda frá óvini
— allt með einföldum táknum.
Sjáöu þennan galdrastaf".
segir hann og bendir á vegginn,
„sem ég lét konu mína vefa —
sjálfur kompóneraði ég stjörn-
umar. Hingað kemur enginn
illur andi fyrir bragðið. Konan
mín hefur ekki við að gefa
konum út um allar jarðir
galdrastafi, sem hún hefur ofið.
Sjálfur hef ég brennt með eldi,
gasloga í rekavið galdrastafi —
ég hefði átt að sýna þá á sýn-
ingunni og láta menn borga 25
krónur fvrir“.
„Mér þykir þú tala léttúðugt
um list þína“.
„Hvað . .. hvað ... heldurðu,
að listin sé einhver sorgarmessa
— eru menn ekki fyrst og
fremst að gleðjast ..?“
„Þú baðst Morgunblaðið um
að biðja guö um gott veður —
er þetta rétt?“
„Ég hef aldrei lagt guðsorð
við hégóma. Þessi storkur hjá
Mogganum, sem fann þetta upp,
hefur dulda rithöfundarkom-
plexa — það hlýtur eiginlega
að vera. Mér hefði alls ekki
dottið í hug að biðja um gott
veöur! Ég elska allt veður. Mér
finnst vont veður nauðsyn við
og við, og ég sætti mig við það.
Storkurinn hjá blaðinu fann upp
‘ á sitt eindæmi að láta biðja um
gott veður handa mér“.
„Ertu trúaður?"
„Ég hef alltaf trúað á krafta-
verk og lifað á kraftaverkum.
Ég breyti ekki frá því. Ég bið
mfnar bænir og ég signi mig .
Hann verður einlægur á
svip.
,.Þú varst þjóðfrægur eftir
fyrstu sýningu þína haustið ’52,
þegar þú hentir listgagnrýni á
dyr og sagðir, að hann hefði
hér ekkert að gera —”
„Bjöm Th. er góður vinur
minn eins og allir vita. Það má
segja um mig eins og Guðrúnu
Ósvífursdóttur: „Þeim var ég
verst, er ég unni mest“. Ég
handlaði blátt áfram eftir ís-
lendingasögunum. Þeir í þá
daga voru ekki með neinar
oröaflækjur — þeir gerðu
hlutina. En blöðin gerðu veður
út af þessu. Þessi blöð eiga
ekki aö koma út nema einu
sinni í mánuði. Mesti heilsu-
gjafi, sem til er í heiminum,
er að sjá ekki dagblöðin“.
„Veturliði — hvernig gengur
þér að einbeita þér að alvör-
unni í listinni?"
„Illa — ef það eru fallegar
konur nálægt mér. Hins vegar
hef ég málað mikið af þeim“.
„Færðu ekki hugljómun af
þeirra völdum?"
„Inspírasjón — þetta er svo
viðkvæmt".
A llt í einu segir hann:
„Ég hef gleymt að raka
mig. Ég ætla snöggvast að gera
það“. Hann gengur til snyrti-
herbergis. Nokkm siðar segir
hann: „Ég var að lesa það eftir
amerískan lækni, að það væri
óhollt að raka sig — menn
fengju magasár af því — og
einnig ef menn nota ekki réttar
stellingar á klósettinu — þetta
er merkilegt".
Þegar hann hefur lokið at-
höfninni, segir hann:
„Æi, .,ú man ég. að ég verð
að raka mig aftur á morgun —
ég á von á Kvennaskólanum á
sýninguna mína á morgun —
ég-kenndi „þeim“ i fyrra".
Svo erum við staddtr á sýn-
ingunni niðri í Listamannaskála.'
„Ég hef geymt margar þess-
ar myndir í banka, hinum meg-
in við hafið, uppi á Akranesi.
Annars væri ég búinn að selja
þær“.
Elztu myndirnar eru frá 1948
og yngstu frá því í fyrra.
—„Þetta er ekki yfirlitssýning,
o, nei, en hún gefur kannski
nokkra sanna mynd af mér sem
málara engu aö síður. Ég hef
aldrei reynt að fullnægja allra
smekk. aldrei beðið eftir póst-
inum til að vita, hvemig þeir
mála núna í Paris, aldrei verið
bergmál nr. 100 þús. af Picasso
og Klee“
Ungur maður heilsar og Vet-
urliöi segir:
„Þú ert að eyða peningum".
„Það er þess viröi“, segir
ungi maðurinn," hvemig Iíkar
staki jakkinn?“
„Alveg strolandi — spurðu
konuna ... humm ... konum-
ar“, segir málarinn.
„Hver er þetta?“
„Búðarmaður hjá P. & Ó.“
Cjórinn, fjaran, áhrifin að
vestan eru sterkur
þáttur í verkum Veturliða.
Hljóðaklettar er viðfangsefni,
sem hann hefur lagt rækt við,
stuðlabergið „Maður getur
hvorki vakað né sofið nema
mála þetta“, segir hann, „það
er átak, eiginlega fæðing".
Um fjöruna segir hann:
„Ég á einkaleyfi á henni. Það
þýðir ekki fvrir aðra að eigna
sér hana. Ella sendi ég þeim
hrosshaus, sem er gamalt galdra
mannamerki til að bægja óvin-
um frá“.
Við dymar er gömul mynd
frá Bolungarvík. Hólshyma í
baksýn, ævintýraljómi, meira
að segja kirkjan á Hól sést.
„Er þetta til að minna þig á,
þegar þú varst tekinn í krist-
inna manna tölu fyrir vestan?“
„Hún er til að minna mig á
þaö, þegar syndin kom í heim-
inn. Allt, sem er gott, er óhollt.
AHt, sem er gaman, er synd“.
stgr.
BILAKAUR^
[ Vel með farnir bílar til sölu
og sýnis í bílageymslu okkar
I að Laugavegi 105. Tækifæri
| til að gera góð bílakaup. —
Hagsfæð greiðslukjör. —
Bílaskipti koma til greina.
Trabant árg. 1966
DAF árg. 1964
Jaguar árg. 1961
Volvo P544 árg. 1963
Peugeot árg. 1964
Singer Vogue árg. 1963
Moskvitch árg. 1966
iTökum góða bíla í umboðssölu
| Höfum rúmgotf sýningarsvæði
innanhúss.
Bridg;eþáttur VÍSIS
Ritsti. Stefán Guðjohnsen
RAUÐARÁRSTlG 31
SÍMI 22022
Bridgefélag Reykjavíkur hóf
starfsemi sína s.l. þriðjudagskvöld
með tvímenningskeppni. — Eftir
fyrstu umferð er staðan þessi hjá
efstu mönnum:
1. Simon Símonarson —
Þorgeir Sigurðsson 260 stig
2. Jón Ásbjömsson —
Karl Sigurhjartarson 257 —
3. Magnús Sigurðsson —
Ragnar Halldórsson 237 —
4. Ásmundur Pálsson —
Einar Þorfinnsson 234 —
5. Jón Arason —
Sigurður Helgason 233 —
6. Guðjón Tómasson —
Einar Ámason 231 —
7. Þórður Jónsson —
Lárus Karlsson 227 —
8. Jakob Bjarnason —
Hilmar Guðmundsson 224 —
Æfingaleysi virtist há mörgum á
þessu fyrsta keppniskvöldi félags-
ins um langa hríð og eftirfarandi
þremur gröndum var „stolið“ af
kunnum landsliðsmanni. Suður gaf
og a-v voru á hættu.
♦ Á-8-6-2
V G-5
♦ K-G-7-4
♦ Á-K-3
♦ 5-4-3
V Á-10-8-41
♦ 8-6-2 1
4> G-6-5
M
♦ K-10-9
V K-D-6-2
41 ♦ D-10-9
Jh D-7-2
♦ D-G-7
♦ 9-7-3
♦'•Á-5-3
4> 10-9-8-4
MELAVÖLLUR
IÍRSLIT
Á morgun sunnud. 23. okt. leika
- VALUR
Dómari: Magnús Pétursson.
Komið og sjáið síðasta leik ársins.
MÓTANEFND
Sendisveinn
Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn.
Almennar Tryggingar,
Pósthússtræti 9, sími 17700.
FLOTTAMANNAHJÁLP
24.0KT
1966
Suður Norður
P 1 G
2* 2 ♦
3 G P
SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
Sagnir gengu þannig, a-v sögöu
alltaf pass:
pass:
Það er út af fyrir sig töluvert
afrek að komast í þrjú grönd á
spilin, en að vinna þau slær öll met.
Hinn venjulegi bridgespilari,
sem á að spila út með austurspil-
in, spilar út hjartatvisti án nokk-
urrar umhugsunar. Hann hefur
lært það, að í grandi er bezt að
sækja lengsta litinn. En þetta er
ekki eins auðvelt fyrir bridge-
meistarann og landsliðsmanninn.
Hann hlustar á sagnimar og dreg-
ur sínar ályktanir af því. Eftir
grandopnun hjá norðri og fast að
undirtekt hjá suðri er hann viss um
að n-s hljóti að vinna sitt spil. Aðal
atriðið er því ekki að sækja sinn
bezta lit, heldur að reyna að hjálpa
sagnhafa sem minnst.
Austur valdi að spila út spaðatíu
og þegar hann sá borðið var hann
viss um að hann hafði valið rétt,
þ.e. að spila eins passiva vörn og
hægt væri, því makker gat ekki átt
einn einasta punkt. Sagnhafi,
Ragnar Halldórsson, drap á gosann
í borði, spilaði tígli og svínaði
gosanum. Austur drap á drottning
una og svaraði upp í tígli. Sagnhafi
drap á ásinn f borði, spilaði á
hjarta og „svínaöi“ gosanum.
Austur drap á drottningu og hrós-
aði happi yfir að eiga útkomu á
tígulníu. Sagnhafi drap heima á
kónginn og spilaöi spaða á drottn-
inguna. Aftur hrósaði austur happi,
hann drap með kóng og svaraði
upp. Sagnhafi drap f borði, spilaði
laufi heim á ásinn og tók tvo
slagi á spaða og tígulslaginn. A-v
ríghéldu í hjartað gáfu frá laufinu
og spiliö var unnið.
floskum
og mifelu ódýrari