Vísir - 22.10.1966, Blaðsíða 15
V í S I R . Laugardagur 22. október 1966.
15
\
Hann hló. — Áttu við aö hún sé
heppin, að eignast High Trees.
Hún hristi höfuöið. — nei, ég á
við að hún skuli hafa fengið þig
fyrir mann. Og nú... Hún stóð
upp og fór allt í einu að skjálfa,
er greinarnar yfir höfðinu á henni
bærðust í golunni. — Við skulum
fara inn. Við eigum sjálfsagt að fara
að b'orða. Það er réttast að þú seg-
ir Fran, að frú Mayfield sé illa við
að bíða með matinn. Það gæti orð-
ið misklíð út af því.
Jenny heyrði að Chris ók burt
og hún leit á klukkuna. Hann ætl
aði sér að koma stundvíslega á
brautarstöðina. Hann hafði verið
eins og ijón í búri síðasta klukku-
tímann. Alltaf að líta á klukkuna,
eins og hann væri að telja mínút-
urnar þangað til hann fengi að sjá
konuna sína aftur. Og þó var ekki
nema tæpur sólarhringur síðan
þau skildu.
Jenny varp öndinni. Hún hafði
afráðið að verða ekki þama nema
einn eða tvo daga, en hún hafði
ekki minnzt á það við Chris. Hún
ætlaði að taka á móti Fran á nýja
heimilinu hennar og síðan að fara
til London. Að visu var íbúðin
hennar ekki laus, en það skipti
minnstu. Alls staðar var hægt að
fá gistihúsherbergi. Og henni hafði
jafnvel dottið í hug að fara I ferða
iag um tíma. Hún mundi ekki hve-
nær hún hafi tekið sér frí síðast
Hver veit nema hún gæti gleymt
giftingu Chris, ef hún tæki sér frí
um tíma og færi — helzt til út-
landa? Henni var nauösynlegt að
geta gleymt honum.
Hún fór upp og leit yfir herberg-
ið, sem Chris og Sally höfðu sofið
í forðum, og sem Fran átti nú
að sofa f. Hún hafði hálfvegis bú-
izt við að hann veldi þeim eitt-
hvert annað svefnherbergi, en
hann hafði talið sjálfsagt að nota
gamla herbergið.
Frú Mayfield var allt annað en
hrifin af aö eiga að fá nýja hijs-
freyju á heimilið. Jenny sá það á
henni, að hún hafði þegar einsett
sér aö hafa andúð á síðari konu
Chris — hún þurfti ekki að sjá
hana til þess. Jenny reyndi að láta
ráðskonuna halda, að hún væri
hrifin af því sem gerzt hafði. Hún
hafði sagt: — Þetta var það boea
fyrir herra West. Og fyrir börnin
líka. Og ég veit að fyrri kona hans
hefði ekki óskað þess að hann gift-
ist ekki aftur.
En frú Mayfield hafði bara fuss
að og gagt, að hún ætlaði að sjá til
hvemig þetta gengi, áður en hún
afréöi hvort hún yrði áfram eða
ekki. Það hefði verið ánægja að
vinna fyrir frúna... — og lika
meö yður, ungfrú Jenny. En ég hef
einkennilega nasasjón af öllu nýju
fólki Ég veit dálítið um þessar
frúr, sem hafa átt heima í hitabelt-
inu og hafa haft í kringum sig
sæg af innfæddu vinnufólki. Ég
vann einu sinni hjá einni þeirra.
Hún ætlaðist til að ég stjanaði við
sig allan sólarhringinn, en það
ætla ég mér ekki að gera oftar.
Jenny vaknaði af heilabrotuhum
við að Claire og Micháel- komu
hlaupandi til hennar. Hún halíaði
sér fram og tók utanum þau bæði.
Og ósjálfrátt datt henni í hug
hvernig það mundi verða, að vera
án þeirra.
— Er hann þabbi farinn á stöð-
ina?
— Já, Michael.
— Kemur hann bráðum aftur?
— Það hugsa ég — eftir nokkr-
ar mínútur.
Hvernig mundu börnin taka á
móti stjúpmóður sinni? Chris haföi
sagt þeim 1 morgun að hún mundi
koma í dag. Hún vissi ekki hvern-
ig hann mundi hafa komið orðum
að því. Hún hafði ekki verið við-
stödd. Og húp vissi ekki hve mik-
ið þau skildu. Michael virtist hafa
skilið að hann ætti að fá nýja
mömmu, en Claire var of ung til
þess að géta gert sér grein fyrir
hvað var að gerast.
Eða var hún það ekki?
— Þú ætlar ekki að fara, Jenny?
sagði Claire allt í einu og tók um
hálsinn á henni.
— Nei, væria mín, ekki strax,
sagði Jenny, hún gat ekki sagt ann
að.
— Á nýja mamman okkar að
vera hérna alltaf? spurði Michael
— Já, góði minn.
Claire horfði hátíðleg á Jenny: —
Af hverju kemur hún?
Jenny varö fegin því, að í sömu
andránni heyröu þau bílinn aka
inn úr hliðinu. Michael hljóp út
eins og ör væri skotið og niður
í garöinn. En Claire var ófram-
færnari og hélt sér í Jenny, og
þær urðu samferða út. Frú May-
field gægðist út um eldhúsdyra-
gættina. — þarna kemur hún,
sagöi hún drungalega.
— Við verðum eflaust öll hrifin
af. henni, sagði Jenny. — Herra
West ségir að hún sé engill.
— Já, vitanlega, sagði hún og
hristi hausinn.
Bíllinn stanzaði við dyrnar og
Chris vatt sér út og opnaöi dyrn-
ar hinum megin. Jenny sýndist
fyrst í stað, að þessi nýja frú
væri svipuðust skólatelpu. Hún
virtist ótrúlega ungleg, af giftri
konu að vera. En Chris hafði ekki
ýkt neitt þegar hann sagði að hún
væri ljómandi falleg. Hárið var
greitt í hnút í hnakkagrófinni. Hún
var grönn eins og sefstrá, með fall-
egar hendur og fætur. Jenny fannst
dálítið austrænn svipur á henni.
— Jenny! Gaman að kynnast
þér! Chris hefur sagt mér svo
i margt um þig .. . Svo þagnaði hún
| og rétti fram hendurnar til barn-
anna. — Og þarna eru Michael og
Claire! Ó, Chris, mikið eru þau
yndisleg!
En börnin hörfuðu undan jafn-
vel Michael var feiminn, aldrei
þessu vant.
— Viltu ekki kyssa mig?
; — Nei, svaraði Michael stuttara-
lega.
Chris tók í hárið á honum.i— Ég
þbri að veðja um, að þetta er í
fyrsta skiptið, sem þér hefur verið
neitað um koss Fran, sagði hann
og hló.
Fran lokaði augunum sem
snöggvast, en svo brosti hún. —
Það er mér nær að halda, sagði
hún.
Jenny fannst hún aldrei hafa séö
girnilegri stúlku. Engin furða þó
Chris hefði orðið ástfanginn af
henni.
Fran rétti úr sér og leit í kring-
um sig.
— Þetta er yndislegt hús, sagði
hún. — Og hvílíkur garður!
Hún tók undir handlegginn á
Chris og þrýsti hann. — Ekki datt
mér í hug að þaö væri svona yndis-
legt héma.
Chris var glaður og ánægður.
Hann leit með tilbeiðslu á Fran.
— Ég reyndi að lýsa staðnum,
eins vel og ég gat, elskan mín.
— Ég veit það, en þú hefur
ekki lýst honum nógu vel.
— Nú skulum við koma inn,
sagði hann. — Ég ætla að sýna
þér húsakynnin. Og þá verður þú
að sjá frú Mayfield og Lily.
Þær biðu báðar í fordyrinu og
Chris kynnti þær. — Ég vona að
þið verðið góðir kunningjar og
komi vel saman, sagði hann.
— Ég veit að við verðum það,
sagði Fran. Hún brosti til frú May-
field og hélt áfram. — West hefur
sagt mér hve ágætlega þér hafið
hugsað um heimiliö fyrir hann.
— Mér hefur alltaf veriö ljúft
að reyna að gera honum til hæfis.
Og fyrri konunni hans líka.
Fran roðnaði ofurlítið. — Ég
vona að þér hafið gaman af að
vinna fyrir mig líka, frú Mayfield.,
Frú Mayfield og Lily hurfu inn
í eldhúsiö og Chris fór með Fran
upp á loft. Hann kyssti hana á
kinnina og Jenny fannst að hann
mundi hafa gleymt aö hún og böm
Passamyndir
Teknar í dag — Tilbúnar á morgun.
Sér tímar eftir samkomulagi.
Ljósmyndastofa Péturs Thomsens
Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl.
7 sími 24410.
ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR
úr harSpIasti: Format innréttingar bjóffa upp
á annað hundraff tegundir skópa og litaúr-
val. Allir skdpar meS baki og borffplata sér-
smíffuff. Eldhúsiff fæst moff hljéffcinangruff-
um stélvaski og raftækjum af vönduffustu
gerff. - Sendiff effa komiff meff mél af cldhús-
inu og viff skjpuleggjum eldhúsið samstundis
og gerum yffur fast verðtilboff. Ótrúlega hag-
stætt Yerff. Muniff aff söluskattur er innifalinn
í tilboffum fró Hús & Skip hf. Njótiff hag-
stæffra grciðsluskilmóla og
iækkiff byggingakostnaffinn.
IIIEFF
RAFTÆ Kl
HÚS &SKIP.hf.
LAUGAVEGI II • SIMI 21515
"l SUPPED
BACK 7D THE
CAB/N-ITHAD
BEEN PANSAŒED...
MYANGEK
KNEW NO
BOUNDS/...
' It was d/shearten/ng
70 SEE TNAT TNOSE OF
MY PACE WEPE NO
MOPE C/WUZED TNAN
THEAPES...THEY LEFT
THE DEAD MAN AND
ROWED AWAY...
Það var ekki uppörvandi, að sjá það, að
meðlimir kynþáttar mins voru ekki siðmennt
aðri en apamir ,... þeir skildu dauða mann
inn eftir og rera í burt.
"THEN IHEAPD A
STPANGE NO/SE-
WEKE THEY COM/NG
BACK ? *
Ég fór aftur til kofans — hann hafði
verið rannsakaður og reiði mín átti sér
engin takmörk...
Þá heyrði ég einkennilegan hávaöa
voru þeir að koma aftur?
in væru til. Hún heyrði hann segja:
— Elsku Fran, það er dásamlegt
að þú skulir vera komin hingað. Þú
veizt að mig langar til að evða
ævi minni til þess að gera þig
hamingjusama.
Nú leið mánuður og annar til, og
Jenny hafði enn ekki ráðiö við sig
að fara til London. Chris og Fran
stóðu ekki viö heima nema tvo
daga, svo fóru þau í brúökaups-
ferö til Parísar og P.óm.
Orðsending
Nú geta þeir bíleigendur, sem aka
á hálfslitnum eða slitnum sumar-
dekkjum látið breyta þeim í snjó-
munstruð-dekk á aðeins 20 mín. og
kostar aðeins frá kr. 100 (pr. dekk)
Verið hagsýn og verið á undan
snjónum. Við skoðum ykkar dekk
að kostnaðarlausu.
Opið virka daga kl. 8-12.G0 og
14 - 20, laugardaga frá kl. 8 -
12.30 og 14 -18, og sunnudaga
eftir pöntun 1 síma 14760.
MUNSTUR OG
HJÓLBARÐAR
Bergstaðastræti 15
(gengið inn frá Spítalastfg)
METZELER
hjólbarðamir eru sterkir og
mjúkir, enda vestur-þýzk gæða-
vara.
Hjólbarða- og benzinsalan
við Vitatorg. Sími 23900
Barðinn h.f.
Ármúla 7. Sími 30501
Ai.eenna Verzlunarfélagið h.f.
Skipholti 15. Slmi 10199