Vísir - 24.10.1966, Side 2
FRAM, KR OG ARMANN
UNNU FYRSTU LEIKINA
„Verði ekki hsegt að láta yngri flokkana leika hér, er ég hræddur um að tilkoma íþróttahallarinnar
verði ekki sú lyftistöng fyrir íslenzkan handknattleik, sem búizt var við“. Þannig áttu orö Jóns Magnús-
sonar, formanns HKRR aö hljóma við setningu 21. Reykjavíkurmótsins f handknattleik f gærkvöldi. Að vísu
hljómuöu þau ekki i þessum glæsilegu salarkynnum, sem handknattleiksfólk Reykjavikur flutti í gærkvöldi
í með hluta af mótum sínum, því hátalarakerfið vantaði og varö því að Sleppa setningarræðu formanns.
Ástæðan fyrir þessu er sú að
leikkvöld i íþróttahöllinni á að
kosta kr. 5000 í vetur og er það
lágmarksgjald. Verður ekki annað
sagt en að hér sé ekki um neitt
réttlæti að ræða og hlýtur ráð-
andi aðilum-að vera ljóst að hér
hefur verið gerð stór skyssa, og von
andi verður leigugjaldið lækkað að
miklum mun fljótlega.
Notuðu Hálogalandsbreiddina.
Fyrsti leikurinn I íþróttahöllinni
I móti færði mark frá Þrótti og var
þar að verki Halldór Bragason í
leiknum gegn Ármanni. Leikur
þessi varð nokkuð jafn í upphafi.
Ármann komst i 3:1 en Þróttur
jafnaði og komst yfir og var staðan
4:3 fyrir Þrótt I hálfleik. Fram eftir
seinni hálfleik var leikurinn mjög
jafn, en þá fór svo að Ármenning-
ar sýndu betra úthald og ákveðnari
leik og sigu smám saman fram
úr og unnu 13:10.
Liðin léku eins og þau væru enn
í hinum þrönga Hálogalandssal,
nýttu ekki möguleikana, sem breið-
ari salur veitir, enda eru flestir
leikmenn liðanna óvanir leik á
stórum velli. Þessi leikur hefði ef-
laust orðið harður á Hálogalandi
en var hinn prúðmannlegasti hér.
Ármannsliðið var betra, þegar leið
að lokum og vann réttilega.
Framarar með „FH-hraðann“ að
vopni.
ÍR liðið virtist ætla að verða
erfitt Gunnlaugi & Co. í byrjun.
Það náði að skora þrjú fyrstu
mörkin áður en Ingólfur „negldi"
fallega neðst í markhomið hjá hin-
um unga en efnilega markverði
iR. Það var ekki fyrr en á 12.
mínútu að Fram jafnaði í 5:5 og
komst yfir í 6:5 og 7:5. 1 hálf-
leik var staðan 7:6 fyrir Fram.
Seinni hálfleikur leiddi í ljós yf-
irburði Fram og unnu þeir með
23:13.
Það var hraðinn, sem var hið
bitra vopn Framara og með hraö-
anum eiga þeir áreiðanlega eftir
að gera stóra hluti í handknatt-
leik í vetur. Liðið minnti á FH,
sem eitt íslenzkra liða hefur fram
á þennan dag lagt mest upp úr
hröðum upphlaupum.
Framliðið verður ekki auðsigrað
í vetur með menn eins og Gunn-
laug, Ingólf, Gylfa, Guðjón og Sig-
urð Einarsson, sem að vísu var
ekki með að þessu sinni, og Svein-
bjöm í markinu, ásamt mörgum
ungum og mjög efnilegum leik-
mönnum, sem virðast passa ágæt-
lega inn í leikaðferðir 1 stórum sal.
KR vann Val með 16:13.
Ingólfur Óskarsson fékk ekki
| hvíld að loknum leik sínum gegn
ÍR. Hann settist með KR-ingum
á bekk skiptimannanna sem þjálfari
: KR. Og þetta fyrsta kvöld hans
með KR gekk bærilega. Lítur einna
helzt út fyrir að hann sé þjálfari
helztu keppinauta Fram um Reykja
víkurmeista'ratitilinn. KR virtist í
fyrra á góðri leið með að detta
út úr handknattleiknum, en nú hef-
ur liðinu borizt styrkur frá mörgum
ungum leikmönnum, sem eru bráð-
góð efni. Karl Jóhannsson var vit-
anlega stjama liðsins og skoraði 8
af mörkum þess. En hann hefur
gott lið með sér og KR var greini-
lega í betri þjálfun en Valsliöið,
sem eflaust á eftir að sækja sig
að mun, síðar f mótinu. Það kann
líka að hafa haft áhrif á liðið að
vera með þrjá leikmenn, sem léku
úrslitaleik í knattspyrnu fyrr um
daginn við erfið skilyrði.
Af dómurum kvöldsins bar Hann
es Þ. Sigurðsson af, en hann dæmdi
þennan síðasta leik.
í heild sinni var þetta fyrsta
keppniskvöld í handknattleiksmóti
í Laugardal vel heppnað og enginn
vafi er á að hér með hefst nýr
kapítuli í handknattleikssögu Is-
lands.
Úr leik ÍR og Fram í gærkvöldi. ÍR-ingamir sækja grimmt að markinu.
SIGURMARKIÐ AF 40 METRA FÆRI -
Ellert Schram hampar hér hinum glæsilega bikar, sem faðir hans, Björg-
vin Schram, hafði afhent skömmu áður.
Hægri bakvörðurinn færði KR bikarinn!
© Skot af ca. 40 metra færi, — ef skot skal kalla, færði KR bikarinn í gærdag
í 6. skipti. Það var Ársæll Kjartansson, h. bakvörður, sem um miðjan fyrri hálf-
leik spymti knettinum í átt að marki Vals undan vindgjólunni, sem stóð beint af
norðri. Einhver hrópaði í Valsvörninni: „Ég hef hann ...“, en hann hafði hann
ekki og boltinn hélt áfram og fór í netið án þess að Sigurður Dagsson hreyfði legg
né lið.
© Þetta var hálfgert leiðindamark. Það var leiðinlegt fyrir KR að sigra á ekki
betra marki en þetta, leiðinlegt að ljúka knattspymunni í ár með slíku marki og
ekki sízt fyrir Sigurð Dagsson, sem stóð sig vel að öðru leyti í leiknum, og hefur
staðið sig svo vel að undanförnu.
Þessi bikarúrslit höfðu dregið að |
sér hátt á annað þúsund manns,;
þrátt fvrir að hitamælar sýndu tölu
ískyggilega nærri núlli. Knattspyrn-
an sem þarna var höfð i frammi
var ekki af hámarksgæðum, en
þaö sem vel var gert, var nær
undantekningarlaust sýnt af þeim
í svart-hvítu, KR-ingum. Þeir sóttu
mun meira undan vindinum í fyrri'
hálfleik og í síðari hálfleik settu
þeir fyrst á fullan hraða og börð-
ust grimmilega með þeim árangri
að þeir áttu mun meira í leiknum
og á löngum köflum kom mark-
vörður þeirra ekki við sögu, enda
þótt hann hefði vindinn í fangið. i
í leiknum sjálfum gerðist fátt, I
sem markvert mátti teljast. Hvor-
ugt liðiö skapaði mjög opin tæki-
færi, markverðimir voru öruggir
og gripu vel inn í, — utan í þetta
eina skipti, sem Sigurður lét skora
hjá sér.
KR-ingum er óhætt að óska til
hamingju með sigurinn í bikar-
keppninni, þvf lið þeirra virðist loks
ins hafa „fundið sig“. Framlínan
sýndi hér að sóknin er bezta vörn-
in og hélt hún boltanum mjög
lengi. Framlínumenn KR eru allir
hættulegir með hinn mikla hraða
sinn, ekki sízt Gunnar Felixson
og Baldvin Baldvinsson, en mikla
athygli vakti Hörður Markan oft
á tfðum fyrir leikni sína og lip-
urð. Þá var Eyleifur ágætur f
þessum leik. Þóröur Jónsson og
Ellert Schram áttu og báðir ágæt-
an leik og Guðmundur Pétursson í
markinu gerði margt laglega, en á
hann reyndi þó einna minnst í
liði KR.
Valsmenn báru sannarlega illa
kórónu fslandsmeistaranna f þess-
um leik. í leik þeirra var ekki
heil brú og furðulegt hve lélegt
liðið var. Aftasta vörnin stóð þó
fyrir sínu, en framlínan sást ekki
og gat ekkert I þessum leik.
.Björgvin Schram, formaður KSÍ
afhenti að lokum verðlaunin, bikar
Trvggingamiðstöðvarinnar h.f. og
hylltu menn KR með margföidu
húrrahrópi.
-jbp-