Vísir


Vísir - 24.10.1966, Qupperneq 3

Vísir - 24.10.1966, Qupperneq 3
VlSIR. Mánudagur 24. október 1966. (DBBBaaBBBUHBaMI 1 II 1 1 I I HJÁ JÓNI Á REYECJUM Blaöamaður og ljósmyndari Vísis áttu þess kost fyrir nokkr- um dögum aö heimsækja Jón Guömundsson, bónda að Reykj- um í Mosfellssveit. Þama að Reykjum rekur Jón allumfangs- mikla starfsemi á sviði alifugla- ræktar og smám saman er hann að fitja upp á ýmsum nýjung- um á þeim sviðum, jafnframt sem hann eykur starfsemi sína á þeim sviðum, sem fyrir eru. Er við komum upp eftir, sýndi Jón okkur fyrst algera nýjung. í vor flutti hann inn nokkurt magn af kalkúnaeggjum. — Jón hefur fullan hug á þvi að hefja framleiðslu á alikalkún um, en hann segir að þaö verði í litlu magni, aðeins til að setja á markaðinn fyrir stórhátíðir, jól eða páska. „Ég er með alveg nýtt kvn, sem Bandaríkjamenn hafa ræktaö upp. Það er • svo- kallað „Beltsville White“kyn, og eru fuglar af því kyni minni en venjulegir kalkúnar. Þessi stærð er talin mjög heppileg til einnar máltíðar, en Bandaríkja- menn borða mikið kalkúna á jólum, þakkardeginum (Thanks- giving day) og viö fleiri tæki- færi. „Eggin flutti ég inn frá Nor- egi, en Noregur er eina landið sem leyft er aö flytja inn egg frá. Við höfum verið blessunar- lega lausir við alls konar veiki, sem hrjáir alifugla í nágranna- löndunum, vegna strangs eftir- lits með innflutningi eggja. Norðmönnum hefur einnig tek- izt að komast hjá slíkum sóttum í þeirra alifuglastofni, og þess vegna er hættulaust að flytja inn egg frá þeim. Að sjálfsögðu fylgjumst viö af öryggis- ástæðum með þeim ungum, sem koma úr þessum eggjum". „Ég býst við aö setja um 75 kalkúna á markaðinn fyrir jól- in, og ég veit að það er ekki Karlakór Reykjavíkur. Fyrir ferðina fór ég í sendiráð Banda- ríkjanna í Reykjavík og spurðist fyrir um, hvort ég gæti ekki fengið tækifæri til að ferðast um Bandarikin og kynna mér ýmislegt varðandi alifuglarækt. Þaö varð svo úr, að að loknu ferðalaginu meö kórnurp, fór ég í tveggja mánaöa ferðalag um Bandaríkin. Ég kom síðan heim í febrúar 1960. Fyrst í Stað stundaði ég all- an venjulegan búskap með ali- fuglaræktinni, en smám saman minnkaði ég við mig, og í dag er ég með eina kú, auk alifugla- ræktunar. Á þessum sama tíma jók ég við alifuglaræktina. I dag fram- Alikalkúnar af „Beltsville White“ kyni. Þeir fyrstu og einu af þvf kyni hér á landi. Steinn Magnússon danskrar ættar, hefur unniö alllengi í kjúklingana og blóðgar þá síðan. sláturhúsi Jóns á Reykjum. Hér rotar hann neinn vandi á því að losna við þá framleiðslu. Mig langar mik- ið til að auka við framleiðsluna á kalkúnakjötinu, en húsnæðis- skortur kemur í veg fyrir að hægt sé að auka framleiðsluna verulega". Aðspurður um, hvaö hafi leitt áhuga hans að alifuglarækt seg- ir Jón: „Á unglingsárunum var ég togarasjómaöur. En 1 byrjun síðara stríðsins vildu foreldrar mínir, að ég hætti sjómennsku og sú varð raunin. Haustið 1940 fór ég að Hvanneyri og lauk þaðan prófi. Áð loknu prófi hélt ég utan til Bandaríkjanna og lagði stund á landbúnaðarhag- fræði við ríkisháskólann í Wis- counsin í Bandaríkjunum. Við námið þar mátti ég velja eitt aukafag og varð alifuglarækt fyrir valinu, því að mér fannst að eitthvað mætti gera £ þeim málum heima á íslandi. Síöan kom ég heim og hóf búskap að Reykjum. Tjá víkur sögunni að árinu ^ 1960, en þá fór ég £ feröa- lag til Bandaríkjanna með Úr sláturhúsinu. Lengst til vinstri sér í Ásgeir Indriöason, en hann hefur unnið hjá Jóni í um þaö bil 6 ár. Þá kemur sonur Jóns, Guðmundur, og lengst til hægri er Benedikt Kristjánsson. leiði ég þetta 3—700 kg. af kjúklingakjöti á viku, dálítið eftir árstíðum. Framleiðslan er seld til Reykjavíkur að lang- mestu leyti, mest í hótelin, en ég sel ekki mikið í kjötbúðimar. Ég er einnig með aðra starf- semi hér. Ég el varphænur og sel, en þær eru af ítölskum stofni. Alikjúklingarnir eru af svokölluöu „Plymouth Rock“- kyni.“ Jón stundar ekki einungis sinn búskap þarna í sveitinni. Hann hefur látið félagsmálin mikið til sín taka og var í vor endurkjörinn til oddvitastarfs fyrir Mosfellshrepp. Þessu starfi Jóns fengum við mjög að kynn- ast meðan viö dvöldumst hjá honum. Ósjaldan var Jón kall- aður í símann, enda er í miklu að snúast í vaxandi sveitar- félagi. Þá fer Jón oft í bæinn, bæði í erindum hreppsins og fyrir- tækis síns, og allt tekur þetta sinn tíma. Á laugardögum og sunnudögum, þegar starfsmenn búsins hafa frí, hugsar Jón sjálf- ur um það, það tekur alltaf sinn Framhald á bls. 7 „Plymouth Rock“ alikjúklingar, nýkomnir úr eggjunum og bíöa flutnings til þess hluta hússins, þar sem þeir em aldir upp. STÓRBÓNDI MEÐ EINA KÚ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.