Vísir - 24.10.1966, Síða 4
Fyrirsvarsmaður fjölskyldu greiðir fulit fargjjald - aðrir fjölskyiduliðar hálft
Kynnið yður hin nýju f jölskyldufargjöld Flugfélagsins, sem giida frá 1. nóv-
ember tii 31. marz ASIar nánari upplýsingar veita Flugfélagið og ferðaskrif
stofurnar
V1 S IR . Mánudagur 124. október 1966.
NÝJUNG FLUGFÉLAGSINS - 50% AFSLÁTTUR AF FLUG-
FARGJÖLDUM TIL SKANDINAVIU FYRIR FJÖLSKYLDUNA
Háskólarektor —
frramh. af bis 9
þarf raunar þegar i stað að bú-
ast hér á landi, þótt ekki komi
til svo róttækrar endurskoðunar
á námstilhögun sem hér er léð
máls á. Mér viröast einnig mörg
rök hníga til árgangaskipunar,
en þar verður þó að gæta þess,
að veita mönnum nokkurt svig-
rúm, þannig að þeir séu ekki
útskúfaðir þótt þeir geti ekki
skilað námsefni að öllu leyti í
lok hvers árs um sig. Forsenda
fyíir slíkum breytingum er ó-
efað sú, að kennaralið sé stór-
aukið og því breytt að nokkru
leyti, þ. e. að tiltölulega fleiri
aðstoðarkennarar og æfingakenn
arar séu ráðnir en nú tíðkast,
og enn fremur myndi slík til-
högun ugglaust krefjast meira
húsrýmis en nú er talin þörf á.
Til viðbótar þessum hugmynd-
um, sem fela í sér verulega
styttingu náms í mörgum grein-
um, ber hms vegar að leggja
anðcna lækt við skipulega fram-
haSösteennsIu fyrir kandídata,
sem hafa starfað nokkurn tíma
úti í þjóðfélaginu, til upprifjun-
ar og til kynningar á nýjum
fræðilegum hugmyndum og nið-
urstöðum og til endurþjálfunar.
Slík námskeið þurfa að vera
skipulegur þáttur í hinni al-
mennu starfsemi háskóla, en
ekki námskeið, sem haldin eru
við og við. Þörfin á þeirri
kennslu er skýr — enginn er
fullnuma, allir þurfa endurnýj-
unar á menntun sinni. Þessi
námskeið virðast hvarvetna í
Evrópu vera á byrjunarstigi, en
sá tími er skammt undan, að há-
skólar hljóti að telja það meðal
brýnna verkefna sinna að sinna
þessum þáttum, og á það ekki
síður við um Háskóla íslands en
aðra háskóla.
Hér á landi er það enn áleitið
viðfangsefni, hvernig haga eigi
tengslum milli menntaskóla-
náms og háskólanáms. Þau
snöggu umskipti, sem nú verða
um kennslulag og námstil-
högun, er menn koma úr mennta
skólum í háskóla, er stórlega viö
sjárverð. Breytingin frá gersam-
lega bundnu námi til mikils
-m.Tc.aimoniaMmma............
frjálsræðis um námsval og náms
ástundun og til gerbreyttra
kennsluhátta er í raun og sann-
leika óverjandi frá menntunar-
legu og uppeldislegu sjónarmiði.
Þetta bil þarf að brúa með eðli-
legum hætti. í því efni er
margra kosta völ. Hugsanlegt er
að breyta til um námstilhögun
og kennslulag í efstu bekkjum
menntaskóla. Hitt er og til að
taka upp svonefnda college-til-
högun í háskólanum. Yrði þá
einu ári eða tveimur varið til
almennrar menntunar, þar sem
áherzla er lögð á námsgreinar
með miklu aimennu menntunar-
og þroskagildi, sem stæðu í
nokkrum tengslum við það sér-
nám, sem framundan er, og svo
að kenna mönnum þá náms-
tækni, sem þörf er á í háskóla-
námi. Við þessa háttu kæmi t. d.
mjög til greina að veita almenna
heimspekilega undirstöðumennt-
un og allvíðtæka yfirsýn yfir fé-
lagsvísindi fyrir þá stúdenta, er
hyggjast leggjá stund á ein-
hverja grein félagsvísinda svo að
dæmi sé tekið af þeim stúdent-
um, áður en þeir hefja sérfræöi-
iBikaiMliBB ,-adfeiarftttá1
nám sitt. Ef þessi kostur væri
valinn, ættu stúdentar að koma
18 ára að aldri í'háskólann, svo
sem nú tíðkast sums staðar í
löndum. Mér virðist ekki rétt að
láta nemendur stunda bundið
nám allt fram til 20 ára aldurs,
svo sem oft er um stúdenta hér
á landi. Ég mæli með lækkun
stúdentsaldurs, en út af fyrir sig
ekki í því skyni að stúdentar
hefji fyrr en nú er sérnám sitt.
Ef nemendur eiga að verða til 19
eða 20 ára aldurs í menntaskól
um, er brýnt verkefni að breyta
til um kennsluhætti síðustu ár-
in og veita svigrúm til kjör-
greina og náms, sem eigi er jafn
bundið og nú er. Þarf þá einnig
að miða meir en nú er að því
að kenna mönnum þá náms-
tækni, sem þeir þurfa að hafa
vald á, er til háskólanáms kem-
ur.
í dag er ekki unnt að reifa
gerr þessar hugmyndir. Almenn-
ar umræður um þessi efni eru
mikils virði, og er viðbúið að sHí
sýnist hverjum, svo sem vera
ber í lýðfrjálsu landi. Ymsir
reyndir skólamenn brjóta þessi
vandamál til mergjar þessi miss-
eri, og er vonandi, aö vel takist
um lausn þeirra.
Útför
STEFÁNS Ó. BJÖRNSSONAR
frá Laufási
fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. október kl. 10.30.
Kristín María Kristinsdóttir
Edda Svava John S. Magnússon
Hafsteinn Þór Stefánsson Halla Ólafsdóttir
Jón Baldvin Stefánsson Sif Aðalsteinsdóttír
Aöalheiöur Thorarensen.
2