Vísir - 24.10.1966, Side 8
8
VISIR
Utgefandi: BlaOaOtgáfan VISBR
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axe) rhorsteinson
Auglýsingar; Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099
Afgreiösla: Túngötu 7
Ritstjórn: Laugavegi 178 Slmi 11660 í-t> nnur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands.
t lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f
Befri blabamennska
jVlestar menningarþjóðir mennta blaðamenn sína sér-
staklega til þess starfs. Víðast er blaðamennska
kennd sem grein í heimspekideildum háskóla, en einn
ig eru algengir sérskólar í blaðamennsku. Þessu námi
er haldið úti á þeim forsendum, að það skipti þjóðfé-
lagið miklu, að blaðamenn hafi máltilfinningu, séu
fróðir um almenn málefni og hafi talsverða tungu-
málakunnáttu.
Hér á landi hafa málin ekki enn þróazt svo langt,
að ungt fólk eigi kost á námi í blaðamennsku. Oftast
gerast menn blaðamenn alveg óundirbúnir. íslenzkir
blaðamenn og útvarpsmenn eru oft gagnrýndir fyrir
mistök í málfari, lélegar þýðingar og þekkingarskort
á þeim sviðum, sem þeir skrifa um. Þessi gagnrýni
er stundum óréttmæt og stundum réttmæt. Það dylst
samt ekki, að margt mætti betur fara í íslenzkri blaða-
mennsku. Þetta er ekkert smámál, því útvarp, sjón-
varp og dagblöðin hafa geysileg áhrif og tilsvarandi
ábyrgð.
Bezta leiðin til að bæta blaðamennskuna er að
kenna hana á skipulegan hátt. Oft hefur verið bent
á nauðsyn þess að hefja slíka kennslu við Háskólann.
Þessu máli hefur verið hreyft undanfarið og hefur
komið í Ijós mikill skilningur ráðamanna. Að sjálf-
sögðu óttast menn alltaf kostnað, en í þessu tilfelli
er ólíklegt, að kostnaður yrði mikill. Nauðsynlegt
yrði að ráða sérstakan kennara til þess að fjalla um
blaðamennsku á hreinum, fræðilegum grundvelli, og
um hinar tæknilegu hliðar blaðamennsku, útvarps-
mennsku, útgáfustarfsemi og blaðafulltrúaátarfa.
Hins vegar hefur Háskólinn starfskrafta til að
kenna ýmsar hliðargreinar blaðamennsku. Þar eru
kennd íslenzk fræði: málfræði, setningafræði og bók-
menntir. Þar eru kennd nokkur erlend tungumál. Og
þar eru kennd landafræði og saga, íslenzk og alþjóð-
leg. Allt eru þetta greinar, sem eru eðlilegur þáttur í
blaðamennskunámi. Og í flestum tilfellum væri hægt
að notast við núverandi fyrirlestraflokka.
Eðlilegt er að hugsa sér, að B.A.-prófsnám í blaða-
mennsku fæli í sér nám í hreinni blaðamennsku, ísl.
fræðum, landafræði og sögu, og í a.m.k. einu erlendu
tungumáli. Þessum greinum má raða saman á ýmsan
hátt til þess að námið jafngildi hinum níu prófstigum,
sem mynda B.A.-próf. Full þörf er á verklegu námi
meðfram hinu bóklega og mætti leysa þá hlið máls-
ins í samstarfi við dagblöðin og Ríkisútvarpið, t.d.
með sumarstarfi á þessum stofnunum. Hinn aukni
kostnaður, sem Háskólinn hefði af kennslu í blaða-
mennsku til B.A.-prófs, yrði lítið meiri en kostnaður
við kennslu í einu erlendu tungumáli.
Þjóðinni er það mikið hagsmunamál, að sem minnst
bið verði á afgreiðslu þessa máls.
\\
\ \
: 7
V í
SIR. Mánudagur 24. október 1966.
Þessi böm dveljast í stærstu flóttamannabúöum veraldar I Palestínu. Þau eru enn þá ekki orðin sér
meðvitandi um áhyggjur og þungbært líf fulloröna f ólksins I flóttamannanýlendunni. Flóttamanna-
stofnun Sameinuðu þjóðanna stuðlaði að því að þessar búðir vom reistar.
ISÍ WtiÉíM U
WmMm lllll Wm 5
TIU KRÓNUR HANDA FLÓTTAFÓLKI
Þegar stórhörmungar skella
snögglega yfir, rótar það upp
tilfinningum manna um allan
heim, og fólk reynist almennt
mjög örlátt og hjálpfúst. En sjö
ár eru liðin síðan Tíbezku
flóttamennirnir og vandamál
þeirra voru forsíðuefni heims-
blaðanna. 1 dag era þeir litið
annað en ein af hinum hálf-
gleymdu raunasögum samtíðar-
innar.
★
Mánudagurinn 24. október n.
k. er dagur Sameinuðu þjóð-
anna. í ár er dagurinn tileink-
aður vandamálum flóttafólks.
Þann dag taka meira en tuttugu
lönd Evrópu höndum saman og
safna fé. Þessu fé verður varið
til’ að veita vandamálum Tí-
bezka flóttafólksins í Indlandi
varanlega lausn. Með tíu króna
framlagl yðar, og annarra lands-
manna, geta islendingar veitt
tvö hundrað flóttamönnum frá
Tíbet þak yfir höfuðið, vatnsból,
búpening og landbúnaðarverk-
verkfæri, sem gera þeim kleift
að sjá sér og bömum sínum far-
boröa.
★
Með sameiginlegu átaki
Evrópuhúa verður hægt að
hjálpa 30.000 Tibezkum flótta-
mönnum og bömum þeirra. Ef
augu manna opnast fryir því nú
— fyrir atbeina Evrópsku flótta
mannasöfnunarinnar hvílfk oln-
bogabörn þessir flóttamenn eru
eftir sjö ára útlegð, fjarri heima
landi sínu, væri hægt að ná
saman nægilegu fé til að hjálpa
þeim á fáum dögum. í dag býr
flóttafólkið viö hinar hörmu-
legustu aðstæður, innan skamms
getur það hafið nýtt líf — MEÐ
YÐAR HJÁLP. Framtíð þessa
fólks og barna þeirra er í okkar
höndum. Sýnum traust okkar á
Sameinuðu þjóðunum og mál-
efnum þeirra með framlagi til
flóttamannasöfnunarinnar. Tiu
krónur hrökkva skammt hér-
lendis, en tiu krónur frá okkur
nægja til þess að leysa vanda-
mál 200 Tibezkra flóttamanna
í eitt skipti fyrir öll.
Ávarp formanns
Flóttamannaráös Islands
Dagur Sameinuöu þjóðanna er 24. október n.k.
í ár er dagurinn helgaður Flóttamannastofnun
samtakanna. í samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir
mun ísland taka þátt í hjálparstarfinu með því að
safna fé handa flóttafólki í fjarlægum löndum.
Konur, börn og gamalmenni, sem búa við hin
ömurlegustu skilyrði, sult og seyru, sjúkdóma
og drepsóttir, þarfnast hjálpar.
íslendingar láta það ekki afskiptalaust, þegar
til þeirra er leitað til hjálpar þeim, sem hjálpar eru
þurfi. Hvorki skipta þá máli fjarlægðir, né stjórn-
málaskoðanir. Maður bjargar manni.
Minnumst þess, að með framlagi íslendinga
er unnt að bjarga fjöldamörgu ógæfusömu, sjúku
og þjökuðu fólki, þótt framlag hvers einstáklings
sé ekki hátt. Greiðum okkar framlag fúslega af
hendi á þessum degi Sameinuðu þjóðanna 24.
október 1966.