Vísir - 24.10.1966, Síða 9
V1 S IR . Mámda'nir 24. ok^óbsr 1968.
HÁSKÓLAKENNSLA HL ÝTUR AD HAFA
'ANNSÓKNARAÐSTÖÐUAÐ BAKHJARLI'
Úr ræöu Armanns Snævarr háskóla-
rektors á háskólahát'iöinni
TVTiklar vonir eru tengdar viö
‘ A starfsemi Raunvísindastofn
unar, sem ætlaö er þaö starfs-
svið að fjalla um undirstöðu-
rannsóknir á þeim sviðum, sem
nefnd voru, svo og öðrum svið-
um raunvísinda, sem síðar kann
að verða mælt fyrir um og fé er
veitt til í fjárlögum eða á annan
hátt. Virðist t. d. vera eðlilégt
að tengja jarðvísindarannsókn-
ir fljótlega við Raunvísinda-
stofnun, þar sem þær rannsókn-
ir eru næsta tvístraðar nú, og
raunar eru mörg rök til þess
að tengja saman á næstunni
starfsemi Náttúrufræðistofnun-
ar og Raunvísindastofnunar. 1
þvl sambandi má geta ályktunar
háskólaráðs frá 7. október 1965,
þar sem háskólaráð lýsir því,
að stefna beri að stofnun raun-
vísindadeildar eða vísindadeild-
ar svo sem nefna ætti þá deild
öllu fremur, við Háskólann hlð
allra fyrsta, og beri því einnig í
þvl sambandi að gefa gaum að
þeim möguleika að stofna til
kennslu og rannsókna I landb,-
vfsindum við Háskólann. Vís-
indadeild myndi þá væntanl. ná
yfir núverandi verkfræðideild,
sem rætt hefir verið um að auka
að starfssviði, náttúruvísindi,
sem væntanlega yrðu I fyrstu
aðeins kennd til B. A.-prófa og
ef til vill kæmi hér einnig til,
kennsla I fiskifræði og haf-
fræði I tengslum við náttúru-
vísindakennslu. Kannanir, sem
fram hafa farið I Háskólanum,
benda ótvírætt til þess, að mik-
ill hagur væri að því að stofna
til vísindadeildar hér við Há-
skólann. Skapar sú deild svig-
rúm til að taka upp ýmsar nýjar
greinir, enda styður hver ein-
stök grein mjög aðrar, stundum
svo að unnt er að tengja saman
kennslu I mismunandi greinum
að vissu marki, svo sem til dæm
is er gert nú I eðlisfræði fyrir
verkfræðistúdenta og stúdenta
sem lesa til B. A.-prófa I eðlis-
fræði, og á hinn veginn I efna-
fræöi fyrir læknastúdenta og
stúdenta, er taka B. A.-próf í
efnafræði. Hver háskóli nú á
dögum hlýtur aö telja þaö meg-
inmarkmið sitt að efla kennslu
og rannsóknir I raunvísindum,
og er vonandi að stofnun vís-
indadeildar hér viö Háskólann
sé skammt undan.
| september s. 1. var að fullu
skipuö nefnd til að semja
áætlun um eflingu Háskólans
næstu 20 árin. Nefnd þessi er
skipuð að ósk háskólaráðs, svo
sem lýst var á háskólahátíð í
fyrra. Formaður nefndarinnar
er Jónas Haralz, forstjóri Efna-
hagsstofnunar, tilnefndur af
menntamálaráöherra. Aðrir
nefndarmenn eru Pétur Bene-
diktsson bankastióri, er fjár-
málaráðherra nefndi til, fimm
nrófessorar, er háskólaráð kaus,
beir Ámi Vilhjálmsson. Hall-
dór Habdórsson, Magnús Magn-
ússon, Tómas Helgason og há-
skólarektor. Þá eiga sæti í
nefndinvi formenn menntamála
nefnda Alþingis, þau frú Auður
Auðuns og Benedikt Gröndal;
formaður Bandalags háskóla-
manna, Sveinn verkfræðingur
B’örnsson og formaður Stúd-
entaráðs Skúli Johnsen, stud.
med. Mikiö verkefni bíöur þess-
arar nefndar, en hlutverk henn-
ar er fyrst og fremst að semja
tillögur og álitsgerðir um starfs
svið Háskólans og byggingar-
framkvæmdir og gera grein fyr-
ir því fé, sem til Háskólans þarf
næstu áratugina, miðað við þá
stórkostlegu eflingu Háskólans,
sem I vændum hlýtur að vera.
Hér þarf fjölþættrar athugunar
við, svo sem ég hef rakið á Há-
skólahátíðum undanfarin ár.
Meðal annars hlýtur það að
koma i hlut nefndarinnar að
fjalla um stofnanir I þágu fél-
agslífs stúdenta, stúdentagarða,
stúdentamötuneyti og miðstöö
til félagslegra iðkana. Er við
margar erlendar fyrirmyndir að
styðjast I þessu efni, svo sem
kunnugt er, enda eru hér tekin
upp vinnubrögð, sem tíðkazt
hafa víða um áætlunargerð
um eflingu akademiskrar starf-
semi. Eru miklar vonir tengdar
við störf þessarar nefndar, og
er það mikilvægt, að nokkurt
fé er veitt til að ráða nefndinni
starfsmann.
þessu hausti er liðinn aldar-
fjórðungur síðan kennsla
hófst I viðskiptafræðum við Há-
skólann. Undanfari þeirrar
kennslu var Viðskiptaháskóli Is-
lands, sem stofnaður var 1938,
og starfaði I þriú ár. Var skóla-
stjóri hans Steinþór Sigurðsson
magister. Viðskiptafræðikennsl-
an hér við Háskólann hefir
gegnt miklu hlutverki. Takmark
kennslunnar hefir einkum verið
að veita mönnum, sem búast
til starfa I þágu viðskiptalífs og
athafnalífs. haldgóðan undirbún
ing.
Kennslan I deildinni hefir
bæði horft til hinna praktísku
eða raunhæfu þátta viðskipta-
fræðinnar, en einnig að ýmsum
hreinfræðilegum viðfangsefnum
einkum I þjóðhagfræði. Ég hygg,
að það sé samdóma álit manna,
sem til þekkja, að deildinni hafi
tekizt vel að tengja þessa tvo
þætti. Vissulega hafa kandidat-
ar deildarinnar verið eftirsóttir
til starfa og komizt vel áfram.
Hefir deildin brautskráð alls
189 kandidata.
Hafa viðskiptafræðikandidat-
ar haslað sér völl til starfa víða
I þjóðfélaginu, og starf deildar-
innar hefir skipt miklu máli I
athafnalífi þióöarinnar. Þess má
geta, að allmargir kandidatar
hafa farið til annarra landa til
framhaldsnáms.
Prófessor Ólafur Björnsson
hefir verið starfandi kennari við
deildina frá upphafi og fram til
þessa dags, en prófessor Gylfi
Þ. Gíslason var starfandi kenn-
ari við deildina fyrstu fimmtán
árin. Hafa þeir tveir einkum
mótað starfsemi deildarinnar.
Guðmundur Guðmundsson dós-
ent hefir og verdð kennari við
deildina frá upphafi.
Kennsla í viöskiptafræði fór
frá upphafi fram i laga- og hag-
fræðideild, sem stofnuð var
1941, en árið 1962 var sérstök
viðskiptadeild stofnuð. Vil ég
óska deildarkennurum til ham-
ingju méð afmælið og áma deild
inni allra heilla í mikilvægum
störfum hennar.
Ármann Snævarr
flytur ræðu sína.
^ háskólahátíðum undanfarin
ár hefi ég leyft mér marg-
sinnis að víkja að áhugamálum
um eflingu Háskólans, bæði um
þær greinir, sem nú er fengizt
við og svo aukið starfssvið Há-
skólans. Ég hefi reynt að sýna
fram á, að c.ll háskólakennsla
hlýtur að hafa rannsóknarað-
stöðu að bakhjarli — ef ekki
tengjast saman kennsla og rann-
sóknir er ekki fullnægt kröfum
og þörfum akademísks starfs.
Rannsóknaraöstaða skapast
ekki, fyrr en fullnægjandi vls-
indalegum bókakpsti er til að
dreifa, tækjum og húsnæði til
rannsóknar, ásamt starfsliði til
aðstoðar, eftir atvikum.
Vér vitum öll, að f þessum
efnum er mörgu ábótavant hér
við Háskólann og vér Háskól-
ans menn hljótum að segja þjóð
vorri eins og er, að hér vantar
fjölmargt til þess að aðstaða til
rannsókna megi teljast viðhlít-
andi.
íslendingar eiga því láni að
. fagna að eiga f jölda vel mennt-
aðra sérfræðinga á flestum þeim
sviðum, sem til greina kemur að
fást við hér f Háskólanum. Ég
held ekki, að neinn geti með
sanngimi haldið því fram, að
skortur sé á hugmyndum og til-
lögum frá hendi Háskólans
manna um eflingu Háskólans.
Það er hins vegar fjárskorturinn,
sem hefir orðið ærinn fjötur um
fór, sérstaklega um byggingar-
framkvæmdir og öflun bóka-
kosts. Margt hefir áunnizt á síð-
ustu árum, einkum um mikla
fjölgun starfsmanna, og vil ég
þakka ríkisstjórn og Alþingi góð
an stuðning við skólann. Fjár-
framlög til Háskólans á f járlaga-
frumvarpinu nýja hafa hækkað
um það bil 50% frá fyrra ári,
og tel ég öruggt, að slík hækk-
un sé einsdæmi f sögu Háskól-
ans. Er þetta stórum þakkar-
vert.
Á næstunni verða samdar vfö-
tækar framkvæmdaáætlanir fyr-
ir Háskólann til alllangs tíma
eftir rækilega könnun á þeim
stefnumörkum, sem setja á Há-
skólanum í framtíðarstarfi. Þeg-
ar þær áætlanir hafa verið samd
ar, mun það ásannazt, sem for-
ráðamenn Háskólans hafa sagt
fslenzkri þjóð árum saman, að
happdrættisféð — svo gott sem
það er, — verður aðeins hluti af
þvf fjármagni, sem Háskólinn
þarf á að halda næstu ár og ára-
tugi til byggingarstarfsemi sinn-
ar. Skilningur á þörfum Háskól-
ans og gildi rannsókna hefir
aldrei verið iafn mikill sem nú
hjá stjórnarvöldum, löggjafar-
þingi og almenningi. Sá skiln-
ingur er mikilv. og örvandi og
veitir okkur Háskólans mönnum
tilefni til að horfa fram á veg-
inn af nokkurri bjartsýni.
Umræður um skólamál hér á
landi snúast um of að ytri um-
gerð skólamála. Umræður horfa
hins vegar sjaldan að hinu innra
skólastarfi, hinu andlega lífi inn
an skólaveggja, þar á meðal
tengslum nemenda og kennara,
félagslífi nemenda og hvað gera
megi til að liðsinna nemendum
í starfi og þroska og þjálfa hæfi-
leika þeirra til að mannast fé-
lagslega, ef svo má að orði
kveða, eða að bættum kennslu-
aðferðum f vfðtækri merkingu
þeirra orða. Þá virðist einnig
skorta hér mjög umræður um
stefnumörk í kennslu, og
kennslutilhögun ber þessa óræk
merki.
Kennslutilhögun f háskólum f
y. Evro^ií^tór ^fzí ‘á' NirðúVjfind-
um og-Þýzkalandi, er reist á
þeirri hugsun, að háskólanám sé
að verulegustu leyti sjálfsnám
og að þroskavænlegast sé fyrir
stúdenta að njóta mikils frjáls-
ræðis í námi sínu. Á síðustu
áratugum hefir að vfsu verið vik
ið frá þessu, þ. á m. með því að
setja því hömlur, hve löngum
tíma menn geti varið til að skila
einstökum hlutum námsins. Ann
að auðkenni á háskólanámi síð-
ustu áratuga er það að kennslu-
tilhögun hefir verið að miklu
leyti með sama hætti fyrir alla
þá, sem stundað hafa nám í
tiltekinni grein, þótt að vfsu
komi þar til kiörgreinir á sum-
um sviðum. Þriðja auðkennið er
svo, að þróunin hefir yfirleitt
horft f þá átt að auka sífellt
námsefni og lengia námið.
Ég hygg, að ekki sé um ann-
að meir rætt nú við evrópska
háskóla en þörfina á þvf að
taka til gagngerðrar endurskoð-
unar stefnumörk í háskóla-
kennslu, kennslutilhögun og
vinnubrögð f háskólunum, bæði
af hendi kennara og nemenda.
Háskólarnir eru mjög á hvörf-
um síðustu áratugina, aðsóknin
hefir margfaldazt, vísindin
verða æ umfangsmeiri, rann-
sóknarstarfsemi æ kostnaðar-
samari. Fjölmennið við flesta há
skóla nú á dögum skapar sér-
stök vandamál, stúdentar ná
síður saman og samneyti
milli kennara verður æ minna. í
þessu efni hefir háskóli vor
sérstöðu, og vér eigum að not-
færa oss til hlítar kosti fæðar-
innar, sem eru margvfslegir
bæöi fyrir nemendur og kenn-
ara. Ágallinn við mannfæðina
hér er hins vegar sá, að hætt er
við að ekki skapist sú breidd í
starfsemina, sem oft er talin
nauösynleg til að mynda hag-
stætt rannsóknarumhverfi. Er yf
irleitt talið, aö ö*llu minni liá-
skólar en þeir, sem hafa innan
sinna vébanda um 4—5000 stúd
enta séu þess ekki umkomnir
að skapa slíkt rannsóknarum-
hverfi, sem greint var, og skyld;
þó foröast alhæfingar.
I umræðunum um nýskipan
námstilhögunar víða f Evrópu
er þaö mjög haft á oddi, að
greina beri milli mismunand’
kennslu- og námsstiga f háskól
unum, og yfirleitt virðist vera
mikil tilhneiging hjá mönnum
til að telja, að hið akademfskn
frelsi, að svo miklu leyti sem
það snýr að stúdentunum, eim
ekki framtíðina fvrir sér. Er at-
hyglisvert, að viða f löndum
virðast háskólastúdentar siálfir
einnig vera þessarar skoðunar.
en þeir telja, að þá hljóti hins
vegar að koma til stórmikið lið-
sinni hins opinbera við stúdenta
til þess að gera þeim fjárhags-
lega kleift að einbeita sér að
náminu. Frá hálfu háskólanna
er talið, að megin þörf sé á
auknu liðsinni um kennslu og
námsráð til stúdenta, og virð-
ast skoðanir manna einnig hnfga
að þvf að taka upp árgangaskip-
an og ætla stúdentum að Ijúka
prófum árlega. Um námstilhðg-
unina sjálfa virðast skoðanir
manna sfðustu árin hníga mjög
að þvf, að greina beri annars
vegar milli almenna háskóla-
námsins, sem lýkur með prófi
til frumlærdómsstiga, og svo
hins vegar framhaldsnámi, —
post graduate námi — til æðri
lærdómsstiga.
!y(j.
I vfðtækum álitsgerðum frá
Svfþjóð og Vestur-Þýzkalandi,
sem nýlega hafa verið kynntar,
eru settar fram þær hugmyndir,
að binda almenna námið, sem all
ur þorri kandídata telur full-
nægiandi, við fjögur ár, þótt frá
þvf kunni að víkja, sérstaklega
um læknisfræðimenntun. Sfðan
taki við framhaldsnámið, oftast
í tvö ár, til magistersstigs eða
licentiatstigs og sfðan önnur tvð
ár til doktorsprófa. Er þá gert
ráð fyrir, að framhaldsnámið til
beggja prófstiganna sé miklu
meir skipulag en sú er, svo sem
títt er f bandarískum háskólum.
Jafnframt eru svo settar fram
tillögur f sænsku álitsgerðinni
um, að mönnum séu a. m. k.
• eftir að komið er fram yfir mag-
istersstigið greidd laun, er sam-
svari aðstoðarkennaralaunum.
Athyglisvert er, að hugmyndln
um fjögurra ára nám til hins
almenna háskólaprófs, sem ým-
ist er nefnt Bachelorpróf eða
kandídatspróf, tekur einnig til
tæknimenntunar og menntunar
í raunvísindum.
Því takmarki að binda náms-
tímann við fjögur ár til hinna
almennu háskólaprófa verður
ekki náð, nema með því fyrst og
fremst að skipuleggja námið bet
ur en nú er, gera það virkara
og vinnubrögð beinskeyttari, og
svo með því f annan stað að
endurskoða gagngert námsefnið
og nema burt ýmislegt, sem þar
er nú, og eftir atvikum að koma
við kjörgreinum, þar sem stefnt
er að nokkurri dýpt í námi.
~|^g tel, að þessar hugmyndir
hafi mikið til sfns máls.
Þörfum þjóðfélagsins á sér-
menntuðum mönnum er vissu-
lega mjög oft borgið með mönn-
um, er hafa að baki fjögurra ára
einbeitt nám f háskóla. Ótvfrætt
er, að leggja beri aukna rækt við
skipulegt framhaldsnám til æðri
lærdómsstiga. Við þeim vanda
Frh á bls 4