Vísir - 24.10.1966, Page 11
»
„GuUdrengurinn“ hefur hann
oft verið kallaður Frakkinn Yves
Saint-Martin, fræknasti knapi
sem nú situr hesta í kappreiðum.
Hann er að vísu enginn drengur
lengur, því að hann er 25 ára,
kvæntur og á Htinn son. Eftir út-
litinu að dæma mætti þó fljótt
á litið halda, að hann væri mun
yngri að árum. Hann er 158 cm.
á hæð og 51 kg. að þyngd og alls
ekki „ellilegur“ að sjá.
„Ég borða mig sjaldan saddan,"
segir hann, því að það er svipað
Þreyttur að lokinni keppni.
„Er búinn að léttast um eitt tonn''
Frægasti knapi heims, fullorðinn maður, má ekki vega meira en 51 kíló
með líf knapanna og það er með
líf sýningastúlkna, þeir mega
ekki vera einu grammi of þungir
og heldur ekki grammi of léttir.
Það er gefin upp viss þyngd fyrir
knapa og það sem honum fylgir
(klæðnaður, hnakkur o.s.frv.) og
er þessi þyngd dálitið mismun-
andi, eftir því um hvers konar
kappreiðar er að ræða.
Yves Saint-Martin á átta
hnakka, sem vega þetta frá 800
grömmum upp í 1200 grömm hver
og hann á fimm pör af stigvélum,
sem vega hvert 120—400 grömm.
Mesti munaðurinn, sem Yves
Saint-Martin veitir sér í sam-
bandi við mataræði er kaffisopi,
koniakssjúss og sykurmoli áður
en hann heldur út í keppnina.
En þótt íþrótt sem reið-
mennska sé grennandi veldur hún
því um leið að menn þyngjast —
vöðvamir styrkjast og gildna,
enda er það mikið vandamál hjá
Yves. Á hverju sumri leggur hann
eitt, já eitt kíló af, í sambandi við
hverjar kappreiðar og hann segist
þannig vera búinn að „léttast um
eitt tonn f allt“.
Yves er starfandi hjá einum
þekktasta tamningamanni heims,
Mathet og situr yfirleitt aðeins
hesta sem hann hefur tamið, en
það eru heldur engar „bikkjur".
Launin, sem Yves fær eru undir
því komin hvernig hann stendur
sig á kappreiðunum, hann fær
10% af því sem eigandinn fær,
vinni hesturinn. Og hjá Yves er
það dálagleg upphæð, því að sagt
er að það að „Gulldrengurinn
sitji hestinn sé næstum því trygg
ing fyrir því að hann vinni.
En þaö er ekki hættulaust aö
Hún segist ekki sjá mann sinn
nema stundarfjórðung á hverjum
degi — hann hefur helgað líf sitt
reiðmennskunni, a.m.k. 1 bili. Á
hverju kvöldi verður hann að
fara snemma að sofa, að undan-
teknum mánudagskvöldum þvi að
hann keppir ekki á þriðjudögum.
Yves Saint-Martin getur ekki
talað um sumarfrí, hann fær að-
eins vetrarfrf, frá þvf f desember
þar til f febrúar og þá dvelst hann
allan tfmann hjá konu sinni og
syni. I vetur ætla þau f hnattferð
því að Yves er boðið að vera
knapi á kappreiðum suður í
Ástralíu og úr því aö þau þurfa
að fara umhverfis hálfa jörðina
ætla þau að taka hinn ltelminginn
með.
vera knapi og Yves segist ekki
geta talið öll þau skipti, sem hann
hefur dottið af baki. Hindrunar-
hlaupiö sé hættulegast, þá eru
þátttakendur oft mjög margir og
það þarf ekki nema litlu að
muna. Eitt minnisstæöasta „fall“
Yves var, þegar hann var 15 ára
og þeyttist af hestinum upp f loft
yfir girðingu og út á veg. Af-
leiðingin var: handarbrot. En
versta fallið var í fyrra, þá
sködduðust vöðvar í bakinu og
þjá þau meiðsli hann enn.
Eiginkona Yves, Michele fylgist
meö honum, þegar kappreiðar eru
háðar á sunnudögum f nágrenni
Parfsar, hún fylgist með honum
í kfki og oft er henni órótt innan-
brjósts.
Friðarverðlaunum Nobels
verður ekld úthlutað i ár, var
tilkynnt fyrir fáum dögum. Það
er svo sannarlega sorglegt tfm-
ans tákn, að enginn einstakllng-
ur eöa samtök, skyldu svo af
öðrum bera í baráttu sinni fyrir
friði í heiminum, að þeir ekki
þættu verðir þessarar sæmdar.
Þó eru blóðugar styrjaldlr háð-
ar, og við liggur að upp úr
sjóði annars staðar.
Við skulum bara vona, að
næsta ár hafi einhver sá aöili
markað þau spor i friðarátt, að
viökomandi dómnefnd, sem mun
vera norska stórþingið, verði
á eitt sátt um úthlutunina.
„Snöggur skrifar um orðu-
veitingar:
„Oft verður maður hissa á því
hverjir hljóta orður og fyrir
hvaS þeir fá þær. Nú fyrir
skömmu birtist listi frá orðu-
ritara yfir nokkra menn, sem
höfðu fengið sinn riddarakross,
og þar var um að ræða menn,
sem auðvitað voru sæmilegustu
menn, en að þeir hafi einhverja
þá sérstaka verðleika til að
bera, annað en það sem þeim
ber, samkvæmt sinni vlnnuráðn-
ingu og kaupi, þess er ekki get-
ið í tilkynningunni, enda verður
það mjög dregið í efa. A. m. k.
Iiggja ekki nein landskunn afrek
eftir neinn þeirra, og hafi þeir
unnið einhver þau störf til al-
menningsheilla umfram aðra
menn f svlpuðum stööum, þá
bæri að geta þess um leið og
mennimir eru sæmdir. En þess
er aöeins getið að um sé að
ræöa, störf á sviði verklegra
framkvæmda, störf að banka-
málum ,störf í þágu íslenzkrar
samvinnuhreyfingar, störf að
veitingarekstri o. s. frv.
Orðuveitingar eru orðnir svo
hversdagslegir hlutir, að menn
fá fálkakross fyrir að hima nógu
lengi t. d. f sama opinbera starf-
inu, án bess að gera melrl hátt-
ar axarsköft... Með sömu þró-
un mætti alveg eins taka upp
þann hátt í samninga um kaup
og kjör opinberra starfsmanna,
að ákveönum launaflokkum
fylgi riddarakross. Og þar eð
ég hefi sannfrétt, aö til að verða
sæmdur fálkaorðu þurfi vissan
fjölda meðmælenda, sem send-
GÖTU
ist tll orðunefndar, sem sfðan
mælir með því við forseta, að
viðkomandj orða sé veitt, þá
geta hvaða menn sem er, bund-
izt samtökum um að mæla hvor-
ir með öðrum. Það gæti t. d.
réttlætt oröuveitingu, alveg eins
og það að hima nógu lengi 1
opinberu starfi, að hafa verið
svo og svo lengi í sama skips-
rúmi, eða tóra svo og svo lengi
á sama harðbalakotinu.
Það er augljóst mál, að for-
sendumar fyrir veitlngu fálka-
orðu eru oft og tfðum ekki nægi
legar og ætti þvf aö setja fast-
ari skorður fyrir slíkri veitlngu,
þannig að fálkaorðan sé vlrð-
ingaraukl, en ekki fordildur,
sem dritað er út meðal manna,
eftir einhverjum annarlegum
leiðum".
„Snöggur".
Þökk fyrir bréflð „Snöggur“.
Ég er þér að sumu leyti sam-
mála, en að öðru leyti ekki, er.
kannskl við mælum hvor með
öðrum, þegar þar að kemur og «
sjáum til hvort það dugar. J
Þrándur f Götu. 2
ÞRÁNDUR í