Vísir - 24.10.1966, Side 15
V1SIR. Mánudagur 24. október 1966.
I PRINTEP A NOTE ON A PtBCB
OF PAPER ANO TACXED IT ON
THE POOR...THEN RAN FOR THE
FOREST-THE BETTER TO WATCH
Hjólbarða- og benzinsalan
við Vitatorg. Sími 23900
Barðinn h.t.
Ármúla 7. Sími 30501
* '-nna \ srzlunarfélaglð h.V.
Skipholti 15. Sími IplS* *
METZELEB
hjólbarðamir eru sterkir og
mjúkir, enda vestur-þýzk gæða-
vara.
Þegar ég leit út um gluggann, gat ég séð
annan bát, sem var hleypt niður skipssíðuna.
Þeir voru aö koma aftur og nú allir saman.
Ég skrifaði tilkynningu á pappírssnepil og
festi hann á dymar... svo hljóp ég til skóg
arins — það var betra að horfa þaðan og
vera ekki séður.
En nú voru þau komin heim aft-
ur og Chris haföi eytt fríinu sínu
og fór nú daglega til London til
að vinna. Jenny fannst ástæðu-
laust að vera þama lengur, hins
vegar var full ástæöa til þess aö
hún færi. En þegar hún minntist
á það við Fran og Chris gengu
þau á eftir henni og báðu hana
um að vera áfram. — Nema þaö
sé svo að þú þolir ekki aö sjá
mig sagði Fran og bætti við: —
Góöa Jermy, þú mátt ekki fara frá
okkur.
Og Jenny s-varaði vitanlega, að
hún gæti það ekki. En hvað mundi
Fran segja, ef hún vissi sannleik-
ann? Já og Ohris enda líka.
Henni fannst klukkan hafa verið
sett aftur, og að nú væri allt með
sama hæí.ti og meðan Sally lifði.
En nú var þó allt erfiðara. Því að i
Chris var svo brennandi ástfanginn I
Jenny sýndist hann miklu ástfangn
ari af Fran en hann hafði nokkurn
tíma verið af Sally.
Það var frú Mayfield sem leysti
frá skjóðunni einn morguninn þeg
ar Jenny var í eldhúsinu að tala
um matinn fyrir dagimi. Jenny
fann vel, að hún átti ekki að i
skipta sér af þess háttar lengur.
Fran átti aö taka við stjóminni á
heimilinu, en það var svo að sjá
sem hún hefði ekki hugmynd um
hvaða skyldur hvíldu á henni, eða
hvemig hún átti að gegna þeim.
— Ef herra West væri ekki svona
hrifinn af frú West, sagöi frú May-
field ergileg, — mundi hann segja
hermi eitt eða tvö sannleikskom.
Þama liggur hún í bælinu langt
fram á dag, undartekningarlaust.
Og hún nennir ekki einu sinni að
hugsa um blómin sín! Ég segi yður
það satt, ungfrú Jenny, að sama
daginn sem þér farið héðan segi ég
upp vistinni!
— Æ, nei frú Mayfield — það
mundi yður aldrei detta í hug!
— Þér skuluð nú sjá það!
Jenny varp öndinni og hélt á-
fram að tala um matinn. Fyrir
ýmsu þurfti að hugsa, og ýmislegt
þurfti aö kaupa.
Allt í einu tók frú Mayfield fram
í: — Mig minnir að þér segöuð í
gær, að þér heföuð mikið að gera
í dag — að ganga frá teikningum,
sem þér þyrftuð að senda.
— Já, þaö er alveg'rétt, en ég
hef samt tíma til aö síma í nokkr-
ar verzlanir og panta vörur.
— Getur frú West ekki gert það?
Ég get ekki séð að hún hafi annað
þarfara að gera.
— Frú West er þreytt í dag,
sagði Jenny stutt. — Hún svaf
illa í nótt. Hún hefur ekki vanizt
loftslagsbreytingunni ennþá.
Frú Mayfield fussaði. — Hún hef
ur verið héma £ tvo mánuði. Hún
ætti að hafa vanizt loftinu fyrir
löngu!
— Ef til vill. En þér verðið að
muna, að það hefur verið kalt hérna
undanfarið, og það getur verið ó-
þægilegt fyrir hana, sem er vön
svo miklum hita.
Jenny fór úr eldhúsinu án þess
að segja meira. Hún var dálítiö
gröm út í frú Mayfield, sem átti
að vita að hún átti ekkert með
að setja út á nýju húsmóðurina
sína. Chris mundi verða fokreiður
ef hann vissi þetta. Hún andvarp-
aði á leiðinni inn í stofuna hans
til að síma til kaupmannanna. Það
lagöist í hana að ýmislegt mundi
verða eríitt hjá Fran í framtíð-
inni ef hún yrði ekki forsjálli.
Hún var hissa á því, að Fran gerði
sér ekkert far um að láta bera
á því að hú:: vært y-íátnðOir á heim
ilinu. Jenny hafði grun um, að
hún mundi vera afar löt og fram-
takslaus. Hún virtist aldrei nenna
að taka hendinni til neins sjálf,
ef hún gat látið aðra gera það fvr-
ir sig.
Jenny hafði nokkrum sinnum
furðað sig á því, að Chris virtist
steinblindur fyrir öllum göllunum
á Fran. Og þó voru þeir augljósir.
Vist var hún falleg á að líta, og
þegar hún tók á töfrum sínum var
hún ómótstæðileg. En Jenny var
hissa á því, aö Chris krafðist einsk-
is annars af henni. Hún virtist ekki
hafa neitt gaman af bókum, tónlist
eða myndlist. Ef hún las nokkuð á
annaö borð voru það glæpasögur,
og tónlistargleöin náði ekki lengra
en til rockn’roll. Það gat verið gott
til síns brúks — en í sambúð við
Chris?
En þetta varð svo að vera, hugs-
aði Jenny með sér er hún fór aö
vinna að teikningunum. Hitt var
miklu verra, að Fran virtist vera
alveg sama um börnin. Eftir tvo
fyrstu dagana skipti hún sér ekkert
af þeim. Hún virtist telja sjálfsagt,
að Lily hefði allan veg og vanda
af þeim, og það var sjaldan, sem
hún bauð þeim góða nótt, hvað þá
meira. Yfir hádegisverðinum, sem
þau borðuðu að jafnaði saman,
leiddist Fran sVo mikið masið í
bömunum, að Jenny hugsaði með
hryllingi til þess hvemig fara
mundi þegar Fran ættí að borða
ein með bömunum. Og hún taldi
líklegast, að þá mundu bömin
verða látin borða með Lily inni í
bamaherberginu.
Jenny lagði frá sér blýantinn
þegar hún heyrði símahringinguna.
Henni fannst réttast að svara sjálf,
þvi að Lily mundi vera úti með
bömin, frú Mayfield i eldhúsinu og
Fran ekki komin á fætur.
Hvern tala ég viö?
Get ég fengið að tala við frú
West?
Jenny fannst hún kannast við
röddina, en vissi þó ekki hver
maðurinn var.
— Hvaö er nafnið, með leyfi?
Hún heyrði stuttan hlátur. Og
röddin, sem svaraði var ertandi: —
Veiztu það ekki? Nei, vitanlega
ekki'. Síðast þegar við hittumst,
sagðir þú að þú vildir hehct ekki
tala við mig oftar. Það var alls
ekki fallega sagt, fannst mér. Og
flónslegt líka. Við hefðum getað
átt marga skemmtilega stund sam-
an.
Jenny langaði til að skella tal-
tækinu á kvíslina. En hún mundi
að í þetta skipti varöaði samtalið
ekki hana, heldur Fran. Robert
Drabe var að síma til Fran. Hvern
ig gat staðið á því?
— Það gleður mig að geta sagt
að Fran er miklu alúölegri við mig
en þú, hélt röddin áfram.
Jenny svaraði stutt: — Er hún
það? Ég vissi ekki einu sinni að
þið þekktust.
— Jú, við erum gamlir kunningj
ar. Eða réttara sagt: Við erum
orðnir gamlir kunningjar eftir aö
hafa þekkzt stuttan tíma.
Nú varð stutt þögn, og Jenny var
að velta fyrir sér hvort hún ætti að
segja að Fran væri ekki heima. Ef
til vill átti hún að fara Iengra og
segja berum orðum að hún væri
mjög mótfallin því að þau hittust.
En kannski var réttara að segja
Fran þetta ...
— Kannski þú viljir segja henni
að mig langi til að tala við hana,
sagði Robert. — Ég hugsa að henni
þyki gott að heyra það. Og það
ætti þér reyndar að þykja Hka, þeg
ar ég hugsa mig betur um. Það
ætti að koma sér vel fyrir þig, að
ég skærist í leikinn og yrði hjóna-
djöfull. Ég held varla að það væri
erfitt. Það er svo að sjá, sem hún
sé að drepast úr leiðindum þama
út frá . .. Og þegar á allt er litiö
held ég að þér séiekki á móti skapi
að bola henni frá. Þú ímyndaðir þér
að hann mundi biðja þfn — var það
ekki?
Jenny tók öndina á lofti. Hvemig
dirfðist Robert að segja þetta upp
í opið geðið á henni? Hún gat ekki
skilið að hún hefði nokkum tíma
gefið honum ástæðu til að halda,
að hún vonaöi að giftast Chris þeg
ar hann kæmi aftur. Hún hélt að
sú von hefði verið falin í hjarta
hennar. Var hugsanlegt að nokkur
annar hefði getið sér þess til?
Hafði fólk talað um að hún væri
ástfangin af Chris? Og hvað yrði þá
Passamyndir
Teknar í dag — Tilbúnar á morgun.
Sér tímar eftir samkomulagi.
Ljósmyndastofa Péturs Thomsens
Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl.
7 sími 24410.
ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR
úr harSpIasti: Format innréttingar bjéSa upp
á annaS hundraS tegundir skópa og lifaúr-
val. Allir skópar meS baki.og borSpIata sér-
smiSuS. Eldhúsið fæst mcS hljóScinangruS-
um stólvaski og raftækjum af vönduSustu
gcrS. - SendiS eSa komið meS mól af eldhús-
inu og viS skipuleggjum eldhúsiS samstundis
og gerum ySur fast verStilboS. Ótrúlega hag-
stætt vcrS. MuniS aS söluskattur er innifalinn
í tiIboSum fró Hús & Skip hf. NjótiS hag-
stæSra grciSsIuskilmóla og
lækkiS byggingakostnaSinn.
HIEH
RAFTÆKI
HÚS & SKIP hf. LAUGAVCCI II • SIMI lllll
langt þangað til að það bærist
honum til eyma? Og Fran?
— Það er ósvífni að segja þetta,
sagði hún með ákefð. — Og það er
hreinn uppspuni líka.
— Er þaö? Jæja, Við skulum ekki
bítast um það. Að minnsta kosti
ekki núna
Jenny heyrði fótatak og þegar
hún leit viö sá hún Fran i dyrun-
um. Hún var í dökkbláum inni-
kjól.
Orðsending
Nú geta þeir bíleigendur, sem aka
á hálfslitnum eða slitnum sumar-
dekkjum látið breyta þeim í snjó-
munstruð-dekk á aðeins 20 mín. og
kostar aðeins frá kr. 100 (pr. dekk)
Veriö hagsýn og veriö á undan
snjónum. Við skoðum ykkar dekk
aö kostnaöarlausu.
Opiö virka daga kl. 8-12.03 og
14-20, Iaugardaga frá kl. 8-
12.30 og 14-18, og sunnudaga
eftir pöntun 1 slma 14760.
MUNSTUR OG
HJÓLBARÐAR
Bergstaöastræti 15
(gengið inn frá Spítalastlg)