Vísir - 26.10.1966, Blaðsíða 9
ÍSIR . M?*
i
það veit enginn nema sá sem til þekkir hvílíkt amstur fylgir
stjóm eins sveitar- eða bæjarfélags úti á landi. Vaxandi bæjar-
félag, sem byggir afkomu sína á hverflum auðæfum hafsins. Þar
sem menn stritea meö súrum sveita áriö um kring og duttlungar
náttúrunnar eða hending ein ræður þvf hvort menn lifa í allsnægtum
eöa hafa fullt í fangi við að afla síns daglega brauðs. — Þar sem
allir þekkja alia og loftiö er undarlega blandið samvinnuþeli ann-
ars vegar, nágrannakritl og sundrung hins vegar. Á slikum stöðum
speglar mannlífiö að sumu leyti sina upprunalegu mynd. Sjálfs-
bjargarviðleitnin er snar þáttur f lffi fólksins. Slíkir staðir hafa
lítið við óræða hugsuði og draumóramenn að gera. Lífsbaráttan
einkennist af glímunni við raunveruleikann, átök við náttúruna og
áþreifanleg verkefni. — Á slíkum stöðum er það þrautseigjan, sem
mestu ræður og þeir ala harðjaxla, sem vaða elginn, hvemig sem
al.lt veltist. Líf þeirra öðlast fyrst gildi þegar glíman harönar.
Ásgrímur Hartmannsson
Þaö er kannski þessi seigla,
sem haldið hefur lífi í stað eins
og Ólafsfirði og fleytt hefur
staðnum yfir marga örðugleika
siðustu ára og gert hann að einu
Iffvænlegasta plássi á Norður-
iandi, þrátt frir hörmungar síld-
arleysisins og margra ára afla-
leysi við Noröurland.
Þegar bæjarstjórinn á Ólafs-
firði, Ásgrímur Hartmannsson,
var hér á ferð um daginn not-
aði Vísir tækifærið og innti
hann almæltra tíðinda úr kaup-
staðnum, en þar standa fyrir
dyrum miklar framkvæmdir í
ár og á næsta sumri.
Aukning vatnsveitu —
hitaveita í hverju húsi
— Aðalframkvæmdimar, sem
nú standa yfir hjá okkur, byrjar
Ásgrímur, eru vegna kalda vatns
ins. Það er viðbótarvatnsleiösla
í framhaldi af þeirri gömlu, en
vatniö hefur verið nokkuð af
skofnum skammti.
Uppsprettan, sem nú er veriö
að virkja, er undir fjallshlíðinni
ofan við bæinn og það er ljóst
að nóg vatnsmagn er þar til
frambúðar. Það er nýbúið að
steypa vatnsþró, fyrir nýju
lögnina, en hún verður lögð á
næstunni. Leiðslur úm bæinn á
einnig að ándurbæta. Gert er
ráð fyrir að þessu ljúki á næsta
ári.
—Hefur hitaveitan nægjan-
legt' vatnsmagn eins og er, er
ekki í ráði að stækka hana?
— Það hafa öll hús í Ólafs-
firði hitaveitu eins'" og er,. en
það er verið að athuga mögu-
leika á aukningu, og ekki endan-
lega ákveðiö hvaða leiðir veröa
farnar. Með þeirri notkun sem
nú er er hitaveitan alveg fúll-
nýtt, það er að segja það vatn,
sem fyrir hendi er. Þó á að vera
hægt aö ná meira vatni á þessu
sama svæöi, sem nú er nýtt
e. t. v. meö því að víkka leiðsl-
ur.
Ný hafnarkví og drátt-
arbraut að ári
— Eru ekki einhverjar fram-
kvæmdir á döfinni í hafnarmál-
um? Það fara sögur af því, hvað
hafnarskilyrðin hjá ykkur séu
erfið og ekki fyrir aðra en inn-
3 boma að stunda þaðan sjóinn.
—Jú, hafnarframkvæmdir
eru í athugun. — Það er okkar
stærsta mál og erfiðasta. Það er
ekki nægjanlegt rými í gömlu
hafnarkvínni fyrir þessa stærri
báta. Hún er heldur ekki nógu
örugg né kyrr, ef eitthvað er
að veðri og vindur stendur inn
fjörðinn. — Það eru um 20 trill-
ur, 5 litlir dekkbátar og sex
stærri bátar (100 tonn og meira)
gerðir út frá Ólafsfirði og það
leifir varla af plássinu í höfn-
inni. Skipastóllinn er líka aó auk
ast og er skemmst að minnast
nýja skipsins, sem Magnús Gam
alíelsson útgerðarmaður lét
smíða á Akureyri og hleypt var
af stokkunum í sumar.
Viö höfum hugsað okkur að
hefja byggingu nýrrar hafnar-
kvíar.
Svo er einnig í ráði að byggja
dráttarbraut á Ólafsfirði. Senni-
legast að höfnin byggi hana og
leigi síðan. Það hefur þegar
vaknað áhugi vissra aöila á leig-
unni. Dráttarbrautin á að veröa
fyrir 400 lesta skip.
Nýr gagnfræðaskóli og
sjúkrahús
— Svo að við snúum hugan-
um eitthvaö að þeirri menningu
sem síður þótti og þyki kannski
enn látandi í askana, hvemig er
skólamálum komið á Ólafsfirði?
— Ja, það er verið að undir-
búa byggingu gagnfræðaskóla á
næsta ári, rétt verið að Ijúka
við teikningar. Þar á að vera
heimavist fyrir sveitabörnin héð
an úr sveitinni. Sveitabæimir
hér í Ólafsfirði tilheyra einnig
bæjarfélaginu.
Gagnfræðaskólinn hefur verið
undir sama þaki og bamaskól-
inn þar er orðið nokkuð þröngt
setið. Þennan nýja skóla höfum
við hugsað okkur byggöan í á-
föngum og að byrjað verði á
honum að ári.
Eitthvað er fleira af bygginga-
framkvæmdum á döfinni. — Við
höfum ekkert sjúkrahús eins og
er. Lengi vel var notazt viö
gamalt sjúkraskýli, en það er
löngu orðið óhæft og legusjúkl-
inga hefur orðið að senda til
Akureyrar eða stundum til Siglu
fjarðar. Úr þessu á að reyna að
bæta og byggja sjúkraskýli sem
gæti tekið 15 legusjúklinga og
elliheimili fyrir 12 legusjúklinga
Hvemig helzt ykkur á lækn-
unum?
— Við höfum haft sama lækni
undanfarið ár. Annars hefur
gengið erfiðlega að fá lækna,
eins og víðar. Þeir hafa ekki
staðnæmzt nema eitt ár eða
skemur.
— En kennara, hefur ykkur
tekizt að ráða nægjanlegt kenn-
aralið?
— Það er fullskipað kennara-
lið hjá okkur núna, svo að við
erum vel settir hvað það snert-
40 íbúðarhús í smíðum
— Eru kannski einhverjar
fleiri framkvæmdir, sem vert
væri að geta?
— Já, það er verið að undir-
búa að fara út í varanlega gatna
gerð og ætli þaö verði ekki
reynt að hrinda þvl eitthvað
áleiðis á næsta ári. Við erum
raunar dálítið háöir Akureyring-
um í þeim efnum, því viö ætlum
að reyna að fá lánuð malbik-
unartæki hjá þeim.
Nú svo er mikið um einstakl-
ingsframkvæmdir á Ólafsfirði.
Það er búið að úthluta 25 ein-
staklingslóðum frá áramótum og
þar fyrir utan eru 20 hús I
smiðum frá fyrra ári, svo að
nú eru yfir 40 hús í byggingu,
mest megnis einbýlishús. Bygg-
ingarfélag verkamanna hefur i
hyggju að byggja fjölbýlishús á
næstunni, sem er nýmæli hjá
ír.
Frá Ólafsfirði.
OKkur. nusuyggenaunm eru
næstum allt ungir menn, sem
eru að stofna heimili. Unga tólk-
ió heiui staonæmzt meira á Ól-
afsfiröi seinustu árin og þeir
sem fluttu burtu eru jafnvel að
koma til okkar aftur. En þao
er erfitt að fá húsnæði, nema
að byggja.Okkur hefur til dæm-
is gengið erfiölega að útvega
kennurum húsnæði.
— Hvaö eru íbúarnir þá orön-
ir margir?
— Þeir eru 1048, samkvæmt
síöasta manntali en hefur senni-
lega fjölgað eitthvað stðan.
Ekkert smjörfjall
— Byggist atvinnan ekki aó-
allega á sjónum, þrátt fyrir sild-
arleysið?.
— Jú, hún byggist mest á
sjónum, en þó höfum við land-
búnað í Ólafsfirði, sem fullnægii
þörfum bæjarins, það er raunar
engin offramleiðsla — það mynd
ast ekkert smjörfjall hjá okkur.
Iðnaðurinn hefur aukizt veru-
lega seinni árin, þó að ekki sé
um neinn framleiðsluiðnað aö
ræöa nema fiskiönaðinn. 2 tré-
smíöaverkstæði eru í bænum,
2 bifvélaverkstæði og eitt véla-
verkstæði, svo er hér maður,
sem gerir viö útvörp og tæki
og auk þess tæki fiskiskipanna,
en slíkir menn eru nauðsynlegir
á svona stöðum.
Hraðfrystihúsin eru tvö: Hrað
frystihús Ólafsfjarðar og Frvsti-
hús Magnúsar Gamalíelssonar.
Smærri bátarnir eru mikið á
þorskveiðum, með færi eða línu,
en ufsaveiðin brást í sumar, og
tíöin var raunar óhagstæð fyr-
ir veiðar f sumar. -
Heimabátar og hæsta
sfldarskipið
— Síldarbræðsla er í tengsl-
um við Hraðfrystihús Ólafs-
fjarðar. Heimabátamir, sem eru
á síldveiöum fyrir austan, hafa
komið hingaö meö afla sinn,
þegar færi hefur gefizt og
bræðslan er búin að taka á móti
um 6500 lestum, sem er eitt
það mesta, sem verið hefur hjá
okkur.
— Hefur Eggert Gíslason á
Gísla Áma ekki komið til ykkar
með slatta ööru hvoru?
— Jú, hann kemur oft til okk-
ar, byggði sér héma lítið hús,
og konan hans er þar yfir sum-
artímann, en hún er ættuð frá
Ólafsfirði.
í fyrstu ferðinni til Ólafsfjarð
ar I sumar kom hann með 420
tonn, sem er mesti afli sem
þangað hefur komið.
Viðreisn í tðnlistarlífinu
— Kanski að við snúum okk-
ur þá aðeins undir lokin að
skemmtanalífinu í bænum?
— Já, það stendur til að
byggja félagsheimili á ólafsfirði
innan tíðar, sem vitanlega verð-
ur til þess að glæða skemmtana-
lífið. Leikfélag Ólafsfjarðar hef-
ur alltaf starfað eitthvað á vet-
uma, fengið mahn frá Reykja-
vík til þess að setja upp leik-
rit.
Við erum nýbúnir að fá til
okkar söngkennara, en það hef-
ur gengið erfiðlega að fá fólk
til þess að kenna söng. Hann
heitir Magnús Magnússon og er
menntaður f A-Þýzkalandi. Hann
mun einnig sjá um kirkjusöng-
inn og taka að sér karlakór-
inn sem hefur ekki haft söng-
stjóra nú f nokkur ár. Okkur
þykir að sjálfsögðu ártægjulegt
að hafa fengið Magnús og það
réði áreiðanlega nokkru að hann
kom til okkar að hann er Ólafs-
firðingur að uppruna.
Framh. á bls. 6.