Vísir - 26.10.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 26.10.1966, Blaðsíða 16
LAGT VERÐI VERÐJÖFNUNAR- INNFLUTT Míðvikudagur 26. oktðber I®66. Skúkkennsla tek- GJALD A í Hampiðjunni í morgun. in upp í skólurn Samvinna hefur tekizt með Æskulýðsráði Reykjavíkur og Tafl- félagi Reykjavikur um skákkennslu í skólum i samráði við skólastjóra viðkomandi skóla. Nokkrir þekktir menn úr röðum skákmanna munu annast skákkennslu í skólum borg- arinnar á vetri komanda og verður skákkennsla þessi þáttur í tóm- stundaiðju og félagsstarfi nemenda. Ætlunin er, að kenna helztu byrjanir skáktaflsins, kynna skák- gildrur, tafllok o.s.frv. Skákkenn- arar munu og tefla fjöltefli við nemendur og efna til innbyrðis kapptefla með þeim. Einnig er í ráði að kenna nemendum að fara Framh. á bls. 6. Stefnt er að bví að tryggia rekst- ur Hampiðiunnar hf. með verð- jöfnunargjaldi á innflutt veiðarfæri jafnframt er þess vænzt að gjald- ið geti begar frá líður orðið lyfti- stöng alhliða veiðarfæragerðar á ís- landi. Hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp er gerir ráð fyrir verð- jöfnunargjaldi er nemi tveim prós- entum af tollverði innfluttra veiðar færa. Skal leggja verðjöfnunargjald ið í sérstakan sióð, Verðjöfnunar- sjóð veiðafæra. Skal fé sjóðsins var ið til eflingar veiðarfæraiðnaði í landinu. Iðnaðarmálaráðherra setur með reglugerð ákvæði um fram- kvæmd laganna, stjórn og vörzlu sjóðsins. Framh. á bls. 6. VEIÐARFÆRI RÝR SÍLDVEIÐI SÍÐUSTU VIKU — en heildaraflinn orðinn yfir 520 þús. lestir Afli síöustu viku gerir ekki stórt strik í reikning síldveiðanna, hann var aðeins 4.206 lestir, eða nær fjórum sinnum minni en mesti sólarhringafli sumarsins. Heildar- aflamagn sildveiðanna i sumar er þá orðið 523.928 lestir og sumarið því orðið eitt mesta síldarsumar, 7 ntyndir selzt á sýningu GuÓmunduj Góö aðsókn hefur veriö að sýn- ingu Guðmundu Andrésdóttur list- málara í Bogasal, en sýningin var opnuð um helgina. Hafa 7 myndir selzt. Sýningin stendur tii n. k. sunnudagskvölds. sem yfir hefur gengið, um þetta leyti í fyrra var síldaraflinn 393.674 eöa 124 þús. lestum minni en nú. Auk þess hafa erlend skip landað 5.500 lestum í íslcnzkum höfnum í sumar, mest á Hjalteyri. Mestur hluti aflans hefur fariö í bræöslu og aðeins 55.777 lestir S sciltun eða rúmum 2 þúsund lestum minna en í fyrra. Langmest síldarinnar hefur bor- izt til Seyðisfjarðar, 123.928, eða knappur fjórðungur heildaraflans. Neskaupstaður hefur fengið 75.449 lestir, en Raufarhöfn og Eskifjörð- ur yfir 50 þúsund, á aðrar hafnir hefur miklu minna borizt. Um síðustu helgi höfðu þrjú skip fengið yfir 7 þúsund lestir, en 31 skip hefur fengiö yfir 5 þúsund. Gísli Árni 9152 lestir, Jón Kjartans- Framh. á bls. 6. ALUR HUNDAR Á EYR- ARBAKKA AFLÍFAÐtR Hundar á Eyrarbakka hafa nú orðið hundapestinni að bráð og í gær er 13 hundar í þorpinu höföu sýkzt var það ráð tekiö að aflífa alla hunda þar, nær 20 talsins. Jón Guöbrandsson dýralæknir á Selfossi sagði Vlsi í morgun aö sér heföu borizt fréttir af veik- inni á föstudag, en nokkuð lengra væri síöan fyrstu hund- arnir veiktust, þótt eigendur hefðu ekki gert sér grein fyrir hvað var á feröum. fy.rr en farið var að vara við pestinni í blöð- um og útvarpi. Ekki er vitað hvaðan veikin barst til Eyrar- bakka og er heldur ekki vitað til að hundar í nærliggjandi hrepp- um hafi tekiö veikina. Jón Guðbrandsson sagði að þetta mál yrði að taka föstum tökum og bæri bændum og öðr- um hundaeigendum að halda hundum sínum heima fyrir og yrðu allir lausgangandi hundar í héraðinu umsvifalaust aflxfaðir. Stór finnskur kvennakór til Rvíkur i t Kvennakór alþýðunnar í Hels- J ingfors er væntanlegur hingað 4 til lands á laugardagsmorgun og J mun kórinn halda hljómlelka f 4 Austurbæjarbíól á laugardag kl. J 19 á vegum Finnlandsvinafé- 4 lagsins „Suomi“. J ' Kvennakórinn „Helsingin Ty- p övaen Naiskuoro" er að koma J úr söngferð um Bandaríkin og 4 Kanada, en þar hefur kórinn J haldið 14 hljóml. siðan fyrstu * hljómleikarnir voru haldnir í J New York 1. október. * Hingað til lands munu koma 44 söngkonur en í kórnum eru alls milli 60 og 70 konur. — Stjómandinn, sem stjómað hef- ur kómum undanfarin ár, er tónskáldið Ossi Elokas, en vegna veikindaforfalla hans hef- ur varastjórnandinn stjómaö á feröalaginu, en það er söngkon- an Maja-Liisa Lehtinen. Á tónleikunum í Austurbsbjar bíój mun kórinn syngja bæöi gömul og ný lög eftir finnsk tónskáld og tónskáld af öðrum þjóðemum. Sibelius er það tón- skáld, sem flest lögin á efnis- skránni eru eftir og eitt lagiö er J eftir aðalstjórnandann, Elokas. t Kvennakór alþýðunnar hefur J starfað í 46 ár og er einn af i stærstu finnsku kvennakórun- J um, en sem kunnugt er eru Finn 4 ar mjög söngelskir og eiga á að J skipa mjög góöum kórum og 4 hafa íslendingar m. a. átt þess J kost aö hlusta hér á finnska 4 karlakóra. Auk þess sem kórinn hefur 4 ferðazt víða um Finnland og J önnur lönd og haldið söng- t Framh. á bls. 6. í Borodin-strengjasveit- in til Reykjavíkur Tónlistarfélagið byrjar nú vetr- arstarfsemi sína með tvennum tónleikum, þeim fyrri n.k. föstu- dagskvöld kl. 7.15 og n.k. laug- ardag kl. 3 síðd. í Austurbæjar- bíói þá leikur ,Borodin‘ strengja kvartettinn frá Moskvu, en þeim seinni n.k. mánudags- og þriðju- dagskvöld, einnig í Austurbæj- arbíói', þá leikur ameriski píanó- leikarinn Shura Cherkassky sem hér er fjölda manns að góðu kunnur síðan hann var hér fyr- ir réttum 12 árum og hélt hér þrenna lónleika fyrir Tónlistar- félagið og lék einnig með Sin- fóníuhljómsveitinni. Tónlistarfélagið er nokkuð síð búið í haust meö tónleika sína, en það stafar af óviðráðanleg- um ástæöum. í september síö- astl. áttu amerísk-íslenzka sópr- ansöngkonan Leona Gordon og maöur hennar, píanóleikarinn Marcus Gordon aö halda hér tón leika, en á síöustu stundu veikt- ist Marcus Gordon, svo að hann Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.