Vísir - 19.11.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 19.11.1966, Blaðsíða 2
VISIR. Laugardagur 19. nóvember 1966. Eftir nokkurra mínútna leik í gærkvöldi kom í ljós, aö karfa KR-inga var 30 sentimetra mn á gólfinu. Hcr er verið aö lagfæra mistökin. Italirnir sækja aö körfu KR-inganna í gærkvöidi. vakti Rimucci, en hann skoraði 100% í leiknum, þá '’ökiu ftanaa- ríkjamennirnir mikla athvgli og miðherjinn Macchini. í KR-liðinu var Kolbeinn raunar eini umtalsverði maðurinn, en hann stóð sig líka frábærlega vel, skor- aði m. a. 21 stig. KR-ingar höfðu sannarlega ekki heppnina með sér í þetta sinn og náðu ekki sínum bezta leik. Dómararnir tveir voru lélegir, þeir Castró frá Svíþjóð og Glasgow frá írlandi. SIMMENTHAL átti AMERÍSKUR KORFUKNATTLEIKUR: VE STURDEILDIN Eins og fram kom í grein í Vísi fyrir skömmu er bandaríska atvinnu- mannakeppnin í körfu- knattleik hafin. I grein- inni voru lið Austur- deildarinnar kynnt, en nú verður Vesturdeildin dregin fram í dagsljósið. í Vesturdeildinni eru 5 iið eins og í Austurdeild- inni. Þau erui San Frans isco Warriors, Los Ang- eles Lakers, Chicago Bulls, St. Louis Hawks og Detroit Pistons. Langt er síðan lið úr Vestur- deildinni hefur oröið NBA-meist ari ekki síðan 1957—58, er St. Louis Hawks vann titilinn „World Champion“, en svo kall ast sigurvegararnir í NBA- keppninni. Margir afburða körfuknatt- leiksmenn hafa verið í Vesfur- deildarliðunum og að því leyti hafa liðin verið heldur ójafnari en lið Austurdeildarinnar. Bezti leikmaður Vesturdeildarinnar hingað til er George Mikan, en hánh var í Minneapolis Lakers (undanfari Los Angeles Lakers) og urðu þeir 3svar NBA-meistar ar upp úr 1950. Hann er eini atvinnukörfuknattleiksmaður- inn í Bandaríkjunum, sem nefnd ur hefur verið ,,Mr. Basketball“. I dag er bezta samstæöan ein- mitt í Vesturdeildarliði, en það eru þeir Jerry West og Elgin Bayior í Los Angeles Lakers. Og Vesturdeildarlið átti fyrsta leikmann NBA, sem komst yfir 20.000 stig, en þaö var Bob Pett it í St. Louis Hawks. í Vestur- deildina hefur bætzt nýtt félag Chicago Bulls, stofnað sl. sum- ar. Gekk þá Baltimore Bullets yfir 1 Austurdeildina, þannig að 5 lið eru í báðum deildum. LOS ANGELES LAKERS. Lakers hafa verið mjög ó- heppnir síðustu 4 ár. Alltaf hafa þeir unniö Vesturdeildina og lent á móti Boston Celtics í úr- slitum, en alltaf tapað og það naumlega. Hefur þ^ð aðallega stafað af Sífelldum meiðslum þeirra félaga Jerrys West og Elgips Baylor. Þeir eru máttar- stólpar liðsins með samanlagt um 65 stig að meðaltali í leik i fyrra. Miðherji Lakers er Darr all Imhoff, ólympíuleikmaður í Melbourne 1956. í bakvarðar- stööu með Jerry West eru þeir Walt Hazzard og Gail Good- rich báðir frá UCLA og gerðu það lið 2svar NCAA-meistara. ST. LOUIS IIAWKS. Hawks hefur orðið fyrir mikl- um blóðmissi nú síðasta ár. — Bæði Bob Pettit og Cliff Hagan eru hættir og reyndar var Rich- ie Guerin hættur líka, en ætlar að vera eitt keppnisár í viðbót, auk þess sem hann þjálfar lið- ið. Hann leikur bakvorð og með honum Len Wilkens. Miðherji. Hawks er Zelmo Beatty (6—9). St. Louis keypti í fyrra 2 góöa leikmenn, þá Joe C^Udwell og Rod Thorn. St. Louis er yngsta liðið i Austurdeildinni og að dómi blaða líklegt til sigurs. SAN FRANSISCO WARRIORS. Nýr þjálfari er tekinn við Warriors, Bill Sharmann, gömul stjarna úr Boston Celtics. Hann byrjaöi á því að skipta á Guy Rodgers annars vegar og Jim King og Jeff Mullins hins vegar En stjarna Warriors er Rick Barry, framherji, því þegar þetta er skrifað er hann með um 40 stig að meðaltali í leik. Hinn framherjinn er Tom Merschery. Miðherji Warrior er Nate Thur- mond. Bakveröirnir eru nýlið- arnir Bud Olsen og Fred Hetzel frá Davidson. Þess njá geta að Clyde Lee, sá sem lék meö Evrópumeisturunum Simmen- thal frá Ítalíu, hefur nýlega ver- ið keyptur til Warriors. DETROIT PISTONS. Pistons urðu neðstir í Vestur- Framh. á bls. 6 Reykjavíkurmótið í handknatt- leik heldur áfram sunnudaginn 20. nóv. og hefst kl. 14.00. Leikið ve'rð- ur í eftirtöldum flokkum: 3 flokkur karla K.R. — Ármann 3 flokkur karla Fram — Valur 3 flokkur karla Þróttur - Víkingur 1 flokkur kvenna Fram — K.R. Mflokkur kvenna Fram — K.R. Mfl. kvenna Víkingur — Ármann 2 flokkur karla Víkingur — Fram 2 flokkur karla Valur — Í.R. 2 flokkur karla K.R. — Þróttur Leikir þessir fara fram í Laugar- dalshöllinni. í leikskrá stendur að 2. flokkur kvenna eigi að leika en þar á að standa mfl. kvenna. Sunnudagskvöldið 20. nóv. Ri. 20.00 verður leikið í mfl. karla: Valur — Ármann K.R. — Víkingur Í.R. —. Þróttur. auðveidan sigur ölsku Evrópubikarmeist- rarnir frá SIMMENTHAL Mílanó unnu léttan og uðveldan sigur yfir KR- ’ igum í gærkvöldi eins og ænta mátti. Engu að síð- ir fengu rúmlega 1200 á- lorfendur í Laugardalshöll nni ágætan leik fyrir pen- inga sína og ekki sízt vegna þess, að Bogi Þor steinsson, formaður Körfu- knattleikssambandsins út- skýrði leikinn jafnóðum í hátalarakerfi hallarinnar. I Leiknum lauk með sigri Simm- enthal 90:63, sem verður að kallast góð frammistaða hjá KR gegn svo góðu liði, sem Simmenthal er. ítalirnir náðu strax algjörri for- ystu í leiknum og komust í 20:6 snemma. Síðan sótti KR heldur í sig veðrið og í hálfleik var staðan 44:26. 1 seinni hálfleik léku ítalir mikiö með sína varamenn og síðustu sek- úndumar, þegar ljóst var að ítalska liðið yrði ekki sigrað hirtu þeir jafnvel ekki um að setja fimmta manninn inn, þegar einn þeirra varð að fara af velli vegna fimm villna. Sérstaka athygli í ítalska liöinu *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.