Vísir - 19.11.1966, Blaðsíða 16
Laugardagur 19-nóvember 1966.
y
Tvö ný frímerki
komu úf í gær
• Tvö ný frímerki voru gefin út
í gær á vegum póst- og símamála
stjómarinnar. Er með frímerkja-
útgáfu þessari minnzt 150 ára
afmælis Hins íslenzka bók-
menntafélags. Er annað 'merkið
biátt að lit að verðgildi kr. 4
en hitt er rautt að verðgildi kr.
10.
• Á frímerkjunum, sem prentuð
eru hjá Courvoisier S/A, La
Chaux de Fonds, Sviss, er merki
bókmenntafélagsins auk textans:
Hið íslenzka Bókmenta-félag
stiptað til að viðhalda hinni Is-
lenzku túngu og að frama bók-
mentir á íslandi.
VERÐUR FISKBUDUM LOKAÐ?
Fisksolur viljcs uð hið opinberu skerisf í leikinn og
sfyrki böta til veiða fyrir Reykjavíkurmarkað
Komið hefur til tals að
fisksalar loki búðum sín
um eftir helgina, ef ekki
næst samkomulag um
ráðstafanir til þess að
auðvelda fisköflun
fyrir Reykjavíkurmark-
að. Fisksalar fara fram
á það við ríkisstjórnina,
að fiskverð til báta, sem
veiða fisk fyrir Reykja-
vík, verði hækkað án
þess að það komi niður
á verði fisks í verzlun-
um, en fisksalar hafa
orðið að borga miklu
hærra verð fyrir fisk til
bátanna að undanfömu
en reglur gera ráð fyrir,
eða sækja hann frá fjár-
lægum stöðum með ærn-
um kostnaði. — Ijram-
kvæmdastjórar fiskdreif
ingarstöðva og formað-
ur Fisksalafélags Reykja |
víkur ræddu þessi mál
á fundi með viðskipta-
málaráðherra í gær.
Við vonum að það komi ekki
Framh. á bls. 6.
Hefur umsjón með
smíði þotunnur
Fyrir nokkru var gengið írá
sainningi milli Loftferðaeftirlits
ríkisins og Flugfélags íslands um
allt fyrirkomulag á væntanlegu
námi og réttindaveitingum flugliða
og flugvirkja í samhandi við komu
Boeing 727 næsta vor. Eru allar
kröfur Loftferðaeftirlitsins miðaðar
við fyllstu kröfur F.A.A. í Banda-
ríkjunum.
Flugfélagið hefur nú útnefnt Ás-
grim Gunnarsson, ílugvirkja, til að
hafa eftirlit með smíði Boeing-
flugvélarinnar í Seattle í Banda-
ríkjunum. Jafnframt var gengið frá
samningum við Lufthansa í Þýzka-
landi um að tæknifræðingar félags-
ins, sem eru í Seattle veiti Ásgrími
aðstoð ef með þarf, en Lufthansa
hefur mikla reynslu í sambandi viö
þessa fiugvélartegund.
„Næsti“, segir fiskkaupmaðurinn á myndinni. Á mán udaginn kann að vera, að búðin verði lokuð.
REYKJAIfíKURLÖGREGL-
AN HEFUR TEKID 524
Akureyrarlögreglan 60 fyrir meinta 'ólvun
við akstur á þessu ári
Stöllurnar, frá vinstri: Elizabeth Saunders, Myra Smales, Eliza-
beth Hainsworth og Janet Kiff.
Lögreglan í Reykjavík helur tek-
ið 524 ökumenn og kært fyrir
meinta ölvun við akstur á þessu
ári og eru það nær tíu sinnum
fleiri en lögreglan á Akureyri hefur
tekið á sama tíma, en nyrðra hafa
60 ökumenn verið kærðir fyrir ölv-
un.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Vísir fékk hjá lögreglunni þá
höfðu 483 ökumenn verið teknir í
Rvík á sáma tíma í fyrra, en 622
á sama tíma árið 1964, þannig að
ekki er hægt að segja að um beina
aukningu slíkra brota sé að ræða
— virðist sem um áraskipti sé að
ræða.
Frá því um miðjan oktpber hafa
100 siík kærumál verið afgreidd
með. dómsátt, og er það nýmæli
í slíkum málum. Ef áfengismagnið
í blóðinu er fyrir neðan 1.20 pro
mille er ákæranda gefinn kostur á
að ganga að „tilboðum” dómara og
greiða málskostnað og sekt sem
hann tilnefnir og er ökuleyfissvipt-
ingin þá innan við eitt ár. Með
þessu móti má flýta mjög gangi
slíkra mála, en ökumenn sem tekn-
ir eru og reynast með innan við
1.20 pro mille eru um það bil helm-
ingur þeirra sem teknir eru. Mál
Jiinna hefur sama gang og önnur
ákærumál.
Það skal tekið fram að meðal
þeirra 100 mála sem lokið var með
sátt voru óafgreidd mál frá því fyrr
á þessu ári svo og frá fyrra ári.
Koma með bíl til þess að
spara sér lestarfargjöldin
— Fjórar enskar skólastúlkur safna i fyrir-
hugaðan leiðangur til Islands næsta sumar
Fjórar enskar 17 ára skóla-
stúlkur sem eru við nám í Lond-
on safna nú allt hvað þær geta
fyrir fyrirhugaðan leiðangur
sinn sem þær ætla að takast
á hendur næsta sumar til jaðars
heimskautsbaugsins, . Islands.
Þær eru líka allar að læra að
aka bíl og ástæðan fyrir bví mun
koma okkur Islendingum nokk-
uð kynlega fyrir sjónir. Eliza-
beth Saunders ein fjórmenning-
anna sagði nefnilega: „Til þess
að spara okkur járnbrautarfar-
gjöld á íslandi ætlum viö að
taka með okkur gamlan bíl.“
Island Vekur ekki mikla ógn
hjá Myru, einni þeirra. Hún
segir: „Viö verðum öruggar á is-
Iandi. Það eru aðeins hreindýr
og refir þar á ferli.“
Viðtal'við þær stöllur birtist
í enska blaðinu Daily Mirror.
Þar segir ennfremur að ferðin
eigi að taka fimm vikur með
bíl, á hestbaki og gangandi. Þær
ætla að rannsaka plöntulíf og
jarðveg hér á landi. Þær eru all-
ar færar um að moka með skóflu
segir í blaðinu og nota hamar og
meitil eftir öllum kúnstarinnar
reglum. Þá geta þær gert mæling
ar á hrauni og safnað sýnishorn-
um af jurtum. Árangur rannsókn
anna verður birtur í vísindaleg-
um tímaritum.
Janet, sem tekur einnig þátt í
Framh. á bls. 6
Þing ASI sett
/ dug kL 14
Þing Alþýðusambands íslands
verður sett i Háskólabiói kl. 14
í dag. Hannibal Valdhnarsson
forseti ASÍ setur þingið. Félags-
málaráðherra Eggert G. Þor-
steinsson ávarpar þingheim. —
Nokkrir erlendir gestir sitja
þingið og flytja ávörp.
Þingstörf munu svo hefjast á
sunnudag kl. 14 og standa fram
á fimmtudag. Nokkur hluti þing
tímans verður helgaður 50 ára
afmæli ASl, sem var á þessu
ári. M. a. verður vígður nýr
fáni sambandsins.
Meginverkefni þessa þings
verða kjaramál og skipulagsmál
sambandsins.
Forseti þingsins og starfs-
menn verða kjörnir á sunnudag
Þá flytur og forseti ASl skýrslu
sambandsstjórnar. Reikningar
verða lagðir fram og umræður
hefjast. Forseti ASÍ og sam-
bandsstjóm verður kjörin í þing
lok.
Þátttakendur á þinginu verða
um 370 talsins frá um 130 sam-
bandsfélögum. Flestir fulltrú-
anna eru frá Landssambandi
ísl verzlunarmanna, Verkam.fél.
Dagsbrún, Sjóm.sambandi ís-
lands og Iðju, félagi verksmiðju
fólks.
I