Vísir - 19.11.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 19.11.1966, Blaðsíða 9
V í SI R . Laugardagur 19. nóvember 1966. Líklegt verður að teljast að öllum hindrunum hafi verið rutt úr vegi afhendingar íslenzku handritanna í Arnasafni. Þau munu sennilega byrja að berast með næsta vori og koma hingað smátt og smátt á allt að tuttugu og fimm árum. Sérstök nefnd íslendinga og Dana mun fjalla nánar um, en gert hefur verið hvaða handrit skuli afhent ís- lendingum, en samkomulag um það atriði hefur verið gert í öllum meginatriðum. Þess vegna er ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði í sögu handritamálsins, lesendum til glöggvunar. Er í aðalatriöum stuðzt við erindi Halldórs Hall- dórssonar prófessors um hand- ritamálið, sem flutt var á veg- um Stúdentafélags Reykjavíkur 1. desember 1964 og birtist nokkrum dögum síðar í Vísi. Þar rakti prófessorinn upphaf handritamálsins tif kröfu sem un árið 1936 hafði verið viöur- kenndur réttur íslendinga til afskipta af stjórn Ámasafns og íslendingar höfðu jafnframt undirstrikað allan rétt sinn til handritanna. Prófessoramir Ámi Pálsson og Sigurður Nordal og Einar Amórsson voru skipaðir í Ámanefnd. gftir að ísland varð lýðveldi, og stríðinu lauk, hófust viðræður mil'li íslendinga og Dana um margvísleg málefni. Handritamálið var eitt af um- ræöuefnum þeirra. Lögö var sér- stök áherzla á að íslendingar teldu að afstaða Dana til hand- ritamálsins gæti haft úrslita- þýðingu á framtíðarsamvinnu og samband íslands og Danmerk ur. Lögð voru fram tilmæli um afhendingu handritanna og fjall- aði danska stjórnin um máliö. I framhaldi af þessu skipaði stjórn Dana nefnd stjórnmála- manna og sérfræðinga og átti hún að gera tillögur um hand- ritamálið. Byrjað var að ræða málið opinberleg:- í Danmörku í blöðum og tímaritum. Lýðhá- Prófessor Jón Helgason og Stefán Karlsson i Árnasafni. Saga handritamálsins fram kom á fyrrihluta 19. aldar um afhendingu skjala úr íslenzk um stofnunum er þá lágu í dönskum söfnum. Það var upp úr 1837 sem Steingrímur Jóns- son biskup fór fram á að skilað yrði skjölum frá biskupsemb- ættunum á Hólum og í Skál- holti sem hafnað höfðu í Árna- safni. Þessi skjöl mun Ámi Magnússon hafa fengið að láni og látiö farast fyrir að 'skila þeim aftur. 'T’ilmæli Steingríms biskups Jónssonar birtust 70 árum síðar í þingsályktunartillögu er Hannes Þorsteinsson, þjóðskjala vöröur flutti á Alþingi árið 1907 um að stjómin geri ráðstafanir til að Islendingum verði skilað handritum og skjölum sem lán- uð höfðu verið Árna Magnús- syni úr skjalasöfnum biskupa, kirknaklaustra eöa annarra stofnana hérlendis. Tillagan var samþykkt en tilmælum hafnað í Danmörku. Sama mál var end- urvakið á Alþingi árið 1924 af Tryggva Þórhallssyni og Bene- dikt Sveinssyni. I framhaldi af því var gerður samningur um skjalaskipti íslands og Danmerk ur árið 1927. Samkvæmt þeim samningi fengu íslendingar 700 fornskjöl á skinni. ^steéðan til þess að ekki höfðu komið ffam eindregn ari kröfur um afhendingu ís- lenzkra handrita í Árnasafni annarra en fyrrgreindra skjala er eflaust sú að hér hafði ekki myndast gmndvöllur til geymslu, meðferðar og rann- sóknar þeirra handrita er íslend ingar vildu helzt geta endur- heimt. En á Alþingishátíöarár- inu 1930 kom eðlilega fram til- laga er undirstrikaði óskir okk- ar um að við fengjum £ fyllingu tímans í okkar hendur öll ís- lenzk handrit í dönskum söfn- um. Tillagan var flutt af fulltrú- um allra stjómmálaflokkanna. Hliðstæö tillaga var einnig bor- in fram árið 1938. Fyrri sam- þykktin var aldrei rædd við Dani en umræður um seinni til- löguna fóru fram, en aðgerðir strönduðu á því að heimsstyrj- öldin síðari hófst og ísland var hemumið. Með konungstilskip- skólamenn gérðust stuðnings- menn íslendinga í handritamál- inu og skoruöu þeir opinberlega á dönsk stjómarvöld að verða við tilmælum íslendinga. Vakn- aði þá nýr skilningur hjá Dön- um á eðli handritamálsins og málstað Islendinga. Nefnd sú sem ríkisstjórn Dana skipaði ár- ið 1947 skilaði áliti fjórum árum síðar, eða árið 1951. Skoðanir nefndarmanna á því hve mikið ætti að afhenda íslendingum af handritunum voru mjög skiptar. En í heild sinni var álit nefnd- TJanskir háskólakennarar birtu andmæli gegn afhending- unni árið 1952 og töldu þar að handritin væru sameign Norður- landa. Á árinu 1953 er haldin sýning á íslenzkum handritum og var þess hvergi getið af hálfu þeirra er fyrir sýningunni stóðu, Hafnarháskóla, Konungsbókhlöð unnar og danska Þjóðminjasafn- sins, að handritin væru íslenzk. Þessi vísir að beinni andstöðu ýmissa háskólamanna gegn h^ndritaafhendingu átti eftir að vaxa frekar þegar á leiö. Til vinstri á myndinni er sá hluti Kristjánsborgarhallar, sem er aðsetur Hæstaréttar Danmerkur. Til hægri er Thorvaldsenssafnið. arinnar hagstætt málstað íslend- inga. Sama ár var Sigurður Nor- dal prófessor, kunnasti sérfræö- ingur Islendinga í norrænum fræðum skipaður sendiherra lands síns í Kaupmannahöfn. Það var að komast skriður á handritamálið og íslendingar vildu undirstrika þá áherzlu sem þeir lögðu á handritamálið með skipun prófessorsins í sendi- herraemþættið. En nú tóku þeir menn sem vildu leggjast gegn afhendingu handritanna að láta til sín taka. Á rið 1954 birtust tillögur Hans s Hedtoft forsætisráðherra og Julusar Bomholt, fræðslumála- málaráðherra, um lausn hand- ritamálsins. I þessum tillögum var gert ráð fyrir að handritin yrðu sameign Danmerkur og ís- lands og að fræðimenn beggja landa ynnu í sameiningu að rannsóknum á þeim. Þessu sjón- armiði höfnuöu íslendingar er málið hafði verið rætt á Alþingi og undirstrikuðu enn einu sinni óskir sínar um að handritin yrðu afh.nt Islendingum. Allar frek- ari umræður um málið féllu niður i bili. En árið 1956 átti Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra viðræður við H. C. Hansen forsætisráðherra Dana og stakk upp á þvi að skipuð yrði nefnd danskra og íslenzkra stjórnmálamanna sem fengi það verkefni að finna grundvöll að lausn handritamálsiná. Var þeirri tillögu vel tekið, en ekk- ■ert gerðist í því máli aö sinni. Gylfi Þ. Gíslason og Jörgen Jörgehsen menntamálaráðherra Dana áttu viðræður um málið á fundi i Stokkhólmi árið 1957 og aftur sama ár í Helsingfors og enn aftur i Kaupmannahöfn. Danska stjórnin féllst á skipun nefndar, en þegar til kom vildi stjórnarandstaðan ekki tilnefna menn í nefndina og strandaði málið þá á nýjan leik. þessum árum, höfðu dansk- ir lýöháskólamenn helgað handritamálinu sérstakt hefti af málgagni sínu og ritað áskorun til dönsku ríkisstjórnarinnar um handritaskil. Nefnd danskra menntamanna undir forsæti Bents Koch, ritstjóra, hóf að vinna að framgangi handrita- málsins. Út hafði komið bók Bjama Gíslasonar um handrita- málið og vakið athygli í Dan- mörku. Handritamálið hélt áfram að vera £ athugun hjá dönskum og . íslenzkum stjórnmálamönnum. En augljóst var að nú hlaut að draga til tíðinda, þótt danska stjómarandstaðan vildi bregða fæti fyrir afhendingu. Valin var sú leið að íslenzkir og danskir stjórnmálamenn ræddu málið sín í milli og gerðu út um það. Þó var beðið með allar meiri- háttar ráðgeröir fram yfir dönsku þingkosningarnar árið 1960. Engu að síður ræddust danskir og íslenzkir ráðamenn við öðru hvoru. Gylfi Þ. Gísla- son menntamálaráðherra átti viðræður við Jens Otto Krag og Jörgen Jörgensen áriö 1959. — Næsta ár kom Jörgensen til Is- lands og ræddi þá við íslenzka stjórnmálamerin og fræðimenn. I þessum viöræðum var rætt um hugsanlegan grundvöll að lausn .andritamálsins, en engar ákvarðanir teknar. IK'ftir þingkosningarnar tók ríkisstjórn Dana málið aft- ur upp og var nú ákveöið, að því er virðist, að málið skjldi til lykta leitt. Islenzka rikis- stjómin var beðin um að senda dönsku ríkisstjórninni greinar- gerð um sjónarmið sín í hand- ritamálinu og lista yfir þau handrit sem I'slendingar teldu sig vilja fá afhent. Greinargerð- íri var afhent á árinu 1961. — Hennj var í fyrstu hafna'ð af , Dönum sem grundvelli að lausn handritamálsins, en eftir nokkr- ar viðræður ákvað danska stjórnin að ganga meira til móts við kröfur Islendinga en áður. Ágreiningur varð um afhend- ingu Konungsbókar og Sæm- undar-Eddu, sem Islendingar töldu óhjákvæmilegt að fá i sín- ar hendur. Varð það úr að þetta atriði var látið bíða afgreiðslu en smærri atriði tekin til frek- ari meöferðar. í þessum viðræð- um tóku þátt Gylfi Þ. Gíslason, Gunnar Thoroddsen og Stefán Jóhann Stefánsson. Sérfræðinga nefnd Dana og íslend. fjallaði einnig um máliö en í henni sátu af íslands hálfu prófessorarnir Siguröur Nordal og Einar Ólaf- ur Sveinsson. Þeir komu sér saman um í aðalatriðum hvaða handrit skyldu afhent Islending- um. Loks komu fyrrgreindir þrír stjórnmálamenn aftur til skjalanna og þá var í samein- ingu ákveðið að Konungsbók og Sæmundar-Edda skyldu veröa meðal þeirra . handrita sem Is- lendingar fengju. íslenzka ríkis- stjómin og stjórnarandstaðan féllust á samningana og danska stjórnin bjó sig undir að flytja frumvarp um afhendinguna i danska þjóðþinginu. \7'ar það lagt fram 27. apríl * 1961 og samþykkt af yfir- gnæfandi meirihluta danska þingsins. Hins vegar tókst and- stæöingum handritamálsins að koma fram frestun á lögunum, þannig aö þingið varð að taka frumvarpið fyrir aftur að lokn- um kosningum árið 1964. ís- lendingar og stuðningsmenn af- hendingar í Danmörku biðu þannig milli vonar og ótta í þrjú ár. Andstaðán við umræð- urnar 1964 varð miklu harðari Framh. á bls. 5 i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.