Vísir - 19.11.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 19.11.1966, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Laugardagur 19. nóvember 1966. ast frá Tólf sjúkraliðar, þeir fyrstu, sem útskrifast frá Landspítalanum luku náminu þann 30. okt. s.l. Höfðu þeir þá stundað nám f sjúkrahjálp i átta mánuði. Sem kunnugt er af fyrri fréttum í Vísi er sjúkrahjálparnám- ið einn liður í því að bæta úr hjúkrunarskortinum hér á landi. Hafa nú sjúkraliðarnir'' tekið til starfa á hinum ýmsu sjúkrahúsum og eru margir þeirra úti á landi við störf. Nöfn hinna nýútskrifuðu eru: Eygló Þóra Guðmundsdóttir, Gróa! Jóna GuöjónsdóUir, . GuQný Anna Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guð- mundsdóttir, Ingibjörg Aðalheiöui Guðvinsdóttir, Jónína Finsen, Sig- ríður Jónsdóttir, Sigríður Sigurðar- dóttir, Sigrún Gerður Bogadóttir, Thelma Kristjana Jóhannesdóttir, Kristín Þórdís Davíðsdóttir, Þór- halla Harðardóttír. geymslunni, þvi enginn veit fyr- ir fram hvenær hann getur þurft að grípa til þeirra. Bifreiðastjór- inn veröur að hafa sérstaklega í huga, að keöjur eiga að vera þannig búnar, að fjarlægöin milli þverbanda sé ekki meiri en svo, að eitt fast strengt band snerti akbrautina. Að síöustu þetta: Þaö er sama, hvort undir bif- reiðinni eru nýir venjulegir hjól- barðar, snjóbarðar, pinnaðir snjóbarðar eða keðjur, — ætíð hvílir sú skylda á herðum öku- mannsins, að sýna ýtrustu var- úð í akstri, sérstaklega þegar akstursskilyrði eru erfið. Og ef þú ert með mjög slitna hjólbarða undir bifreiðinni, þá skiptu um bárða sem fyrst — á morgun getur það verið of seint. ur fengið frá þessu gengið, sagöi Aðalsteinn. Sagði hann ennfremur að borgar- verkfræðingur hefði þegar í ágúst sett tilkynningar í blöð þar sem lóðarhöfum hafi sérstaklega verið bent á það aö ef sléttun lóðanna kæmist ekki í framkvæmd gæti það valdið vandræðum meö tilliti til heimtauganna. Sagði Aðalsteinn að lokum að Rafmagnsveitan teldi sig ekki skylduga til þess að leggja aukaloftlínu, sem væri vafasamt að kæmi aö nokkru haldi, auk þess sem reynslan sannaði, að slíkar bráðabirgðaráðstafanir myndu tefja fyrir því aö gengið yrði frá um- sóknum. Einnig teldi Rafmagnsveit- an sig ekki skuldbundna að bera kostnað af slíkri framkvæmd eins og í pottinn væri búið. LoffSeiðir •— Framhald at bls. ). beint spjótum sínum að Loft-' leiðum og talið ,úm óeðlilega samkeppni að ræða. Loftleiðir hafa orðið að flytja farþega sína frá Keflavík til Norðurlanda með hinum úreltu DC-6B-flugvélum. Samkvæmt upplýsingum sem liggja nú fyrir um sumarmánuðina 1965 hafa Loftleiðir beinlfnis misst af 60 milljónum króna á þeim tíma á þvf að fá ekki að nota Rolls- Royce-vélar sínar. Eins og kunnugt er, þá hefur markaðurinn á N-Atlanzhafi aukizt mjög síðustu árin eða um 42% á árunum 1960—65, en sætafjöldi Loftleiða hefur samt haldizt óbreyttur. Telja Loft- leiðamenn ekki óeðlilegt að þeir fái þama sinn bita af kökunni, eins og önnur flugfélög. Munurinn á þeim flugvélum, sem Loftleiðir nota og hin stóru> IATA-flugfélög nota, er mikill, eins og menn vita. Þoturnar eru eingöngu notaöar af stóru félög unum og þar á meðal SAS. Mun ur á hraða skrúfuvéla og þota mun vera um 40%, þægindin í sambandi við flugið eiga að vera miklu meiri og betri. Mun- urinn á fargjöldum Loftleiða með sínar skrúfuþotur og stóru félaganna með þotumar er um 13% á sumrin og 15% á vet- uma. Talið er að eðlilegur mun- ur á fargjöldunum sé um 20%, og er það byggt á hraða þot- anna og þeirri þjónustu, sem þar á að vera hægt að koma við. Loftleiðir hafa hvaö eftir ann- að á undanfömum árum gert til raunir til að gera millifélaga- samninga við SAS um sölu á farmiðum og fleiru í sambandi við samstarf eins og það tíðkast milli flugfélaga. Áhugi af hálfu SAS hefur til þessa ekki veriö fyrir hendi, a. m. k. er ekki ann- að að sjá. Þó seldu Loftleiðir far miða með flugvélum SAS á ár- unum 1960—65 fyrir um 17 millj. ísl. króna, en telja að hægt hefði verið að selja fyrir um 900 þús. dollara. Þá má benda á að viðskipta- jöfnuðurinn við bræðraþjóðirnar á Norðurlöndum, sem hér eiga hlut að máli, hefur verið mjög óhagstæður undanfarin ár og á áður tilteknum árum rúmlega 2.2 milljarðar kr., svo og þaö, að Loftleiðir skipa nú stóran sess I íslenzku atvinnulífi og eru stærsti skattgreiðandi landsins og hafa skilað um 700 milljón- um króna til bankanna í bein- hörðum gjaldeyri frá því árið 1962 fram á mitt þetta ár. Fiskbúðir — Framhald af bls. 16 til að loka fiskbúðum, þó að það hafi komið til tals, sagði Jón Guömundsson, formaður Fisksalafélagsins í viðtali við Vísi í gær. Fisksalar eru alls ekki, að stefna að því með þessu að fisk- ur hækki, því að það teljum viö ófært, heldur förum við fram á að fiskverðið verði hækkað til bátanna án þess að þaö hækki 1 verzlunum. Við höfum oröið að borga miklu meira verð fyrir fisk að undanfömu en venjulegt frystihúsverð, sem er kr. 5.18 fyrir ýsu og 50 aurum minna fyrir þorsk. — Það má segja, að í sumar hafi verið hreint og beint uppboð á fiski hér í Rvík og erfitt hefur reynzt aö ná í hann. Eins og sakir standa rær til dæmis aðeins einn bátur með línu frá Reykjavlk, 80—90 þús. manna bæ. Fisksalar hafa reynt að fá fisk frá ýmsum stöðum: Rifi, Stykkishólmi, Sandgerði og Þorlákshöfn, en þar meö leggst óhemju flutningskostnaður á fiskinn. Samt sem áður er útsöluverð- ið bundið, 12 krónur fyrir óhaus aöa ýsu út úr fiskbúð og 15 krónur fyrir kíló af henni haus- aðri. Við förum sem sagt fram á það, að hið opinbera styrki þá sem kynnu að fást til þess aö veiða fisk fyrir Reykjavík. Það yrði áreiöanlega margri húsmóður í Reykjavík erfitt um vik, ef fiskbúðir lokuðu, — fisk- ur er þó aðalfæða flestra. Það hefur komið nógu bagale|a nið- ur á mönnum, hve erfitt hefur rejmzt að ná í góöan og þá einkum nýjan fisk aö undan- förnu. Um árangur fundarins kvaðst Jón ekkert geta sagt á þessu stigi málsins, nema þaö, að lík- lega yröu frekari umræöur við ráðherra um þessi mál síðar. — Kvaðst hann vona, að þessi mál yrðu leyst í bróöerni og án þess til neinna vandræða kæmi. Koma með bíl — Framh. af bls. 16 leiðangrinum segir: „Við ætlum að sameina tvær rannsóknar- greinar, líffræði og landafræði. Að tengja plöntulífið umhverfi sínu. Við völdum ísland vegna þess að það er land andstæðn- anna jökla, hvera og íshella. Okk ur langar að vita hvers vegna suðrænar plöntur geta þrifizt á frosinni jörð“. Framh at bls. 1. sem sérstök viðfangsefni hafa verið tekin til íhugunar. Þrír erlendir fyrirlesarar eru mættir á ráðstefn- unni, Norðmennimir Leif H. Share „rationaliseringsjef" norska ríkis- ins, prófessor R. Waaler fyrrum rektor verzlunarháskólans í Berg- en og Lars Mjös forstjóri Industri- konsulent AS. Þátttaka í ráðstefnunni var tak- mörkjið, svo að ýmsar mikilvægar greinar ríkisrekstursins eiga ekki aðild að henni. Ætlun fjárlaga- og hagsýslustofnunarinnar er að hlut- ast til um, að síðar verði haldnir sams konar umræðufundir um ein- stakar greinar ríkisrekstrarins og sérstök viöfangsefni þeirra t. d. skólarekstur og opinbert eftirlit og gæziu. - Auglýsið í Vísi íþróttir — Frh. af 2. bls.: deildinni í fyrra, en ætla sér að hefna ófaranna nú, enda efstir eftir 8 leiki. Þjálfari Pistons er Dave DeBusschere, en hann er líka leikmaður, leikur miðherja. Pistons fengu nýliðann Dave Bing sem bakvörð, en á móti honum er Eddie Miles. Fram- herjar eru þeir Roy Scott og Tom Van Arsdale. CHICAGO BULLS. Alltaf öðru hverju hefur verið körfuknattleikslið i Chicago. — Síðast var það lið Chicago Zeph yrs, en nú hefur Bulls tekið við. Þjálfari Bulls er John Kerr, gamalreyndur leikmaður Phila 76ers. Aðalmenn Chicago Bulls eru þeir Len Chappel, Bob Bóoz er og Guy Rodgers. Með Rodg- ers í bakvaröarstöðu verður Jerry Sloan (frá Bullets). Þetta nýja félag hefur komið á óvart þetta fyrsta keppnisár. Þeir unnu fyrstu 4 leikina og héldu forystunni framan af en eru nú í 3. sæti í Vesturdeildinni. Hjólbarðar — Framh. af bls. 1 ir. Raufar á mynstrinu eiga aö vera a. m. k. 1 mm á dýpt. Þetta segir m. a. reglugerðin og allir sem til þekkja, eru sammála um að 1 mm mynstur sé algjört lág- mark til þess að hægt sé að telja hjólbarða nothæfan. Við venjulegt slit er talið að mynsturraufamar grynnist um 1 mm á hverja 4 þús. km. Hins vegarjhefúr skakkt millibil hjóla þau áhrif, að slitflötur frambarð ans spænist upp á skömmum tíma. Þá veldur of lágur loft- þrýstingur breytingu á lögun hjólbarðans við snúninginn, þ. e. meiri eltingu og við það eykst slitiö. „Þegar snjór eðá ísing er á vegi, skal hafa snjókeðjur á hjól um eða annan útbúnað (t. d. með grófum mynstrum eða með nögl- , um), sem veitt getur viðnám“. Þannig hljóðar 3. málsgr. 17. gr. reglugerðar um gerð og bún- aö ökutækja. Notkun snjóbarða hefur auk- izt miög mikið hér á landi und- anfarin ár. Þeir hafa grófari mynstur og breiðari slitflöt en aðrir hjólbarðar, til þess að þeir grípi fastar í snjó og krap. Vin- sældir snjóbarða hafa enn auk- izt, síðan farið var að pinna þá og segja má, að um 90% snjó- barða komi hingað til landsins „gataðir" fyrir pinna. Ökumenn veröa að gæta þess sérstaklega, að aka ekki hraðar en 70 km á klst. fyrstu 150 km eftir aö ' þeir hafa sett pinna í hjólbarð- ana. Þaö er ekkert vafamál að hingað til eru þaö keðjurnar, sem reynzt hafa ökumcvnnum bezt og allir bifreiðastjórar ættu að aðgæta það strax á hverju hausti, aö þeir séu meö heilar og góðar keðjur í farangurs- Árbæfarhverfi — Framhald at bls. 1. íbúöinni sé svo mikill að hann hafi jafnvel í huga að flytja út þar til búið sé að kippa þessu í lag. Segir hann ennfremur að Raf- veitan upplýsi þaö, að hún vilji ekki leggja aukalínu til þess að auka spennuna og séu forsendurnar fyrir því þær að íbúamir vilji -fá frest á því að fá aðalheimtaug. Yrði aukaraflína lögð, yrðu íbúarn- ir að borga kostnaðinn. Nefnir' Lund ástæðuna fyrir því að ekki hefur verið hægt að fá aðalheimtaug en hún sé sú, að ekki hafi verið hægt að slétta svæðið milli blokkanna þar sem raflínurnar eiga að liggja. Er það m. a. vegna þess að ekki eru menn sammála um hver skuli bera kostn- aðinn af því, byggingameistararnir eða íbúarnir. Yfirvöldin telji íbú- ana vera í sínum fulla rétti og eigi þeir ekki að bera kostnaðinn af þeim framkvæmdum. Talaði blaöið við Aðalstein Guð- johnsen hjá Rafmagnsveitu Reykja- Víkur, sem skýröi frá því að und- anfarið hefði veriö unnið af kappi við að leggja jarðstrengi í hverfið. i Þegar þessum lóöum hafi verið út- hlutað á sínum tíma af borgarverk- fræöingi, hafi verið getiö um það í úthlutunarskilmálunum, að lóðar- hafar ættu að slétta lóðirnar þannig að hægt væri að leggja þangað heimtaugar. Þetta hafi lóðarhafar, flestir bvggingameistarar, vanrækt og hafi þsir selt blokkirnar með himinháum haugum í kring þannig að hvergi hafi verið hægt að kom- ast að með lagningu. Þar við bæt- ist, að fæstir íbúanna hafi sótt um heimtaugar. Annars vegar væri því um að ræða vahrækslu bygginga- meistaranna og hins vegar afskipta- levsi íbúanna, sem eiga að sækja um. Fyrst hefðu aðeins verið lagðar vinnuljósataugar en nú væru spenni stöðvarnar komnar upp og í sam- band við kerfið og væri verið að leggja heimtaugarnar, og væru margar >beirra komnar. — Við bíðum aðeins eftir því að tengja heimtaugarnar og er þaö að- eins tímaspursmál hvenær fólk get- Agnar Kl. Jónsson ræðlr ísland og Sþ Næsti hádegisfundur Varðbergs og Samtaka um vestræna sam- vinnu (SVS) verður haldinn í Þjóð- leikhúskjallaranum í dag og hefst fundurinn kl. 12:30. Þann dag eru 20 ár liðin síðan Island gerðist aðili að Sameinuöu þjóðunum. Af því tilefni hafa félög in beðið Agnar Kl. Jónsson, ráðu- neytisstjóra, að minnast þátttöku íslands í starfi samtakanna og ræða helztu mál yfirstandandi alls- herjarþings, en ráðuneytisstjórinn kom heim frá New York i sl. viku, eftir mánaðardvöl á þinginu. Londshappdræffið Varðarfélagar og aðrir velunn- arar og stuðningsmenn Iandshapp- drættis Sjálfstæðisflokksins eru minntir á að dregið verður á þriðju daginn kemur. Aðalskrifstofur Sjálfstæðisflokksins verða opnar í dag til kl. 18 fyrir þá, sem vilja gera skil. Vegaverksfjórar Myndsjáin í miðvikudagsblaði Vísis, 16. nóvember, fjallaði um samsæti vegaverlcstjóra. Þau leiðu mistök urðu bar að tvær myndir víxluðust, og stóðu því ekki réttir textar við myndirnar, eins og raun ar mátti siá af textunum. Þá féll niður sú upplýsing, að Steingrímur Davíðsson hefði séð um undirbún- ing að samsætinu. ! Lampaúrval: ; Ljós og hiti f -■> ; GARÐASTRÆTI 2 J (Vesturgötumegin) J J Sími 15184. i f ... * * - * "j" msmammmammmamamaaim Eiginmaöur minn, STEINGRÍMUR STEINÞÓRSSQN, fyrrverandi forsætisráðherra og búnaðarmálastjóri, sem lézt hinn 14. þ. m., verður jarðsung- inn frá dómkirkjunni þriðjudaginn 22. nóvember kl. 10.30 f. h. Athöfriinni verður útvarpað. Fyrir mína hönd og fjölskyldunnar, Theodóra Sigurðardóttir. Róðstefna —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.