Vísir - 06.12.1966, Side 2
V í S I R . Þriðjudagur 6. desember 1966.
lenzklr frjálsíþróttamenn verða meðal þátttakenda í Evrópubikafkeppninni næsta ár.
Island með í bikarkeppni
í frjúlsum iþróttum 1967
Þing frjálsíþróttasam-
banda Evrópu var hald-
ið í Istanbul, Tyrklandi,
18.—20. nóvember s.l.
Fundinn sótti formaður
Frjálsíþróttasambands
íslands, Björn Vilmund-
arson. Mættir voru full-
trúar frá 26 þjóðum og
var fundarstaður Hotel
Hilton í Istanbul. Jafn-
framt þihginu var fund-
ur haldinn í Evrópu-
nefnd IAAF. Helztu mál
þingsins voru viðræður
fulltrúa um landskeppn-
ir sín í milli á næsta ári
svo og skrásetning og
niðurröðun alþjóðamóta
í Evrópu árið 1967 og
næstu Evrópumeistara-
mót. Þá voru samþykkt
10 ný Evrópumet.
ísland mun taka þátt í Bikar-
keppni Evrópu á næsta ári og
keppir í undanriðli með Belgfu,
Irlandi og Luxemburg. Mun sú
keppni fara fram í Dublin 24.
júní n. k. og keppir þar einn
maður í hverri íþróttagrein frá
hverri þjóð. Hafnar eru viðræð-
ur við Skota um landskeppni í
sömu ferð. Ennfremur fóru fram
viðræður um landskeppni við
Luxemburg 1968 eða 1969.
íslendingum er boðin þátt-
taka í minningamóti Kusocins-
kiegs í Póllandi 24. og 25. júní
en ekki eru líkur á, að hægt sé
að þiggja það boð vegna keppn-
innar í Dublin.
Landskeppni við A.-Þjóðverja
í tugþraut mun fara fram í
Scheverin 27. og 28. september.
Munu Danir ennfremur taka
þátt í þeirri keppni.
Tyrkir hafa boðið íslenzkum
íþróttamönnum til alþjóðlegs
meistaramóts 20.—22. október
n. k. í Antolva í Suður-Tyrk-
landi.
Danir hafa boðið Islending-
um til landskeppni í Danmörku
árið 1968. Að vfsú er þetta
munnlegt boð formanns danska
Frjálsíþróttasambandsins Egils
Kragh.
Ákveðið hefur verið að Inn-
anhússmeistaramót Evrópu fari
fram f marzmánuði n. k. f Prag,
Tékkóslóvakíu, og í Madrid
1968. Mun mót þetta fara fram
árlega. Næstu Evrópumeistara-
mót utanhúss verða í Aþenu
1969 og Helsingfors 1971 og síð-
an á tveggja ára fresti.
9. og 10. apríl n. k. fer fram
keppni f Montreal í Kanada
milli Evrópu og Ameriku í sam-
bandi við heimssýninguna. Lið
Evrópu verður endanlega valið
í júní n. k. af sérstakri nefnd
en því var lýst yfir af rússneska
fulltrúanum, að Rússar mundu
ekki geta sent sína íþróttamenn
til keppni í Kanada, vegna
íþróttamóts í Rússlandi í sam-
bandi við 50 ára byltingaraf-
mælið á næsta ári, en það mót
fer fram í Moskvu sömu daga.
Næsta Evrópuþing veröur i
Prag haustiö 1967.
BALLETT
LEIKFIMI
JAZZBALLETT
FRÚ ARLEIKFIMI
Búningar og skór í úrvali.
ALLAR STÆRÐIR
ERZlUNIN
Sfmi 13076.
LEIKFANGASALAN
LAUGAVEGI 42
Frakkastígsmegin.
Glæsilegt úrval af fallegum leikföngum. Verð við allra hæfi.
Mjög glæsilegir dúkkuvagnar model, upptrekkt leikföng, dúkkur,
rafmagnsbílar og match box bíl ar. Lukkutröll og gúmdýr o. m. fl.
i Leikfangasalan Laugavegi 42. Frakkastígsmegin.
KARLAR
EINS
0GÉG
ÆVIMINNINGAR
BRYNJÓLFS
JÓHANNESSONAR LEIKAfíA
ÓLAFUR JÓNSSON
FÆRÐIÍLETUR
Hver man ekki einhvern hinna sérkennilegu
karla, sem Brynjólfur hefur skapað ó leik-
sviðinu. En færri þekkja' leikarann og mann-
inn sjólfan, sögu hans og skoðanir. Brynj-
ólfur segir fró uppvaxtarórum sínum í
Reykjavík .og ó ísafirði, en þar lék hann
sitt fyrsta hlutverk. Hann rekur síðan ýmsa
merka atburði í sögu leiklistarinnar og sína
eigin persónulegu sögu, allt
fram ó þennan dag. Og auk
þess prýða þókina 60 myndir.
m