Vísir - 06.12.1966, Síða 8

Vísir - 06.12.1966, Síða 8
F V I S IR Þriðjudagur 6. desember 1966. VISIR —Listir-Bækur-Menningarmál- Otgefandi: BlaOaútgðfan VISER Framkvæmdastjóri: Dagur Jðnasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Frí'ttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja VIsis — Gdda h.f. Hófleg fjárhagsáætlun Qeir Hallgrímsson borgarstjóri hefur lagt fram fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár og borgarstjóm tekið hana til umræðu. Áætlunin ber greinilega með sér, að mjög varlega hefur verið farið í sakirnar og reynt að forðast þenslu í framkvæmd- um borgarinnar. Hækkunin á tekjum og gjöldum borg- arinnar er áætluð minni en verið hefur undanfarin ár. Nú eru eins og undanfarið tímar mikillar uppbygg- ingar í atvinnulífinu, sem hefur leitt til mikillar eftir spurnar eftir vinnuafli og fjármagni. Við slíkt ástand er mjög nauðsynlegt, að opinberir aðilar haldi aftur af sínum eigin framkvæmdum til þess að vega á móti spennunni, sem skapast af uppbyggingunni í atvinnu- lífinu. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur er samin með til- liti til þessarar staðreyndar. Ekki kemur í ljós fyrr en við skoðun skattfram- tala, hve miklar tekjur borgarinnar verða raunveru- lega á næsta ári. Borgarstjóri hefur lagt sérstaka á- herzlu á, að fjárhagsáætlunin verði endurskoðuð á miðju næsta ári og gjaldaliðir lækkaðir, ef raunveru- legar tekjur ná ekki áætluðum tekjum, en ekki hækk- aðir tekjuliðir til að ná inn fyrir áætluðum gjöldum. Stefnan er þannig sú, að ekki verði halli á reikningum borgarinnar, og að frekar verði dregið úr framkvæmd um heldur en að spennan verði mögnuð með hærri sköttum. Langstærsti kaupstaður landsins hefur með þessu lýst stuðningi sínum við verðstöðvunarstefnu ríkis- stjórnarinnar. Það er mikill styrkur fyrir ríkisstjórn- ina og hvatning um, að ekki verði hvikað frá verð- stöðvunarstefnunni. Slíkri stefnu væri erfitt að halda uppi í andstöðu við aðila, sem hafa mikil áhrif á þró- un verðlags, eins og t. d. sveitarfélögin, er ráða sjálf framkvæmdum sínum. Stærsta sveitarfélagið hefur nú af fúsum vilja tekið höndum saman við ríkisstjórn- ina í verðstöðvunarmálunum. Eitt alvarlegasta vandamál borgarsjóðs er hinn þungi baggi, sem rekstur Bæjarútgerðarinnar er orð- inn. Ef miðað væri við svipaða þróun og verið hefur, þyrfti að leggja á borgarbúa tugmilljónir króna í út- svör á næsta ári til þess að greiða hallarekstur fyrir- tækisins. Þetta er sama sagan og hjá öðrum bæjar- félögum, sem reka togaraútgerðir. í þetta sinn er ekki áætlað fyrir neinum halla af rekstri Bæjarútgerðar- innar og er þá gert ráð fyrir, að annað hvort verði rekstrarskilyrði togaranna stórbætt með aðgerðum hins opinbera eða þá að eignum Bæjarútgerðarinnar verði ráðstafað á sem hagkvæmastan hátt fyrir skatt borgarana. Annars yrði að taka fé frá nauðsynlegum framkvæmdum borgarinnar. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar mótast af að- gætni og þeim efnahagslegu sjónarmiðum, sem lík- iegust eru til árangurs við núverandi skilyrði. Frásagnir um í sland eftir Niels Horrebow — Steindór Steindórsson islenzkaði Bókfellsútgáfan, Reykjavík 1966 ) i) ■! f i Ég er einn þeirra, sem alloft þurfa aö fletta upp í ýmsum heimildarritum, og reyni því að eignast eins mörg þeirra og á- staeöur leyfa til þess að þau séu mér tiltæk án þess aö þurfa að hlaupa upp á Landsbókasafn hverju sinni. — Hitt er þaö, að mörg gömul heimildarrit eru bæði torfengin og rándýr. — Ég fagna því I hvert skipti er slík rit birtast f vönduðum þýöing- um á íslenzku og vel úr garði gerð. í fyrravetur kom síðara bindi af Ferðabók Ólafs Olavfusar á vegum Bókfellsútgáfunnar. Nú sendir sama fyrirtæki frá sér Frásagnir um ísland, eftir Niels Horrebow. „Tilforladelige Efterretninger om Island“ heitir bókin á frummálinu. Mér finnst hún hefði mátt heita „Sannast sagna af íslandi" á vora tungu, þvi aö höfundur vildi þegar með nafn- inu lýsa yfir því, að bók hans væri tilforladelig og af a-llt öðru sauðahúsi en hinn utilforladelige samsetningur um ísland, sem kom út á dönsku 1747 og nefnd- ist „Efterretninger om Island, Gröndland og Straat Davis“ ■eftir Johann Andersen borgar- stjóra Hamborgar. Niels Horrebow var sendur til Islands aö undirlagi danska vís- indafélagsins árið 1749 og skyldi gera hér stjamfræðilegar athug- anir, staðarákvaröanir og veður- athuganir með meiru. Hann var vel aö sér f stjömufræöi, og frændur hans voru miklir lær- dómsmenn á þvi sviði. Auk þess var hann doktor f lögfræði og ritari í hirðréttinum, en þá stöðu missti hann vegna sjóð- þurrðar 1847. MeÖ sendiförinni til Islands vom frændur hans bersýnilega að koma undir hann fótunum aftur og gefa honum tækifæri til aö vinna sér nokk- um frama. Horrobow settist að á Bessa- stöðum og dvaldist þar um tveggja ára skeið, frá því f júlí 1749 til júliloka 1751, en þá var afráðið að styrkja þá Eggert Ólafsson og Bjama Pálsson til rannsókna á Islandi og Horro- bow jafnframt kvaddur heim — með fullri sæmd. Eftir heimkomu sína til Dan- merkur tekur Horrobow aö setja saman bók sfna um ísland og gengur svo rösklega að verki, að hún kom út þegar áriö 1751. Þar ræðst hann harkalega á rit Andersons borgarstjóra og hrekur það eða mótmælir lið fyrir lið. Á þeim tíma var það einsdæmi, að útlendur maður tæki svo einarðlega svari Is- lendinga og ritaði af slfkri vel- vild og sanngimi um land og þjóð. íslendingar munu þvf jafn- an standa i þakkarskuld viö Niels Horrebow, og tjáir ekki að finna honum til foráttu, þótt nokkurs misskilnings gæti í sumum atriðum eða hann gangi jafnvel feti of langt í mótmæl- um sínum gegn Anderson. Jón Espólín sýslumaður segir um Niels í Árbókum sfnum: „Hann „var vitur maður og ritaði um land hér og þess háttu, lofaði hann mjög landsfólkið, svo að sumum þótti við of, en hratt því, er Anderson borgmeistari f Hamborg hafði úður samsett ósannlega eftir sögnum heimskra manna og ókunnugra“. Steindór Steindórsson minnir á það í formála bókarinnar, að þeir Skúli fógeti og Niels hafi verið samtíöa heilt ár á Bessa- stöðum og með þeim tekizt góð vinátta. Eftir heimkomuna til Danmerkur studdi Niels lfka umbótatillögur Skúla eftir föng- um. Hins vegar vil ég geta þess til, að Skúli hafi átt þátt f bók þeirri, er hér liggur fyrir, lagt til heimildir um marga hluti á Islandi, þá er Niels hafði haft takmarkaða möguleika til að afla sér af eigin sjón og raun, — og loks mætti láta sér detta f hug, að hann hefði bókstaf- lega haldið Niels að verki við samantekt bókarinnar. Það er líkara ákefð Skúla og dugnaði en Nielsar að Ijúka við bókina og láta prenta hana á einu ári. Veðurathuganir Horrebows eru elztu athuganir hér á landi gerðar með mælitækjum. Hann hafði bæði loftvog og hitamæli til umráða. í tímaritinu Veðrið (1. hefti 1956) hef ég gert nokkra grein fyrir hitamælingum Horre- bows á Bessastööum. Þótt hita- mælir hans væri kenndur viö Reamur, svipaði honum miklu meira til Celsíusmælis. Hann sýndi 80 st. við suðumark vín- anda og 95 st. f sjóðandi vatni, en eins og kunnugt er sýnir Celsíusmælir 100 st. f sjóðandi vatni og 78,4 st. við suðumark vínanda. — Ég reiknaði einnig mánaðarleg meðaltöl hita eftir mælingum Horrebows og sýndi fram á, aö þau gætu vel staðizt. Sumar- og haustmánuðir sýndu t. d. mjög svipað hitastig og meðallagshiti reyndist á árunum 1901—1930 f Reykjavfk. Auk þess er lýst vindátt og veðurlagi á degi hverjum frá 1. ág. 1749 til jún.loka 1751. Bók Horrebows var þýdd á þýzku, hollenzku, ensku og frönsku og gefin út á þeim tung- um á árunum 1751 til 1764. I þýzku og ensku útgáfunni eru veðurskýrslur Horrebows prent- aðar frá orði til orðs, en hinar þekki ég ekki. — Nú, þegar bók- in er loks gefin út á islenzku á því herrans árið 1966, bregður hins vegar svo kynlega við, að veður skýrslunum er sleppt og alls engin grein fyrir þeim gerö. Þetta tel ég mjög misráðið af þýðanda bókarinnar og útgef- anda. Það er veruleg skerðing á merku heimildarriti. Að vísu má hugga sig við, að frumútgáf- an geymir skýrslur og þar megi leita þeirra, en „elztu veðurat- huganir með mælitækjum á ís- landi“ hefðu sannarlega átt rétt á því að geymast líka í íslenzkri útgáfu þessa merka heimildar- rits um þaö ísland, sem var og hét fyrir fullum 200 árum. Jón Eyþórsson. Hjörleifur Sigurðsson slcrifar myndlistargagnrýni HLÝR HEIMUR Myndir Öldu Snæhólm eru lát leysið sjálft. Þær koma tíðast til dyranna eins og þær eru klædd- ar. Samt leyna þær á sér á marga lund. Ég stanzaði drjúgan tfma á sýningunni og var alltaf að finna nýjar hliðar á litlu mál- verkunum og teikningunum. Sumar gufuðu að vísu fljótlega upp fyrir augum mér en aðrar festust í huganum og dýpkuðu. Alda kann listina: aö takmarka. Hún byggir upp hverja mynd af mestu hófsemi — og um með- ferð litanna er helzt að segja, að enginn flekkur þrengir að öðr um heldur spretta þeir fram af sjálfsagöri þörf. Hinn hlýi heirn- ur er bersýnilega uppistaðan og menningarrik afstaða stvður dyggilega bak hans. Hinu má ekki leyna, að sýningin er til- raunakennd um margt: Þræðim ir á milli myndanna eru varla nógu sterkir. Auk þess sk'rrast höfundurinn stundum við að kjósa sér ákveðna leið inn í urta garðinn. Ég fór á sýninguna með hik i hjarta. Nú kæmi mér ekKi a o- vart, þótt Alda Snæhólm stigi bráðlega fram á sjónarsviðið sem skýr málari.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.