Vísir - 13.12.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 13.12.1966, Blaðsíða 11
Barbara Hutton stendur i skiln aið — hún er aö skilia við sjö- unda manninn. Sagt er að sá áttundi standi tilbúinn og bíði, og sé það satt þá er það 23 ára gamall hárgreiðslumaður, Bemard Bezat Bezat er Frakki og rekur hárgreiðslustoiu ? Tang er og Barbara hitti hann af til- viljun er hún kom á stofuna til þess að láta greiða sér. Hún varð svo hrifin af piltinum aö hún réð hann til s£n sem einka- hárgreiöslumann — og nú hef- ur hann auglýst hárgreiðslustof- una til sölu. Eiginmaðurinn, sem Barbara Hutton er sögð vera að skilja Barbara Hutton og fyrsti maður- inn, Alexls Mdivani. | BARBARA HUTTON AÐ SKILJA VIÐ SJÖUNDA EIGINMANNINN Verður sá áftundi 23 ára gamall franskur hárgreiðslumaður við um þessar mundir er víet- namskur prins, Doan Nu Champa cack. Hefur hjónaband þeirra staðið í hálft þriðja ár og verið álitið hamingjusamt — en Barb- ara kvað vera á leið, eða komin til Mexíkó til að ganga frá skilnaðinum. Barbara Huttun, eigandi Woolworth verzlanananna er sem kunnugt er ein ríkasta kona heims. Hún hefur oft verið nefnd „aumingja ríka stúlkan“. Hún fæddist fyrir 54 árum og þegar hún var aðeins fimm ára gömul missti hún móður sína. Það æm litla stúlkan átti eftir er móðirin var horfin voru nokk- ur vöruhús sem metin voru á mðrg hundruð milljónir. Hún flæktist á milli ættingja, sem höfðu áhuga á penin'gum hennar en ekkl henni sjálfri og líf hennar var mjög ömurlegt vægast sagt. Áður en fjárhaldsmenn hennar höfðu sleppt af henni hendinni giftist hún — í fyrsta skipti. Sá útvaldi var Alexis Mdivani sem kvaðst vera georgískur prins. Hann dró sig þó fljótt í hlé og féldc við skilnaðinn fullt hest- hús af hestum og um 100 milljön krónur. En hann naut þessara fjármuna ekki lengi því að árið 1935 fórst hann í bfl- slysi — sportbfl. Næstur á listanum var greifinn danski Curt Reventlow, og það hjðnaband var lengsta hjónaband Barbðru hingað til — 6 ár. Þau skildu árið 1945 og hann fékk sæmilegan lífeyri. 16 mánuðum sfðar giftist Barbara Cary Grant. Hann var mikið glæsimenni, en hann hafði meiri áhuga á kvik- myndum en að snúast í kringum frúna og það þoldi hún ekki — þau skildu. Grant afþakkaöi „meðlag“ frá frúnni. Barbara þurfti ekki að leita sér að nýjum manni, hann beið við dymar, beið eftir að Grant gengi út. Það var Igor Trou- betzkoy, sem kvaðst vera prins frá Litháen, hvort sem það var satt eða ekki. Við skilnað þeirra fór hann fram á gífurlega fjár- upphæö en dómurinn í skilnaðar- málinu féll á þá leið að hann Barbara og sjötti maðurinn, Gott fried von Cramm. ætti að b ga málskostnað því að hann hefði stolið svo miklu af eignum frúarinnar meðan þau voru gift Næstur á listanum var glaum- gosinn Profirio. Ruhirosa og hjónaband þeirra varaði 73 daga og eina nótt. Þegar þau skildu fékk hann hesthús, með hestum, tveggja hreyfla flugvél og 15— 20 milljón krónur Hann dó f fyrra, ók i Ferrari-bílnum á tré f Frakklandi. Svo kom Gottfried von Craram rfkur, kurteis og góður tennis- leikari. Það hjónaband stóð i fimm ár og hann krafðist engra vasapeninga við skilnaðinn — og á eftir von Cramm kom Vietnam- ..rinsinn, sem er nú f þann veg- inn að missa nafnbótina herra Hutton. Nú bfða allir spenntir eftir að sjá hvað úr sambandi milljóness- unnar og hárgreiðslumannsins /erður, en hyggi Barbara á hjóna band þá verður þess vart langf að bíða. Barbara og sjöundl maðurinn, prinsinn frá Vietnam. Hlý og góð jólagjöf Ullarteppi, margir litir. Munstur og stærðir í úrvali. Ódýr og góð jólagjöf. ÁLAFOSS, Þingholtsstræti 2 Blaðburðarbörn Blaðburðarböm vantar í eftirtalin hverfi: Bankastræti Blönduhlíð Laugarásveg Ránargötu Rauðarárholt (efra) Dagblaðið VÍSIR, sími 11660. « Til styrktar góðu málefni Það mætti halda að islend- ingar væru hjálpsamasta þjóð f heimi, a .m. k. ef allar þær safnanir bera árangur sem aug- lýstar eru, því að ekki líður sú vika, að eitthvert félag eða ein- hver samtök efni ekki til fjár- söfnunar einhverju góðu mál- efni til styrktar. Það eru gamal kunnar aöferðlr að efna til hluta veltu eða koma á laggimar bas ar. Tilefnið til að ég skrifa þenn- an pistil er, að það vakti at- hygli núna, þegar hafin var skyndisöfnun til að koma sjúku bami til nauðsynlegrar, en kostnaðarsamrar Iæknisaögerð- ar, erlendis. Yfirleitt er almehn ingur svo gjörþreyttur á hluta- veltum og happdrættum og alls lags snikjum, að hætt er við, að þcgar skyndileg þörf er að- stoðar, þá verði almenningur tortrygginn og ekki fáist nauð- synlegt fé í tæka tiö til að standa straum af bráðnauðsyn- legum læknisaðgerðum, svo að eitthvað sé nefnt. Til að fjársöfnun beri árang- ur, þarf að leggja þunga á á- róðurshliðina, þannig að al- menningur sannfærist um, að peninganna sé þörf. Ennfremur þarf helzt að finna upp á ein- hverju nýju, þvi að fólki finnst, að alltaf burfi það að prófa eitt hvað nýtt. Ég varpa þvi hér meö fram tillögu um örugga fjáröflunarleið, til notkunar fyr ir þá, sem þyrftu að útvega fé til líknarstarfsemi skyndilega, t. d. eins og að kosta læknis- aðgerð,' eina eða fleiri. Hugmyndin er sú að borgar- stjóm Reykjavíkur og bæjar- stjóm Hafnarfjarðar keppi i handknattleik i íþróttasalnum í Laugardai. Ég á bágt með að trúa því, að fólk mundi ekki flykkjast til að horfa á slíkan leik. En ekki má ofkeyra stjórn málamennina okkar, svo að nauðsynlegt yrðl að stytta leik- timann, t. d. niður í tvo tuttugu mínútna hálfleiki. Ég á bágt með að trúa þvi, að bæjarfull- trúamir okkar myndu ekki slá til, ef virklleg nauðsyn væri á ferðum, að útvega fé til liknar- starfsemi. Og bágt á ég með að trúa, að ekki væri hægt að fá Laugardalshöllina fyrir við- ráöanlegt endurgjald, svona fyr ir „klíkuskap“, ef svo mikið lægi viö, að borgarfulltrúar ætluðu að nota húsið sjálfir. Kannski væri líka hægt að koma á handknattleikskeppni borgar- og bæjarstjóma stærstu bæja, og varðveita féð i sjóði, sem væri tiltækur til að veita úr, þegar i stað, ef nauösyn væri á fiárhapslegri skyndihjálp, vegna þess að ein- staklingar eða fjölskyidur kæm ust á „kaldan klaka“ vegna á- falla eða sjúkleika. Kannski einhverjir aðilar \ildu athuga málið t d. Lyons- félagar, sem margt gott Hta af sér leiða.' Ég er v'ss um að mái ið fengi ug,dirtektir, og ég er ekki í vafa um að stjómmála- menn vorir hefðu gott af hreyf- ingunni og frfsku baði á eftir. Ég efast ekkl um, að áhorf- endur yrðu marg*r hvl að I- hróttaunnendur e-n lð»"ii |e<ðir á að horfa á „stj,>rnur« okkar i íþróttum. En m»ð u«csnrt nvi- skipan mála. fengi fólk að sfá á íþróttavellj kennendur. sem ekki eru á hverjum degl 5 leik- velli. Það mætti með sannl segja, að hama værl vertð að hleima nýju blóði f íþróttahreyf inguna. Þrándur I Gðtn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.