Vísir - 13.12.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 13.12.1966, Blaðsíða 3
V í S IR . Þriðjudagur 13. desember 1966. 3 Fiskimatsstjóri. Bergsteinn Á. Bergsteinsson, vir«ir fyrir sér vinn- una af námskeiðinu. Einn af kennurunum, sem longzt hefur kennt Ólafur Ámason, yfirfiskmatsmaður, er lengst til hægrl á myndinni. Yísir að fiskiðnskóla Kari Bjamason, deildarstjóri hjá SH, leiðbeinir. Hann er lenggt til hægri en með honum á myndinni em Jens Hjörleifsson, Hnífs- dal, Emil Ásmundsson, Reykjavík, Einar Ó. Magnússon, Stykkis- hóimi. Þórður Kristjánsson frá Hofsós og Viggo Norquist frá ísafirði eru hér með Jóni J. Ölafssyni (í miðið) að skoða flök. % Það hefur verið sagt að vinnu vöndun sé okkur íslendingum ekki i blóð borin. Hvað sem rétt kann að vera tli í því, þá er það staðreynd að vöruvöndun ætti að vera algjört boðorð okkar, þegar á'það'er litið að við eig- um allt okkar undir þeim verð- mætum, sem fiskimenn okkar færa úr greipum hafsins. Oft em þessi verðmæti eflaust ekki sem bezt meðhöndluð á hafi úti og í landi vill verða misbrestur á að vel sé með fiskinn farið. Fiskmat Ríkisins er sá aðili sem hefur með að gera gæða- flokkun á fiski til útflutnings og starfa um 200 manns á veg- um stofnunarinnar víða um land í þessu skyni. Oft hefur verið ritað og rætt um stofnun fisldðnskóla, sem mörgum hugsandi mönnum þyk- ir orðinn nauðsyn. Þingskipuð nefnd mun nú vera að ljúka Framh. á bls. 4 Páll Guðjónsson, eftirlitsmaður, kennir þama handtök vlð að slægja þorsk. Nemandinn er sonur hans, Gísli. Nemendumir, 21 að töiu í sal Fiskimatsins í Hamarshúsinu þar sem bókleg kennsla námskeiðsins fór fram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.