Vísir - 13.12.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 13.12.1966, Blaðsíða 16
) tm Mattiwilda Dobbs. // Martha — jólaópera Þjóðleikhússins Jólaópera ÞjóÖleikbússins að þessu sinni verður sem kunnugt er „Martha" eftir Flotow. Hljóm sveitarstjóri verður Wodiczko, en þýðingu á ónerunni hefur Guð- mundur Jónsson, óperusöngv- ari gert. Aðalhlutverk syng- ur hin helmskunna óperusöng- kona Mattiwilda Dobbs, en Svala Nielsen mun síðar taka við hlut- verki hennar. Mattiwilda Dobbs er blökku- kona, fædd í Atlanta í Banda- ríkjunum, en hún hóf söngnám að loknu háskólanámi í Colombía og lærði hún hjá hinni frægu Lotte Leonard og hlaut Marian Anderson-styrk vegna hæfileika sinna. Hún er mikið á ferðalögum en er búsett í Sviþjóð og gift sænskum blaðamanni. Mjólkursamsalan athugar möguleika á framleiðslu slikrar mjólkur hér Mjólkurstöðinni hafa borizt sýnishom af há- gerilsneyddri (uperiner- gerilsneyddri (uperiser- en geymsluþol þessarar mjólkur á að vera einn mánuður miðað við að hún sé geymd við stofu- hita. Hafa Mjólkurstöð- inni borizt upplýsingar um framleiðslukostnað þessarar mjólkur í Sví- þjóð, svo og tilboð í vél- t ar, sem hágeriisneyða mjólk og er Mjólkurstöð in nú að athuga, hvort grundvöllur sé fyrir framleiðslu slíkrar mjólk ur sér á landi. Stefán Björnsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sagði á blaðamannafundi í gær, að slík hágerilsneyðing mjólkur hefði 'verið á döfinni lengi drlendis og hefði Mjólkursamsalan fylgzt meö öllum nýjungum, sem kom- ið hefðu fram í mjólkurfram- leiöslu nágrannaþjóöanna og fengið sýnishorn. Nú væri þessi hágerilsneydda mjólk nýlega komin á markaðinn í nokkrum löndum, þ. á m. Svíþjóð, og bár- ust fyrir helgina sýnishorn það- an af þessari mjólk, sem er sett á hálfslítrah.yrnur. Gafst blaða- mönnum kostur á að bragða þessa mjólk og voru sammála um, að henni svipaði helzt til flóaðrar mjólkur, sem síðan hef- ur verið kæld. Stefán Björnsson sagði, að Framh. á 6. síöu. Verkfrœðinga ta l 1966 komið út r': . * — Hefur að geyma 440 æviskrár Komin er út bók, sem vafalaust á eftir að verða „jólabók verkfræð ingsins," en það er Verkfræðinga- tal, æviágrip íslenzkra verkfræð- inga og annarra félagsmanna Verk fræðingafélags íslands. Er hún gef in út af Verkfræðingafélagi ís- lands, en Stefán Bjamason, verk- fræðingur sá um ritstjómina. Verkfræðingatal kom fyrst út áriö 1956 og voru höfundar verk- fræöingarnir Jón E. Vestdal og Stefán Bjamason og var ritið gef- ið út af sögufélaginu sem sögprit XXVII að tilhlutan Verkfræðinga félagsins og meö tilstyrk þess. I formála hinnar nýju bókar seg ir höfundur m.a.: „Verkfræðingatal kom fyrst út árið 1956. Það var gert sem hand bók um líf og störf íslenzkra verk- Bæjarstjórirm á Akureyri verður framkvæmdastjóri Sambands /s/. sveitarfélaga Magnús E. Guðjónsson, bæjar- stjóri á Akureyri, hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Sambands íslenzkra sveitarfélaga, en Jónas Guðmundsson er að láta þar af störfum. Jafnframt verða þær skipulagsbreytingar, að fram- kvæmdastjórn sambandsins, Bjarg- ráðasjóðs íslands og Lánasjóðs sveitarfélaga verða sameinuð, og mun Magnús annast þessi störf öll. Vísir fregnaði, að Magnús mundi taka við störfum um miðjan janúar Auglýsendur Vegna fyrirsjáanlegra! þrengsla í blaðinu fram| að jólum eru auglýsend-; ur beðnir um að hafa; samband við auglýsinga; skrifstofu blaðsins hið; allra fyrsta, svo hægt sé að verða við óskum! þeirra um birtingu á! ákveðnum dögum. Auglýsingar í næsta > mánudagsblað þurfa að hafa borizt fyrir kl. 3 á föstudagmn kemur. Dagblaðið Vísir eða 1. febrúar. Jónas Guðmundsson hefur óskað eftir aö láta af störf- um sem formaður og framkvæmda- stjóri Sambands íslenzkra sveitar- félaga vegna veíkinda. Hann var frumkvöðull að stofnun sambands- ins og hefur verið þar driffjöðrin í starfi þess, síöan þaö var stofnaö áriö 1945. Jónas hefur jafnframt verið framkvæmdastjóri Bjargráða- sjóðs Islands. Á s.l. Alþingi voru sett lög um Lánasjóð sveitarfélaga og þar gert ráð fyrir að Bjargráða- sjóður og Lánasjóður sveitarfélaga yrðu undir sameiginlegri fram- kvæmdastjóm. Jónas G. Rafnar var nýlega skipaður formaður sjóðs- stjómar. Mun nú ákveðið að fram- kvæmdastjóm sjóðanna tveggja og Sambands íslenzkra sveitarfélaga verði sameinuð. fræðinga og annarra félagsmanna VFÍ frá upphafi. Eigi slík rit að koma að gagni sem handbók og op inber heimild um störf og reynslu verkfræðinga, þarf að endurnýja verkfræðingatal á vissu árabili. Miðað við fjölgun í verkfræðinga- stétt þótti sýnt' að þetta þyrfti að gera á 10 ára fresti.“ Segir síðar í formála: „í Verk- fræðingatali 1956 voru skráð ævi- ágrip 270 verkfræðinga og annarra félagsmanna VFÍ. Af þeim hafa nú samkvæmt ofangreindum reglum fallið burt 8 arkitektar, 5 eðlis- fræðingar ög stærðfræðingar og 6 erlendir verkfræðingar lifandi og látnir. I Verkfræðingatali 1966 eru 440 æviskrár og skiptast þannig: 384 íslenzkir verkfræöingar hér á landi og erlendis, 30 látnir íslenzkir verkfræðingar og aðrir félags- Framhald á bls. 6. Heldur áfram — i sjónvarpsþættin- um og svarar spurn- ingum um Snorra Sturluson Knut Eide, • dóttir Eide. sérfræðingur í Snorra, og kona hans, Hildur Amórs- 'k Eflaust kannast einhver lesenda við þessi hjón. Konan er eins og sjá má af búningi hennar, íslenzk, heitir Hildur Amórsdóttir Eide, gift Knut Eide, en hann hefur orðið lands- frægur að undanförnu í Noregi fyrir kunnáttu sína í öllu sem varðar Snorra Sturluson, og vann hann sér inn 10.000 norsk- ar krónur á dögunum í sjón- varpsþættinum „Kvit eller Dobbelt“. Nú hefur Eide ákveð- ið að halda áfram og 17. des. mætir hann aftur í þættinum og freistar þess að ná enn lengra. I síðasta þætti svaraði Eide öllum spumingunum gr-eiö- lega og hárrétt. ★ Þau Hildur og Knut kynnt ust hér á íslandi fyrir 28 ár- um, samkvæmt upplýsingum í Aktuelt, norska vikurritina, og vann hann þá á silfurjefaböi á Eskifirði. Þau eiga 4 böm og búa i Röldal í Harðangri. SÆKIRA KEFLA VIKURFLUÚVOLL ÞRÁ TTFYRIR NA UÐGUNARKÆRU Reykjavíkurstúlkan, sem kærði fjóra varnarliðsmenn fyr- ir nauðgun í september sl. hef- ur tvisvar sinnum verið tekin síðan í óleyfi í herskála á Kefla- víkurflugvelli. — Hafa lögreglu- menn vísað henni af flugvallar- svæðinu í bæöi skiptin. Stúlkan, sem er 16 ára, var tekin í seinna skiptið nú um helgina ásamt tveimur stöllum sínum, en nokkuð mun vera um það, aö utanaðkomandi stúlkur smjúgi í Regnum girðingar eða noti önnur ráð til að komast fram hjá vöröunum inn á flug- vallarsvæðið. Rannsókn vegna nauðgunar- ákæru stúlkunnar á hendur vam arliðsmönnunum fjómm er nú lokið . af hendi lögreglustjóra- embættisins á Keflavíkurflug- velli, en málið er nú í höndum saksóknara ríkisins. VÍSIR f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.