Vísir - 13.12.1966, Blaðsíða 2
Framarar urðu sem kunnugt
er Reykjavíkurmeistarar 1 hand-
knattleik karla á sunnudaginn
og í þvf tilefni birtum viö hér
mynd af þessu yfirburðaliöi í
reykvískum handknattleik.
Framundan er baráttan í 1.
deild og Hafnarfjarðarliðin tvö,
FH og Haukar eru ein óþekkt
Frömurum í vetur. Vitað er að
FH ér mjög sterkt, en Haukar
eru stóra spumingin með marga
nýja menn, eða öllu heldur leik-
menn, sem voru fjarverandi í
fyrra en eru nú komnir aftur.
En frá 1. deildinni verður nánar
sagt í blaðinu á morgyn, en hún
hefst. á sunnudaginn kemur.
Á myndinni eru þessir menn,
talið frá vinstri, fremri röð:
Guðjón Jónsson, Pétur Böðvars-
son, Þorsteinn Bjömsson, Hall-
dór Sigurðsson, Tómas Tómas-
son og Sigurður Einarsson. —
Aftari röð: Sigurbergur Sig-
steinsson, Gunnlaugur Hjálm-
arsson, Gylfi Jóhannsson, Ing-
ólfur Óskarsson, Amar Guð-
laugsson, Karl Benediktsson,
þjálfari liðsins og- Birgir Lúð-
víksson, formaöur handknatt-
leiksdeildar Fram.
REYKJAVÍKURMEISTARARNIR
F.H. gegn úrslitaliSinu í
— dregið á laugardagskvöldið í Evrópu-
bikarkeppninni í handknattleik
FH fékk ungversku meistarana HONVED, úrslitaiiðið gegn Evrópubik-
armeisturunum Leipzig í fyrra! Drátturinn í 2. umferð Evrópukeppninn-
ar í handknattleik fór fram seint á laugardagskvöldið í V.-Þýzkalandi og
var sjónvarpað frá atburðinum.
fyrra!
hafa veriö f liðinu að undan-
fömu era með 95% æfingasókn.
Nú eru Ragnar Jónsson og Einar
að byrja þjálfun og vonandi
verða þeir brátt með okkur.
Það mundi vitanlega styrkja
okkur enn frekar. En sem sagt,
nú þurfa menn að hafa hæfileika
og æfa vel, það er ckki nóg að
æfa vel, eða bara að hafa hæfi-
leikana“.
^ „Við erum auðvitað ekkert yfir okkur lukkúlegir“, sagði Birgir Björnsson,
fyrirliði FH-liðsins, í gærkvöldi, nýkominn af 50. æfingu liðsins frá í
hau3t, að þessu sinni í Laugardalshöllinni. „Þetta er sterkt lið og ferðin tii
Búdapest verður dýr“.
Liðin sem mætast í 2. umferð
Evrópubikarkeppninnar eru
þessi:
Gumersbach (V.-Þýzkaland—
— Sittardia (Holland),
Birgir sagði ennfremur: „Við
vitum raunar ákaflega lítið um
Honved utan það að þeir léku
til úrslita gegn Leipzig og töp-
uðu þeim leik, en styrkur liðs-
ins er augljóst. Nú þurfum við
aö afla okkur allra mögulegra
upplýsinga um liðið, áður en
við leikum við það. Ungverjarnir
eiga kost á fyrri leiknum, en
umferðinni verður að vera lok-
ið fyrlr 19. febrúar. Annars
virðist sem raöað hafi verið
þannig að 8 sterkustu liðin
haldi áfram í képpninni. Eitt
dönsku blaðanna sagði þó að
okkar leikur ætti að verða tví-
sýnn, við virðumst því vera í
talsveröu áliti í Danmörku“.
— Hvað um FH-liðið, er það
í góðri æfingu?
„$g mundi segja að það hafi
sjaldan verið í betri æfingu. Þaö
er jafnvel erfitt að velja í liðið,
breiddin er mikil og þeir sem
V.
■
FH-Iiðið er þrgutreynt í kepppi við erli-nd lið. Hér sjást FH-ingar í yfirburðaleik gegn þýzku liði.
Q l 'I
r r
MEXIKO
DÝRIR
Kostnaður við að reisa mann-'
virkin vegna Olympíuleikanna í
Mexíkó sumarið 1968 er ráð- ,
gerður um 4200 milljónir króna, '
en gert er ráö fyrir geysilega
miklum ferðamannastraumi til,
borgarinnar vegna leikanna.
Vegna þessa munu 80% mið-1
anna veröa teknir írá fyrir er-
lenda áhorfendur, og sömu sögu '
er að segja af hótelum borgar-1
innar, útlendingar munu sitja,
i fyrirrúmi þar.
VALUR
VANN /
4 FLOKKUM
Reykjavíkurmeistarar ‘ hinum
ýmsu flokkum í handknattleik
urðu þessir:
Mfl. karla: Fram,
Mfl. kvenna: Valur,
1. fl. kvenna: Valur,
2. fl. kvenna: Valur,
1. fl. karla Valur og KR era jöfn,
2. fl. karla: Valur,
3. fl. karla: Fram.
Honved (Ungverjaland) —
FH (ÍSLAND),
Urheilukerko (Finniand) —
Trud (Sovétríkin),
Dukla (Tékkóslóvakía). — \
Dudelangen (Luxemburg),
Dinamo (Rúmenía) — DOFK
(A.-Þýzkaland),
Fredensborg (Noregur) —
DKS (Pólland),
Grasshoppers (Sviss). —
DHFK (Leipzig, A.-Þýzkal.).